Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 23 Hefur Winterson tapað þræðinum? Breska skáldkonan Jeanette Winterson hlýtur lítið lof fyrir nýjustu bók sína, „Gut Symmetries“ SKALDKONAN Jeanette Winter- son hefur sent frá sér nýja bók, „Gut Symmetries", sem hefur vakið athygli eins og raunar flest það sem Winterson hefur sett á blað. Þrátt fyrir að aðeins séu liðin ellefu ár frá því að fyrsta bók hennar var gefin út hafa Winterson og aðrir Gítartón- leikar KRISTJÁN Eldjárn gítarleik- ari heldur tónleika i Félags- heimilinu á Hvammstanga fimmtudaginn 9. janúar kl. 21. Kristján lauk burtfarar- prófi í klassískum gítarleik frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar sl. vor en hafði lokið burtfararprófi í djassgít- arleik frá Tónlistarskóla FIH. Auk spænskrar tónlistar spannar efnisskráin svið sem nær frá 1. lútusvítu Bach til lagsins All Apologies eftir hljómsveitina Nirvana, sem Kristján hefur útsett fyrir klassískan gítar. Kristján hefur undanfarið leikið á höfuðborgarsvæðinu ásamt jasstríói sínu. Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfélags V-Hún. Konur lesa meira í NÝLEGRI breskri könnun kemur fram að karlar standa konum langd: að baki hvað bóklestur varðar. Reyndust 35% ekki hafa litið i bók síð- ustu fimm árin en um 20% kvenna. Þá kváðust 47% að- spurðra kvenna hafa lokið við bók síðasta hálfan mánuðinn en 30% karla. Þá var nokkur munur á lestri eftir aldri, að- eins 18% fólks á aldrinum 18-24 ára höfðu litið í bók vikuna áður en könnunin var gerð, 21% fólks á aldrinum 25-34 ára en 41% þeirra sem komnir voru yfir fimmtugt sögðust hafa lesið bók í vik- unni. Vinsælastar reyndust matreiðslubækur, sérstaklega bækur sem tengjast mat- reiðsluþáttum í sjónvarpi. Þá seljast ástar- og spennusögur alltaf vel. Tímarit • GRÍMNIR. Rit um nafn- fræði, 3. 1996, er kominn út. Auk orðsend- ingar frá Or- nefnastof- nun saman- stendur ritið af eftirfar- andi efni eftir ritstjórann, Þórhall Vil- mundarson: Þórhallur Njörður í Nó- Vilmundarson atúnum> Hjör- ungavágr, Óðinshani og od- enssvala og Safn til íslenzkrar örnefnabókar 3. Útgefandi er Örnenfastofn- un Þjóðminjasafns. Oddi prentaði. Ritiðerl44 síður. verið óspör á yfirlýsingar um ágæti skáldkonunnar. Einhveijar efa- semdir komu þó upp varðandi síð- ustu sögu hennar og í Daily Tele- graph þykir Winterson hafa gengið of langt, hún hafi tapað þræðinum. Ekki er hægt að mæla gegn því að Winterson er einstaklega hæfi- leikaríkur rithöfundur. Hún hefur sjálf lýst því yfir og margir mætir menn tekið undir þau orð hennar. Rithöfundurinn Gore Vidal hefur sagt hana vera „áhugaverðasta unga rithöfundinn sem komið hefur fram síðustu tvo áratugina" og skáldkonan Muriel Spark sagði Winterston vera nýja og ferska rödd með hugsun að baki og að hún næði meistaralegum tökum á efni- við sínum. Sjálf sagði Winterson árið 1992 að „svo fremi sem ég fer ekki að stunda fjárhættuspil í Las Vegas er afar ólíklegt að mig muni nokkurn tímann skorta fé“. Þá hreykti hún sér af því að vera eina unga konan sem væri á svokölluð- um Cape-lista útgefandans Jonat- hans Capes, „sem er talinn afar bókmenntalegur, hágæðalisti. Ég tel að vera mín þar breyti hægt og sígandi hugmyndum fólks um það hvað góðar bókmenntir snúist um.“ Rétt er þó að taka það fram að Winterson er aðeins nokkrum árum FUNDUR Ameríku er efni bókar- innar „Oppdagelsen av det nye land“ eftir Helge Ingstad. í bók- inni lýsa Helge og Anne Stine Ingstad því þegar norrænir víking- ar fundu Ameríku. Eftir forn- minjafundi á Svalbarða og Græn- landi og rannsóknir á íslendinga- sögum setti Helge Ingstad fram kenningar sínar um að Vínland Leifs Eiríkssonar væri einhvers staðar við strendur Nýfundna- lands. Margar rannsóknarferðir voru farnar til að sanna þetta og báru að lokum árangur. Staðurinn valinn hefur verið á lista Screen International. Daninn Peter Aalbæk Jensen sem er framleiðandi myndarinnar „Breaking the Waves“ var í fyrsta yngri en þær konur sem eru á list- anum, s.s. A.S. Byatt, Anita Brook- ner og Marina Warner. Ætlaði að verða trúboði Winterson er óvenjuleg kona og það er lífshlaup hennar einnig. Hún fæddist árið 1959 í Lancastershire og var ættleidd af heittrúuðum hjónum sem eru í sértrúarsöfnuði. Foreldrar hennar töldu hana hafa mikinn boðskap að færa, þar sem móður hennar dreymdi draum sem hún taldi benda til þess að stúlkan myndi bjarga heiminum. Tólf ára gömul var Winterson farin að pré- dika í söfnuðinum og ætlaði sér að verða trúboði. Hún var hins vegar rekin úr söfnuðinum sextán ára er upp komst um ástarævintýri hennar og fiskverkakonu. Foreldrarnir af- neituðu Winterson endanlega þegar fyrsta skáldsaga hennar kom út og lýstu því yfir að hún væri barn djöf- ulsins. Winterson kom víða við á næstu árum, vann ýmis störf en tókst svo að komast að í enskunám í Oxford þrátt fyrir að hún félli á inntöku- prófi. Samnemendur hennar minnt- ust hennar fremur fyrir áhuga hennar á gömlum bílum en bók- lestri en hún þykir engu að síður óvenju vel lesin í bókmenntum. þar sem víkingarnir settust að var við L ’Anse aux Meadows á Ný- fundnalandi, að dómi Ingstads, og þótti staðfesta að vikingar fundu Ameríku 500 árum á undan Kól- umbusi. Helge Ingstad er nú 97 ára. Hann er höfundur fjölmargra bóka um landkannanir og ævintýri á framandi slóðum. Útgefandi er J. M. Stenersens Forlag AS Osló. Bókin er 314 síð- ur í stóru broti og prýdd fjölda ljósmynda, teikninga og upp- drátta. Ian Bryce, Kathleen Kennedy og Michael Criton framleiðendur „Twister" og Arnold Kopelson framleiðandi „Seven“ og „Eraser“. Nýjar bækur Fundur Ameríku Friðrik Þór Friðriksson Tíundi valdamest- ur á Norðurlöndum KVIKMYNDATÍMA- RITIÐ Screen Intern- ational setti saman lista yfir valdamestu fyrirtæki og fólk í kvikmyndaiðnaði í lok síðasta árs. Listanum er skipt í svæði og á Norðurlöndum er Friðrik Þór Friðriks- son talinn tíundi valdamesti maðurinn. Við valið er meðal annars tekið tillit til umsvifa og mögu- leika á ij'ármögnun. Friðrik Þór er eini íslendingurinn sem Friðrik Þór Friðriksson sæti á Norðurlöndum en leikstjórinn Bille August lenti í fimmta sæti að þessu sinni. í samantektinni fyr- ir Bandaríkin er einnig að finna lista yfir valdamestu leikarana. Þar er efst á blaði Tom Hanks, en Tom Cruise, Brad Pitt, Harrison Ford og Arnold Schwarzenegger fylgja í kjölfarið. Meðal stærstu fram- leiðandanna í Banda- ríkjunum eru Dean Devlin sem framleiddi Independence Day“, Jeanette Winterson Að loknu námi í Oxford vann Winterson m.a. á skrifstofu verð- bréfasaia og svo ýmis störf í leik- húsi og við útgáfu. Á þessum tíma skrifaði hún fyrstu bók sína „Oranges Are Not the Only Fruit“, sem vakti geysilega athygli en hún kom út árið 1985. Hlaut Winterson m.a. Whitbread-verðlaunin fyrir hana. Fleiri bækur fylgdu í kjölfar- ið, m.a. „The Passion“ (Ástríðan) sem út kom á íslensku 1991. Engin þeirra hefur hlotið jafn einróma lof og sú fyrsta en Winterson hefur átt sér tryggan aðdáendahóp, svo tryggan raunar að sagt hefur verið að hún eigi sér ekki lesendur, held- ur aðdáendur. Á síðustu árum hefur Winterson ekki síður orðið þekkt fyrir það sem hún er og stendur fyrir, en það sem hún skrifar, og slíkt er engum hollt, að mati Daiiy Telegraph, þar sem Ernest Hemingway er tekinn sem dæmi um slíkan mann. Þykir Wint- erson vera umkringd já-fólki sem hlaði hana lofi en það hafi dregið mjög úr sjálfsgagnrýni hennar og gert hana jafnframt geysilega við- kvæma fyrir gagnrýni annarra. Blaðamaður sem skrifaði um hana grein í The Observer fékk það t.d. óþvegið frá Winterson sem lét sig ekki muna um að banka upp á heima hjá honum til að hella sér yfir hann vegna greinarinnar þar sem hann fór mörgum fögrum orð- um skrif hennar en rifjaði jafnframt upp þau orð skáldkonunnar að hún væri mesti rithöfundurinn sem nú væri uppi. Varpaði blaðamaðurinn fram þeirri spurningn hvort að Winterson væri ekki með öllum mjalla að lýsa slíku yfir. Winterson hefur hins vegar verið óspör á gagn- rýni á aðra rithöfunda. Hroði og snilld í kynningu á nýjustu bók Winter- son, „Gut Symmetries“, segir að hún geri þá kröfu til lesandans að hann skilgreini að nýju ekki aðeins hið líklega heldur einnig það sem sé mögulegt. Bókin sé saga heims- ins, um kynlíf og andans málefni, hið raunverulega og ímyndanir, um hið karlmannlega og hið kvenlega, vísindi og trú. Ritdómari Daily Tele- graph er lítt hrifinn, segir heims- speki bókarinnar „hræðilega“ þegar verst láti. Hins vegar sé söguþráð- urinn áhugaverður, hinn sígildi ást- arþríhyrningur, og kaflar inn á milli sem séu snilldarlega skrifaðir; fallegir og töfrum hlaðnir. Persón- urnar standi lesandanum ljóslifandi fyrir sjónum, hversu ólíkir sem þeir kunni að vera. Niðurstaðan sé sú að Winterson sé gædd ótvíræðri frásagnargáfu en virðist ekki geta látið sér það nægja. Hún sé ekki sá mikli hugsuð- ur sem hún vilji greinilega vera og því verði lesendur bókarinnar að leggja upp í leit að sögunni inn í allt of langri bók. ANNE Stine og Helge Ingstad. Windows, Word og Excel Tölvu- og verkfræðiþjö jraðgiöf • námskeið • úti lustan TölvufSðgjöf • námskeið’ •'utgáfa Grensásvegi 16 • <2) 568 80 90 Við blöndum litinn... DU PONT bílalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bíllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. • ■! aTI ; «Lí • Faxafeni 12. Sími 353 8000 UTSALA 10-50% + 100% fyrir heppinn viðskiptavin* *í lok hvers dags drögum við út nafn neppins viðskiptavins og rær hann að rullu enaurgreitt það sem hann nefur keypt á útsölunni þann daginn. UneHrfquiversluHÍn Cos Glæsibæ • Sími 588 5575 , 11-18, -14. Opið virka daga kl.; laugardaga kl 11-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.