Morgunblaðið - 25.02.1997, Side 43

Morgunblaðið - 25.02.1997, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 43 INA JENSEN +ína Jensen var fædd í Seljanesi í Árneshreppi 2. október 1911. Hún lést á Landspítal- anum 17. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurlína Jónsdótt- ir og Sigvaldi Jóns- son. Kjörforeldrar hennar voru Carl Friðrik Jensen, kaupmaður á Kú- víkum, og kona hans Sigríður Pét- ursdóttir Jensen. Eftirlifandi systir ínu er Ólína Sigvaldadóttir. Ina giftist Sigurði Péturssyni útgerðarmanni frá Bolungar- vík 5. júní árið 1933, hann lést 8. júní 1972. Saman eignuðust ína og Sig- urður níu börn sem eru: Sigríð- ur Halla, d. 1990, maki Frið- björn Gunnlaugsson, þau eiga fjögur börn. Friðrikka, maki Bjarni Hilmir Sigurðsson, þau eiga þijú börn. Rut, maki Ág- úst Karlsson, þau eiga sjö börn. Pétur, maki Sigríður Jónsdótt- ir, d. 1993, þau eiga þrjá syni. Krisljana, maki Tómas Þór- hallsson, þau eiga þijár dætur. Hjördís, maki Sig- urbjörn Árnason, þau eiga þrjú börn. Karl Jensen, maki Nanna Hansdóttir, eiga þau fj'ögur börn. Matthildur, maki Einar Gunn- arsson, þau eiga eina dóttur. Yngst er Guðbjörg, hún á tvö börn með Ey- vindi Jóhannssyni. Fyrir átti Sigurður eina dóttur, Erlu, d. 1995, maki Guð- jón Júníusson, þeirra börn eru sex talsins. ína og Sigurður hófu búskap að Kúvíkum í Árneshreppi en fluttu siðar til Djúpuvíkur þar sem þau sáu meðal annars um rekstur símstöðvarinnar og voru einnig með útgerð þaðan. Árið 1956 fluttu þau til Reykja- víkur og ráku útgerð meðan Sigurður lifði. Síðustu árin hef- ur ína búið á Hrafnistu í Reykjavík. Sameiginlegir af- komendur þeirra hjóna eru að nálgast hundraðið. Utför ínu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Góð og yndisleg kona er fallin frá, langri og farsælli ævi er lokið. Þegar ég minnist elskulegrar tengdamóður minnar eru mér efst- ir í huga mannkostir hennar, æðru- leysi og lífsgleði. Hún var fordóma- laus, tók með opnum ogjákvæðum huga því sem að höndum bar og vildi öllum gott gera. Þess nutum við tengdasynirnir ekki síst. Allt lagði hún út fyrir okkur á hinn besta veg og alveg þýðingarlaust fyrir dæturnar að kvarta. Sannarlega mátti hún muna tímana tvenna. Hún ólst upp á mannmörgu heimili, kjördóttir kaupmannshjónanna á Kúvíkum, sem þá var helsti verslunarstaður norður á Ströndum, áður en Djúpa- vík tók við, naut góðrar menntunar eftir því sem þá tíðkaðist í Kvenna- skólanum í Reykjavík. Ung giftist hún Sigurði Péturssyni frá Bolung- arvík og hófu þau búskap sinn á Djúpavík, sem þá var í miklum uppgangi vegna síldarverksmiðj- unnar sem þar var að rísa. Brátt mátti segja að heimili þeirra yrði miðstöð mannlífsins á staðnum. Þar var símstöðin, húsbóndinn hrókur alls fagnaðar, símstöðvarstjóri, póstmeistari, útgerðarmaður og frammámaður í sveitarstjórn. Ekki lét hún sitt eftir liggja. Brátt ijölgaði börnunum, sem alls urðu níu, sjö dætur og tveir synir. Eina dóttur hafði Sigurður átt fyrir hjónaband og þó hún dveldist í fjarlægð var hún alltaf tekin sem ein af dætrunum og ekki gerður munur þar á. ína naut þess að minnast þess- ara ára. Þrátt fyrir eril og daglegt amstur var alltaf tími til að gera sér dagamun. Þó að eftir væri kannske að ganga frá uppvaskinu var ekki um það fengist þegar gesti bar að garði. Þá var gjarnan sest við stofuborðið og spilað brids með miklum tilþrifum en bridsspila- mennska var alla tíð hennar mikla skemmtun, enda mjög snjöll í spil- um. Þegar dofna fór yfir atvinnulíf- inu á Djúpavík og síldin hvarf, fluttu þau hjónin suður til Reykja- víkur með allan barnahópinn. Þar gerðist Sigurður umsvifamikill út- gerðarmaður. Má og nærri geta að þar var hlutur húsmóðurinnar heldur ekki smár. Er Sigurður féll frá langt fyrir aldur fram sýndi hún best hvílíkum mannkostum hún var gædd. Hún dró saman seglin með reisn. Hús- móðirin sem stýrt hafði fjölmennu heimili og stóru allan sinn búskap og unað sífelldum erli flutti nú í ofurlitla íbúð sem hún undi við í fáein ár. En þar kom að henni fannst hún hefði þar um of umleik- is og fékk þá inni á dvalarheimilinu Hrafnistu, komin í eitt herbergi og undi hag sínum vel. En það var langt frá því að hún væri sest í helgan stein. Á Hrafn- istu naut hún sín vel, svo félags- lynd og alúðleg sem hún var, enda laðaði hún alla að sér og starfsfólk- ið sinnti henni af einstakri nær- gætni. Hún spilaði brids tvisvar til þrisvar í viku og um helgar dvaldi hún til skiptis hjá dætrum sínum, en þær báru hana á höndum sér. Hún naut tiltölulega góðrar heilsu þar til á síðasta ári að sjá mátti að heldur færi að halla undan fæti. Mér er kært að minnast áttatíu og fimm ára afmælisins hennar sem hún hélt á heimili Kristjönu dóttur sinnar, 2. október síðastlið- inn. Þar voru samankomin öll börn- in hennar sem á lífi voru, tengda- og barnabörn sem því gátu við komið, og hún svo hnarreist og stolt með allan hópinn sinn. Hún var mikil fjölskyldukona. Afkom- endur hennar nálgast nú hundrað- ið, efnisfólk sem hún gladdist yfir og fylgdist með af áhuga. Nú er ættmóðirin horfín af sjón- arsviðinu, hún sem var jafnan mið- depillinn hvenær sem fjölskyldan kom saman til að fagna og gleðj- ast, í skírnum, fermingum, gifting- um, stórafmælum eða jólaboðum. En hún er ekki gleymd þó hún sé ekki lengur á meðal okkar. Minn- ingin um góða og göfuga konu lifir í hjörtum allra þeirra er henni tengdust. Nú að síðustu er henni búin hvíld við hlið ástkærs eigin- manns sem hennar hefur beðið svo lengi. Ljúft er hér að þakka hjúkrunar- og starfsfólkinu á Hrafnistu sem annaðist hana svo vel og langt umfram það er skyldan bauð svo og öllum öðrum er hlut eiga að máli. Hjartans kveðju og innilega þökk vil ég að lokum færa hinni látnu frá allri fjölskyldunni, mér og Hjör- dísi sem hún tók af alúð og hjarta- hlýju sem væri hún hennar eigin dóttir. Hvíl þú í friði. Þín minning er lifandi og björt. Friðbjörn Gunnlaugsson. Elsku amma. Nú ert þú farin frá okkur en minningarnar um þig munum við ætíð varðveita í hjörtum okkar. Við áttum margar góðar stundir saman sem við munum ætíð varð- veita. Svo lengi sem við munum eftir okkur komst þú á jólunum til okk- ar með möndlugjöfina sem var ætíð afhent af miklum virðuleik. Þær stundir sem við áttum í Mark- landinu voru mjög góðar og lífleg- ar. Það var alltaf nóg að gera handa öllum og það voru ýmis uppátæki sem við brölluðum þar. Góðar stundir áttir þú með okk- ur í Mosfellsbænum, þegar þú sast hjá okkur og hjálpaðir okkur með dönskuna eða þegar sest var niður og spilað eða teflt sem við höfðum öll mjög gaman af. Elsku amma, við söknum þín sárt en við munum alltaf minnast þín, hvað þú varst alltaf ánægð og vildir okkur vel og sást alltaf það besta í okkur. Hvíl þú í friði. Friður Guðs þér fylgi, þökk fyrir allt og allt. Sigurður Kristinn, Sigvaldi og Sóley. Það er erfitt að lýsa þeirri sorg og því tilfinningalega uppnámi sem greip mig þegar móðir mín bar mér þær fréttir að móðir hennar, hún amma mín, væri farin frá okkur. Það er aldrei auðvelt að kveðja fólk sem maður elskar og margir reyna að hugga sig við þá tilhugsun að þeirra bíði líf eftir dauðann. Ég hef oft velt þeirri stóru spumingu fyrir mér, þó að ég hafi ekki enn komist að neinni öruggri niðurstöðu hvað það varð- ar. En eitt veit ég fyrir víst og það er að hún amma mín mun lifa um langan tíma enn í gegnum okkur öll, rúmlega hundrað börn, barna- börn og langömmubörn. Það eru ekki margir sem skilja eftir sig jafn stóra og sterka fjöl- skyldu og hún amma. Þessi fjöl- skylda er gædd öllum helstu kost- um hennar, dugleg, gestrisin, góð, með eindæmum fjölskyldurækin og viljug til hjálpar. í dag mun fjölskyldan mín koma saman og fylgja ömmu til hvíldar hjá honum afa. Elsku mamma, pabbi og ætt- ingjar mínir allir, ég samhryggist ykkur innilega og þykir ákaflega leitt að vera ekki með ykkur öllum á þessari stundu. Ég veit að þið vitið að hugur minn og hjarta er hjá ykkur í dag og ávallt. Megi Guð hjálpa okkur öllum að viðhalda þeim sterku fjölskyldu- böndum sem hún amma byggði. Þannig mun hún ávallt lifa. Halla Tómasdóttir. „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjar- veru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni.“ (Spá- maðurinn Kahlil Gibran). Hún elskulega amma mín er farin, en þar sem sambandið milli okkar var mjög náið og byggðist upp á trausti, á ég svo yndislegar minningar um hana. Frá því ég var lítil var amma alltaf ein af mínum bestu vinkonum, hún var alltaf tilbúin að hlusta á allar mín- ar vangaveltur, bæði um heim- spekilega hluti jafnt sem hvers- dagslega smámuni. Eg var svo lánsöm að amma bjó í grennd við mig þegar ég var lítil og sannarlega naut ég góðs af því. Það var hún sem kom og útbjó með mér nesti og saman fórum við í næsta hverfísgarð og eyddum þar deginum við leik og ekki síður menningarlegar samræður. Amma nennti að fara með mér í mínar sívinsælu strætisvagnaferðir. Þannig skoðuðum við saman borg- ina og hún fræddi mig um þekktar byggingar, götur og þá merku sögu sem stóð á bak við hvert hús. Þama fékk ég gegnum leik mína fyrstu sögukennslu sem ég enn í dag hef óþijótandi áhuga á. Oft höfum við amma hlegið að þessum ferðum okkar nú seinni ár. Ömmu var það sérstaklega minnisstætt þegar hún eitt sinn bauð mér á kaffihús og ég í þakk- lætisskyni tíndi í blómvönd á Aust- urvelli og gaf henni. Einnig þegar hún var að koma til okkar í Espi- gerðið og ég gaf í spil á meðan hún var á leið upp í lyftunni, til að nýta tímann sem best. Aldrei minnist ég þess að hafa heyrt hana tala um að hún hefði ekki tíma fyrir mig. Það var okkur ömmu báðum erfitt að kveðjast þegar ég á síðast- liðnu ári flutti með foreldrum mín- um til Noregs. Við ræddum saman um þessi mál nú í haust, þar sem amma útskýrði fyrir mér að ég mætti ekki búast við því að hún yrði eilíf. Hún útskýrði einnig fyrir mér að hún vildi síst af öllu verða okkur, fjölskyldunni sinni, til byrði og að hún gæti ekki til þess hugs- að að fleiri af hennar nánustu færu á undan henni. Þetta samtal varð mér mikill léttir og hjálpar mér í dag að sætta mig við aðskiln- aðinn. Fyrir mér var amma mjög merkilegur persónuleiki, hún var afar réttlát og vildi að allir væru jafnir fyrir Guði og mönnum. Hún hafði ótrúlega góða yfirsýn yfir alla stórfjölskylduna og fylgdist með öllu fram á síðasta dag. Henni varð að ósk sinni, hún hélt reisn fram á síðustu stundu. Við amma áttum yndislega stund saman daginn áður en hún veiktist, við spjölluðum og hlógum rétt eins og vanalega og vorum báðar jafn glaðar að hitta hvor aðra. Ömmu mína kveð ég með virð- ingu og veit það að hennar um- hyggja verður mér veganesti um ókomna tíð. Vaknar af leiknum liðlangan dag, þegar fífíllinn sofnar um sólarlag. (Þorsteinn Valdimarsson) Eva Einarsdóttir. Mig langar í fáum orðum að minnast, kærrar og elskulegar ömmu minnar, ínu Jensen. Það er stutt síðan amma var að tala við mig um hversu erfitt henni þætti að upplifa ótímabær dauðsföll þeirra sem stóðu henni nálægt og vísaði þá til fráfalls tengdamóður minnar og móður. Sjálf sagðist hún vera tilbúin að fara og nú hvílir hún einnig í náðarfaðmi Guðs. Amma var sátt við hlutskipti sitt í lífinu og hún þakkaði Guði fyrir þá afkomendur sem henni voru gefnir en þeir voru það dýr- mætasta í lífi hennar. Við kveðjum ættmóður þessarar stóru samhentu fjölskyldu með söknuði en hún hefur skilað góðu hlutverki sem eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalang- amma. Þegar ég lít yfir farinn veg með ömmu kemur í huga mér mynd af góðum vini sem alltaf var hlýlegt að koma til og auðvelt að ræða við. Þessa ímynd bera sjálfsagt fleiri í huga sínum þegar ömmu er minnst, þar sem hún þótti ein- staklega gestrisin og heimili henn- ar og afa var ætíð opið öllum og þá sérstaklega þeim sem þurftu á að halda. Umhyggja gagnvart ætt- ingjum og öðrum sem hún um- gekkst var henni mjög eðlislæg. Sá kærleikur og hjartahlýja sem hún gat svo auðveldlega gefið af sér var okkur dýrmæt sem nutum og mun ylja um ókomin ár. Hún var mjög vel gefin, ákveð- in, fordómalaus, lífsreynd og fylgd- ist mjög vel með því sem var að gerast í kringum hana. Það var því mjög gaman að spjalla við hana og við sátum oft langtímum saman og töluðum um ýmis viðfangsefni. Oftar en ekki var umræðuefnið fjölskylda hennar og glampi færð- ist yfir andlit hennar þegar hún sagði stolt frá sínum nánustu. Rétt fyrir andlát hennar var hún að segja mér að senn kæmi að því að hundraðasti afkomandi hennar og afa skyldi fæðast. Jafnvel þó að afkomendurnir væru orðnir þetta margir þekkti hún lífssögu hvers og eins og lagði mikla áherslu á að styrkja fjölskyldu- böndin. Orð verða fátækleg ef reyna á að lýsa sterkum persónu- leika ömmu Inu, hann mótaði okk- ur sem umgengust hana og þau áhrif koma til með að lifa áfram í fjölskyldu hennar. Með þakklæti met ég þá leiðsögn sem amma veitti mér og þær stundir sem við áttum saman. Það er með söknuði sem ég kveð ömmu og margar yndislegar minningar koma í hugann sem ég geymi í hjarta mínu. Sérstaklega minnist ég þeirra stunda sem við ræddum < trúmál og þá áherslu sem hún lagði á það að ég héldi áfram að temja mér kristilegt líferni eins og mér hefur verið kennt frá því í æsku. Þau orð sem hinn upprisni Jesús Kristur sagði vil ég gera að mínum kveðjuorðum við minningu elsku- legrar ömmu minnar: „Hver sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ Sigurður Pétursson. í dag kveðjum við okkar ást- kæru ömmu ínu, gáfaða, hlýja og skemmtilega konu. Hún var hrein- skiptin og allir voru jafnir í hennar augum. Hún tók sjálfa sig þó aldr- ei of hátíðlega og hló manna mest ef henni urðu á einhver mistök. Amma var mjög félagslynd, tók virkan þátt í félagslífi aldraðra og átti þar spilamennskan hug hennar og hjarta. Hún tók þátt í bridsmót- um, á meðan að heilsa hennar leyfði, og var árangurinn oftar en ekki stórglæsilegur. Þegar við vorum yngri fundum við aldrei fyrir kynslóðabili í návist hennar, hún kom alltaf fram við ^ okkur eins og fullorðin værum og gaf sér tíma til að spjalla við okk- ur þegar við hittumst. Langömmu- börnin hennar stór og smá hafa einnig verið svo heppin að kynnast þessu. Og þó hún ætti stóran hóp afkomenda fylgdist hún einstak- lega vel með öllu sem við höfðum fyrir stafni, og spurði gjarnan frétta af atvinnumálum, veiðferð- um, eða bara hveiju því sem við tókum okkur fyrir hendur. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum okkar elskulegu ömmu, þökkum henni samfylgdina og biðjum góðan Guð að geyma hana. Sigurður, Guðlaugur, *' Ævar, ína, Magnús, Berg- lind og fjölskyldur. Elsku langamma. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér, bæði inni á Hrafnistu og heima hjá ömmu og afa í Kúrlandi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Takk fyrir allt. Hvíl í friði. Alexander, Bergur og Díana. ína amma er dáin. Það er ekki hægt að lýsa sorg okkar þegar við fengum símtalið hinn 17. febrúar, vegna fráfalls ömmu. Því miður komumst við ekki til íslands til að vera viðstödd jarðarförina og verða þessar línur okkar hinsta kveðja til hennar. Elsku amma, langamma og langalangamma, við þökkum þér fyrir allar góðar stundir og bjartar minningar sem þú skilur eftir í hjarta okkar. Þær minningar varð- veitum við vel og sjáum til þess að þær falli ekki í gleymsku. Guð varðveiti þig. Birna, Júlíus, Sigríður, Helga Rut, Sigmundur Ágúst, Gunn- ar, Martin og Josefine, Gauta- borg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.