Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 68
MORGVNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTl 1
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Útsendingnm Stöðvar 3 hætt í kjölfar
kaupa Islenska útvarpsfélagsins
Mikil fjárþörf
Stöðvar 3 réð
úrslitum um sölu
ÚTSENDINGUM hefur verið hætt
á Stöð 3 í kjölfar þess að samning-
ar tókust á laugardag um kaup
íslenska útvarpsfélagsins hf. á öll-
um hlutabréfum íslenskrar marg-
miðlunar hf. Á fyrsta fundi nýrrar
stjórnar Islenskrar margmiðlunar
í gær var ákveðið að stjórnarfor-
maður og framkvæmdastjóri hitti
starfsmenn Stöðvar 3 á fundi í dag
til að ræða framtíð þeirra.
Kaupréttur að hlut
Chase Manhattan
Samningurinn sem nú liggur
fyrir gerir ráð fyrir að hluthafar
íslenskrar margmiðlunar fái liðlega
9% hlut í útvarpsfélaginu í skiptum
fyrir sín bréf. Jafnframt er í samn-
ingnum kveðið á um kauprétt síðar
að 20% hiut Chase Manhattan
Bank í félaginu, en þessi hlutur er
nú í formi láns sem bankinn getur
breytt í hlutafé og selt.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins réðu nýjar rekstrar-
áætlanir Stöðvar 3 úrslitum hjá
sumum stærstu hluthafanna um
þá ákvörðun að ganga til samn-
inga við íslenska útvarpsfélagið.
Þessar áætlanir gerðu ráð fyrir
að fjárþörf félagsins væri meiri
en áður var talið eða allt að 800
milljónir í lánum og hlutafé á
næsta ári. Var gert ráð fyrir að á
seinni hluta næsta árs yrði fyrir-
tækið byijað að skila hagnaði.
Eftir endurskoðun þessara
áætlana og einhvern niðurskurð
lá engu að síður ljóst fyrir að þörf
væri fyrir 200-300 milljóna hlutafé
í fyrirtækið umfram það sem áður
hafði verið reiknað með.
„Sigur fyrir
íslenskt sjónvarp“
Jón Olafsson, stjórnarformaður
íslenska útvarpsfélagsins, segir
ljóst að samkeppnin hefði orðið
kostnaðarsöm fyrir báða aðila, en
misjafnlega mikið þó.
„Eg held að menn verði að líta
jákvæðum augum á samninginn.
Það er sigur fyrir íslenskt sjón-
varp þegar eigendur beggja
stöðva hafa áttað sig á því að það
er miklu meiri hagnaður fólginn
í því fyrir áskrifendur að snúa
bökum saman og takast á við
framtíðina. Það þýðir meiri inn-
lenda dagskrárgerð og betra sjón-
varp, þannig að við verðum betur
í stakk búnir til að keppa við það
sem koma^ skal í framtíðinni,"
segir Jón Ólafsson.
Áskrifendur leituðu til
Neytendasamtakanna
Talsmaður Samkeppnisstofnun-
ar segir ekki ólíklegt að stofnunin
leiti sér upplýsinga um sameiningu
Stöðvar 2 og Stöðvar 3 með það
fyrir augum að kanna hvort hún
standist samkeppnislög.
Þá leituðu nokkrir áskrifendur
Stöðvar 3 til Neytendasamtak-
anna í gær til að spyijast fyrir
um hvort þeir væru bundnir af
áskriftarsamningi sem gerir ráð
fyrir að þeir séu bundnir af áskrift
í heilt ár, ef breytingar verða á
þeirri dagskrá sem kynnt hefur
verið.
■ Sverðin slíðruð/10-12
■ Sviptingar/34
Stækkun Járnblendifélagsins
Fundur í Osló um
breytta eignaraðild
FULLTRÚAR íslenska ríkisins og
norska fyrirtækisins Elkem ætla
að hittast í Ósló nk. föstudag og
ræða breytta eignaraðild að ís-
lenska járnblendifélaginu hf. á
Grundartanga. Jón Sveinsson, for-
maður stjórnar, segist gera sér
vonir um að á fundinum skýrist
hvort samkomulag næst um eigna-
raðildina og þar með stækkun
verksmiðjunnar. Endanleg ákvörð-
un um stækkun yrði tekin í næstu
viku.
Aukin bjartsýni á stækkun
Fulltrúar Elkem og íslenska rík-
isins ræddu saman í síma í gær
og skiptust á hugmyndum um
breytta eignaraðild. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins eru
menn heldur bjartsýnni núna á að
samkomulag takist, en nokkurrar
svartsýni hefur gætt um það síð-
ustu daga.
í gær héldu stjórnendur Járn-
blendifélagsins fund með starfs-
fólki þar sem það var upplýst um
þær viðræður sem nú eru í gangi
og þá langtímastefnu ríkisstjórn-
arinnar að draga sig út úr rekstrin-
um, en forsætisráðherra kynnti
hana á ráðstefnu um einkavæð-
ingu í síðustu viku.
Tunnur
sendar að
Everest
ÞREMENNINGARNIR, sem ætla
að ganga á Everest í vor, eru að
ljúka undirbúningi fyrir ferðina.
I gær voru þeir að pakka niður
stærstum hluta af búnaðinum
sem þeir munu nota í fjall-
göngunni og fer hann af stað í
dag áleiðis til Katmandu í Nepal.
Búnaðurinn var settur í sjö síld-
artunnur, en þær voru taldar
heppilegar til að geyma skó, ísax-
ir, galla, reipi og annað sem þeir
þurfa að nota. Þyngd alls þessa
var yfir 400 kíló.
Þeir sem ganga á Everest eru
Hallgrímur Magnússon, Einar
Stefánsson og Björn Ólafsson, en
þeim til aðstoðar verður Hörður
Magnússon (lengst til hægri).
Morgunblaðið/Ásdís
Kjaraviðræður halda áfram þótt lítið hafi miðað á seinustu dögum
Atkvæðagreiðslur um fyrstu
aðgerðir sem hæfust 9. mars
VIÐRÆÐUR landssambanda ASÍ
og vinnuveitenda hafa skilað litlum
árangri á undanförnum dögum. Fyr-
ir hádegi í dag koma formenn lands-
sambanda saman til fundar þar sem
farið verður yfir stöðuna og ákvarð-
anir teknar um undirbúning verk-
fallsaðgerða. Viðræðum hefur þó
hvergi verið slitið enn sem komið
er og deiluaðilar voru sammála um
það í gær að sáttafundir hjá ríkis-
sáttasemjara færu fram í vinsam-
' legu andrúmslofti. Þeim yrði haldið
áfram næstu daga, þrátt fyrir undir-
búning verkalýðsfélaga að verkföll-
um.
Dagsbrún ætlar að standa fyrir
atkvæðagreiðslu meðal starfs-
manna Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík í dag eða á fimmtudag
um boðun verkfalls, sem hæfist á
S*m miðnætti 9. mars, að sögn Halldórs
Björnssonar, formanns félagsins.
Verkfalls- og kjörnefndir Dags-
brúnar og Framsóknar komu saman
í gær en í áætlunum félaganna um
aðgerðir er gert ráð fyrir að verk-
föll hefjist í einstökum starfsgrein-
um og fyrirækjum, breiðist svo út
og endi með allsheijarverkfalli 23.
mars ef samningaviðræður skila
ekki árangri.
Viðræður félaganna við viðsemj-
endur halda áfram í dag en þær
hafa gengið með hraða snigilsins,
að sögn Halldórs. Einnig er reiknað
með að Rafiðnaðarsambandið taki
ákvarðanir í dag um dagsetningu
atkvæðagreiðslna um verkföll.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSI, sagði að lítið
hafi miðað í viðræðum við Verka-
mannasambandið yfir helgina, sér-
staklega að því er varðaði tilfærslur
á bónusgreiðslum inn í kauptaxtana
en þar væri aðallega tekist á um
aðferðir. Hins vegar hefði miðað
sæmilega í viðræðum við Landssam-
band verslunarfólks og Iðju.
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ,
segir afskaplega lítið hafa gerst efn-
islega á samningafundum yfir helg-
ina og í gær. Segist hann telja mjög
líklegt að á formannafundinum í dag
verði teknar ákvarðanir um að setja
í gang vinnu við undirbúning að
boðun verkfalla.
Átök um bónus og taxta
tappinn sem allt veltur á
Litið hefur verið svo á að ef árang-
ur næst í viðræðum vinnuveitenda
og VMSÍ, vegna launa fiskvinnslu-
fólks, um að færa kaupaukagreiðslur
að hluta inn í dagvinnutaxta og um
hækkun lágmarkstaxta, verði losað-
ur sá tappi sem gæti dugað til að
koma kjaraviðræðum á vinnumark-
aðinum í fullan gang.
Tilboð vinnuveitenda sem tekist
var á um yfir helgina gerir ráð fyrir
blöndu krónutölu- og prósentuhækk-
ana. Að mati VMSÍ felur tilboð
vinnuveitenda í sér upphafshækkun
við undirritun samninga upp á 2.980
krónur og í framhaldi af því komi
til prósentuhækkana á samningstím-
anum.
Landssambönd ASÍ kreíjast hins
vegar almennrar 5.000 kr. hækkun-
ar í upphafi og viðbótar hækkunar
lágmarkstaxta. VMSÍ hefur lagt til
að 60 kr. af bónusgreiðslum verði
færðar inn í taxta en vinnuveitendur
hafa lagt til lækkun á svokallaðri
reiknitölu bónuss og ber mikið í
milli. Þá er tekist á um hvort yfir-
vinna og álag verði hækkað við
hækkun kauptaxta en VMSÍ hafnar
tillögu vinnuveitenda um að lækka
hlutfall yfirvinnu af dagvinnu úr
1,0385% í 1%.
Bjarni til
Real
Madrid
BJARNI Guðjónsson, knatt-
spyrnumaðurinn efnilegi frá
Akranesi, heldur til Spánar í
dag þar sem
hann mun
verða við
æfingar hjá
Real
Madrid í
fjóra daga.
„Þetta er
í einu orði
sagt frá-
bært. Svona
tækifæri
fær maður ekki nema einu
sinni á ævinni, ef maður er
heppinn,“ sagði Bjarni í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Ensku liðin Liverpool og
Neweastle hafa einnig sýnt
áhuga á að fá Skagamanninn
unga.
■ Bjarni/Bl