Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 39 MINNINGAR * i. i I I I I ! I i I I I i i I 1 I + Lára Júlía Sig- urðardóttir fæddist í Syðri- Hraundal í Álfta- neshreppi 11. júlí 1905. Hún lést á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi 30. des. síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Sig- urður Bjarnason og Þórdís Þórðardótt- ir. Lára átti tvo hálfbræður sam- mæðra, Zophonías og Elías. Lára gift- ist 1941 Hans Meyvantssyni, f. 23.1. 1913, d. 16.2. 1987. Björn þeirra eru: 1) Sigríður Halla, f. 16.11. 1935, gift Guðmundi Jónssyni og eiga þau fjögur börn. 2) Ástríður, f. 3.8. 1942, fráskilin og á þrjú börn. 3) Halldór Ingi, f. 24.12. 1945, kvæntur Sigríði Gunnarsdóttur og^eiga þau þrjú börn. Útför Láru fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.30. Látin er í Borgarnesi tengdamóð- ir mín, Lára Sigurðardóttir, á nítug- asta og öðru aldursári. Liðin eru rúm þijátíu ár síðan Reykjavíkur- stelpan kom og rændi einkasyninum til borgarinnar. Ekki er ég nú viss um að henni hafi Iitist alltof vel á þetta en okkur átti eftir að verða vel til vina. Lára mundi tímana tvenna eins og segja má um alla af þessari kynslóð. Hún var fædd 1905 og ólst því upp við hefðbundinn búskap í einu fijósamasta héraði þessa lands, Borgarfirðinum. Hún elskaði sveitina og dýrin og eftir að minnið tók að svíkja var alltaf hægt að kalla fram ánægjubros með því einu að nefna orðið „Grímsstaðir". Það var hennar himnaríki, hún mundi nöfn allra hesta og kýr og kindur gat hún líka nefnt. Hún talaði oft um gamla fólkið og henni þótti ákaflega vænt um fósturforeldra sína, sem hún nefndi jafnan Sigríði mömmu og Hallgrím pabba, en þau Hallgrímur Níelsson og Sigríður Helgadóttir tóku hana í fóstur á fyrsta ári. Þar til fyrir nokkrum árum var Lára ótrúlega minnug, bæði á fólk og verklag, og sé ég mikið eftir því að hafa ekki reynt að skrá eitthvað af því en svona hleypur tíminn frá okkur og allt í einu er það of seint. Lára var alltaf mjög eldhrædd því hún varð ung fyrir þeirri reynslu að heimili hennar brann og var það henni ógleymanlegt. Hún kunni vís- ur við öll hugsanleg tækifæri og gleymdi aldrei því sem hún lærði í æsku. Einnig hafði hún gaman af að lesa og eftir að sjónin tók að bila var hennar uppáhaldsiðja að hlusta á hljóðbækur og gat hún gleymt sér algjörlega tímunum saman við það. Lára kynntist manni sínum, Hans Meyvantssyni á Grímsstöð- um, þar sem hann var vinnumaður og þau bjuggu þar ásamt börnum sínum til ársins 1957, fyrst sem vinnuhjú en síðar sem leiguliðar. Þá bjuggu þau stuttan tíma á Borg á Mýrum en þar varð hún aftur fyrir þeirri sáru reynslu að húsið brann og hjartahlýir svei- tungar, þau Óskar og Ragnhildur á Tungu- læk, skutu skjólshúsi yfir þau þar til hús- næði fékkst í Borgar- nesi. Síðar byggðu þau sér hús á Kjartansgöt- unni og bjuggu þar í tuttugu og fimm ár. Þau voru vinamörg og fengu oft gesti. Þau voru bæði miklir náttúruunnendur og ferðuðust mikið um ísland, bæði með Litla ferðafélaginu og á eigin vegum. Hans lést skyndilega 1987 og með honum hvarf henni öll lífslöngun og síðan hefur hún aðeins beðið eftir að fylgja honum. En hún vissi að það yrði ekki strax því hana dreymdi draum, sem hún túlkaði þannig að hún myndi lifa mann sinn í tíu ár og gekk það eftir. Nú er komið að kveðjustund og kaflaskilum. Síðustu árin voru Láru minni erfið, þrátt fyrir frábæra umönnun á Dvalarheimilinu í Borg- arnesi, og vildi ég óska að ég hefði eitthvað getað gert til að létta henni ellina. Ég hef lært mikið af sam- skiptum mínum við hana en verst þykir mér að hún skyldi þurfa að þjást til að kenna mér. En svona er lífið, því verður víst að taka eins og það er. Nú er hennar þjáningum lokið og ég samgleðst henni að vera komin til hans þar sem hún vildi svo gjarnan vera. Guð blessi minningu hennar. Sigríður Gunnarsdóttir. t Elskulegur faðir minn, sambýlismaður, sonur, bróðir, mágur og frændi, SIGURJÓN JÚNÍUSSON, Brekkustíg 12, Sandgerði, sem lést á heimili sinu 1. janúar sl., verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju föstudaginn 10. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Stefán Henning Sigurjónsson, Bára Magnúsdóttir, Júníus Guðnason, Regína Ragnarsdóttir, Ragnar Geir Júníusson, Andrea Karlsdóttir, Tryggvi Rúnar Júniusson, Sigrún Lína Ingólfsdóttir, Anna María Júníusdóttir, Birgir Möller og systkinabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN GUNNAR JÓNSSON bóndi, Laxamýri, Suður-Þingeyjarsýslu, sem lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur þann 1. janúar sl., verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 11. janúar kl. 14.00. Kristjóna Þórðardóttir, Jón Helgi Björnsson, Halla Bergþóra Björnsdóttir, Sveinbjörg Björnsdóttir, Helgi Hróðmarsson Elín Margrét Hallgrímsdóttir, Kjartan Helgason og barnabörn. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ANDREAG. INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, áðurtil heimilis i Hátúni 10B, Reykjavík lést á Droplaugarstöðum föstudaginn 3. janúar. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 11. janúar kl. 13.30. Valborg S. Árnadóttir, Garðar Garðarsson, Ingibjörg Garðarsdóttir, Sigurður Hallgrímsson, Guörún Asta Garðarsdóttir, Hafsteinn Guðmundsson, Garðar Garðarsson, Eydis Helga Garðarsdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG K. MAGNÚSDÓTTIR, áður Aflagranda 40, sem lést á Hrafnistu 6. janúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudag- inn 10. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Valdimar Hannesson, Hannes Valdimarsson, María Þorgeirsdóttir, Júlíus Valdimarsson, Garðar Valdimarsson, Brynhildur Brynjólfsdóttir, Þórður Valdimarsson, Þóra Sigurbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. LARA JULIA SIG URÐARDÓTTIR t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavik föstudaginn 10. janúar kl. 10.30. Lovísa M. Marinósdóttir, Njáll Þorsteinsson, Sigrún Ólöf Marinósdóttir, Jón Örn Marinósson, Sigrfður Dagbjört Sæmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær systir okkar, JÓHANNA SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Nýjabæ, Álagranda 23, sem lést á Landakotsspítala 2. janúar, verður jarðsett frá Neskirkju fimmtu- daginn 9. janúar kl. 10.30. Birna Guðmundsdóttir, Helga Guðmundsdóttir. t Bróðir okkar og mágur, HELGI ÞORGEIRSSON, Blönduhlíð 11, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 9. janúar kl. 13.30. Eiríkur Þorgeirsson, Lilja Þorgeirsdóttir, Svanlaug Þorgeirsdóttir, Kristín Eyjólfsdóttir, Björn Kristófersson, Sigurþór Magnússon. t Ástkær eiginkona mfn, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁRNÝ MAGNEA HILMARSDÓTTIR frá Hofi, Skagahreppi, til heimilis á Móabarði 8B, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkjuföstudaginn lO.janúarkl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vildu minnast henn- ar, er bent á Krabbameinsfélag íslands eða Gigtarfélag íslands. Guðsteinn Hróbjartsson, Hilmar Guðsteinsson, Karolfna Hilmarsdóttir, Aðalbjörg Guðsteinsdóttir, Guðjón Karlsson. t Frændi okkar, PÁLL K. SÆMUNDSSON, Öldugötu 52, Reykjavík, sem lést 1. janúar 1997, verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu fimmtu- daginn 9. janúar kl. 13.30. ■ Systkinadætur. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir, ISAFOLD TEITSDÓTTIR hjúkrunarkona, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. janúar kl. 13.30. Óttarr Arnar Halldórsson, Ingrid Elsa Halldórsson, íris Kristína Óttarsdóttir, Esther Angelica Óttarsdóttir, Alexandra Ingrid Hafliðadóttir, Jóhanna María Teitsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.