Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 27 AÐSEIMDAR GREINAR Skagfirskar virkjanir MARGT bendir nú til þess að framhald verði á byggingu og rekstri orkufrekra iðjuvera á íslandi. Þær umbætur, sem orðið hafa í íslensku efnahagslífi undan- farin ár, gera fjár- festingu hér ákjós- anlega og starfs- og rekstrarumhverfið stöðugt og traust. Með raunhæfari hætti og af meiri nákvæmni getum við því skipulagt fram í tímann. Sú vinna á sér stað á vegum Orkustofn- unar með forathugunum og grunnrannsóknum og svo á veg- um Landsvirkjunar þegar kemur að verkhönnun og framkvæmda- þáttum. ákvarðanir séu teknar í sátt við landeigendur og þá sem afnotarétt hafa svo sem aðila í ferðaþjónustu. Þó má benda á margt við slíkar framkvæmdir sem hefði jákvæð áhrif á ferðaþjónustu. Lög um umhverfismat tryggja það að var- lega sé farið og ekki sé spillt verðmætum í umhverfinu, s.s. minjum og menjum, sérstæðu dýralífi, náttúruperlum svo eitthvað sé nefnt. Að öllum þeim þáttum þarf vand- lega að hyggja. Fyrirsjáanleg eru líka jákvæð umhverfisáhrif. Þótt uppistöðulón yrðu hlutfallslega lítil myndu þau þó geta hindrað Hjálmar Jónsson Hagstæðir virkjunar- kostir í Skagafirði Sumir hagstæðustu kostirnir fyrir raforkuframleiðslu eru í Skagafirði og er hagstæðasta smávirkjunin líkast til Villinga- nesvirkjun. Hún myndi styrkja dreifikerfi raforkunnar um landið, staðsett rétt við byggðalínuna. Fyrir henni er lagaheimild og verkhönnun er lokið. Með litlum fyrirvara er hægt að taka þennan kost og jafnvel gætu Rafmagns- veitur ríkisins valið þennan kost svo hagstæður sem hann er. Meiri líkur eru þó á að stærri kostur verði valinn vegna meiri orkuþarf- ar á næstu árum. Að athuguðum öllum þáttum hef ég trú á að skagfirskur virkjunarkostur verði fyrr fyrir valinu en áætlanir hafa gert ráð fyrir. Veigamikil rök mæla með því út frá hagsmunum þjóðarinnar í heild og ekki síður fyrir hérað og landsfjórðung. Virkjunin yrði á tiltölulega ör- uggu svæði gagnvart jarðhrær- ingum, eldgosum og flóðum. Umhverfisröskun yrði lítil, minni en flestir aðrir virkjunarkostir leiddu af sér. Hár lindarvatnsþátt- ur skagfirsku vatnanna sem tryggir stöðugt rennsli minnkar þörfina fyrir stór uppistöðulón. Umhverfisáhrif Að sjálfsögðu er svo stór fram- kvæmd sem hér um ræðir ekki laus við neikvæðar hliðar. Slíkum umsvifum hlýtur að fylgja nokk- urt rask. Gæta þarf þess að Sumir hagstæðustu kostirnir fyrir raforku- framleiðslu eru í Skaga- firði, segir Hjálmar Jónsson, og er hag- stæðasta smávirkjun- in líkast til Villinga- nesvirkjun. vorflóðin, sem spilla vegum, flæða yfir varplönd fugla og valda ýmsu óhagræði í héraðinu. Stærstu virkjanakostirnir myndu leiða til þess að aur skildist út svo að Héraðsvötnin yrðu nánast tær. Það myndi aftur stórbæta lífsskil- yrði vatnafiska. Þjóðhagslegt mikilvægi Framkvæmdin er á svæði sem er utan hins fyrirsjáanlega þenslusvæðis í landinu og myndi því auka jafnvægi milli lands- hluta. Þessi þáttur er mikilvægur þjóðarhag. Þensluáhrif af fram- kvæmdum við orku- og stóriðju- ver verða miklu meiri og valda óheppilegri röskun og umróti í þjóðfélaginu ef allt á sér stað nánast í einum landshluta. Fleira er röskun en umhverfisröskun. Fólksflutningar til höfuðborgar- innar og nærsveita hennar hafa verið eindregnir alllengi og getur stefnt í ennþá meiri tilflutninga en hingað til. Af þeim ástæðum var tekin ákvörðun um það á síð- ustu stigum fjárlagagerðar fyrir nýbyrjað ár að draga úr opinber- um framkvæmdum á suðvestur- horni landsins til þess að skapa svigrúm fyrir stóriðjufram- kvæmdir og gæta jafnvægis. Miklu meira þarf þó til að koma. Upphaf nýrrar sóknar Virkjunarframkvæmdir einar og sér yrðu vissulega aðeins tíma- bundin lyftistöng fyrir atvinnulíf- ið í Skagafirði og á Norðurlandi. En þær gætu þó verið mikilvæg viðspyrna og gætu fætt af sér nýjar hugmyndir og möguleika til atvinnusköpunar. Engin ein fram- kvæmd leysir allan vanda. Margir samverkandi þættir bæta lífsskil- yrði í landinu. Hin afleiddu áhrif af virkjun í Skagafirði, margföld- unaráhrifin í þjónustugreinum og iðnaði, gætu orðið sá vendipunkt- ur sem til þarf svo að landshlutinn verði eftirsóknarverðari fyrir staðsetningu nýs smáiðnaðar og ýmislegrar þjónustustarfsemi. Jafnvægi byggðar í landinu - nauðsyn umræðu Breytingar í hinni höfuðauðlind íslendinga, fiskimiðunum einkum vegna minnkandi fiskvinnslu í landi, veldur röskun og við henni þarf að bregðast. Fækki fólki enn og áfram á landsbyggðinni vegna minnkandi atvinnu og meiri ein- hæfni dregst þjónustan einnig saman. Þá er hætt við ennþá ör- ari fólksstraumi frá landsbyggð til höfuðborgarsvæðisins en hing- að til, hvorugum og engum til hagsbóta. Verði hins vegar gætt jafnvægis eru vaxandi líkur á aukinni hagsæld allra lands- manna. Vona ég að umræða um þessi brýnu hagsmunamál eigi sér stað á næstu mánuðum og misser- um á hlutlægan, málefnalegan hátt og að fólk fylgist með fram- vindunni og myndi sér skoðanir að yfirveguðu ráði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi vestra. 12. MARS árið 1916 var stórt skref stigið í mannréttindabaráttu á íslandi. Þann dag var Al- þýðuflokkur íslands stofnaður af fulltrúum fimm verkalýðsfélaga í Reykjavík og tveggja úr Hafnarfirði. Mark- mið hins nýja afls voru háleit en ijarlæg. Fá- tækt skyldi útrýmt og allir þegnar íslenska ríkisins skyldu hafa jafnan rétt til að þroska kosti sína og leita far- sældar og hamingju. Afleiðingar verkalýðs- baráttunnar, sem holdgervast í stofnun ASÍ og Alþýðuflokks, hafa skilað okkur því velferðarríki sem við þekkjum í dag. Saga verkaiýðs- baráttunnar er mörkuð átökum um menn og málefni og ógæfa hreyf- ingarinnar er tíður klofningur henn- ar. Alþýðubandalagið er barn þessa klofnings og stendur dyggan vörð um hinar háleitu hugsjónir vinstri stefnunnar ásamt Alþýðuflokki og Þjóðvaka. Hinar háleitu hugsjónir um frelsi, jafnrétti og bræðralag hafa fleytt íslandi frá því að vera frumstætt og vanþróað ríki, þar sem alþýðan svalt og lítil forréttindastétt makaði krókinn, yfir í það að vera velferðar- þjóðfélag fjöldans. Verkefni vinstri manna nútimans er að standa vörð um það sem áunnist hefur, ásamt því að færa þjóðfélagið nær því að vera réttlátt lýðræðisríki þar sem manngildið er ofar verðgildinu. Valddreifing, framsýni og umburð- arlyndi gagnvart minnihlutahópum eru þau atriði sem tengja jafnaðar- menn allra tíma saman ásamt viður- kenning á þeirri staðreynd að fram- tíðin er ekki kjöt og fiskur heldur þekking. Skoðun margra á því hvernig hugsjónum jafnaðarstefnunnar verður best borgið í framtíðinni er að það sé innan breiðfylkingar sam- einaðra vinstrimanna. Gott gengi Reykjavík- urlistans og náið sam- starf vinstri manna annarstaðar í sveitar- stjórnum kristalla réttmæti þeirrar skoð- unar. Kall grasrótarinnar og krafa er á samfylk- ingu fyrir næstu kosn- ingar. Tími sundrung- ar og smákóngaveldis á vinstri kantinum er liðinn. Sundurþykkja einstaklinga réttlætir ekki sundrungu vinstri manna. Málefnaleg samstaða er til staðar í öllum veigameiri málum og markmiðin eru skýr, spurningin snýst um leiðir og þær finnum við. Hagsmunum heildarinnar er best borgið í samfylkingu vinstri manna. Stórt skref á átt til samfylkingar verður stigið laugardaginn 18. janú- Hugsj ónum j afnaðar- mennsku er best borgið, segir Björgvin G. Sig- urðsson, innan samein- aðrar vinstri fylkingar. ar. Þá mun ungt fólk úr stjórn- arandstöðuflokkunum, ásamt fjölda óflokksbundins félagshyggjufólks, stofna hreyfingu sem hefur það að markmiði að stuðla að samfylkingu félagshyggjuaflanna. Hreyfingin verður opin og lýðræðisleg fjölda- hreyfing og ættu allir sem lífga vilja glæður kröfunnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag að láta sjá sig á stofnfundinum og taka þátt í þessum tímamótum íslenskrar vinstri hreyfingar. Höfundur er háskólanemi. Krafa gras- rótarinnar Björgvin G. Sigurðsson Haustvörurnar streyma inn Brandtex vörur Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 WICANDERS GUMMIKORK í metravís • Besta undirlagið fyrir trégólf og linoleum er hljóðdrepandi, eykur teygjanleika gólfsins. • Stenst hjólastólaprófanir. • Fyrir þreytta fætur. GUMMIKORK róor gólfin niður! Í rúllum - þykktir 2.00 og 3.2 mm. PP &CO Þ>. ÞORGRÍMSSON & CO ARMULA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SIMI553 8640 568 6100 BÍLATORG FUNAHÖFÐA 1 S. 587-7777 Satnrn SE Twin Cam nrg. '94, hvítur, sjtílfsk., ek. 24 þiís. km. Verð 1.450.000. Skipti ath. MMC Galant GLSi irg. '92, gronsans., sjiilfsk., topplúga, rafn. í rúðum, samUsingar, ilfelgur, ek. 93 þús. km. Verð 1.190.000. Skipti. Range Rover 3900Í Vouge irg. '90, dökkgrtenn, ickureintiik, sjilftk., rafin. í níotim, fjarstýrðnr saviiéesingar, cndiirryðvininn, nyrrgmmro.fi., ek. 105 þtís. kvt. Verð 2.200.000. Skiptiath. Nissan Ratrol GR SLX 2800 dtscl ttirho irg. '95, hvítur, rafm. í rúðum, samhesing, 32" ilfclgur, ek. 31 þtís. km. Verð 3.450.000. Skipti. Toyota 4Runner 3000 V-6 irg. ‘88, hvítur gullmoli, ilfelgm; ek. llOþm. km. en I þús. km. i vél. Upptekhin hji iimboiinu. Verð 1.250.000. Skipti. Dodge Ram 350 Van irg. ‘89, vínrnuðm; V-8 318 vél, 4x4, 35" dckk, krómfelgm; glæsilega innréttaðm; ek. nðeins 48 þús. km. Verð 2.490.000. Skipti. Arnþór Grétarsson .... sölumaöur GLEÐILEGT NÝTT ÁR • ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN A LIÐNU ARI ■ - • - -v . . _ ____________ . V .... umtgm Toyoui Carina E GLi 2000 úrg. ‘94 og '93, gullsans., sjilftk., samhcsingat; rafm. írúðum, ek. 29 þtís. Verð 1.580.000. Skipti. Hyundai Elantrn 1800 GT nrg. Honda Acconl EXi 2000i drg. ‘94 og ‘95 sjilfsk., gr.cnti, smnkesing, '92, silfiirgrir, topplúgn, rafm. í rafm. íniðum, ek. 36 þús. km. ritðiim, samkesing, ilfelgm; ek. 67 Verð 1.160.000. Skipti. þús. km. Verð 1.260.000. Skipti. Mazdti 323 4WD irg. ‘92, grisatts., ilfelgm; ek. 75 þiis. km. Verð 1.050.000. Skipti. BMW 520 M 24V Touring TW., Nissan Simny STW 1600i SLX svortur.árg. ‘96, gtillmoli, 16“ alfclgnt; 4WD irg. ‘94, grigrættn, ttpph., urndrimg, rnfm. htíðum, viðarinnr., ah bac álfclgm; samUsing, rafm. íríðum. o.fl„ ek. 29þtís. km. Vcri 3.650.000. Skipu. ,260.000. Skipti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.