Morgunblaðið - 25.02.1997, Síða 6

Morgunblaðið - 25.02.1997, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Akranes, .^"REYKJA larfjörður, Upptök jarðskjálftanna við Trölla- dyngju aðfararnótt sunnudags Reykjanes Jörð skelf- ur við Trölla- dyngju TVEIR allsnarpir jarðskjálftar sem áttu upptök sín nærri Trölladyngju riðu yfir aðfaranótt sunnudags og á sunnudagsmorgun og talsverð skjálftavirkni hefur verið á svæð- inu síðan. Fyrsti skálftinn sem mældist var 3,7 stig á Richter og varð um klukkan 00.30 aðfaranótt sunnu- dags, en sá seinni mældist 4 stig á Richter og varð kl. 8.45 á sunnu- dagsmorgun. Veikir skjálftar í kjölfarið Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur á Veðurstofu íslands segir upptök þeirra skjálfta sem orðið hefur vart við síðan hafi færst suður á bóginn, frá Trölla- dyngju, sem er fáeina kílómetra frá Kleifarvatni. Þeir skjálftar sem fylgdu í kjölfar fyrstu tveggja hafa verið fremur veikir, eða undir tveimur stigum á Richter. Skjálftanna varð víða vart á Reykjanesskaganum, í Reykjavík og allt upp í Borgarfjörð og segir Ragnar að margir hafi fundið fyrir þeim. Að hans sögn er um venju- lega plötuskriðsskjálfta að ræða. „Þegar litið er til lengri tíma hefur verið mikið um skjálfta á þessu svæði. Á þessu svæði kemur skjálftavirkni í hrinum og skjálft- amir eru yfirleitt ekki stórir. Stærstu skjálftarnir fyrir aldar- fjórðungi náðu 5,5 á Richter,“ seg- ir hann. Ragnar segir að við því megi búast að skjálftavirkni haldi áfram næstu daga og jafnvel vikur á þessu svæði, en menn geri ekki ráð fyrir að um sterka skjálfta verði að ræða. Fjöldi manns við upptök Skeiðarár- hlaups HUNDRUÐ manna í stórum fólksflutningabílum ogjeppum fóru í blíðviðrinu um helgina inn á hlaupfarveg Skeiðarár og áætlaði Ari Magnússon, ferða- bóndi á Hofi í Öræfum, að á laugardeginum einum hefðu um 300 manns farið inn í skálina þar sem hlaupið brauzt undan isjaðrinum. Þar er víða svo hátt ísstál að það er margar mann- hæðir. Enn sem komið er er jökul- leirinn í botni árfarvegarins gaddfreðinn og því er tiltölulega auðvelt að komast að upptökun- um. Þó þykir fyrirséð að þegar fer að vora og jökulleirinn hlán- ar getur orðið varasamt að vera þama á ferð. Farið er út af þjóðvegi númer eitt rétt austan við Gígju. Unnt er að ganga frá veginum en betra er að fara á jeppun áleið- is og ganga síðan um klukku- stundar veg upp í skálina sem myndaðist í jökulinn við hlaupið. Vettvangur lilaupsins þarna uppfrá er stórfenglegur og harla virðist maðurinn lítill þar í samanburði við sköpunarverk náttúmnnar. Ljósmynd Morgunblaðið Fyrirtæki sem seldi orlofshlutdeild hætt starfsemi Forsvarsmenn GCI eru famir af landi brott FYRIRTÆKIÐ GCI íslandi ehf. hef- ur hætt starfsemi sinni hérlendis og eru forsvarsmenn þess, sem flestir eru erlendir ríkisborgarar, farnir af landi brott, að sögn Jóhannesar Gunnarssonar framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna. Lítil starf- semi mun hafa verið seinustu vikur og á föstudag var skrifstofu fyrir- tækisins lokað. GCI íslandi ehf. var stofnað í lok september sl. og hóf í nóvember að bjóða almenningi tii sölu afnotarétt í orlofshúsnæði í hótelíbúðum á Suð- ur-Spáni, lágmark viku í senn á ári og voru samningar til allt að 99 ára og áttu að ganga í erfðir. Um 30 samningar gerðir I máli forsvarsmanna fyrirtækis- ins í fjölmiðlum í lok seinasta árs, kom fram að þeir töldu raunhæfa möguleika á að selja um 3-4% höf- uðborgarbúa orlofshlutdeild í hótel- íbúðum erlendis. Hjalti Pálmason lögfræðingur Neytendasamtakanna segir að fyrir- tækið hafi gert um 30 gilda samn- inga um orlofshlutdeild hérlendis meðan það starfaði, að frátöldum þeim samningum sem þeir viðskipta- vinir riftu sem töldu ekki óhætt að semja við fyrirtækið, og voru slík mál um 18 talsins. „Viðskiptavinum gekk flestum erfiðlega að rifta gerðum samning- um, þrátt fyrir yfirlýsingar forsvars- manna fyrirtækisins um að svo yrði ekki. Tvö mál eru hins vegar enn óleyst,“ segir Hjalti og telur hann óvíst að lausn finnist á þeim eins og málum er nú komið. Hann kveðst jafnframt hafa upplýsingar um að starfsmenn fyrirtækisins hafi átt erfitt með að fá laun greidd. Hann segir að þeir viðskiptavinir sem keyptu orlofshlutdeild fái senni- lega það sem þeir sömdu um, en hins vegar sé óvíst að fólk hafi í öllum tilvikum gert sér grein fyrir því hvað það var að kaupa. Orlofshlutdeild í eina viku utan háannatíma var seld á 350 til 450 þúsund krónur, en vika á annatíma í ferðaþjónustu á tæpar 600 þúsund krónur. „Við vildum að fyrirtækið fylgdi evrópskum reglum um tíu daga frest kaupenda til að hætta við gerða samninga, en ekki tókst að fá loforð fyrir slíku fyrr en nú í byijun febr- úar. Fyrirtækið samdi hins vegar aldrei undir þeim formerkjum, því seinustu þrjár vikur hefur lítið verið við að vera hjá því. Þessar málalykt- ir sýna að menn þurfa að vera á varðbergi í viðskiptum og eru að mínu mati enn ein viðvörun til fólks að hugsa sinn gang áður en það festir kaup á einhveiju," segir Hjaiti. Alveg að koma! Sefect ALLTAF FERSKT Örlítið hlaup í Skeiðará VÖXTUR er í Skeiðará og brenni- steinslykt fínnst af vatni þar en að sögn Áma Snorrasonar, forstöðu- manns vatnamælinga hjá Orkustofn- un er rennslið þó ekki meira en venju- legt telst í ánni að sumariagi. Árni segir að unnt sé að taia um hlaup í ánni þar sem um óvanalega vatnavexti sé að ræða. Hann segir að þetta sé í samræmi við það sem gert var ráð fyrir eftir umbrotin í haust en ljóst sé að ísstíflan sem stíflar Grímsvötn hafí þá laskast og haldi ekki vatni frá því stóra hlaup- ið rann. Þetta komi fram í smáspýj- um af þessu tagi en annað hlaup af svipaðri stærð og það sem nú stendur yfir rann fyrir um það bil mánuði. Árni segir að fyrir þar síðustu helgi hafí rennsli Skeiðarár mælst 35 rúmmetrar á sekúndu en eftir að vart varð við vöxt fyrir helgina hafi vatnamælingamenn mælt rennsiið og hafí það verið 160 rúm- metrar á sekúndu á sunnudagskvöld og óbreytt niðurstaða hafí fengist í gærmorgun. Það geti bent til þess að vöxturinn nú standi í nokkra daga. Eins og kunnugt er var rennsli í hlaupinu mikla í haust um 55.000 rúmmetrar á sekúndu og Árni segir að við „venjuleg" hlaup sé hámarks- rennsli um 3.000 rúmmetrar á sek- úndu. Hann segir að algengt sumar- rennsli sé um það bil 200 rúmmetr- ar og í stórleysingum og rigningum geti rennslið verið um það bil 800 rúmmetrar á sekúndu. Norræna húsið 62 sækja um forstjóra- stöðuna UMSÆKJENDUR um stöðu forstjóra Norræna hússins í Reykjavík eru 62, en umsókn- arfrestur rann út 17. febrúar. Umsækjendur voru flestir frá Svíþjóð, eða 21, 16 voru frá Finnlandi, 8 frá Noregi, 5 frá Islandi og jafnmargir frá Fær- eyjum og Danmörku og einn sótti um frá Áiandseyjum. Að sögn Torbens Rasmussen, núverandi forstjóra hússins, eru þetta færri umsækjendur en síðast,_ en þá sóttu 85 um stöð- una. Ástæðurnar sagði Torben hugsanlega vera þær að staðan var aðeins auglýst í einu dag- blaði í hveiju Iandi og einnig að fáir Danir hafí sótt um vegna þess að núverandi forstjóri er danskur. Hafi menn því ef til vill talið að næsti forstjóri yrði frá einhveiju hinna Norðurland- anna. Að öllu líkindum verður gengið frá ráðningu í stöðuna í lok apríl. Otaði hnífi að dyraverði MAÐUR var færður í fanga- geymslu eftir að hafa otað hnífi að dyravörðum veitingahúss við Þingholtsstræti aðfaranótt laugardags. Þá var maður sleginn á veit- ingastað við Höfðabakka. Hann fór sjálfur á slysadeild. Tveir einstaklingar voru fluttir á slysadeild síðla nætur, annar eftir slagsmál við pylsu- vagn í Austurstræti og hinn eftir að hafa fundist liggjandi blóðugur utandyra í Pósthús- stræti. Undir morgun á laugardag var kona síðan afvopnuð í Breiðholti og færð í fanga- geymslu. Hún hafði notað hníf til að vinna þar skemmdir á bifreið. Þá var maður fluttur á slysa- deild aðfaranótt sunnudags eft- ir að annar maður réðst á hann á Lækjartorgi og veitti áverka. Kortlagning jarðvegsrofs NIÐURSTÖÐUR fyrstu heild- arkortlagningar jarðvegsrofs á íslandi verða kynntar á sér- stakri ráðstefnu í dag. Á ráð- stefnunni verður kynnt rit með ítarlegum upplýsingum um jarðvegsrof í öllum héruðum landsins. Gögnin verður unnt að nota til að tryggja að öll búíjárrækt byggist á sjálfbærri nýtingu landsins. Rannsóknastofnun landbún- aðarins, landbúnaðarráðuneytið og Landgræðsla ríkisins standa fyrir ráðstefnunni sem verður á Hótel Loftleiðum, bíósal. Hefst hún klukkan 13 með ávarpi ráðherra, Guðmundar Bjarna- sonar. Ólafur Arnalds gerir grein fyrir rannsóknum á jarðvegsrofi og niðurstöðum kortlagningar þess, Sigmar Metúsalemsson segir frá gagnabanka um jarð- vegsrof og Einar Grétarsson og Ólafur Arnalds greina frá Gátt almennings að gagnabanka RALA og Landgræðslunnar. Sveinn Runólfsson ræðir um landgræðslu í ljósi nýrrar þekk- ingar, Halldór Þorgeirsson um stjórn landnýtingar og vemdun vistkerfa, Magnús Jóhannesson um náttúruvernd og skipulags- mál og Andrés Arnalds og Ket- ill Siguijónsson um vemdun landkosta og alþjóðlegt viðhorf. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.