Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Góð þátttaka í Föstudagsbridsi BSÍ Föstudagskvöldið 3. janúar var spilaður eins kvölds tölvureiknaður Mitchell-tvímenningur með for- gefnum spilum. 30 pör spiluðu 13 umferðir með 2 spilum á milli para. Meðalskor var 312 og efstu pör urðu: N-S Páll Þór Bergsson - Dan Hansson 371 Albert Þorsteinss. - Kristófer Magnúss. 361 Guðmundur Grétarss. - Guðbjöm Þórðars. 360 Friðrik Jónsson - Loftur Pétursson 356 A-V Jóhannes Ágústss. - Friðrik Friðrikss. 382 Ingimundur Guðmundss. - Friðrik Egilss. 360 Guðbrandur Guðjohns. - Magnús Þorkelss.359 Andrés Þórarinsson - Halidór Þórólfsson 350 Að tvímenningnum loknum var að venju spiluð sveitakeppni með útsláttarformi, 6 spila leikir. 10 sveitir spiluðu. Eftir harða baráttu spiluðu sveitir Þorsteins Karlsson- ar (Nicolai Þorsteinsson, Þorsteinn Berg og Ormarr Snæbjörnsson, auk fyrirliðans) og Kristófers Magnússonar (Albert Þorsteins- son, Guðmundur Grétarsson og Guðbjörn Þórðarson, auk Kristó- fers). Sveit Þorsteins hafði sigur eftir æsispennandi leik og munaði aðeins einum impa, lokastaðan varð 12-11 fyrir sveit Þorsteins. Reykjavíkurmótið í sveitakeppni hálfnað Tuttugu og átta sveitir taka þátt í Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni og er spilað í tveimur riðlum. Staðan í A-riðli er nú þessi: Verðbréfamarkaður íslandsbanka 146 Hjólbarðahöllin 140 Eurocard 128 Fjölr. Daníels Halldórss. 121 Júlli 119 Vinir 106 Keppnin í B-riðlinum er hörku- spennandi en 9 sveitir hafa yfir 100 stig. Staða efstu sveita er þessi: Búlki 140 Roche 131 Símon Símonarson 129 Samvinnuferðir/Landsýn 126 Landsbréf 126 Halldór Már Sverrisson 122 Styrlungar 112 Sigtryggur Sigurðsson og Bragi Hauksson eru efstir í paraútreikn- ingnum og Sævar Þorbjörnsson og Sverrir Ármannsson í öðru sæti. Næstu tvær umferðirnar verða spilaðar í kvöld og hefst spila- mennskan kl. 19.30. Tvær umferðir verða spilaðar annað kvöld og síð- ustu tvær umferðirnar verða spilað- ar á þriðjudaginn kemur. Leikfimi í Grafarvogi Pallar • Vaxtamótun • Fitubrennsla • Þrekhringur Nýtt námskeið hefst þriðjudaginn 14. janúar í Fjölnishúsinu. 8 vikur Kr. 5.400 Skráning í síma 587 7575 eftir kl. 19 (Ásta) liQSBÆR ehí. Sími 566 8530 Símbréf 566 8532 Á síðasta ári opnuðum við lögfræðiskrifstofuna Lögbæ ehf. í Þverholti 2 í Mosfellsbæ. Þar er veitt öll almenn lögfræðiþjónusta auk innheimtu- og fjármálaþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Skrifstofan er opin frá kl. 9.00 til 17.00 alla virka daga. Um leið og við þökkum viðskiptavinum okkar samstarfið á liðnu ári óskum við þeim og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Ástríður Grímsdóttir og Þorbjörg I. Jónsdóttir héraðsdómslögmetin. SVANNI Stangarhyl 5 Pósthólf 10210,130 Reykjavík Kennitala 620388 -1069 Sfmi 567 3718 Fax 567 3732 UTSALA 15-50% afsláttur af haust- og vetrarvörum. 50% aukaafsláttur af vörum úr eldri listum. Opið mánudaga- föstudaga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14. Pöntunarsími 567 3718. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Gæludýr Týndur köttur í sínum fór- um jólakort frá Noregi. Hún kannast ekki við þetta fólk og kortið hefur greini- lega verið á þvælingi í póstinum ein- hvern tíma. Undir kortið skrifa Hel- ena, Ingó og börn og þau búa í Osló. Dagbjört biður því nöfnu sína sem á kortið að hafa samband í síma 554-5763. BLIÐA er átta mánaða læða sem hvarf frá Rósa- rima 2 í Grafarvogi 30. desember sl. Þeir sem hafa séð til hennar eru vinsam- lega beðnir að hafa sam- band í síma 567-7690 á skrifstofutíma eða í síma 567-7565 eftir kl. 17. Metta. Tapað/fundið Gleraugu töpuðust DOKK karlmannssjón- gleraugu með grænleitu gleri töpuðust hugsanlega á Naustkránni eða Kaffi Reykjavík rétt fyrir jól. Skilvís finnandi hringi í síma 567-2480 (sím- svari). Rangt heimilisfang ájólakorti DAGBJÖRT J. Guð- mundsdóttir hringdi vegna þess að hún hefur Kíkir fannst KÍKIR af gerðinni Minolta fannst við Hverfísgötu í Reykjavík sl. laugardag. Upplýsingar í síma 551-8575. Hringur fannst PERLUHRINGUR fannst um mánaðamótin nóvem- ber/ desember í vestur- bænum. Upplýsingar um hringinn fást í síma 552-7468. Kápa tapaðist í Tunglinu ÉG ER amma í Njarðvík og mig vantar hjálp að finna kápu sem sonardóttir mín átti en hvarf í fata- geymslu á Tunglinu á ný- ársnótt. Kápan er síð, dökk ullarkápa. Þetta er eina kápan sem hún átti og keypti fyrir sumarlaunin sín. Ég heiti góðum fund- arlaunum og síminn minn er 421-2157. Gréta Jóns- dóttir. Taska tapaðist SVÖRT leðurhandtaska tapaðist fyrir utan LA Café eftir kl. 3 aðfaranótt 23. desember sl. I töskunni voru ýmsir persónulegir munir, skilríki og fleira sem vont er að tapa. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 564-1250. Ásta. Taska tapaðist SVÖRT lítil hliðartaska tapaðist á Skuggabarnum aðfaranótt sl. sunnudags. Þeir sem kynnu að vita um töskuna eru vinsamlega beðnir að láta vita í síma 557-5912. Hálsmen tapaðist SÉRSMÍÐAÐ gullhálsmen tapaðist í ágúst sl., líklega í eða við sólbaðsstofuna Gullsól í Fenjunum. Finn- andi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 554-5948. Hjól tapaðist REIÐHJÓL af gerðinni Treck Mountain 830 er horfíð frá Seilugranda 3. Hjólið er vínrautt með dempurum að framan. Ef einhver veit um hjólið er hann vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 552-0809. Myndavél tapaðist LÍTIL myndavél í bláu hulstri tapaðist annaðhvort í Grafarvogskirkjugarði eða Hólmgarði á jóladag. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 554-4893 eftir kl. 18. SKAK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á Rilton mótinu í Stokkhólmi sem lauk á sunnudaginn. Sænski stórmeistarinn Tom Wedberg (2.480) hafði hvítt og átti leik, en Finninn Heikki Kallio (2.240) var með svart. 29. Bg6!! - hxg6 30. Dxg6 - De8 31. Dh7+ - Kf7 32. Hh6 - De7 33. Hf6+ - Ke8 34. Dg6+ - Kd8 35. Hf7 - Dxf7 36. Dxf7 - Hcb8 37. Dxe6 og svartur gafst upp. Bridsdeild Félags eldri borgara í Kópa- vogi heldur vormót(!) í skák sem hefst mánu- daginn 13. janúar kl. 13.30. Skráning er í Gjábakka næstu daga. Haustmót deildarinnar var haldið fyrir jól. 15 kepp- endur tefldu tvöfalda um- ferð, með 30 mínútna um- hugsunartíma á skákina. Röð efstu manna varð: 1. Lárus Amórsson 25 7 2 v. af 28 mögulegum, 2. Bjami Linnet 23 v., 3. Alfreð Krist- jánsson 22 v., 4. Páll Hann- esson 19'A v., 5. Ketill Ól- afsson 17 v., 6. Sigurður Gunnarsson 16 v., 7. Stefán Jóhannesson 15 v. o.s.frv. HVÍTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSl nþetta. hefurstytt haptyrujartl/n&ui* Víkveiji skrifar... VÍKVERJI hefur undanfarin ár reynt að gæta þess að henda ekki gosflöskum og dósum í ruslið, heldur koma þeim í endur- vinnslu. Þessar gosumbúðir hefur Víkveiji oftast losað sig við með því að láta íþróttafélög njóta góðs af og hentar það fyrirkomulag ágætlega. Kunningi Víkveija hef- ur haft þann sið að leyfa börnun- um á heimilinu að selja umbúðirn- ar og hafa þau verið iðin við að safna peningunum, sem þau fá fyrir. Hins vegar er kunninginn afar ósáttur við það háttalag sumra verslana, sem hafa sett upp sérstakar vélar til að taka við umbúðunum, að krefjast þess að viðskiptavinurinn taki út vörur, í stað þess að fá peningana. Kunn- inginn nefndi dæmi um verslun í nágrenni heimilis hans, sem hefur þá reglu í heiðri að séu umbúðir færri en 60 verði að taka út vör- ur. Miðað við að greiddar séu 7 krónur fyrir hverja flösku og dós, þá þýðir þetta að verðmæti 60 stykkja er 420 krónur. Barn, sem kemur með færri umbúðir, freist- ast því til að taka út sælgæti og gos fyrir peningana í stað þess að safna fyrir einhveijum hlutum. Þótt hægt sé að skilja hvað vakir fyrir versluninni, þá er varla hægt að dást að þessari neyslustýringu. Kunningi Víkverja hvetur því bömin sín til að fara annað með umbúðirnar og viðurkennir fús- lega að hann beri annan hug til verslunarinnar nú en áður. xxx MIKIL óþverraflensa hefur heijað á fjölmarga lands- menn yfir hátíðarnar. Víkverji þekkir vart til (jölskyldu, sem ekki hefur orðið fyrir barðinu á flensu þessari. Þannig hafa fleiri fjöl- skylduboð og uppákomur sem jafnan tengjast þessum árstíma farið út um þúfur af völdum flen- sunnar, eða þá að boðin hafa ver- ið haldin, en einungis hluti fyrir- hugaðra boðsgesta hefur mætt, vegna þess að flensan hafði lagt þá í rúmið. XXX FREGNIR hafa borist af all- nokkrum fórnarlömbum flensunnar, sem ekki fóru nógu varlega og risu of skjótt úr rekkju, með þeim slæmu afleiðingum, að þeim sló niður. Slíkt getur seinkað batanum umtalsvert og jafnvel margfaldað legutímann, sam- kvæmt því sem Víkverji hefur fregnað. Auk þess getur verið hætta á að sjúklingarnir kvefist illa ofan í flensuna og þá er voðinn vís. Það er því líklega aldrei of varlega farið í baráttunni við flensuskrattann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.