Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 33
riía& ífíwnrmni; > MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 33 + Hafliði Ottósson var fæddur í Reykjavík hinn 18. desember 1978. Hann lést á heimili sínu í Grindavík 29. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Ottó Hafliðason, skrifstofustjóri, fæddur 27.12. 1956, og Hrafnhildur Björgvinsdóttir, húsmóðir, fædd 15.9. 1957. Föðurafi Hafliða er Hafliði Ottósson, fyrrv. bak- arameistari. Föðuramma hans er Valgerður Albína Samsonar- dóttir, húsmóðir. Þau eru búsett á Patreksfirði. Móðurafi hans Ég hef þekkt Hafliða frá því að ég var lítil stelpa og vorum við allt- af góðir vinir. Og maður var að frétta af uppátækjum þínum og ýmsu sem þú varst að bralla. Þá fannst mér þú alveg rosalega fynd- inn. En þegar ég varð kærastan þín þá urðu uppátækin og fíflalætin ekki alveg eins fyndin og áður. I janúar á síðasta ári byrjuðum við Hafliði að vera saman, þú varst eins og ég segi, skemmtilega kæru- laus, eins og þegar þú keyptir GSM- símann. Svo hringdir þú heim af sjónum og ég spurði þig hvort þú værir í nýja símanum. „Nei, hann er á ofninum, ég missti hann í poll,“ sagði þú. Svo viku seinna spyr ég hvar síminn sé. Þá hafðir þú misst hann út úr bílnum og við fundum hann á umferðareyju, flatan, því einhver hafði keyrt yfir hann. Það var sko aldrei nein lognmolla í kring um þig. Aldrei grunaði mig að þetta yrði svona stutt, því þann 29. desember varstu farinn frá mér. Og þegar ég sat inni í kirkju í kvöld með vinum þínum sem komu þarna með kær- usturnar sínar fann ég hvað ég sakna þín sárt. En okkar bestu og fallegustu minningar mun ég geyma I hjarta mínu og þú hjá þér. Þó ég þurfi ekki að segja þér það, þá ætla ég samt að gera það: „Ég elska þig og mun aldrei gleyma þér.“ Þín Lovísa. Kæri frændi. Það er með trega og söknuði sem við setjumst niður og skrifum kveðju til þín, okkar ástkæri systur- sonur Hafliði Ottósson. í minningunni er ekki langt síðan að þær fregnir bárust að von væri á fæðingu í fjölskyldunni. Hrafn- hildur systir.okkar og Ottó áttu von á barni og var það fyrsta barna- barn foreldra okkar. Því var spenn- an mikil og ekki minnkaði hún þeg- ar uppgötvaðist að það var ekki er Björgvin Ólafur Gunnarsson, út- gerðarmaður. Móðuramma hans er Inga Bjarney Óladóttir, húsmóð- ir. Þau eru búsett í Grindavík. Systkini Hafliða eru Hrund, f. 18.12. 1978, nemi í MA., Björgvin, f. 21.6. 1984 og Eyrún Ösp, f. 11.2. 1993. Að loknum grunnskóla fór Hafliði til sjós og hefur verið háseti á ms. Grindvíkingi GK-606. Útför Hafliða fór fram frá Grindavíkurkirkju mánudaginn 6. janúar. aðeins eitt barn heldur tvö á leið- inni. Þegar leið að jólum árið 1978, nánar tiltekið 18. desember, komu þau í heiminn, Hrund og Hafliði. Hún á undan, spræk og frísk, hann dálítið seinna og var honum í fyrstu vart hugað líf. En fljótlega fór nú vinurinn að braggast og þriggja vikna fengu þau systkin að fara heim. Fjölskyld- an iðaði af spenningi yfir þessum tveimur gimsteinum. Fljótlega kom í ljós hversu ólík þau systkini voru og má segja að skólaganga þeirra sé merkisberi um það. Hún dugleg og samviskusöm í náminu en hann tók hlutina ekki eins hátíðlega og af meiri galgopa- skap og fannst lífið nú ekki endi- lega ganga út á gott gengi innan veggja skólans. Olík systkini en samt góð systkini. Gaman er að minnast á þau skipti þegar sást til þín trítla yfir hraunið til Ingu ömmu og Venna afa sem búa í næsta nágrenni við skólann, annaðhvort sendur heim vegna einhvers prakkaraskapar eða til að ná í skólabók sem gleymdist óvart heima. Eitt skiptið höfðu bæði gleymt bók heima og komu hlaup- andi til ömmu og afa. Hún nánast útgrátin af leiðindum yfir gleymsk- unni en þú yfirvegaður og rólegur og skildir ekkert í þessu stressi yfir einni bók. Snemma kom í ljós að þú tókst hluti ekkert alltof hátíðlega en einn- ig annar eiginleiki sem var hrein- skilnin. Aldrei þrættir þú fyrir neitt og oftar en ekki tókst sök annars ef um strákapör var að ræða. Það má nú segja að þú hafir lif- að hratt og verið að flýta þér að lifa, elsku frændi. Rúmlega 14 ára og enn í grunnskólanum kemur þú til Rúnars frænda, sem er skip- stjóri og stýrimaður á Grindvíkingi, og biður hann um pláss upp á hálf- an hlut. Strax eftir grunnskólapróf farinn á sjóinn og fljótlega upp á heilan hlut. Þar kom í ljós dugnað- ur þinn og samviskusemi í vinnunni MINNINGAR og þér leið vel á sjónum. Amma Inga hafði nú samt orð á því hvort þú ætlaðir ekki að fara að íhuga frekara skólanám, svona fyrir fram- tíðina. Þú svaraðir að bragði: „Amma, ég er loðnujaxl og aðaltöff- arinn í bænum!“ Þar með var það útrætt mál af þinni hálfu. Samt varstu alltaf augasteinninn hennar ömmu. Allt sem sneri að þér, Hafliði, fannst ömmu Ingu fal- legt, Þú sjálfur, eugun þín, brosið þitt. Þú varst stoltur þegar þú komst með hana Lóu þína í heim- sókn til ömmu og afa nú rétt fyrir jólin. Kynntir hana sem kærustu þína. Mikið voru þau stolt og glöð með strákinn sinn og kærustuna hans. Það má segja, minn kæri frændi, að á milli Ginnu frænku og þín var stríðnissamband. Hvorugt vildi láta stríða sér en nutu þess að stríða öðrum. Þau stríddu oft hvort öðru og oftar hafði þú betur. Margs er að minnast og minning- arnar hrannast upp nú þegar að skilnaðarstund er komið. Við þökk- um þér fyrir stundirnar sem við áttum saman. Við eigum minningu um yndislegan frænda sem hafði allt sem prýðir góðan dreng. Hann kaus að lifa hratt og flýta sér og nú horfum við á eftir honum, aðeins 18 ára. Elsku Abba, Ottó, Hrund, Björg- vin, Eyrún Ösp, Lóa, ömmur og afar, megi guð styrkja ykkur og okkur öll sem söknum Hafliða. Hafi hann þökk fyrir að vera til og minningin um fallegu augun hans og brosið hans mun lifa. . Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Rúnar, Ginna og Símon Hinn 29. desember síðastliðinn barst okkur hjónunum sú ömurlega fregn að Hafliði væri dáinn. Þetta ótímabæra dauðsfall, sem kemur þvert ofan á annað í hans ætt, nán- ast lamaði alla Grindvíkinga. Það er aldrei hægt að sætta sig við það þegar svona ungt fólk fellur frá, fóls sem á alla framtíðina fyrir sér, er í blóma lífsins, fullt af orku og lífsgleði. Hafliði var unnusti Lovísu dóttur okkar en samband þeirra hafði varað um eins árs skeið. Hann var hreinskiptinn og fór aldrei í launkofa með það sem hann ætlaði að gera. Stundum kom það manni á óvart hvað hann var óragur við að segja frá fyrirætlan þeirra. Þó að hann ætti von á einhverjum umvöndunum frá foreldrunum, kom það ekki í veg fyrir að hann segði sannleikann. Okkur er það minnisstætt þegar við hjónin vorum í Húsafelli um síðustu verslunarmannahelgi ásamt foreldrum Hafliða og yngri systkin- um hans. Þá höfðu Hafliði og Lov- ísa farið á þjóðhátíð I Vestmanna- eyjum og við deildum með okkur áhyggjum af unga parinu: „Jæja, hvað ætli þau séu að gera núna? Ætli þau séu búin að borða eitthvað eða ætli þau séu nógu vel klædd?“ Þetta var dásamlegur tími. Þarna var spilað, sungið og mikið hlegið, og ekki óraði okkur fyrir því að svona nokkuð ætti eftir að dynja yfir. En lífíð, það er brattabrekka endalaust og þó svo að það sé engu líkara en að niður þessa brekku hafi fallið grjótskriða og hrifið með sér hann Hafliða okkar, þá vonandi missum við ekki trúna á hið góða í lífinu heldur geymum minninguna um góðan dreng. Abba og Ottó, þakka ykkur fyrir hvað þið hafið reynst dóttur okkar vel, þið hafið alltaf tekið henni sem einni úr fjölskyldunni. Það hljóta að teljast forréttindi fyrir hvern og einn sem fær að kynnast svo hjarta- hlýju fólki sein ykkur. Lovísa, geymdu með þér góðu minningarn- ar um Hafliða, hann mun alltaf eiga stað í hjarta þínu. Mundu að þú munt alltaf eiga skjól í okkar öllum. Um leið og við hjónin vottum ykkur okkar dýpstu samúð sem og systkinum hans Hafliða, afa og ömmu og ekki síst Rúnari og hans börnum og öðrum ættingjum, þá biðjum við Guð að gefa ykkur styrk til að takast á við sorgina. Hilmar, Jónína og börn. Okkur langar að minnast Hafliða vinar okkar I nokkrum orðum. Þeg- ar við vöknuðum hinn 29. desember sl. fengum við þær hörmulegu frétt- ir að Hafliði væri dáinn. Okkur datt ekki í hug að þú myndir fara svona fljótt, þú áttir allt lífið fram- undan. Þú varst alltaf svo hress og kátur og það er skrýtið að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að sjá þig á öðru hundraðinu á Galant- inum niður Víkurbrautina eða spil- andi á gítarinn. Þú varst hrókur alls fagnaðar þegar margir voru komnir saman og koma þá jólin í fyrra sérstaklega upp í hugann þar sem við skemmtum okkur svo vel. Og við munum líka eftir því þegar þú fékkst bílinn þinn, ekki gekk svo lítið á, hann var aldrei í lagi, þú varst svo ánægður með að vera nýbúinn að laga beyglu á bílnum og svo var hann aftur klesstur. Við eigum eftir að vera lengi að átta okkur á þessu því að þú varst sjómaður og ekki alltaf heima. Við vonum að þér líði vel og að við eig- um eftir að hittast aftur. Minningin um góðan dreng lifir. Við biðjum Guð að styrkja fjölskyldu, ættingja og kærustu í sorginni, svo og alla þá ástvini Hafliða sem eiga um sárt að binda. En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hveiju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. (Magnús Ásgeirsson) Þínar vinkonur, Agnes og Birgitta. Elsku kæri Hafliði bróðir. Skyndilega ert þú farinn og það er nokkuð sem ég fæ sennilega aldr- ei skilið. Mér finnst eins og ég sé öll dofrn og máttlaus og ég fínn að það er greinilega eitthvað sem vant- ar. Mér líður eins og það vanti hinn helminginn af hjarta mínu. í raun og veru varst þú næst mér af öllum þó að við höfum ekki verið mikið saman síðustu tvö til þijú árin. Við vorum nú tvíburasystkini. Það er svo margt sem mig langar að segja við þig og ég gæti örugglega skrifað endaluast án þess að ná fram því sem ég hef svo mikla þörf fyrir að segja, því orð fá aldrei sagt það sem mér virkilega býr í bijósti. Þú gafst mér svo margt og þú varst og ert og munt ávallt lifa í hjarta mínu. Eg þakka þér allar stundimar okkar sem við áttum saman. Þú varst mikill prakkari og hrikalega stríðinn, en ég mun alltaf minnast þín með bros á vör. Ég mun hugsa til þín oft og mikið og ég gleymi þér aldrei. Megi góður Guð geyma þig og ég vona að þér líði sem allra, allra best. Ég elska þig og takk fyrir allt. Þín systir, Hrund. Elsku vinur, nú er komið að kveðjustund og verð ég að segja að hún hafi komið mun fyrr en nokk- um hefði gmnað. Það sem við félagarnir höfum gert á þessum stutta tíma sem við þekktumst er án efa efni I mjög góða bók, jafnvel tvær. Allar gítar- stundimar okkar voru frábærar, jafnvel þó að við höfum blekkt okk- ur mikið með því að halda að við höfum verið góðir spilarar, en engu að síður var alltaf yndislegt að hlusta á þig spila og syngja. Fyrir utan það að vera fjallmyndarlegur varst þú svo skemmtilegur að það hálfa hefði verið miklu meira en nóg. Ég tel1 að mér sé óhætt að halda því fram að húmorinn hafi verið þitt vöm- merki, það var t.d. ekkert eins gam- an og að sjá þig í essinu þínu, sjá hvað var stutt í hláturtaugamar hjá öllum þegar þú varst nálægt. Þær minningar sem mér em kæ- rastar og ég mun geyma í hjarta mínu um ókomna tíð em frá því að þú og Víðir komuð I heimsókn til mín þegar ég bjó í Neskaupstað. Þessi vikutími sem þið félagamir vomð hjá mér er án efa skemmtileg- asti tími sem ég hef upplifað. Um leið og ég kveð vil ég þakka þér fyrir að hafa kynnt mig fyrir minni yndislegu kæmstu, Rögnu. Að lokum vil ég þakka guði fyrir að hafa þekkt þig. Elsku Hrafnhildur, Ottó og böm, ættingjar og vinir, guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Þið megið trúa því að minningin um yndislega drenginn ykkar mun lifa. Elsku Hafliði, við kveðjum þig með söknuð í hjarta. Óli Stefán og Ragna Dögg. HAFLIÐIOTTÓSSON SÆVAR ÆGISSON + Sævar Ægisson fæddist í Reykjavík 16. des- ember 1954. Hann lést á Kanaríeyjum 23. desember síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Eygló Björnsdóttir og Ægir Jónsson. Hann ólst upp á ísafirði hjá Unni Kristjánsdóttur og Guðmundi Marías- syni. Sævar giftist Margréti Hólmfríði Svavarsdóttur 31. desember klukkan 15. 1979 og bjuggu þau á Isafirði. Börn þeirra eru Unnur Margrét Sævarsdóttir, f. 3. apríl 1994, og fóst- ursonurinn Sva- var Þór Einars- son, f. 14. maí 1975. Sævar starfaði við sjómennsku allt til dauðadags. Útför hans fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin Æ, hversu sjaldan gefum vér því gaum, hve gæfu vorrar ævitíð er naum. Og flestum aðeins verður hún að vana, unz vér í greipar dauðans missum hana. (Tómas Guðm.) Mamma. Kæri bróðir. Okkur systkini þín langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Þegar við lítum til baka minnumst við heimsókna þinna upp I Breiðholt. í upphafí varstu stóri bróðir, sjó- maðurinn frá ísafirði. Sá yngsti í hópnum man eftir þér svo stórum að þegar þú lyftir honum upp fannst honum sem hann væri að nálgast skýin. Nú í seinni tíð kynntumst við þér sem fjölskyldumanni, þegar þið Magga komuð með litlu Unni Mar- gréti. Þá var eins og fjarlægðin minnkaði og samverustundum okkar fjölgaði. Við erum sérstaklega þakklát fyr- ir góðar stundir á síðasta ári. Með þær í huga sáum við fram á aukin samskipti. Kæri bróðir, við kveðjum þig með söknuði. Elsku Magga, Svavar og Unnur Margrét, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Sigurður, Sigrún og Þröstur. Það var mikið reiðarslag þegar mér bárust þær fréttir á Þorláksmessu að skipsfélagi minn Sævar Ægisson hefði orðið bráðkvaddur á Kanaríeyj- um. Það var erfitt að meðtaka þetta, sérstaklega vegna þess að maður gat ekki haldið annað en að Sævar hefði verið fílhraustur enda dugnað- arforkur sem sló aldrei af. Það var árið 1991 þegar ég byij- aði á Hálfdáni I Búð sem við Sævar kynntumst. Fljótlega kom í ljós að við áttum sameiginlegt áhugamál sem var ferðamennska. Sævar hafði bæði ferðast mikið sjálfur og einnig lesið mikið af ferðasögum. Hann smitaðist því auðveldlega af draum- um um skútusiglingar og heillaðist af þeim lífsmáta að geta skoðað heiminn með því að berast heimsálfa á milli undir seglum. Það var gaman að ræða við Sæv- ar enda maðurinn kjarnyrtur og sparaði ekki lýsingarorðin. Hann vandaði mönnum ekki kveðjurnar ef þeir voru honum ekki að skapi, og sparaði heldur ekki hrósið þeim sem hann kunni að meta. Fáir held ég að hafi verið betur að sér um sögu íslenskra skipa og báta. Það var næstum sama hvaða fley var rætt um, hann vissi öll helstu deili á því hvenær og hvaða breytingar þau höfðu gengið í gegnum. Rétt- indamál sjómanna sem og verka- fólks voru Sævari ofarlega í huga. í síðasta túmum sem við fóram sam- an hafði hann nýlokið við að lesa æviminningar Tryggva Emilssonar „Baráttuna um brauðið“ og hafði á orði að sér fyndist íslenskt samfélag stefna í sama horf og það var í þeg- ar barátta íslendinga um brauðið stóð sem hæst um 1930. Þau hjónin Margrét Svavarsdóttir og Sævar höfðu nýlega ættleitt dótt- ur, Unni Margréti, sem gaf lífi þeirra nýja vídd. Það varð breyting á Sæv- ari og greinilegt að hann kærði sig ekki um að róa jafntstíft og hann var vanur. Það má því segja að það hafí verið lán fyrir þau að vélarbilan- ir urðu á Orra ÍS og hafði fjölskyld- an því meiri tíma en ella hefði orðið til að vera saman og ferðast um landið, því engan gat grunað að örlögin gripu í taumana með þeim- hætti sem raun varð á. Lífið getur verið harkalegt og oft erfítt að skilja tilgang þess, en alltaf birtir til að nýju eins og brælurnar og élin víkja fyrir blíðu. Margréti og fjölskyldunni allri sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Jón Ottó Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.