Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 15
LAINIDIÐ
íshúsfélag ísfirðinga hf. fagnar 85 ára afmæli
Ætlum að standa okkur
í landvinnslunni
Morgunblaðið/Stefán Ólafsson
BYGGÐASAFN Austur-Skaftafellssýslu. Hús þetta var áður
verslunarhús á Papósi og var flutt til Hafnar árið 1897. Var
verslað í því til um 1970.
Afmælisár á Höfn
ísafirði - íshúsfélag ísfirðinga hf.,
fyrirtækið sem hefur verið einn af
burðarásum ísfirsks atvinnulífs um
áratuga skeið, var 85 ára í gær. Til
að minnast tímamótanna buðu eig-
endur fyrirtækisins, starfsfólki og vel-
unnurum þess til afinælisveislu sem
haldin var í kaffisal fyrirtækisins og
mættu um eitt hundrað manns til að
samgleðjast eigendum íshúsfélagsins.
Stærsti eigandi íshúsfélags Isfirð-
inga í dag er útgerðarfyrirtækið
Gunnvör hf., með um 97% hlutafjár-
eign. Fyrir áramót seldi íshúsfélagið
annan tveggja togara sinna, Framnes
ÍS, ásamt veiðiheimildum til Gunn-
varar hf., auk helmings hlutafjár síns
JÓHANNES G. Jónsson, frá-
farandi forstjóri íshúsfélags-
ins fær sér tertusneið.
í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og
lækkuðu skuldir fyrirtækisins við það
um 65%.
Mestu eignir fyrirtækisins, fyrir
utan húseign þess og vélbúnað, er
helmingshlutur í Mjölvinnslunni hf. í
Hnífsdal, 3,3% hlutur í Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna og skuttogarinn
Stefnir ÍS ásamt veiðiheimildum.
Velta fyrirtækisins á síðasta ári nam
um 900 milljónum króna sem er um
100 milljóna króna veltuaukning frá
árinu á undan.
Stjóm fyrirtækisins á afmælisár-
inu er skipuð þeim Magnúsi Reyni
Guðmundssyni, Kristjáni G. Jóhanns-
syni og Jóni Kristmannssyni.
Bjartari tímar
framundan
Rekstur fyrirtækisins hefur verið
erfiður undanfarin misseri en með
sölu á hluta af eignum þess horfa
stjómendur fyrirtækisins fram á
bjartari tíma. „Ég er sæmilega
bjartsýnn á þetta ár, en hins vegar
geri ég mér grein fyrir því hvað
rekstur sem þessi getur verið erfið-
ur. Það er um mjög þröngan stíg
að ganga í rekstri fiskvinnslufyrir-
tækja í dag en við munum halda
landvinnslunni áfram og ætlum að
standa okkur,“ sagði Björgvin
Bjamason framkvæmdastjóri.
Höfn - í ár em 100 ár liðin frá því
að fyrstu húsin voru reist á Höfn
í Homafirði. Það varð með þeim
hætti að kaupmaðurinn á Papósi,
Ottó Tulinius, flutti verslun sína til
Hafnar árið 1987. Var þar með
lagður grunnur að kauptúni sem
hefur verið í nær samfelldum vexti
alla þessa öld.
Gamla árið var kvatt með ávarpi
bæjarstjórans, Sturlaugs Þorsteins-
sonar, brennu og mikilli flugeldasýn-
ingu. Hátíðarmessa var svo í Hafn-
arkirkju á nýársdag. Á árinu eru
fyrirhuguð fjölbreytt hátíðarhöld
sem munu ná hámarki með Humar-
hátíð í Homafirði í byijun júlí. Sú
hátíð er orðin árviss og stöðugt fleiri
sækja hana. Má búast við miklu fjöl-
menni í ár því ljóst er að margir
brottfluttir Skaftfellingar hyggjast
heimsækja heimabyggðina á þessum
tímamótum auk fjölda annarra sem
þekkja orðið þessa hátíð.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson
ÞRÍR af starfsmönnum fyrirtækisins njóta hér þeirra veitinga
sem í boði voru. F.v.: Ingibjörg Siguijónsdóttir, Áry Aurang-
asri Hinriksson og Anna Lára Guðmundsdóttir.
X(Mó/>-^\y\V Brúðhjón
Allur borðlnínaóur Glæsileg gjafavara Briíddrlijóna lislar
Xr.n/VXVxV VERSLUNIN
l.augavegi 52, s. 562 4244.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson
Álfadans á síðasta
degijóla
ísafirði - Hin árlega þrettánda-
gleði fór fram í Bolungarvík á
mánudagskvöld. Safnast var
saman við grunnskólann á staðn-
um þaðan sem gengið var að
íþróttasvæðinu við Hreggnasa.
Þar var stiginn álfadans og jólin
kvödd á hefðbundinn hátt.
Gleðin tókst í alla staði vel
enda var veður til slíkrar gleði
eins og best verður á kosið. Álfa-
kóngur og drottning mættu á
svæðið ásamt fylgdarliði og þar
voru einnig ýmsar furðuverur,
eins og Grýla og Leppalúði,
Skrattinn og púkar hans að
ógleymdum jólasveinunum.
Mikill fjöldi fólks, víða að úr
nágrannabyggðunum, mætti til
gleðinnar. Á myndinni sjást
Grýla og Leppalúði ásamt álfa-
konungi og álfadrottningu og
ungri stúlku sem fékk að sitja í
kjöltu konungs.
(f
FASTEIGNA
tHJ MARKAÐURINN ehf
%
%
ÓÐINSGÓTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700. FAX 562-0540
ÁLAGRANDI
Nýl. glæsileg 112 fm íb. á 3. hæð. Góð stofa og 3
svefnh. Parket. Svalir. Áhv. 3 millj. húsbr. Verð 10,5
millj. Æskileg skipti á 2ja-3ja herb. íbúð.
FASTEIGNAMARKAÐURINN ehf
I ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 =
ÚTSALAN
HEFST
r
A
MORGUN
Garby pils 359
Nico gallaskyrtaJJlSQ 790
Cindy kjóll ^490 $49
Leiðurlíkisbuxur 990
Kringlan, s. 568 6244 • Laugavegi 95, s. 552 1444 • Brekkugötu 3, s. 462 7708.