Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ STEFANA ■ G UÐMUNDSDÓTTIR + Stefana Guð- mundsdóttir var fædd á Sveins- stöðum í Lýtings- staðahreppi Skagafirði 11. febrúar 1906. Hún andaðist á Hjúkr- unarheimilinu Eir að morgni jóla- dags. Foreldrar hennar voru hjónin Þórunn Baldvins- dóttir og Guð- mundur Stefánsson bóndi og smiður að Lýtingsstöðum og ólst Stefana þar upp. Systkini Stefönu : Hervin fv. bygginga- meistari í Reykjavík f. 15.11. 1907, d. 4.8. 1979, Sveinn fv. kaupfélagssljóri f. 28.4. 1912, nú búsettur í Kópavvogi og Unnur fv. húsmóðir f. 7.8. 1917, d. 30.9. 1994. Hálfbróðir þeirra, sammæðra : Jónas Jó- hannsson fv. bók- sali á Akureyri f. d. 10.5 Árið 1926 giftist Stefana Ól- afi Sveinssyni frá Mælifellsá í Skaga- firði. Kjördóttir þeirra er Þórunn Sólveig Ólafsdótt- ir, eiginmaður hennar er Gylfi Eldjárn Sigurlinna- son fyrrverandi forstöðumaður hjá Flugleiðum. Þeirra börn eru: Stefana Björk, Ólafur Gylfi, Þórunn Rakel og Þröstur Ingvar. Um árabil stunduðu Stefana og Ólafur verslunarrekstur í Reykjavík. Stefana verður jarðsungin frá Víðisteðakirkju í Hafnar- firði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Margs er að minnast þegar kvödd er slík ágætiskona sem Stef- ana Guðmundsdóttir var. Hún flutt- ** ist barn að aldri (1915) með foreldr- um sínum að Lýtingsstöðum og ólst þar upp. Hún hlaut menntun sína í heimahúsum eins og algengt var á þeim tíma. Annan dag jóla árið 1926 giftist Stefana Ólafi Sveinssyni frá Mælifellsá. Var hún þá tæplega tuttugu og eins árs en hann þrjátíu og eins. Hjónaband þeirra var farsælt og voru þau mjög samhent í 58 ára sambúð. Ólafur lést fyrir 13 árum og var til moldar borinn 9. janúar 1984. Skagfirðingar og margir fleiri minnast þessarar góðu hjóna með þakklæti fyrir þeirra fórnfúsa starf í þágu Skagfirðingafélagsins í Reykjavík frá því það var stofnað fyrir 60 árum. Meðal annars önnuð- ust þau sölu aðgöngumiða á Skag- firðingamótin í nærri 30 ár. Árið 1965 voru þau hjónin kjörin heið- ursfélagar Skagfirðingafélagsins í Reykjavík. Stefana var einnig einn af frumkvöðlum að stofnun kvennadeildar félagsins. Þau Stef- ana og Ólafur hófu búskap á Lýt- ingsstöðum árið 1927, en eftir tæp- lega tveggja ára búskap þurfti Stefana að leita sér lækninga á Kristneshæli og var þar á annað '**■ ár. Brá þá Ólafur búi og hóf smíða- vinnu á Akureyri. Því næst fluttu þau til Sauðárkróks og byggðu sér þar stórt hús, Blómsturvelli, sem nú er Skagfírðingabraut 8. Ekki reyndist heilsufar Stefönu sem von- að var og varð hún að hverfa aftur á Kristneshæli og var þar í eitt ár. Eftir það lá leið þeirra hjóna til Reykjavíkur, eða árið 1934 er Ólaf- ur tekur við verslunarrekstri eftir föður sinn Svein Gunnarsson í Sölu- turninum við Arnarhól. Þau hjónin áttu heimili á nokkrum stöðum í Reykjavík þar til þau byggðu sitt eigið hús að Ásvallagötu 20 hér í borg. Þar ríkti einstök gestrisni og greiðasemi. Oft voru næturgestir til lengri eða skemmri tíma og voru veitingar jafnan höfðinglegar. Þá voru jólagjafír þeirra hjóna alveg ótrúlega stórfenglegar. Tíu árum áður höfðu þau byggt veglegt sumarhús fyrir sunnan skógræktina í Varmahlíð í Skaga- firði og nefndu staðinn Fagrahvol, sem var nafn með rentu, því bæði var húsið og lóðin i kring mjög myndarlega gerð, sem sýndi ein- staka smekkvísi húsbændanna. Öll- um þeim er heimsóttu fjölskylduna að Fagrahvoli mætti sérstök hlýja og góðvild ásamt höfðinglegum veitingum, sem margir gestir minn- ast með þakklæti. Þess voru mörg dæmi að þegar Stefana átti erindi út í Varmahlíð og rakst þar á kunn- ingja að hún bauð þeim í kaffi og meðlæti í Fagrahvoli, slík var henn- ar einstaka gestrisni. Árið 1938 bættist Þórunn, eða Dodda eins og hún er kölluð, í fjöl- skylduna og ýmsir þekkja sem Þór- unni Ólafsdóttur sópransöngkonu, vel þekkt meðal Skagfirðinga fyrir að hafa sungið „Hallarfrúna" eftir Jón Björnsson með Skagfirsku söngsveitinni. Þórunn er fædd á Akureyri árið 1937, dóttir Jónasar hálfbróður Stefönu og Indíönu Gísladóttur konu hans. Kemur Þór- unn til kjörforeldra sinna, Ólafs og Stefönu, á öðru ári. Stefana starf- aði mikið fyrir Thorvaldsensfélagið í Reykjavík og var heiðursfélagi þess. Þess má geta að Bertel Thor- valdsen var sonur Gottskálks Þor- valdssonar, frá Miklabæ í Skaga- firði. Gottskálk fór ungur til Dan- merkur að mennta sig í útskurði og kvæntist danskri konu, en þau eignuðust þennan eina son, sem erfði listahæfileika frá sínum skagfirska föður. Stefana var einn- + Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, HALLUR GUÐMUNDSSON fyrrv. matsveinn, Kirkjustfg 4, Eskifirði, lést á Landspítalanum þann 6. janúar. Þóra Ólöf Guðnadóttir, synir og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, ODDFRÍÐUR ERLENDSDÓTTIR, Háteigsvegi 50, Reykjavik, sem lést 28. desember, verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnað- arins fimmtudaginn 9. janúar kl. 15.00. Baldvin Ólafsson. ig virkur liðsmaður í Mæðrastyrks- nefnd og Kvenfélagi Fríkirkjusafn- aðarins í Reykjavík. Kaupmennska var stór þáttur í líf! Stefönu, en hún ásamt manni sínum rak m.a. tvær verslanir, Mælifell og Laufið til margra ára. Nú síðustu þrjú ár dvaldi Stefana á hjúkrunarheimil- inu Eir hlaut hún frábæra umönnun starfsfólksins alls. Stefana verður jarðsett við hlið eiginmanns síns í Fossvogskirkjugarði. Þórunni og fjölskyldu hennar svo og Sveini bróður Stefönu, sem nú er einn eftirlifandi systkina hennar tæplega 85 ára, eru sendar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Sveinn S. Pálmason frá Reykjavöllum. Þegar ég var barn á Akureyri komu þau hjónin Stebba frænka og Óli ásamt Doddu sinni oft í heimsókn til afa og ömmu, Sillu og frænda, í Glerárgötu 2. Þá var hátíð í bæ. Með öllu þessu góða fólki ríkti ekki eingöngu mikil frændsemi heldur líka einlæg vin- átta. Mér þótti aldeilis sérlega fínt að eiga svona ættingja sem komu að sunnan. Þau voru fyrirmannleg og sannkallaðir höfðingjar í sjón og raun. Mér er einnig minnisstætt að hún Stebba frænka mín sýndi mér alveg sérstaka virðingu í minni fyrstu ferð til Reykjavíkur. Hún bauð mér nefnilega með sér í kaffi í gamla Sjálfstæðishúsið, steinsnar frá búðinni sinni, Mælifelli, og síðan kölluðum við frænkurnar þetta ágæta hús aldrei annað en húsið okkar. Heimili þeirra stóð að Ásvalla- götu 20 og þar var sannkallaður ævintýraheimur. Engum duldist hve allt var þar vandað og glæsi- legt, og hversu Skagafjörður var í hávegum hafður hjá þeim hjónum. Viðmót þeirra var þó það sem mestu máli skipti. Gestrisni Stebbu og Óla var annáluð. Þau vildu öllum gott gera og voru Skagfirðingar alveg sérlega velkomnir alla tíð. Þau stunduðu bæði kaupsýslu í Reykjavík en þau voru fyrst og fremst Skagfirðingar í sál og sinni. Einstaklega gott fólk, sem veitti af rausn og ræktaði ættingja og vini vel. Blessuð sé minning þeirra beggja. Mér er nú efst í huga þakklæti til minnar kæru frænku fyrir allt sem hún var fjölskyldunni í Glerár- götunni og alla elsku í okkar garð fyrr og síðar. Við Silla frænka og fjölskylda okkar sendum Doddu, Gylfa, börn- um þeirra og fjölskyldu allri ásamt Sveini frænda, okkar innilegustu samúðarkveðju. Friður Guðs sé með elskulegri frænku. Guð blessi fólkið hennar. Steinunn. Kveðja frá Thorvaldsensfélaginu I dag kveðjum við Thorvaldsens- konur heiðursfélaga okkar, Stefönu Guðmundsdóttur. í aprílmánuði 1947 gekk hún til liðs við Thor- valdsensfélagið. Ég get séð Stefönu fyrir mér, unga og glæsilega konu fulla af starfsgleði og áhuga á vel- ferð félagsins síns og þeim verkefn- um sem það var að vinna að. Hinn 19. júní 1963 var mikill hátíðisdagur í sögu Thorvald- sensfélagsins en þann dag var vöggustofan á Dyngjuvegi 18 af- hent Reykjavíkurborg að gjöf. Ég veit að Stefana hefur verið liðsmað- ur sem um munaði við það stór- virki sem bygging og búnaður Vöggustofunnar var. M.a. saumaði hún og gaf rúmfatnað, „einn gang“, á allar vöggur stofnunar- innar. Langur dagur er liðinn að kvöldi. Hvíldin er ljúf. Við félagskonur þökkum af alhug samverustundir og störf í þágu Thorvaldsensfélags- ins. Blessuð sé minning Stefönu Guð- mundsdóttur. Þóra Karitas Árnadóttir. ASTA Þ. VALDIMARSDÓTTIR Ásta Þ. Valdi- marsdóttir var fædd á Seyðisfirði 11. október 1915. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 28. desember síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru þau Guðný Jóns- dóttir og Valdi- mar Kristmunds- son, skipstjóri, síð- ar á Akranesi. Hún átti eina al- systur, Unni, sem dó þriggja ára gömul, en hálfsystkini henpar eru: Hörður, Unnur, Þuríður, Gunnlaugur, Ágústa, Lórelei og Herdís Haraldsbörn og Sig- urjón og Oddný Valdimars- börn. Árið 1938 giftist Ásta sr. Gísla Brynjólfssyni, presti og síðar prófasti á Kirkjubæjar- klaustri, en hann lést árið 1987. Hann var sonur Brynj- ólfs Gíslasonar, bónda í Skild- inganesi, og konu hans Guðnýjar Jónsdóttur. Þau fluttu til Reykja- víkur 1963 þegar sr. Gísli gerðist starfsmaður og síðar deildarstjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu. Þau eignuðust þrjá syni: Brynjólf, prest í Stafholti í Borgarfirði, kvæntan Áslaugu Pálsdóttur og eiga þau þrjár dætur; Valdimar, smið á Álftanesi, kvæntan Sigríði Tómasdóttur og eiga þau þrjú börn, auk þess sem Valdimar á dóttur; Sverri, sem búsettur er í Reykjavík, starfsmaður hjá Umfangi og rafvirki, sambýlis- kona Sigrún M. Guðmundsdótt- ir og eiga þau þrjú börn. Útför Ástu verður gerð í dag frá Fossvogskirkju og hefst athöfnin klukkan 13.30. Andlát Ástu vinkonu minnar kom mér ekki á óvart. Við höfðum oft samband, bæði meðan ég bjó á ísafirði og eins eftir að ég flutt- ist til Reykjavíkur. Þó að hún væri þjáð síðustu árin var alltaf jafngaman að heyra hennar ung- legu rödd og þá ekki síst hversu vel hún fylgdist með öllu. Hugur Ástu hvarflaði oft til Kirkjubæjarklausturs og sveit- anna þar um kring sem hún bar svo_ hlýjan hug til. Árið 1951, um vorið, var ég sendur í sveit til þeirra hjóna Ástu og séra Gísla Brynjólfssonar, eða komið þar fyrir eins og það heitir á réttu máli. Ég hafði komist upp á kant við skólayfirvöld á ísafirði fyrir smávægilegar yfirsjónir, sem þættu bæði léttvægar og hlægileg- ar í dag. Ekki meira um það. Mér var tekið vel af þeim hjónum, al- veg eins og væri ég sonur þeirra. Eg vann hjá þeim hjónum um sumarið við venjuleg sveitastörf en um haustið settist ég á skóla- bekk hjá séra Gísla, sem á þeim árum hafði nemendur úr sveitinni í námi heima hjá sér og kenndi þeim allar greinar 1. bekkjar gagnfræðastigs. Síðan var próf þreytt upp í héraðsskólann á Skóg- um. Kennsla lék í höndum séra Gísla og náðu allir tilskilinni einkunn. Þetta framtak hans sparaði sveit- ungum þeirra hjóna ærið fé og komust færri að en vildu. Þarna urðu mikil kaflaskipti í lífi mínu. Þroski og skilningur á lífinu óx og á ég þeim Ástu og séra Gísla mikið að þakka. Minnist ég oft þeirra góðu daga og jólanna sem ég átti með þeim og sonum þeirra. Allt var þetta ævintýri líkast og hver dagur Iær- dómsríkur. Ásta var hæglát og fáguð kona til orðs og æðis. Hún bar mikla umhyggju fyrir heimilinu og starfi manns síns. Hún tók ríkan þátt í safnaðarstarfinu og hafði vakandi auga með því að allt væri í röð og reglu í Prestbakkakirkju. Ásta var bæði músíkölsk og söngvin. Ég naut þeirra stunda þegar hún settist við orgelið og spilaði fallega sálma og söng með. Betri húsmóður var vart hægt að hugsa sér og var hún mér sem besta móðir í hvívetna. Hannyrða- kona var hún og umhverfið í kring- um prestsetrið á Klaustri ber grænum fingrum hennar fagurt vitni því allur tijágróður og blóma- hafið þar er hennar verk að mestu. Síðar átti yngri bróðir minn, Samúel, þess kost að dvelja hjá þeim hjónum hluta úr sumri á Klaustri og veit ég að það voru honum líka ógleymanlegar stund- ir. Eftirlifandi sonum Ástu; Brynj- ólfi, Valdimar og Sverri og þeirra fjölskyldum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðju. Að síðustu vil ég biðja algóðan Guð að taka vel á móti Ástu minni sem mér þótti innilega vænt um og á svo margt að þakka. í Guðs friði, Ásta mín. Blessuð sé minning þín. Brynjólfur Samúelsson. í fyrstu kallaði ég þig Ástu en dag einn safnaði ég kjarki og spurði hvort ég mætti kalla þig ömmu. Þú uppfylltir öll mín skil- yrði. Þú varst falleg og góð og hafðir svo mjúkan faðm. Þetta var að sjálfsögðu auðsótt og nú hafði ég fengið þá ömmu sem mig hafði alltaf dreymt um. Alltaf tókst þú jafn hlýlega á móti okkur systkinunum þegar við komum í Bólstaðarhlíðina. Það var ævintýri líkast að koma í heim- sókn, þarna var fjársjóðskista til staðar og ef vel var leitað mátti þar finna ýmislegan fjársjóð. Við gátum dundað okkur í tímum sam- an í peningakrukkunni en vorum að jafnaði fljót inn í eldhús til þín þar sem okkar beið oftast heitt súkkulaði og dýrðleg súkkulaðit- erta. Engum hefur tekist að búa til jafn góða súkkulaðitertu og þér. Ekki skorti þig þolinmæðina þegar litlir hljómleikamenn byij- uðu að glamra á orgelið. Elsku amma, þú skapaðir ævin- týraveröld fyrir okkur þegar við vorum lítil og varst alltaf til stað- ar þegar ævintýraveröldin dofnaði og veruleikinn tók við. Nú þegar ný kynslóð barna hefur tekið við upplifum við ævintýraheiminn sem þú skapaðir fyrir okkur og við vilj- um óska þér góðrar ferðar í þínu nýja ævintýri. Aðalbjörg, Guðinundur og Ásta María. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskiingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.