Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Krossanes- bréf nær fjórfölduð- ust í verði HLUTABRÉF í Krossanesi hf. á Akureyri hækkuðu mest í verði á hlutabréfamarkaðnum á árinu 1996 af öllum félögum. Verð bréfanna tæplega fjórfaldaðist frá því þau komu á Opna tilboðsmarkaðinn þann 19. júlí sl. fram til áramóta. Nemur markaðsvirði Krossaness nú um 1.159 milljónum eða um 1 milljarði hærra, en það verð sem Akureyrarbær fékk fyrir verksmiðj- una í desember árið 1995. Á meðfylgjandi töflu má sjá hvernig verðþróun á hlutabréfum 55 félaga varð á síðasta ári á hluta- bréfamarkaðnum. Mörg félög komu á markaðinn seint á síðasta ári þann- ig að í sumum tilvikum er um tiltölu- lega stutt tímabil að ræða. Þá vekur það sérstaka athygli að einungis eitt hlutafélag á listanum skilaði neikvæðri ávöxtun á árinu 1996. Hlutabréfavelta þrefaldaðist Velta á hlutabréfamarkaði ríflega þrefaldaðist á árinu 1996 frá árinu á undan og varð um 24,6 milljarðar, en var tæplega 7,2 milljarðar árið 1995. Sala bréfa í almennum mark- aðsútboðum rúmlega fjórfaldaðist og fór úr 2,4 milljörðum í 9,7 millj- arða. Viðskipti á eftirmarkaði þre- földuðust og fóru úr 4,8 milljörðum í 14,9 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum Verðbréfaþings. Inni í þessum tölum eru ekki ýmis stór viðskipti sem urðu með hlutabréf á árinu án milligöngu þingaðila, þ.e. banka og verðbréfafyrirtækja. Þar má nefna sölu á hlutabréfum lífeyr- issjóða og Akureyrarbæjar í Útgerð- arfélagi Akureyringa. Ávöxtun hlutabréfa 1996 31 .des.1995 Leiðrétt gengi* 31 .des.1996 Gengi Ávöxtun 1. Krossanes 2,20 8,30 277% 2. Hraðfrystihús Eskifjarðar 2,32 8,50 266% 3. Síldarvinnslan 3,48 11,80 239% 4. Borgey 1,10 3,50 218% 5. Tæknival 2,10 6,55 212% 6. Marel 4,55 13,75 202% 7. Vinnslustöðin 1,03 3,00 191% 8. Skinnaiðnaður 2,90 8,25 184% 9. Haraldur Böðvarsson 2,19 6,00 174% 10. Hraðfrvstistöð Þórshafnar 1,25 3,25 160% 11. íslenskar sjávarafurðir 2,15 5,00 131% 12. íslenski fjársjóðurinn 0,94 1,93 105% 13. OLIS ‘ 14. Pharmaco 15. Plastprent 2,65 r on 5,24 17 dQ 98% 97% 3,25 6,37 96% 16. Búlandstindur 1,20 2,35 96% 17. Kælismiðjan Frost 1,30 2,50 92% 18. Skagstrendingur 3,25 6,20 91% 19. Tryggingamiðstöðin 20. SR-Miól 5,36 10,20 90% 2,10 3,97 89% 21. Hampiðjan 2,87 5,24 82% 22. Tangi 1,20 2,10 75% 23. Fiskiðjusamlag Húsavíkur 1,25 2,14 71% 24. Skeljungur 25. Sjóvá-Almennar 3,40 5,75 69% 6,73 11,40 69% 26. Loðnuvinnslan 1,75 2,95 69% 27. Grandi 2,25 3,79 68% 28. Þormóður rammi 2,92 4,80 65% 30. Útgerðarfélaq Akurevrinqa 3,09 5,00 62% 31. Þróunarfélag íslands 1,04 1,65 59% 32. SÍF 1,99 3,15 58% 33. Auðlind 1,36 2,08 53% 34. Vaki 3,00 4,50 50% 35. Olíufélaaið 5.64 8,35 48% 36. Almennfhlutabréfasjóðurinn 1,17 1,73 48% 37. Eimskip 5,00 7,32 46% 38. íslenski hlutabréfasjóðurinn 1,31 1,89 44% 39. Lyfjaverslun (slands 40. Hlutabréfasjóður Norðurlands 2,35 3,38 44% 1,52 ...2,17 43% 41. Sláturfélag Suðurlands 1,70 2,40 41% 42. tignarnaidsteiagio AipyouoanKinn i,ib 1,65 40% 43. Hlutabrefasjoðurinn 1,89 2,64 40% 44. íslandsbanki 1,33 1,83 38% 45. Flugleiðir 2,23 3,06 37% 46. Jarðboranir 2,52 3,45 37% 47. Sæplast 4,04 5,50 36% 48. Kaupfélag Eyfirðinga 2,10 2,80 33% 49. Árnes 1,10 1,45 32% 50. Samvinnusjóður íslands 1,28 1,50 17% 51. Sameinaðir Verktakar 6,26 7,30 17% 52. Nýherji 1,99 2,24 13% 53. Básafell 3,77 4,17 11% 54. Bakki 1,54 1,70 10% 55. Ármannsfell 1,10 1,00 -9% | • Tekið er tillit til arðs og útgáfu jöfnunarhlutabréfa Heimild: KAUPÞING hf. Sjóvá-Almennar bjóða viðskipta- lánatryggingu SJÓVÁ-ALMENNAR tryggingar hf. hafa hafið sölu á svonefndri við- skiptalánatryggingu fyrir útflytjend- ur. Þessi trygging gerir þeim kleift að tryggja sig gegn hugsanlegu tapi af völdum greiðsluþrots viðskipta- vina erlendis, að því er segir í frétt. Á þennan hátt eiga útfiytjendur að geta treyst því að viðskiptakröfur fáist greiddar enda þótt um lánsvið- skipti hafi verið að ræða. Til að tryggingin öðlist gildi þurfa útflytjendur að fá samþykki vátrygg- ingafélagsins fyrir viðskiptavinum erlendis, en félagið ákveður jafn- framt hámarks vátryggingarfjárhæð fyrir einstaka aðila. Þessum hámörk- um má síðan breyta eftir þörfum. Sjóvá-Almennar hafa undirbúið viðskiptalánatrygginguna í samstarfi við Gerling Nordic Kreditt forsikring í Osló, sem er í eigu Gerling-Konzern Speziale Kreditversicherungs-AG í Köln. Gerling-Konzern hefur haslað sér völl á þessu sviði í Evrópu og Bandaríkjunum. Námu iðgjöld í þess- um vátryggingum 33 milljörðum á árinu 1995. Með samstarfi við Gerl- ing fá Sjóvá-Almennar aðgang að sérfræðiþekkingu og gagnabönkum um allan heim. Koma í stað bankaábyrgða Kristján Björgvinsson hjá Sjóvá- Almennum segir að viðskiptalána- tryggingar hafi verið í boði hér á iandi, en einungis frá erlendum vá- tryggingafélögum í gegnum vá- tryggingamiðlara. Þessi þjónusta færist nú inn í landið því félagið sé frumtryggjandi, en ekki milliliður. Kristján segir að líkja megi þessum vátryggingum að hluta til við útflutn- ingsábyrgðir banka og þær geti kom- ið í stað ábyrgða. Hins vegar séu bankaábyrgðir allt að tvöfalt eða þrefalt dýrari en viðskiptalánatrygg- ingar, en vissulega sé talsverður munur á þessari þjónustu. „Útflytj- endur hafa verið að færa sig frá bankaábyrgðum yfír í tryggingar í gegnum erlenda aðila,“ sagði hann. Benetton hættir VERSLUNIN Benetton mun hætta starfsemi þegar útsölum lýkur og vörubirgðir hafa verið seldar, en húsnæðið sem verslunin hefur leigt á Laugavegi 97 hefur verið selt. Að sögn Margeirs Margeirsson- ar, eiganda Benetton verslunarinn- ar, þá rennur leigusamningurinn út í byrjun maí. „Til þess að fara í annað húsnæði þyrftum við að fjárfesta í nýjum innréttingum og miklum breytingum. Þar sem við höfum orðið vör við að íslendingar vilja frekar kaupa sömu vöru á svip- uðu verði erlendis en hér á landi sjáum við fram á að uppsetning á nýrri búð borgar sig ekki og höfum því ákveðið að hætta með verslun- ina eftir útsöluna sem nú stendur yfír.“ Hugbúnaðarfyrirtækin Hugur hf. og íslensk forritaþróun hf. sameinast Verður stærsta hugbún- aðarfyrirtæki landsins Morgunblaðið/Golli. GUNNAR Ingimundarson og Hálfdan Karlsson brostu breitt í gær eftir að starfsmönnum hafði verið tilkynnt um sameininguna. HUGBUNAÐARFYRIRTÆKIN Hugur hf. og ísiensk forritaþróun (ÍF) hf. verða sameinuð í eitt fyrir- tæki á næstunni. Fyrirtækið verður væntanlega stærsta hugbúnaðarfyr- irtæki landsins og er stefnt að því að velta þess nemi um hálfum millj- arði króna á þessu ári. Hinu nýja fyrirtæki hefur enn ekki verið gefið nafn en ákveðið hefur verið að Gunn- ar Ingimundarson, núverandi fram- kvæmdastjóri Hugar, verði fram- kvæmdastjóri þess. Fulltrúar eigenda fyrirtækjanna hafa átt í viðræðum um sameiningu eftir að breski hugbúnaðarrisinn CODA Group plc. keypti Windows hugbúnaðarhluta ÍF. Samkomulag náðist í upphafí vikunnar og verður það lagt fyrir hluthafafundi fyrir- tækjanna innan skamms. Tilgangurinn með sameiningunni er að skapa stórt fyrirtæki á sviði hugbúnaðar hérlendis sem geti full- nægt þörfum flestra fyrirtækja en um leið sinnt öflugri þróunarvinnu að sögn Gunnars Ingimundarsonar, framkvæmdastjóra Hugar og Hálf- dans Karlssonar, framkvæmdastjóra ÍF. „Kaup CODA Group á Windows hugbúnaðarhluta íslenskrar forrita- þróunar hf. eru mikil viðurkenning fyrir íslenskan hugbúnaðariðnað. Þegar þau kaup voru orðin að veru- leika þurfti fyrirtækið að móta nýja framtíðarsýn. Niðurstaðan varð sú að ganga í eina sæng með Hug hf. og skapa þannig stærsta hugbúnað- arfyrirtæki landsins. íslenski mark- aðurinn er lítill og með því að stækka eininguna stuðlum við að aukinni hagkvæmni, sem kemur fyrirtækj- unum báðum og viðskiptavinum þeirra til góða,“ sögðu þeir í sam- tali við Morgunblaðið í gær. 60störf Samanlögð velta fyrirtækjanna tveggja nam um 425 milljónum á nýliðnu ári, velta Hugar um 300 milljónum króna en ÍF um 125 millj- ónum. Nú vinna um 40 manns hjá Hug en um 20 hjá IF og fá þeir all- ir vinnu hjá hinu sameinaða fyrirtæki. íslensk forritaþróun var stofnuð árið 1983 og Hugur árið 1986 og eru fyrirtækin því með elstu hugbún- aðarfyrirtækjunum hérlendis. Bæði fyrirtækin sérhæfa sig í sölu á við- skiptahugbúnaði og tengdri þjónustu og þjóna nú samtals tvö þúsund við- skiptavinum um land allt. ÍF er með viðskiptahugbúnaðinn ÓpusAllt en Hugur er með Concorde búnaðinn og tímaskráningarkerfin Útvörð og Bakvörð. Hálfdan til Bandaríkjanna Ekki hefur fengist uppgefið hvernig eignarhlutdeild í nýja fyrir- tækinu verður háttað. Hugur er að meirihluta til í eigu starfsmanna en fyrirtækin Nýhetji og Tæknival eiga einnig hlut ý fyrirtækinu. Eigendur íslenskrar forritaþróun- ar eru þremenningarnir Vilhjálmur Þorsteinsson, Hálfdan Karlsson og Örn Karlsson. Þeir hafa allir starfað hjá ÍF en munu á næstunni hefja störf hjá CODA Group. Vilhjálmur og Örn munu starfa hjá CÓDA á íslandi við þróun og stjórnun en Hálfdan mun hefja störf sem aðstoð- arforstjóri hjá CODA í Bandaríkjun- um. Þremenningarnir munu því ekki starfa hjá hinu sameinaða fyrirtæki en þeir verða allir hluthafar og munu koma að stefnumótun þess. Stóraukið þróunarstarf Gunnar segir að hann telji það mikinn styrk fyrir hið sameinaða fyrirtæki að hafa þremenningana með enda muni mikil þróunarvinna eiga sér stað innan þess. „OpusAUt viðskiptakerfið verður t.d. þróað áfram innan nýja fyrirtækisins og þeir, sem því verki sinntu, munu halda því áfram. Bæði fyrirtækin hafa verið að gera góða hluti í út- flutningi og nýtt og stærra fyrirtæki mun leggja mikla áherslu á þann þátt. Markmiðin eru þau að veita viðskiptavinum betri þjónustu, auka þróunarstarf og auka útflutning." Fyrst um sinn verður fyrirtækið á tveimur stöðum, í Reykjavík og Kópa- vogi, en síðar á árinu er fyrirhugað að sameina starfsemina í eigin hús- næði við Illíðarsmára í Kópavogi. gjjlpi mest seldu -J ~ U i fóiksbíla- £ llflr tegundirnar árið 1996 Fjöidi % Sí Br. frá fyrraári % 1. Toyota 1.559 19,4 +13,3 2. Volkswaqen 1.004 12,5 +27,6 3. Nissan 762 9,5 -13,6 4. Mitsubishi 615 7,7 +86,4 5. Hvundai 573 7,1 +1,2 6. Subaru 536 6,7 +84,8 7. Suzuki 502 6,2 +119,2 8. Opel 458 5,7 +32,4 9. Ford 359 4,5 +160,1 10. Renault 311 3,9 +20,1 11. Honda 186 2,3 +77,1 12. Volvo 160 2,0 -35,0 13. Skoda 138 1,7 -2,1 14. Masda 119 1,5 +5,3 15. Lada 94 1,2 -32,9 Aðrar teg. 662 8,2 +33,2 Samtals 8.038 100,0 +24,7 Rangar tölur um sölu Suzuki MEINLEG villa slæddist inn í töflu á viðskiptasíðu í gær yfír 15 mest seldu nýju fólksbílana á síðasta ári. Þar var ranglega greint frá því að selst hefðu 302 Suzuki-fólksbílar. Hið rétta er að alls seldust 502 bílar af þeirri gerð á árinu 1996. Þá var að sama skapi rangt að markaðshlut- deild Suzuki hefði verið 3,8%, en rétt tala er 6,2%. Beðist er velvirðing- ar á þessum mistökum. 12,7% Frakka án atvinnu París. Reuter. ATVINNULEYSI í Frakklandi jókst í 12,7/% í nóvember og hefur aldrei verið meira. Dregið hafði úr atvinnu- leysi í október, en hagfræðingar telja að það eigi enn eftir að aukast. Frökkum án atvinnu fjölgaði um 20.700 í nóvember, en hafði fækkað um 12.000 í október. Alls eru 3,12 milljónir Frakka án atvinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.