Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 21 LISTIR Morgunblaðið/Golli ÚR SÝNINGU Hafnarfjarðarleikhússins á Birtingi. Birtingur á leið til útlanda Jón Leifs aftur í Berlín Deutsch-Skandinavische Jugend-Phil- harmonic flutti tvö verk eftir Jón Leifs á tónleikum í Berlín á mánudag. Hjálmar Sveinsson, fréttaritari Morgunblaðsins, Boðið á tvær stórar leiklistarhátíðir HAFNARFJARÐARLEIKHÚS- INU Hermóði og Háðvör hefur verið boðið að sýna Birting eftir Voltaire á tveimur stórum leik- listarhátíðum síðar á árinu. Onn- ur er í Þrándheimi og er haldin í tilefni þúsund ára byggðar en hin hátíðin, LIFE í Vilníus, er öllu þekktari en Þjóðleikhúsið fór meðal annars með sýningu þangað á liðnu ári. Að sögn Gunnars Helgasonar, sem leikur titilhlutverkið í sýn- ingunni, hafa fleiri hátiðir beðið um upplýsingar um hana og má því segja að hún sé í skoðun víðs- vegar um Evrópu og í tveimur heimsálfum öðrum. „Er það vel við hæfi því í verkinu ferðast Birtingur um hálfan hnöttinn í leit sinni að hamingju og eðlilegu fólki!" Gunnar segir að sitthvað fleira hafi drifið á daga leikhópsins að undanförnu en um síðustu helgi varð leikstjórinn, Hilmar Jóns- son, að stökkva inn í hlutverk Höllu Margrétar Jóhannesdóttur sem eignaðist heilbrigðan 14 marka son 4. janúar síðastliðinn. Heilsast móður og barni vel en Halla Margrét hyggst, að sögn Gunnars, koma aftur til starfa sem allra fyrst. Birtingur var frumsýndur í Hafnarfjarðarleikhúsinu í októ- ber síðastliðnum og eru sýningar áætlaðar út janúar hér á landi. * Serbneskt „Op“ MÓTMÆLENDUR úr röðum stjórnarandstöðunnar í Belgrad, sem hafa mótmælt á götum úti í sjö vikur, hafa grip- ið til ýmissa ráða í baráttunni. Tóku námsmenn í röðum þeirra upp á því að mála verk í anda „Opsins“, eftir norska málarann Edward Munch, til að tákna líð- an sína. var viðstaddur og upplifði lófatak og húrrahróp áhorfenda. ÁRIÐ 1941 stjórnaði Jón Leifs tónleikum í Berlín þar sem flutt var verk eftir hann sjálfan. Þeir sem hafa séð kvikmyndina „Tár úr steini“ vita hvernig fór um sjóferð þá. Áhorfendur hristu hausinn, stöppuðu og púuðu og þegar stjórnandinn sneri sér við, til að hneigja sig í virðingarskyni fyrir öllu fólkinu, var varla sála eftir í salnum. Það var því ekki alveg laust við að þeir sem þekktu þessa sögu, og voru stadd- ir í hinni frægu Fílharmóníu Berl- ínar, síðastliðið þrettándakvöld jóla, væru dálítið kvíðnir fyrir hönd þessa mikilvirka en mis- skilda tónskálds. Þarna átti að frumflytja tvö verk eftir Jón Leifs á þýskri grund: Elegíu op. 53 og Heklu op. 52. Hvað skyldi gerast nú, rúmum 50 árum síðar? Ætli áhorfendur haldist í salnum í þetta skipti? Hljómsveitin sem flutti verkin er kölluð „Deutsch-Skandinav- ische Jugend-Philharmonic“ og er skipuð ungum hljóðfæraleikurum frá Þýskalandi og Skandinavíu. Hún var stofnuð í Berlín fyrir rösk- um 15 árum og hér kemur hún saman á hveiju ári til að æfa sam- an eitthvert lag eða syngja kvæði. Eins og gefur að skilja er end- urnýjun hljómsveitarmeðlima hröð í slíkri ungliðasveit en stjórnandi frá upphafi hefur verið Þjóðveijinn Andreas Peer-Káhler. Og það skal strax tekið fram að hann og allir hljóðfæraleikarar stóðu sig með prýði. Verkin eftir Jón Leifs voru flutt fyrir hlé en eftir hlé var spil- uð Sinfónía númer 4 eftir Gustaf Mahler. Söguleg stund Það er alveg óhætt að kalla það sögulega stund þegar tónlist Jóns Leifs hljómaði nú aftur í Berlín. Elegían liðast ljúft um salinn; hljóðlát, falleg, fljótandi. Bíófólk kannast við hana úr áðurnefndri kvikmynd en Jón mun hafa samið hana í minningu um móður sína árið 1961. Síð- ustu hljómarnir eru ofurlágir en ætla samt aldrei að deyja út. Svo kemur þögn, algjör þögn í nokkrar sekúndur áður en Hekla gýs með svo miklum látum að þak- ið ætlar að rifna af húsinu. Jörðin brestur með ærandi drunum, gijótflugi, sprenging- um og vellandi hrauni. Allt ætlar um koll að keyra, já, krafturinn er svo ógurlegur að maðurinn og öll hans verk verða að engu. Og það er ekkert gefið eftir og engin hvíld fyrr en gosinu lýkur jafn snöggt og það hófst. Ég taldi eina fjórtán slagverksleikara sem léku á trommur af öllum stærðum og gerðum, börðu með hömrum á járn, lömdu saman tréklumpum. Þvílíkur djöflagangur hefur víst aldrei heyrst í þessu heimsfræga húsi. Þegar allt var yfirstaðið var svolítil þögn og áhorfendur horfðu hver á annan og svo hófst mikið lófatak og húrrahróp. Stjórnand- inn var klappaður fjórum sinnum upp og hann hneigði sig jafn oft fyrir rétt að segja fullu húsi af fólki. Ég viðurkenni fúslega að mér fannst ósköp gott að heyra fágaða miðevrópska tónlist eftir hlé. Eftir að hafa hlýtt á Heklu finnur maður léttleika, einfald- leika, fjölbreytileika, ljúfsárt tónaflæði og gjöfula náttúruna í sinfóníu Mahlers. Eftir tónleikana hitti ég Andre- as Peer-Káhler að máli. Hann var að vonum kampakátur og sagði að nú loksins hefðu Berlínarbúar bætt fyrir framkomu sína gagn- vart Jóni Leifs og veitt honum uppreisn æru. „En reyndar flutt- um við ekki fallegasta verk Jóns í kvöld,“ bætti hann við, „það er Requiem sem mér finnst vera eitt fallegasta verk gjörvallra tónbók- menntanna. Ég vil láta spila það yfir mér þegar ég dey.“ Jón Leifs Tökum Opus-Allt og annan hugbúnað uppí SÖLUSTAÐIR Bókabúð Grindavíkur Bókaversl. Sigurbjörns Brynjólfssonar. Egilsstöðum Bókabúðin Mjódd Bókabúðin Suðurströnd Verslunin Sjávarborg. Stykkishólmi Bókabúð Böðvars. Halnarfirði Bókaskemman, Akianesi Bókabúðin Hlemmi Bókabúð Árbæjar ÚTSALAN ER HAFIN 10-60% afsláttur Úlpur, skíðagallar, útigaUar, íþróttagallar, íþróttaskór o.fL Opið laugardag kl. 10-16. Nóatúni 17, SÍmi 511 3555 Hhummel'T SPORTBÚÐIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.