Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 55 BREF TIL BLAÐSIIMS Vaknið! Frá Vilhjálmi Baldurssyni: VAKNIÐ! Verkamenn og aðrir lág- launamenn. Reisið höfuðið andartak upp úr sandinum. Lítið yfir. Það sem áður var grónar grundir skreyttar einstaka blómi er nú eyðimörk. Jafn- vel síðasta hálmstráið er fokið burt. Þar sem áður var von, jafnrétti og bjartsýni er nú misskipting og spill- ing. Aðeins lifir minningin um það sem áður var, minningin um verka- lýðshreyfingu sem lifði í um 60 ár og stóð vörð um rétt hvers vinnandi manns til að sjá sér og sínum far- borða. Nú er enn komið að samningum um okkar kjör. Sumir fara af stað með meiri kröfur en aðrir. Fullrúar VR koma að borðinu með sínu vana- lega lítillæti, hógværar kröfur þeirra er litið á með þó nokkurri velþóknun af mönnunum hinum megin við borð- ið. Grétar Þorsteinsson og hans menn eru jafnvel enn hógværari. Vanalega þegar tveir aðilar semja um eitthvað bytja þeir á setja fram miklar kröfur og mætast svo í ein- hverjum punkti sem báðir eru ná- kvæmlega jafn óánægðir með. VR fer fram á u.þ.b. 5% hækkun kaup- taxta á ári. Eftir þetta venjubundna hark við VSÍ tilkynna þeir okkur að vegna hættu á þensluáhrifum hafi niðurstaðan orðið 2% hækkun á ári en á móti hafi þurft að fórna einum frídeginum og heildarhvíldartíminn yfir daginn verði framvegis 30 mín í stað 35 áður. í raun er samninga- viðræðum lokið, fulltrúar okkar eru aðeins að velta fyrir sér hvort hljómi betur að segja 6% hækkun á þremur árum eða 2% hækkun á ári í þrjú ár. Nú er komin fram alveg ný að- ferð við að ákveða laun, bankaað- ferðin svokallaða. Væri ekki hægt að taka þessa aðferð upp á almenn- um vinnumarkaði, launþegar ákveða laun formanns, (forseta) síns verka- lýðs- eða stéttarfélags og fá síðan vissa prósentu af launum þeirra. Þessi aðferð hefur virkað mjög vel hjá bönkunum sem sést best á upp- gjöri þeirra fyrir síðasta ár en þeir j skiluðu verulegum hagnaði. Þið megið samt ekki detta í þá ' gildru að halda að það sé einhver I _____________________________________ von. Þeir tímar eru liðnir þar sem hinn almenni launþegi hafði einhver áhrif á kjör sín. Nú er þetta ákveðið fyrir okkur af vinnuveitendum. Mjög fyrirtækjavæn ríkisstjóm hefur ríkt hér í nokkur ár og ásamt mjög slappri stjórnarandstöðu og steindauðri verkalýðsfoiystu hefur verið skapað hér draumaland atvinnurekanda. Þetta er svolítið skrítið land. í þessu landi er það talið eðlilegt að laun verkamanna hækki um 1.000 kr. á tveimur ámm á meðan laun banka- stjóra sem vinna hjá ríkinu hækka um nokkur hundruð þúsund. í þessu skrítna landi er það ekki talið skrítið á menn í bankaráðum ákveði kaupið hjá sjálfum sér. í landi þessu er ekk- ert undarlegt við það þótt fyrrver- andi ráðuneytisstjóri fái 5,5 milljónir á ári fyrir það eitt að vera til. Það er einnig ekkert furðulegt við það þó að þijú olíufélög hækki bensínlítr- ann um sömu upphæð á sömu klukkustund og segjast síðan ekki hafa samráð um verð á bensíni. Það er engin von um að geta breytt þessu. Kolkrabbinn og smokkfiskurinn munu leiða okkur inn eilífðina. En þótt við getum ekki breytt þessu getum við þó allt- af spurt spurninga. Við getum til dæmis hringt í Magnús L. Sveinsson og spurt: „Af hveiju ert þú ekki búinn að semja um, mér til handa, meiri kjarabætur síðustu 5 árin?“ eða hringt í Pálma Jónsson bankar- áðsmann og spurt. „Af hveiju ertu búinn að veita bankastjórum þínum allt að 50% hækkun launa á 2 árum?“ Hringt í ráðherra og spurt: „í hvað ertu að nota skattpeningana mína?“ Jafnvel hringt og óskað bankastjórunum til hamingju með síðustu launahækkunina. Þó svo að við séum dauðadæmd til eilífrar vistar í þessu landi við kjör sem ekki þekkjast í nágrannalöndunum og getum engu breytt um það get- um við að minnsta kosti látið vita af okkur, að eitthvert Iíf og ein- hvern anda sé enn að finna í sauðs- vörtum almúganum. VILHJÁLMUR BALDURSSON, Staðarsel 4 n.h., Reykjavík. Aðild að ITC getur breytt lífi þínu j Frá Huldu Guðmundsdóttur: | HANN langaði að mæla til afmælis- • barnsins. Þegar kom að því að menn fóru að kveða sér hljóðs, varð hann máttlaus, hann gat ekki með nokkru móti stað- ið upp. Veislunni lauk án þess hann kæmi því frá sér, sem hann hafði æft fyrir framan spegilinn heima! Hún vissi ekk- ert um fundar- sköp eða félags- mál yfir höfuð. Nú langaði hana til að skilja þetta allt. Á fundinum stóðu margir upp en enginn orðaði það, sem hún hafði ætlað að spyija um. Hjartslátturinn var svo mikill að henni fannst hún vera að kafna og hún gat ekki hreyft ( sig, Kannast þú við svona líðan? Hverju getur aðild að ITC ( breytt? ITC stendur fyrir International training in communication, sem þýð- ir þjálfun í samskiptum. ITC gefur þér tækifæri til að: Þjálfa hæfileika til forystu, auka hæfni sem áheyr- andi og flytjandi, þjálfa skipulags- hæfileika, öðlast þroska með því að byggja upp sjálfstraust, ná meiri I viðurkenningu í starfi og samfélagi sem einstaklingur, vera þátttakandi í alþjóðlegum félagsskap sem starfar ! á fræðilegum grundvelli án sjónarm- iða. Hver sem tekur þátt í starfi ITC gerir það með ósk um sjálfsþroska í samfélagi við aðra, sem finna hvöt hjá sér til að halda áfram að læra með ástundun og æfingum. Á þenn- an hátt helga félagar sig markmiði ITC til þess að bæta samskipti og skilning. Samvirkir þættir, hæfni til samskipta og gildi þess að tala, er undirstrikað með námi, þjálfun og æfingum. Þegar félagi nýtir sér hveija reynslu til þroska kemur brátt að því að þjálfunin nýtist í kringum- stæðum sem oft koma fyrir í dag- legu lífi. Sjálfið stækkar og áhrif hans verða meiri og víðtækari. Það er knýjandi löngun til sjálfs- þroska sem fær fólk í fyrstu til þess að gerast ITC-félagi. ITC-samtökin opna upp á gátt dyr þær er leiða til sjálfsbótar og sem aldrei lokast. Fjórtán deildir eru starfandi á land- inu, og er hámarksfjöldi í hverri deild, til þess að hver og einn fái þau tæki- færi sem þjálfunin býður upp á. Fundardagar eru ákveðnir í upphafí vetrar og eru að jafnaði auglýstir í dagbók dagblaðanna. tjálfunin sem við fáum gerir okkur hæfari til að axla ábyrgð í daglegu lífi. Fundirnir eru öllum opnir og þú getur komið sem gestur án allra skuldbindinga. Vertu innilega velkominn í góðan félagsskap og þér mun líða betur. „Heimur batnandi fer vegna þeirra sem vilja það og stíga skref til að svo megi verða.“ E. White. HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR, í kynningar- og útbreiðslunefnd I. ráðs ITC, Lindarbyggð 11, 270 Mosfellsbæ. Hulda Guðmundsdóttir Blomberg Excellent fyrir þá sem vilja aðeins það besta! OFNAR: 15 gerðir í hvítu, svörtu, stáli eða spegilálferð, fjölkerfa eða Al-kerfa með Pynolyse eða Katalyse hreinsikerfum. HELLUBORB *1B geröir, með háhitahellum eða hinum byltingarkenndu, nýju Spansuðuhellum, sem nota segulorku til eldunar. Ný írábær hönnun á ótrúlega góðu veröi. Blomberq Hefur réttu lausnina fyrir þig! Einar Farestvert & Go. hf. Tbppurinn í eldunartækjum Blomberg Fermirigar' I -------------------------i Sunnudaginn 9. mars gefur Morgunblaðið út hinn árlega blaðauka Fermingar, en um 4 þúsund ungmenni verða fermd nú í lok marsmánaðar og í aprílmánuði. Er þetta í áttunda sinn sem slíkur blaðauki er gefínn út með upplýsingum á einum stað um allt það sem viðkemur undirbúningi fermingardagsins. í blaðaukanum verður m.a. rætt við fermingarböm og foreldra um undirbúninginn og fermingardaginn. Fjallað verður um fatnaö, hárgreiðslu, veisluna ásamt uppskriftum af mat og kökum, skreytingar á fermingarborðið, fermingargjafir og gefnir minnispunktar varðandi fermingarundirbúninginn. Auk þess verður fjallað um fermingar íslenskra bama eriendis, tekin verða tali fermingarböm fyrr og nú, skoðaðar gamlar fermingarmyndir ásamt fleiru. Allar nánarí upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar í síma 569 1171 eða með símbréfi 569 1110. Kær kveðja, Skiiafrestur: Dagsetning: Vikudagur: Klukkan: Auglýsingapantanir 3. mars mánudagur 12.00 Óunnið auglýsingaefni til vinnslu hjá Mbl. 4. mars þriðjudagur 12.00 Tilbúnar auglýsingafilmur 5. mars miðvikudagur 16.00 Birting í blaöauka án vsk. 24,5% sv/hv 2-3 litir 4 litir Krónur á dálksm 746,- 1.019,- 1.163,- —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.