Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 56
•'HYIINDJll HÁTÆKNI TIL FRAMFARA Mi Tæknival SKEIFUNNI 17 SlMI 550-4000 • FAX 550-4001 MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Hreppsnefnd Kjósarhrepps á fundi með stjórnanda Columbia Kynntu mótmæli ^ vegna staðar- vals álversins HREPPSNEFND Kjósarhrepps átti í gærkvöldi fund með James F. Hensel, aðstoðarforstjóra Col- umbia álfyrirtækisins, sem haldinn var að ósk Hensels, en hann vildi kynna sér viðhorf hreppsnefndar- manna, sem hafa mótmælt harð- lega staðsetningu fyrirhugaðs ál- vers á Grundartanga. Fundurinn fór fram í félagsheimilinu Félags- \*garði. Guðbrandur Hannesson, oddviti Kjósarhrepps, vísar á bug að hreppsnefnd Kjósarhrepps hafi komið of seint fram með sínar athugasemdir. „Bréf sem við feng- um frá Hollustuvernd hljóðar upp á að við höfum frest til 13. janúar að gera athugasemdir og við för- um eftir því. Okkur var ekki boðið upp á þetta í fyrra en maður á kannski að fylgjast betur með og ^,_-^psa völvuspána árið áður,“ segir hann. Fundurinn í gærkvöldi stóð á annan klukkutíma og að honum loknum sagði Guðbrandur að þar hefði ekkert það komið fram, sem breytti skoðun hreppsnefndar- manna á málinu. Nefndin væri eftir sem áður algerlega mótfallin byggingu álvers við Hvalfjörð. Viðræður við Hollustuvernd og Náttúruverndarráð. I dag ætíar hreppsnefndin að eiga fund með Hollustuvernd ríkis- ins og Náttúruverndarráði vegna þessa máls. Einnig er í undirbún- ingi fundur iðnaðarráðherra með hreppsnefnd Kjósarhrepps. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er búist við miklum umræðum og jafnvel hörðum deil- um um umhverfismál og fleiri mál í tengslum við staðsetningu álvers- ins á opnum borgarafundi sem boðað er til í félagsheimilinu Heið- arborg í Leirársveit á fimmtudags- kvöldið. ■ Deilurnar/29 Morgunblaðið/Kristinn JAMES F. Hensel, aðstoðarforsljóri Columbia álfyrirtækisins á fundinum með hreppsnefndarmönnum í Kjós í félagsheimilinu Félagsgarði í Kjós í gærkvöldi. Hrönn hf. á ísafirði sameinast Samherja hf. á Akureyri Kvótaeign Hrannar tæpir tveir milljarðar króna Frystitogarinn Guðbjörg ÍS áfram gerður út frá Isafirði M" Morgunblaðið/Sverrir GUÐBJÖRGIN ÍS-46 kom ný til landsins síðla í október 1994. Hugbúnað- arfyrirtæki sameinast ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina hugbúnaðarfyrirtækin Hug hf. og íslenska forritaþróun hf. Sameinað fyrirtæki verður væntanlega -*■ -%tærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins með um hálfs milljarðs króna veltu í ár. Fulltrúar eigenda félaganna hafa átt í viðræðum um sameiningu eftir að breska hugbúnaðarfyrir- tækið CODA Group plc. keypti Windows hugbúnaðarhluta Is- lenskrar forritaþróunar. Samkomu- lag hefur nú náðst og verður það lagt fyrir hluthafafundi félaganna á næstunni. Ekki hefur verið ákveðið með nafn á sameinaða fyrirtækið en Gunnar Ingimundarson, fram- kvæmdastjóri Hugar hf., verður framkvæmdastjóri þess. ■ Verður stærsta/16 -----»■-»--♦--- Drengur fyrir bíl á Akureyri ÁTTA ára gamall drengur varð fyrir bíl á Akureyri í gærkvöldi og slasaðist á höfði. Slysið varð á mótum Skarðshlíð- ar og Litluhlíðar. Drengurinn virð- ist hafa hlaupið yfir götuna og '^Grðið fyrir bíl sem þar ók um. ^ Hann kastaðist upp á vélarhlíf bíls- ins og á framrúðu og síðan í göt- una. Drengurinn hlaut höfuð- meiðsl og var fluttur með sjúkra- flugi til Reykjavíkur að lokinni rannsókn á Akureyri en var ekki talinn í lífshættu eftir því sem - næst var komist. EIGENDUR Samheija hf. á Akur- eyri og Hrannar hf. á ísafirði, sem gerir út frystitogarann Guðbjörgu ÍS, hafa undirritað samkomulag um að sameina þessi sjávarútvegsfyrirtæki undir merki Samheija hf. í sam- komulaginu er gert ráð fyrir að út- gerð Guðbjargar ÍS verði óbreytt frá því sem verið hefur á ísafirði. Kvóti Guðbjargar er 3.400 þorskígildis- tonn, að verðmæti tæpir 2 milljarðar króna miðað við núgildandi verð á varanlegum kvóta. Samhetji er stærsta útgerðarfyrirtæki landsins með um 24.300 þorskígildistonn. Þorsteinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Samheija, segir til- ganginn með sameiningunni að gera gott fyrirtæki betra. „Þetta er jafn- framt hluti af þeirri þróun sem átt hefur sér stað að undanförnu og snýr að því að gera íslenskan sjávar- útveg hagkvæmari." Við sameininguna eignast hluthaf- ar Hrannar hlutabréf í Samheija en Þorsteinn Már vildi ekki gefa upp hversu stór sá eignarhlutur er á þess- ari stundu. „Við stefnum að því að fara með Samheija á hlutabréfa- markað í febrúar og þá kemur í ljós hvernig hlutafjáreign er háttað." Veltan eykst um 550-650 milljónir Velta Hrannar hf. á síðasta ári var um 550-600 milljónir króna og hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns. Þorsteinn Már segir að velta Sam- heija aukist um 550-650 milljónir króna við sameininguna en velta fyr- irtækisins hérlendis á síðasta ári var áætluð um 5,3 milljarðar króna. Afla- heimildir Hrannar eru um 3.400 þorskígildistonn en aflaheimildir Samheija rúmlega 21.000 þorskí- gildistonn. Guðbjörg ÍS er eitt stærsta og fullkomnasta fiskiskip landsins. Skipið er rúmlega 1.200 brúttólestir að stærð, smíðað í Noregi árið 1994. Fyrir á Samheiji sjö togara og tvö fjölveiðiskip á Islandi. Þorsteinn Jóhannesson, forseti bæjarstjórnar ísafjarðar, segist ekki trúa því að Guðbjörgin verði gerð út frá ísafirði um ókomna framtíð. „Reynslan hefur sýnt okkur allt ann- að. Við höfum dæmi um sameiningu Samheija við Hvaleyrina í Hafnar- fírðinum. Þar fóru aflaheimildirnar fljótlega úr byggðarlaginu. í hjarta mínu trúði ég því að þetta myndi ekki gerast. Það er vilji eigenda sem ræður og þeir verða að gæta síns hags, en þarna er hagur almennings fyrir borð borinn. Við getum ekki gert annað gegn þessu en hafa sam- band við hluthafa, en ef þetta er fyllilega ákveðið er lítið hægt að gera gegn því. Það er sannfæring mín að það séu til nógu sterkir aðil- ar á svæðinu, til dæmis Gunnvör, Básafell, Hraðfrystihúsið í Hnífsdal og Bakki hf., sem hefðu getað ráðið við þau vandamál sem Hrönn átti við að glíma.“ Þorsteinn segist óttast mest álits- hnekki fyrir byggðarlagið hverfi Guðbjörgin á brott. „Það mun taka okkur mörg ár að vinna það áiit aft- ur upp. Að vísu gerist ekki ýkja mikið í fyrstu. Stór hluti áhafnarinn- ar hefur verið með lögheimili utan ísafjarðar, en skipið hefur komið hingað, landað og sótt sinn kost og það hefur skapað þó nokkur þjón- ustustörf." Básafell hafði áhuga Gunnar Birgisson, formaður stjórnar Básafells, segir að fyrirtæk- ið hafí haft fullan hug á viðræðum við Hrönn, en ekki hafi verið við þá rætt. „Eg er sannfærður um að við hefðum getað náð jákvæðri niður- stöðu en það hafa engar viðræður farið fram milli fyrirtækjanna. Þeir vissu af okkur, en áhugi virtist ekki vera fyrir hendi. Þeir verða sjálfir að skýra af hveiju þeir töluðu við aðra. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Isafjörð ef kvótinn fer. Kvóti Jöfurs, um 1.400 tonn, er nýfarinn frá Hnífs- dal til Siglufjarðar og nú fara 3.400 tonn auk um 350 tonna kvóta í Flæmska hattinum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.