Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Stj órnarandstaðan í ísrael þjarmar að Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Býr sig undir stjórnarslit Jerúsalem. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, kvaðst í gær ekki ætla að verða við kröfu vinstrisinn- aðra stjórnarandstæðinga um að hann léti af embætti tímabundið meðan lögreglan rannsakaði ásak- anir um spillingu vegna skipunar æðsta lögfræðilegs embættismanns landsins í liðnum mánuði. Stjómar- andstaðan vonast til þess að stjórn- in falli vegna málsins. Netanyahu hefur ráðið lögfræð- inginn Yaakov Weinrot til að gæta hagsmuna sinna vegna rannsóknar- innar. Lögreglan yfírheyrði forsæt- isráðherrann í fjórar klukkustundir í vikunni sem leið og Weinrot stað- festi á sunnudag að hún hefði varað Netanyahu við því að hann kynni að verða sóttur til saka vegna máls- ins og það sem hann segði kynni að verða notað gegn honum fyrir rétti. Nissim Zvilli, framkvæmdastjóri Verkamannaflokksins, sagði að flokkurinn hefði „hafið undirbúning kosninga" vegna þess að rannsókn- in gæti orðið stjóminni að falli. Kveðst ekki fara frá Forsætisráðherrann var spurður um málið á blaðamannafundi með Hussein Jórdaníukonungi í gær. Netanyahu fór greinilega hjá sér þegar ísraelskur blaðamaður leitaði eftir viðbrögðum hans við kröfu nokkurra þingmanna Verkamanna- flokksins um að hann viki frá með- an málið væri rannsakað. Forsætis- ráðherrann bað konunginn afsök- unar og reyndi í fyrstu að koma hjá sér undan þvi að svara, en blaða- menn fylgdu spurningunni eftir. „Ég vil ekki ræða rannsóknina," sagði hann. „Ég vil aðeins ræða það sem ég hef heyrt frá stjómarand- stæðingunum. Ég hef heyrt að þeir séu þegar famir að undirbúa kosn- ingar. Ég vil gefa þeim eitt ráð: bíðið rólegir. Þið verðið í stjórnar- andstöðu í fjögur ár. Ég stefni að því að halda ykkur utan stjómar í fjögur ár eftir þann tíma... Ég ætla að halda áfram að stjórna ísra- el á minn hátt, að stuðla að friði, öryggi og hagsæld." Netanyahu neitaði að staðfesta að lögreglan hefði varað hann við því að hann kynni að verða sóttur til saka. Hrossakaup vegna Hebron? Málið snýst um Roni Bar-On, lögfræðing í Jerúsalem, sem var skipaður æðsti lögfræðilegi emb- ættismaður ísraels i janúar. ísra- elska ríkissjónvarpið sagði að leið- togi Shas-flokksins, Aryeh Deri, sem hefur verið sóttur til saka fyr- ir spillingu, hefði lagt fast að for- sætisráðherranum að skipa Bar-On í embættið til að semja um milda refsingu vegna spillingarmálsins. Hann hafi sett þetta sem skilyrði fyrir því að flokkurinn styddi samn- inginn við Palestínumenn um brott- flutning ísraelskra hermanna frá hluta Hebron-borgar í janúar. Lagasérfræðingar segja að hægt yrði að sækja forsætisráðherrann til saka ef í ljós kæmi að hann hefði látið undan slíkum þrýstingi. Bar-On varð að segja af sér að- eins hálfum sólarhringi eftir að hann tók við embættinu þar sem stjóm- málamenn og embættismenn í dóms- kerfinu héldu því fram að hann væri ekki hæfur til að gegna því. Auk Netanyahus, Deris og Bar- Ons hafa 20 menn verið yfirheyrðir vegna málsins, þeirra á meðal ráð- herrar, þingmenn og lögfræðingar. Shimon Peres, leiðtogi Verka- mannaflokksins, sem beið ósigur fyrir Likud-flokknum í kosningun- um í maí í fyrra, neitaði að svara því hvort hann hygðist gefa kost á sér sem forsætisráðherra ef kosn- ingunum yrði flýtt. Milosevic hafnað Belgrad. Reuter. SVARTFELLINGAR hafa hótað að koma í veg fyrir að Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, verði kjörinn forseti Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, eins og hann hefur stefnt að. Samkvæmt stjórnarskránni getur Milosevic ekki gefið kost á sér í forsetakosningun- um í Serbíu síðar á árinu þar sem hann hefur þá gegnt embættinu í tvö kjörtímabil. Hann hugðist því grípa til þess ráðs að fá þing Júgó- slavíu til að kjósa sig forseta sambandsríkisins og auka völd embættisins, sem er nú nánast valdalaust. Til að ná kjöri og auka völd embættisins þarf Mil- osevic hins vegar að tryggja sér stuðning Svartfellinga og forsætisráðherra þeirra, Mile Djukanovic, sagði á föstudag að það kæmi ekki til greina. Reutcr Jeltsín hyggst semja við Clinton um NATO Moskvu. Daily Telegraph. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti var í góðu fjöri er hann sinnti fyrsta opinbera embættisverki sínu í tæpa tvo mánuði á sunnudag. Lagði hann blómsveig að minnis- varða um óþekkta hermenn í Moskvu og við það tækifæri sagð- ist hann staðráðinn i að ná mála- miðlun við Bill Clinton, Bandaríkja- forseta, í deilunni um stækkun Atlantshafsbandalagsins (NATO) til austurs. Jeltsín sagðist hafa fallist á það á fundi sínum með Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, í Moskvu síðastliðinn föstudag, að leita málamiðlunar í deilunni um stækkun NATO á leið- togafundi þeirra Clintons, sem fram fer í Helsinki í Finnlandi 20.-21. mars. Er þetta túlkað á þann veg, að Rússar muni ekki lengur berjast alfarið gegn aðild fyrrverandi Var: sjárbandalagsríkja að NATO. í staðinn sagðist Jeltsín á sunnudag myndu freista þess að tefja aðild þeirra í lengstu lög. Jeltsín rabbaði við blaðamenn eftir athöfnina við gröf óþekkta hermannsins. Hann var örlítið stirður til gangs en fullur sjálfs- trausts. Sagðist hann hafa lést um 26 kíló í veikindum sínum undan- fama mánuði. „Nú hef ég náð fullum bata, þarf bara að safna meiri kröftum,“ sagði Jeltsín. „Ég er enn klár í kollinum,“ bætti hann við til að minna á að hann hefði öll völd og sýndi hann á sér kunnuglegar bar- áttuhliðar er hann var spurður um tilraunir þingsins, sem stjómar- andstaðan ræður, til þess að koma honum úr forsetastóli af heilsu- farsástæðum. Segir árásir andstæð- inganna gagnslausar „Þeir ættu að þekkja mig, ég er baráttumaður og verð það áfram.“ Brýndi Jeltsín síðan raust- ina og sagði: „Þeir skyldu ekki veitast of harkalega að mér því ég get slegið til baka. Ég held að tilraunir þeirra allar séu til einskis, gagnslausar.“ „Larry Flynt“ hlaut Gull- bjöminn KVIKMYNDIN „Málið gegn Larry Flynt“ (The People vs. Larry Flynt) var I gær sæmd Gullbirninum á kvikmyndahá- tíðinni í Berlín, sem bezta mynd hátíðarinnar. Hér sést leikstjórinn, Milos Forman (til vinstri), ásamt aðalleikonunni Courtney Love er myndin var kynnt við upphaf hátíðarinnar 15. febrúar sl. Fyrir aftan þau sést auglýs- ingaveggspjald myndarinnar, en mótmæli kristilegra trúar- hópa gegn því hafa leitt til þess að notkun þess hefur ver- ið hætt m.a. í Bandaríkjunum og Belgíu. Þess má geta að veggspjaldið hefur þegar verið notað til kynningar á myndinni hérlendis, en það sýnir aðal- leikarann Woody Harrelson í hlutverki bandaríska ldám- kóngsins Larrys Flynts í stell- ingum Krists á krossinum, með bikini-klæddar meyjarmjaðmir í bakgrunni. Ærin Dolly gæti breytt framtíð mannsins London. Reuter. MÖGULEIKINN á að einrækta fólk út frá einni blóð- eða vöðvafrumu virðist nær sanni því breskir vísinda- menn hafa skýrt frá því að þeim hafi tekist að einrækta kind. Hingað til hefur ræktun af þessu tagi verið bundin við örverur og smádýr en ekki fullvaxnar skepnur. Fréttinni hefur verið misjafnlega tekið í Bret- landi. Skýrt er frá hinni einræktuðu á í nýjasta hefti tímaritsins Nature. Hún var borin fyrir sjö mánuðum í Roslin-stofnuninni skammt frá Edin- borg í Skotlandi og fékk nafnið Dolly. Vísindamenn undir forystu Ians Wilmuts náðu þessum árangri. Vísindamenn sögðu að um væri að ræða merk þáttaskil sem gera ætti vísindunum kleift að framleiða flokka nákvæmlega eins dýra til hvers kyns nota fyrir mannkynið. Ekki eru þó allir á því að krafta- verk hafi verið unnið, heldur sé nú miklu fremur hætta á að óvandaðir aðilar framleiði hvers kyns skrímsli vegna hinnar nýju þekkingar. „Ég hefði fremur kosið að þetta hefði aldrei átt sér stað,“ sagði Rich- ard Nicholson, ritstjóri tímaritsins Siðferði læknisfræðinnar, í gær. „Vandinn er sá, að þegar hin nýja vísindatækni hefur verið birt, er hún aðgengileg hvaða vísindamanni sem er og hversu gætilega hann fer með þá þekkingu," sagði hann í samtali við RBC-útvarpið. „Við erum líklega tiltölulega lausir við Frankenstein- eðlið í þessu landi en það á örugg- lega ekki við um öll lönd,“ bætti hann við. Vísindamaðurinn Patrick Dixon, sem ritað hefur um erfðafræði, seg- ir í samtali við Times í gær, að ný- lega hafí hringt í hann kona sem vildi einrækta frumur úr látnum föð- ur sínum. „Hún vill endurlífga hann með þessum hætti, jafnvel ganga sjálf með hann,“ bætti hann við. „Eftir að hafa heyrt um árangur Wilmuts og félaga sendi ég henni í dag orðsendingu og sagði að draum- ur hennar gæti ræst fyrr en hún teldi,“ sagði Dixon. Dixon segir að fólk með alvarlega sjúkdóma gæti látið einrækta vara- hluti í sjálft sig, einræðisherrar gætu látið einrækta alveg eins ein- staklinga og endurreisa mætti látnar kvikmyndastjörnur með einræktun. Reutcr IAN Wilmut við flokk einrækt- aðra áa í Roslin-stofnuninni við Edinborg í gær. Aðrir vísindamenn létu í ljós efa- semdir um gagnsemi einræktunar og sögðu mörg afkvæma slíkra til- rauna í Roslin-stofnuninni hafa drepist vegna líffræðilegra galla. „Áhættan á afbrigðilegheitum er mikil," sagði Lewis Wolpert við University College í London í sam- tali við Guardian. Einræktun fullorð- inna einstaklinga endurgerir allar stökkbreytingar eða arfgengar breytingar á genum, smáar sem stórar, sem átt hafa sér stað á ævi viðkomandi af völdum daglegrar geislunar, eiturefna í umhverfinu eða smámistaka sem eiga sér stað þegar fruma skiptir sér. Ian Wilmut varði bæði vísindin og siðferði það sem fælist í einrækt- un fullorðinna dýra. Hann sagði nauðsynlegt að menn áttuðu sig á hugsanlegri misnotkun þekkingar- innar og lög yrðu sett til þess að útiloka slíka misnotkun. Við stofnun hans eru á lokastigi rannsóknir á kind sem framleiðir mjólk er inni- heldur mannlega kjarnsýru er hjálp- að getur við að lækna slímseigju- sjúkdóm (cystic fibrosis), arfgengan sjúkdóm sem lýsir sér einkum í al- varlegri truflun á starfsemi lungna og meltingarfæra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.