Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.01.1997, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Á ÖÐRUM degi nýs árs tek ég það rólega, kveiki á nýárskerti og les áramótahugleið- ingar stjómmálaleið- toganna í Morgun- blaðinu og Degi-Tím- anum frá 31. desem- •ber. Grein forsætisráð- herra Við áramót er á besta stað í Morgun- blaðinu, í opnu. Grein- in er lipurlega skrifuð eins og vænta má. Ráðherrann talar fyrst um allt þetta hefð- bundna. Hvað allt sé á góðri leið, hagvöxtur- inn hafi þrefaldast og dregið hafi úr atvinnuleysi. Andúð hans er al- gjör þegar kemur að Brussel og reglugerðafarganinu þaðan: „Vitað er að hvorki íslensk lögmannastétt né dómarar hafa haft tök á því að kynna sér allan þennan fyrirmæla- * haug sem hingað hefur borist, enda gerðu þau ekki annað á meðan.“ í þessu máli er ég honum hjartanlega sammála. Alþjóðasamskipti sem fela í sér stóraukin fundahöld þreyta ráðherrann: óaðlaðandi fundaherbergi og salir, bið á flug- völlum, langar flugferðir. Stað- reyndin er sú að þrátt fyrir tölvuöld vilja menn að sæti íslands á fundum erlendis sé skipað. Mér þótti fróðlegt að lesa að for- sætisráðherra hefur áhuga á að *t)pna fleiri sendiráð erlendis, bæði í Japan og á Ítalíu. Það er ekki langt síðan talað var um að fækka þeim. Davíð ræðir einnig um vor- þingið og hvaða mál verði þar til umfjöllunar. Það á að breyta öllum ríkisbönk- um, en fyrir hveija? Allt tal um að einka- væðingin komi almenn- ingi ávallt til góða er hættuleg blekking og áróður. Þannig segir forsætisráðherra um ij árfestingalánasjóð ríkisins: „Næsta skref verður að færa eignar- haldið beint út til al- mennings með einka- væðingu." Það sem ég hef mestan áhuga á að kynna mér eru vænt- anleg lagafrumvörp um þjóðlendur. Um þetta segir for- sætisráðherra: „Afstaða fólks til öræfa og hálendis íslands er að breytast vegna þess að almennur aðgangur að þessum gersemum hefur verið að opnast á allra síð- ustu árum. Óhjákvæmilegt er því að lagaleg staða þessara þjóð- lendna verði algjörlega skýr.“ Þessu ber að fagna. Formenn hinna stjórnmálaflokk- anna fimm skrifa ekki áramóta- hugleiðingu í Morgunblaðið heldur í Dag-Tímann. Fremstur í flokki er Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og utanríkis- ráðherra. Halldór er ólíkur flestum stjórnmálamönnum að þvi leyti að hann er alltaf sá sami, í stjórn og stjórnarandstöðu. Hann hugsar alltaf eins og sá sem valdið hefur og veltir hlutunum fyrir sér með lausn í huga. Sjávarútvegsmál eru ástríða hans, eins og alþjóð veit. í greininni Við áramót fjallar utan- ríkisráðherra um stjórnmál al- mennt eða starfsemi stjórnmála- flokka, stjórnarsamstarf, byggða- mál, samskipti við aðrar þjóðir og Framsókn í 80 ár. Halldór er ákaf- lega ánægður með stöðu og þróun mála. Hann segir um stjórnarsam- starfð að Framsóknarflokkurinn hafi „verið trúr stefnumálum sín- um og grundvallarhugsjónum". Fyrr í greininni hafði Halldór vikið að hugsjónum flokksins um aukinn jöfnuð, meira réttlæti, betri mennt- un og aukna velferð. Því miður hef Ég sakna þess sárlega, segir Gerður Stein- þórsdóttir, hversu sjaldan hér fer fram fagleg pólitísk umræða. ég ekki komið auga á þessa þróun undanfarin ár í þjóðfélaginu heldur hið gagnstæða. Þótt Framsóknar- flokkurinn aðhyllist blandað hag- kerfi teygir flokkurinn sig alltof langt í markaðshyggju að mínu mati. Við allt annan tón kveður hjá utanríkisráðherra en forsætisráð- herra þegar rætt er um erlend sam- skipti. Halldór dásamar EES-samn- inginn og segir m.a.: „EES-samn- ingurinn hefur opnað okkur mörg tækifæri og hefur átt sinn þátt í að stuðla hér að opnara viðskipta- lífi og auknum stöðugleika." Hall- dór er sá eini sem víkur að flokks- þingi en Framsóknarflokkurinn varð 80 ára 16. desember. Þess hefur ekki verið getið fyrr í Degi- Tímanum enda ekki lengur fram- sóknarblað heldur í eigu samsteyp- unnar sem gefur út DV. Það hefði einhvern tíma þótt lygilegur spá- dómur. Ekki mun sú samþjöppun vaids í blaðaútgáfu auka lýðræðislega umræðu í landinu. Ég hita mér kaffi og les grein Margrétar Frímannsdóttur, for- manns Alþýðubandalagsins, sem nefnist Það hefur verið vitlaust gefið. Þar er fjallað um launamál og skuldasöfnun heimiianna. Mar- grét segir að almenningur hafi fundið fyrir stöðugleika í þjóðfélag- inu í lágum launum og vaxandi fátækt. Launamunurinn hafi aukist á undanförunum fimm árum. Sú ákvörðun að frysta persónuafslátt og bótagreiðslur þýði að landsmenn greiði 800 milljónum króna meira í skatta á næsta ári. Formaður Al- þýðubandalagsins setur kjör al- mennings, og þá sérstaklega af- komu þeirra sem verst standa í þjóðfélaginu, á forgangslista. Þetta er alveg skýr stefna. Þá er komið að gi-ein hins ný- kjörna formanns Alþýðuflokksins, Sighvats Björgvinssonar. Grein sína nefnir hann Þjóðarsálina og hin efnahagslegu gæði. Grein Sighvats er mjög læsileg og óvenjuleg sem áramótagrein, fyrst og fremst hug- leiðing um það sem hann hefur séð út um gluggann á skrifstofu sinni við Austurstræti á kvöldin og um helgar, hömluleysið í samfélaginu, drykkjuskapinn og virðingarleysið gagnvart náunganum. Og honum blöskrar að vonum. Hann fjallar því um lífshamingjuna og „hlutina" og um fátækt í ríkidæminu. Og hann segir: „... ég óttast, að við getum ekki leyst þessi vandamál með úr- lausnum, sem tengd eru hinum efn- islegu gæðum - með hærri launum, lægri sköttum, minni verðbólgu, fleiri álverum, lægra búvöru- verði. .Er hann ekki að komast hér að kjarna málsins: Að fjöldi mála verður ekki leystur eingöngu með efnahagslegum aðgerðum? Jóhanna Sigurðardóttir, formað- ur Þjóðvaka, fjallar í sinni grein Við áramót um efnahagsmál, vanda fjölskyldna og hvernig auður færist á fárra manna hendur. Hún segir m.a. „Það er kaldranalegt þegar stjórnvöld hafa boðað að góðærið sé gengið í garð, að aldrei hefur eins mikið og fyrir þessi jól verið leitað til félagsmálastofnana ...“ Formaður íjóðvaka er eini stjórn- málaforinginn sem víkur að samein- ingu vinstri manna. Hafa hinir ekki nægilegan áhuga? Kristín Halldórsdóttir, formaður þingflokks Kvennalista, hefur yfir sér andlegt jafnvægi bóndakonunn- ar enda alin upp í sveit. „Áramót voru í minni sveit,“ segir hún „tími hljóðlátrar íhugunar, og engin manngerð ljós kepptu við himin- tungl, stjörnur og norðurljós." Hér er dregin upp svipmynd af fegurð lífsins og ró og ríkidæmi sálarlífs- ins. Kristín talar að vonum af sjón- arhóli kvenfrelsis og segir að kvennabaráttan verði ekki öðrum leiðtogum ofarlega í huga. Þar hef- ur hún rétt fyrir sér. Formaður þingflokks Kvennalista vill líta upp úr hinum hefðbundna efnahags- aski, eins og hún kemst svo skemmtilega að orði. Kristín tengir kvenfrelsi mannréttindum eins og nú tíðkast. Eftir að hafa lesið áramótgreinar stjórnmálaleiðtoganna finnst mér ég ekki vera miklu nær um stefn- una þótt ýmsa fróðleiksmola sé þar að finna. Ég sakna þess sárlega hversu sjaldan hér fer fram fagleg pólitísk umræða. Það ætti t.d. að vera hlut- verk Sjónvarpsins að hafa reglulega vandaða umræðuþætti um þjóðmál þar sem fréttaskýrendur legðu lín- urnar og stjórnmálamenn ræddu og rökstyddu markmið og leiðir á þann hátt að hlustendur yrðu nokk- urs vísari. Áramótakertið er brunnið niður og kaffið orðið kalt. Ég legg frá mér blaðið. Framtíðin er óræð gáta. Höfundur erfyrrv. borgnrfulltrúi. Hvað boðar nýárs blessuð sól? Aramótahugleiðingar stjórnmálaleiðtoganna Gerður Steinþórsdóttir Gerurn heiminn betri! ÞANN 15. maí 1948 lýstu gyðingar í Palestínu yfír stofnun •-. sjálfstæðs ríkis, ísra- el, á grundvelli hug- myndafræði Síonis- manns. Stofnun þessa ríkis hefur haft hræði- legar afleiðingar fyrir þær þjóðir sem búa á þessu svæði. Nýlegar fréttir um „lífsrýmis- stefnu“ þess á her- teknu-svæðunum fá mann til að velta fyrir sér hvernig þetta ríki gat orðið að veruleika, Undanfari stofnun- ar þess var samþykkt hinna nýju og óreyndu Sameinuðu þjóða um skiptingu Palestínu milli 'v Palestínumanna, sem höfðu búið þar í yfír þúsund ár, og innfiytjenda af gyðingatrú, sem höfðu verið að flytjast til landsins seinustu 50 ár. Gyðingum, sem aðeins voru þriðj- ungur íbúanna, var úthlutað yfír helmingi landsins. Það voru Banda- ríkin og Evrópubúar (ásamt Islend- ingum) sem samþykktu þetta til að friða samvisku sína vegna hör- munga gyðinga í seinni heimsstyij- öldinni.Samþykktin braut í bága við sjálfan stofnsáttmála SÞ um sjálfsákvörðun- arrétt þjóða. Síonisminn, þjóðern- isstefna gyðinga bygg- ist á því að allir sem játi gyðingatrú séu ein þjóð. Samkvæmt honum eiga gyðingar að að- skilja sig frá „öðrum þjóðum“ og sameinast í sérstöku ríki ætluðu gyðingum. Upp komu hugmyndir meðal síon- ista um stofnun gyð- ingaríkis í Argentínu og Úganda en á endanum varð Palestína fyrir val- inu. Þeir héldu því fram að allir gyðingar væru afkomendur Forn-Hebrea, þjóðar sem sam- kvæmt Gamla testamenntinu var rekin frá Palestínu fyrir tvö þúsund árum. Það var réttlæting þeirra fyrir því að þar væri hægt að sam- eina „gyðingaþjóðina". Rétt er að taka fram að ekki nærri því allir gyðingar aðhyllast síonisma. Mótrökin eru eftirfarandi: Það er mjög hæpið að álíta alla þá sem eru gyðingatrúar tilheyra sérstakri þjóð, ekki eru allir kaþólikar eða þeir sem eru búddhatrúar taldir vera sérstök þjóð. Einnig er fráleitt að álíta alla gyðinga vera afkom- endur Forn-Hebrea. Þeir hafa í ald- anna rás blandast öðrum þjóðum og dæmi er um heilan þjóðflokk sem tók upp gyðingatrú. í Palestínu hefur líka verið samfelld byggð í meira en 4.000 ár og það gengur hreinlega ekki upp að afkomendur allra þeirra þjóða sem þar hafa búið geri kröfur til landsins. Síonistum tókst þó markmið sitt með stofnun ísraels. Barátta þeirra Það er skylda hins vestræna heims, segir -------7-------------- Eldar Astþórsson, að stöðva yfírgang ísraela. fyrir ríki sínu var meðal annars háð með hryðjuverkum gegn Bretum (sem réðu landinu) og Palestínu- mönnum. Ein af hryðjuverkasam- tökum þeirra Stern (Lhei) buðu til dæmis Þriðja ríki Hitlers aðstoð sína í baráttunni gegn Bretum, það er kannski ekki skrítið því síonisminn og nasisminn eiga samleið í hinum ýmsu málum. Síonistar stóðu frammi fyrir einu stóru vandamáli. I þessu nýja ríki ætluðu gyðingum var nærri helm- ingur íbúanna múslimskir og kristn- ir Palestínumenn. Þeir Ieystu þetta með þjóðernishreinsunum þar sem Palestínumenn voru hraktir frá heimalandi sínu. SÞ kröfðust þess að flóttamennirnir fengju að snúa aftur, en ísraelar sögðu að þeir hefðu fyrirgert rétti sínum til að snúa aftur þar sem þeir hefðu yfir- gefið land sitt. Þetta sögðu þeir sem - kjarni málsins! Frelsum Palestínu Eldar Ástþórsson byggðu tilverurétt sinn á að hafa yfirgefið landið fyrir tvö þúsund árum. í stríði sem fylgdi í kjölfar stofn- unar ísraels náðu ísraelar nær allri Palestínu og innlimuðu í ríki sitt. I Sex daga stríðinu 1967 hertóku þeir svo afganginn af landinu (Gazasvæðið, Vesturbakkann og Áustur-Jerúsalem) ásamt hluta af nágrannaríkjunum (t.d. Gólanhæðir í Sýrlandi). Það kom fljótlega í ljós að þetta ríki ætlaði sér ekki að virða sam- þykktir SÞ eða alþjóðalög og hefur sú stefna þess staðið fram til dags- ins í dag. Sem dæmi má nefna að samkvæmt samþykkt SÞ nr. 242 eiga ísraelar að yfirgefa herteknu svæðin sem þeir tóku í Sex daga stríðinu. Þessi samþykkt stendur enn, líkt og hernám Israela á mörg- um þessara svæða. Palestínumenn hófu baráttu gegn síonistaríkinu meðal annars undir merkjum PLO (Frelsissam- taka Palestínu). Markmið PLO eru að hin brottrekna þjóð geti snúið aftur til heimalandsins og stofnað þar ríki þar sem allir eru jafnir þrátt fyrir mismunandi trúarskoð- anir. ísraelar gerðu hvað sem þeir gátu til að bijóta baráttu þeirra niður og studdu meðal annars Ham- as samtökin, sem þeir héldu að yrðu öflugt mótvægi við PLO. Þar skjátl- aðist þeim hrapallega því núna er Hamast ein öflugasta andspyrnu- hreyfíngin gegn síohistaríkinu (og jafnframt sú ofbeldisfyllsta). ísraelar hafa komið sér upp „lífs- rými“ með því að reisa landnema- byggðir á herteknu svæðunum. Palestínumenn þar þurfa að lifa undir kúgun herraþjóðarinnar, þar sem bestu ræktunarlönd þeirra eru gerð upptæk og byggðir landnema látnar njóta forgangs varðandi vatnsveitu og fleira. Innflytjandi frá Rússlandi er þannig hærra settur en Palestínumaður í sínu eigin landi, ef hann er gyðingatrúar. í ísrael sjálfu eru Palestínumenn svo notaðir sem ódýrt vinnuafl. Palestínumenn annars staðar í heiminum (rúmlega þijár milljónir) búa flestir við ömurleg kjör í flótta- mannabúðum. Þeirra vandamál eru óleyst þ_ar sem ekkert bendir til þess að ísraelar leyfi þeim að snúa aftur til heimalandsins. Mannréttindasamtök um allan heim hafa gagnrýnt framferði ísra- elsmanna á herteknu svæðunum og í nágrannalöndum sínum. Þar hafa þeir meðal annars brotið mannrétt- inda- og barnasáttmála SÞ með loftárásum á flóttamannabúðir, inn- rásum í nágrannaríki og morðum, limlestingum og pyndingum á óbreyttum borgurum. Samkvæmt tölum frá árinu 1992 hafði þriðja hvert palestínskt barn á herteknu svæðunum verið fangelsað, limlest eða skotið af ísraelskum hermönn- um. Siðleysi síonistaríkisins heldur áfram eins og svik þess á gerðum friðarsamningum sýna. Þar voru ísraelar búnir að gera samning um brottfluttning hersveita frá borg- inni Hebron, en samkvæmt honum ættu þeir að vera farnir þaðan fyr- ir löngu. Núna finnst þeim hann hins vegar ekkert sniðugur og því ætla þeir sér einfaldlega að svíkja hann. Einnig er áframhaldandi landnám í Austur-Jerúsalem skýrt samningsbrot. Það er skylda Íslendinga og alls hins vestræna heims að stöðva yfír- gangsstefnu ísraela og sjá til þess að staðið verði við friðarsamninga og að samþykktir SÞ séu virtar. Það er jú á okkar samvisku að síon- istaríkið ísrael var sett á stofn með þeim afleiðingum að palestínska þjóðin missti land sitt og lifir nú við ömurlegar aðstæður. Gerum heiminn betri - Frelsum Palestínu! Höfundur er nemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.