Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Kristján
Fjölmenni á þrettándagleði
Þórs við Hamar
Mun færri
gjaldþrot
ALLS bárust Héraðsdómi
Norðurlands eystra 96 beiðnir
um að taka bú til gjaldþrota-
skipta á nýliðnu ári. Það eru
nokkru færri beiðnir en borist
hafa embættinu á síðustu
árum, en árið 1995 voru þær
115 og 123 árið þar á undan.
Samkvæmt upplýsingum
Erlings Sigtryggssonar full-
trúa voru kveðnir upp 46 úr-
skurðir um gjaldþrot, 29
vegna einstaklinga og 17
vegna lögaðila. Ellefu beiðnir
frá fyrra ári færðust yfir á
þetta ár, en aðrar hafa af
ýmsum ástæðum fallið niður
eða flust milli embætta.
Úrskurðum um gjaldþrot
fækkað í tvö ár
Gjaldþrotaúrskurðir á síð-
asta ári voru 10 færri en
árið á undan, þá voru þeir
56 en 60 árið 1994, þannig
að gjaldþrotum hefur fækkað
nokkuð í héraðinu á liðnum
árum.
AKUREYRINGAR og nærsveita-
menn fjölmenntu á hina árlegu
þrettándagleði íþróttafélagsins
Þórs sem fram fór á svæði félags-
ins við Hamar á mánudagskvöld.
Álfakóngur og drottning fóru fyr-
ir hópi kynjavera og á svæðinu
AKSTUR um göngugötuna í Hafn-
arstræti verður leyfður á ný um
miðjan janúarmánuð, en um tilraun
verður að ræða sem standa mun
yfir þar til í lok maí næstkomandi.
Ekið verður til norðurs, úr Kaup-
vangsstræti og að Ráðhústorgi en
þar verður beygt til hægri niður í
Skipagötu. Sett verður upp hlið við
suðurenda göngugötunnar og þá
verður umferð bifreiða afmörkuð
með pollum, að sögn Gísla Braga
Hjartarsonar, formanns skipulags-
nefndar.
Áætlað er að kostnaður við breyt-
ingar á götunni verði um ein og
sáust m.a. púkar og tröll, auk
þess sem jólasveinarnir kvöddu
Iandsmenn að sinni og mætti
Grýla í eigin persónu til þess að
sækja sveina sína. Kveikt var í
bálkesti en dagskránni lauk með
flugeldasýningu.
hálf milljón króna, en einungis verð-
ur farið út í lágmarksframkvæmdir
í upphafi eða á meðan að um tilraun
er að ræða.
Gísli Bragi sagði að enn hefði
ekki verið ákveðið endanlega hvern-
ig tilraunin verður metin, en sjálfur
hefði hann kosið að gerð yrði skoð-
anakönnun meðal bæjarbúa þar sem
vilji þeirra kæmi fram.
Gerð verða tvö til þijú bílastæði
við götuna, við Heilsugæslustöðina
á Akureyri, en gatan verður skil-
greind sem vistgata, sem felur í sér
að gangandi vegfarendur eiga ávallt
réttinn umfram bílaumferð.
Akstur leyfður um
göngugötu að nýju
Viðbótarfjárveiting til FS A á fjárlögum
Forgangsverk-
efni er að ráða
hjartalækni
VIÐ lokaafgreiðslu fjárlaga fyrir jól
var launaliður Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri hækkaður um 7 millj-
ónir króna frá því sem ráðgert var
í frumvarpi til fjárlaga. Á FSA er
mikill áhugi fyrir því að ráða annan
sérfræðing í hjartalækningum við
sjúkrahúsið og hefur leit að hjarta-
lækni reyndar staðið yfir síðustu
mánuði. Aðeins einn hjartalæknir
er starfandi á lyflækningadeild FSA
og hefur álagið á honum verið gífur-
legt.
Halldór Jónsson, framkvæmda-
stjóri FSA, segir að aðaláherslan
hafi verið lögð á að ráða hjarta-
lækni en einnig sé þörf fyrir bæklun-
arlækni til viðbótar. „Hins vegar er
það fleira sem hangir á spýtunni en
ráðning Iækna og við þurfum að
skoða hvernig við getum nýtt þessa
viðbótarfjárhæð sem best.“
Æskilegt að styrkja
sérfræðiþjónustuna
Halldór segir að sjúkrahúsin í
Reykjavík séu einnig að leita að
hjartalæknum en hins vegar verði
forsvarsmenn FSA að vera bjartsýn-
ir á að menn vilji starfa við FSA og
þar eru viðfangsefnin næg.
„Með þessari viðbótarfjárveitingu
má segja að það sé undirstrikað af
hendi ráðuneytis og Alþingis að
sjúkrahúsið hér þurfi að styrkja,
þannig að það geti betur þjónað á
þessum sérsviðum á því svæði sem
það tekur til. Ég tel líka mjög æski-
legt að styrkja sérfræðiþjónustu
sjúkrahússins, þannig að ekki þurfi
að fara með öll slík tilfelli suður.“
Nauðsynlegt að
auka breiddina
Magnús Stefánsson, yfirlæknir
barnadeildar og formaður læknaráðs
FSA, segir að læknaráð hafi ekki
tekið afstöðu til þess hvernig þess-
ari viðbótarfjárhæð verði ráðstafað
enda ekki verið eftir því leitað.
„Læknaráð hefur þó haft það sem
forgangsatriði í um eitt ár að reyna
fá hingað annan hjartalækni. Það
hefur hins vegar ekki tekist enn.
Mér vitanlega er ekki til sá hjarta-
læknir hér heima sem ekki er í vinnu
og full bókaður annars staðar. Hins
vegar eru til íslendingar sem eru
að læra hjartalækningar erlendis en
það er aftur spurning hvort þeir eru
orðnir of sérhæfðir. Það hefur a.m.k.
ekki tekist að lokka þá heim og sum-
ir þeirra sem lokið hafa námi og eru
komnir í það góðar stöður erlendis,
sérstaklega í Bandaríkjunum, líta
ekki við þeim launum sem eru í boði
hérlendis."
Magnús segir að það vanti lækna
á FSA í margar sérgreinar. „Bæði
til að létta þeim byrðina sem hér eru
fyrir, okkur gömlu mönnunum, sem
erum að basla á vöktum þriðja hvern
sólarhring fram undir sjötugt. Eins
til að auka breiddina og að því verð-
ur markvisst stefnt á næstu árum.“
Vinnuaðstaðan
til fyrirmyndar
Björn Guðbjörnsson, yfirlæknir
lyflækningadeildar, segir að nú þeg-
ar fjárveiting er fyrir hendi, sé
stefnt að því að auglýsa stöðu
hjartalæknis fljótlega og hann von-
ast eftir góðum viðbrögðum. „Þeir
hjartalæknar sem eru erlendis og
þeir sem starfa utan sjúkrahúsa í
Reykjavík, vita vel af okkar þreif-
ingum að undanförnu. Það er því
von okkar að einhver þeirra hafi
áhuga á að setjast að og starfa á
Akureyri. Hér er um mikið starf
að ræða og aðstaðan til að sinna
öllum hefðbundnum hjartalækning-
um og bráðalækningum er til fyrir-
myndar. Við getum þó ekki fram-
kvæmt hjartaþræðingar hér og slík-
ar aðgerðir fara fram í Reykjavík,"
sagði Björn.
Stuðningur við þróun og nýsköpun
í matvælaiðnaði á Norðurlandi
Haldinn verður kynningarfundur undir heitinu
Stuðningur við þróun og nýsköpun í matvælaiðnaði á
Norðurlandi á Hótel KEA í dag, 8. janúar, frá kl. 12-14.
Dagkrá:
Kl. 12.00 Ávarp - Þorsteinn Gunnarsson, rektor
Háskólans á Akureyri.
Kl. 12.10 Þjónusta vegna Evrópuverkefna á
Akureyri - Þórleifur Bjömsson, aðal-
fulltrúi Háskólans á Akureyri.
Kl. 12.20 Rannsókna- og nýsköpunaráætlanir ESB,
einkum á sviði landbúnaðar og
sjávarútvegs - Sigurður Tómas Björgvinsson,
Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna.
Kl. 12.40 Þjónusta Euro-Info á íslandi fyrir
matvælaiðnaðinn - Andrés Pétursson,
Útflutningsráði.
Kl. 13.00 INFO 2000 áætlunin og möguleikar á sviði
margmiðlunar með sérstöku tilliti til
matvælaiðnaðar - Vilmar Pétursson,
Upplýsingastofu SÍTF.
Kl. 13.20 Leonardóáætlunin; starfsþjálfun og starfs.
mannaskipti - Sigurður Guðmundsson,
Landsskrifstofu Leonardó.
Kl. 13.40 Umræður og ráðgjöf.
Kl. 14.00 Fundarlok.
Nánari upplýsingar gefa: Þórleifur Björnsson Háskólanum
á Akureyri, í síma 463 0900 og Sigurður Tómas
Björgvinsson, Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna, í síma
525 4900. Aðgangur að fundinum er ókeypis.
Framkvæmdir við nýja brú yfir Gierá hefjast næsta vor
Tvær aðskildar brýr
34 metra langar
ÁÆTLAÐ er að hefja framkvæmdir
við smíði nýrrar brúar yfir Glerá og
lagningu Borgarbrautar í framhaldi
af henni á komandi vori, að sögn
Gunnars Jóhannessonar verkfræð-
ings hjá Akureyrarbæ.
Unnið er að hönnun brúarinnar
hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thor-
oddsen og hafa starfsmenn Arki-
tektastofunnar í Grófargili verið til
aðstoðar. Þessa dagana er verið að
ganga frá umhverfismati vegna fyr-
irhugaðra framkvæmda og einnig
er unnið að hönnun Borgarbrautar,
frá brúnni og niður með Glerá að
Glerárgötu og Tryggvabraut, tæp-
lega 1,5 kílómetrar að lengd.
Um verður að ræða tvær aðskild-
ar brýr, sín fyrir hvom vegarhelming
og verður ein akrein á hvorri brú.
Þær verða 34 metrar að lengd og
hvíla á tveimur súlum. Á milli þeirra
eru 18 metrar og 8 metrar milli
stöpla hvorum megin.
Vonir eru bundnar við að Borgar-
brautin verði skilgreind sem þjóð-
vegur og er búist við að málið verði
afgreitt á Alþingi nú fyrir vorið.
Framkvæmdir hefjast næsta vor
■og er að sögn Gunnars áætlað að
FYRIRHUGAÐ er að hefja framkvæmdir við nýja brú yfir Glerá
og lagningu Borgarbrautar næsta vor. Á myndinni sést hvar brúin
verður, skammt ofan við stífluna í ánni.
smíði brúarinnar verði lokið á haust-
dögum. Aðkoma að Háskólanum á
Akureyri verður fyrst í stað úr Gler-
árhverfinu, en gert er ráð fyrir að
haldið verði áfram við vegagerðina
fram eftir haustinu.
efst í
Glerárhverfi, Síðu- og Giljahverfa
og miðbæjarsvæðisins munu batna
mikið í kjölfar þessara fyrirhuguðu
framkvæmda, en búast má við að
bæjarbúar spari á milli 30 og 40 ,
milljónir króna árlega í rekstri bif-
reiða eftir að þessi-nýja leið opnast. j