Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Heilsuleikskólinn Skólatröð Taka brauð fram yfir kökur Morgunblaðið/Kristinn í HREYFITÍMA hjá Elínu Maríu Ingólfsdóttur leikskólakennara. Sigurður Arni Orrason einbeitir sér að því að ganga upp brettið en Andrea Dögg Gylfadóttir klifrar í rimlunum. BÖRNIN vilja frekar brauð en kökur,“ sagði matseljan í heilsu- leikskólanum Skólatröð í Kópa- vogi, þegar blaðamaður Morg- unblaðsins leit þar inn. „í þau örfáu skipti sem súkkulaðikaka er á boðstólum fá þau sér alltaf brauð fyrst og hafa þá oft ekki lyst á kökunni þegar þar að kemur.“ Skólatröð er fyrsti heilsuleik- skólinn hérlendis og var opnað- ur formlega sem slíkur haustið 1996. Fékk skólinn þá 200 þús- und króna styrk til eins árs, frá Heilsueflingu, sem er verkefni í heilbrigðisráðuneytinu. Að sögn Unnar Stefánsdóttur leik- skólastjóra fær leikskólinn áframhaldandi styrk til að vinna að tilrauninni á þessu ári. Leikskólakennararnir hafa meðal annars fengið til liðs við sig sérstakan næringarráðgjafa, sem ráðleggur um mataræði. Einkum er lagt upp úr því að hafa sem minnst af fitu, salti og sykri í fæðunni. Á afmælum eru aldrei hafðar kökur en í staðinn er poppað og leikið sér. Svo virðist sem börnin venjist hollu mataræðinu og vilji frekar fá gamla góða heilhveitibrauðið en eitthvert sætmeti. Fyllt út í heilsubók Kennararnir hafa einnig í samráði við Jónínu Tryggva- dóttur, uppeldisfræðing við Fósturskóla íslands, búið til sérstaka heilsubók fyrir hvert barn, sem verður eign þess þegar það hættir i leikskólanum. Þar eru skráðar ýmiss konar breytingar og framfarir með u.þ.b. þriggja mánaða millibili. Þar kemur til dæmis fram hæð og þyngd barnsins, hreyfigeta, næring, svefn, listsköpun þess og félagsleg færni, þar sem sam- skipti þess og leikir við önnur börn eru skráð. „Með þessu móti sjáum við vel þróunina og getum gripið inn í þegar á þarf að halda,“ sagði Arndís Gests- dóttir aðstoðarleikskólastjóri. Hún tók sem dæmi barn, sem þyngst hafði um eitt kfló en stækkað um 4Vi sm á þriggja mánaða tímabili og hvíldarpúls þess hafði lækkað úr 130 í 115. „Þetta sýnir hversu mikið barnið hefur styrkst á þessu tímabili,“ sagði hún. Eitt af viðfangsefnum fóstr- anna er að gera mælingar á púlsi barnanna. Svo virðist sem öllum börnunum hafi farið fram. Amdís tók einnig fram, að gerðar hefðu verið mælingar á púlsi barnanna í samverustund- um og í svefni, en enginn mark- tækur munur hefði komið í ljós. Áhersla á hreyfingu í Skólatröð er mikið lagt upp úr því að bömin hreyfi sig sem mest og fer markviss hrejrfi- þjálfun fram í sérstökum sal. Þar klifra börnin í rimlum, hoppa yfir hindranir og ýmis- legt í þá áttina, sem minnir mikið á leikfimi grunnskóla- barna. Kennaramir segjast sjá mikinn mun á börnunum eftir að þau byijuðu í hreyfistund- unum og segja að þau hafi flest tekið miklum framföram á skömmum tíma. Sömuleiðis hefur komið í ljós að börnunum líður betur þegar þau eru búin að vera á einhverri hreyfingu. Þá má geta þess að útisvæðið er sömuleiðis nýtt með mark- vissa hreyfingu í huga. Að sögn Unnar Stefánsdóttur er mikill áhugi fyrir þessu verk- efni því margir leikskólar hafa heimsótt heilsuskólann við Skólatröð og skoðað aðstæður við mikla hrifningu. „Ef niður- stöðurnar verða jákvæðar, sem allt bendir til, er liklegt að fleiri heilsuleikskólar verði opnaðir," sagði hún. Ætlunin er að koma á heilsu- skólum á öllum skólastigum. Nú þegar hefur sú ákvörðun verið tekin að opna heilsuskóla i grunn í Iðnskólanum í Reykjavík. Greinin er unnin af Ragnhildi Ágústsdóttur nemanda í 10. bekk Víðistaðaskóla, sem varí starfskynningu á Morgunblaðinu. Nýjar bækur • KOMIN er út bókin Þjóð í hættu - hvert stefnir í skólamálum? eftir Helgu Siguijónsdóttur kennara. Bókin er safn greina hennar og fýrirlestra um skólamál undanfarin fjögur ár. Efni bókar- innar er skipt í þijá hluta, Nýskóla- stefnan, Skóli - til hvers? og Frelsi og ábyrgð. Segir meðal annars frá upphafi nýju stefnunnar hér á landi, hvern- ig hún breytti íslenska barna- og unglinga- skólanum smám saman í uppeld- isskóla og spurt er hvort of mikið frelsi hér á landi sé ekki orðið skaðlegt ung- mennum og þjóðfélaginu öllu. Rauður þráður bókarinnar er þó hvernig bæta megi hag barna sem eru lengi að læra, svokallaðra „seinþroska" barna. Höfundur hafnar raunar því hugtaki og telur öll andlega heilbrigð börn hafi nægar námsgáfur til að ná góðum tökum á hefðbundnu skólanámi. Bendir Helga Siguijónsdóttir á margar leiðir til úrbóta fyrir alla nemendur, einkum þó fyrir „dyslexísk" böm. Hún hefur haft forgöngu uum að þróa árangurs- ríkar kennsluaðferðir fyrir þau í Menntaskólanum í Kópavogi, þar sem hún starfar. Útgefandi bókarinnar er Helga Sigurjónsdóttir, Hrauntungu 97, Kópavogi. Menntaskólinn í Kópavogi stefnir á fiskiðnaðarbraut Nám í fiskiðn vantar á Islandi HUGMYNDIR eru uppi í Mennta- skólanum í Kópavogi (MK) að koma á fót námi í fiskiðn sambæri- legu við kjötiðn innan Hótel- og matvælaskólans. Vonir standa til að slík braut geti tekið til starfa um næstu áramót þar sem áhersla í náminu yrði lögð á úrvinnslu hrá- efnisins. Hugmyndin er að eftir að fiskur- inn hefur verið unninn í frystihús- um verði hann unninn áfram í skólanum. Yrðu þar búnir til og þróaðir fullunnir réttir til útflutn- ings, fyrir fiskborð í stórmörkuðum o.s.frv. Beðið eftir svari Að sögn Margrétar Friðriksdótt- ur skólameistara MK á eftir að fá samþykkt menntamálaráðuneytis fyrir stofnun brautarinnar. Hins vegar eru menn bjartsýnir á að ráðuneytið gefi grænt ljós, þar sem Björn Bjarnason menntamálaráð- herra hefur sagt í ræðum, meðal annars á fundi sjálfstæðismanna í Kópavogi í síðustu viku og á fundi í Háskóla íslands fyrir skömmu, að hugmyndir séu uppi um að fisk- iðnaðarbraut verði komið á fót. Hún segir að sömuleiðis eigi eftir Aðalfundur félags dönskukennara AÐALFUNDUR Félags dönsku- kennara verður haldinn föstudag- inn 28. febrúar 1997 kl. 20 í Nor- ræna húsinu. Auk almennra aðal- fundarstarfa ræðir Margrét Páls- dóttir málfræðingur um raddbeit- ingu/notkun á einu helsta kennslu- tæki kennarans, þ.e. röddinni. Boð- ið er upp á veitingar. að ræða við fulltrúa atvinnulífsins, þar sem fyrst verður óskað eftir leyfi ráðuneytisins. Ljóst sé að ekki verði hægt að hefja nám í fiskiðn nema í samvinnu við at- vinnulífið. Margrét furðar sig raunar á að á íslandi, sem byggir afkomu sína á fiski, skuli ekki hafa verið boðið upp á nám í fiskiðn til fjölda ára. Hún tekur til samanburðar íjög- urra ára kjötiðnaðamám sem hafi verið við lýði í marga áratugi hér á landi. Hlutverk fiskiðnaðarmanns Hér er um nýtt nám að ræða og hugmynd MK er ekki að fara inn á svið annarra skóla eins og að úskrifa fiskmatsmenn, eftirlits- menn, gæðastjóra, verkstjóra í frystihúsum o.fl. Fiskiðnaðarmað- ur mun vinna með fiskinn á svipað- an hátt og kjötiðnaðarmaður með kjötið. „Hann þarf að kunna að skera, hakka, þurrka, salta, súrsa, krydda, sýra og reykja, auk þess að búa til fars, pylsur, kæfur og paté. Einnig þarf fískiðnaðarmað- ur að kunna allar matreiðsluað- ferðir fisks og geta þróað nýja fullunna rétti,“ segir Margrét. Við byggingu Hótel- og mat- vælaskólans, sem er innan MK, var upphaflega gert ráð fyrir verklegri stofu á neðstu hæð við hlið kjötiðn- aðarstofu, þó ekki hafi verið endanlega ákveðið hvort hún yrði tekin undir fisk eða eitthvað ann- að. „Áætlanir gerðu ráð fyrir að þarna yrðu keypt tæki fyrir 15-16 milljónir króna, sem er svipuð upp- hæð og þyrfti til að kaupa rey- kofna, niðursuðuvélar, farsvélar og slíkt,“ segir Margrét Friðriksdóttir. Mel West háskólakennari í Cambridge um aukin gæði náms Starfið í skólastofunni það mikilvægasta MIKLAR umræður og breytingar hafa átt sér stað í bresku skóla- kerfi á undanfömum áratugum. Meðal annars hefur verið gefin út ný námskrá og aðferðum við mat á skólastarfi og eftirliti með því verið breytt. Hafa breytingarnar miðað að því að opinbera námsárangur skóla, að opna umræðu um skóla- mál og auðvelda foreldrum sem öðrum samanburð á skólum. Mel West háskólakennari í Cam- bridge hefur í tæpan áratug unnið ásamt hópi manna að umbótastarfi í samvinnu við breska kennara með það að markmiði að bæta árangur nemenda og efla skólastarf. Hug- myndir þeirra um góðan skóla eru ekki endilega samhljóða því sem bresk stjórnvöld telja góðan skóla- árangur, þ.e. háar einkunnir. West hélt erindi í Kennaraháskóla ís- lands sl. þriðjudag og ræddi Morg- unblaðið við hann af því tilefni. Einkunnir ekki allt West heldur því fram að ofur- áhersla á útkomu einkunna geti þýtt verra skólastarf. „Við væntum mun meira af skólastarfi en því sem hægt er að mæla,“ segir hann. Hann tekur dæmi framúrskarandi útkomu Asíuþjóða í raungreinum í TIMSS-rannsókninni og segir að auðvitað eigi menn að skoða hvað hægt sé að læra af aðferðum þeirra. Hann segir það einnig hljóma vel bæði á pólitískan og faglegan hátt ef hann segðist með þeim aðferðum geta bætt stærðfræðikunnáttu ís- lenskra barna. „Ég gæti eflaust gert það, svo framarlega sem ekki er farið fram á að það komi ekki niður á öðrum fögum eða ánægju nemenda. Sú aðferð þýddi ekki endilega að auka gæði kennslu heldur hærri einkunn í stærðfræði. Með okkar aðferð sjáum við árang- ur í þáttum sem pólitíkusum þykir ekki endilega eftirsóknarverðir en foreldrum þykja hins vegar jákvæð- ir eins og betri samskipti nemenda og kennara, fjölgun nemenda sem eru ánægðir í skóla og vilja vera þar áfrarn." Morgunblaðið/Ásdis MEL WEST háskólakennari í Cambridge. West leggur áherslu á að það séu ekki endilega sömu hlutimir sem þurfi að laga í hveijum skóla, heldur verði hver skóli að líta í eig- in barm og skilgreina hvert vanda- mál hans sé. Best sé að gera það þannig að starfsfólkið setjist niður og ímyndi sér að von sé á mikilvæg- um gesti. „Hvað er það sem kenn- ararnir og skólastjórnin vilja ekki að gesturinn sjái? Það eru þeir hlut- ir sem þessi ákveðni skóli þarf að laga í fari sínu,“ segir hann. íslensk þátttaka Til þess að auðvelda kennurum að vinna eftir ákveðnum aðferðum útbjuggu West og félagar hans svokallað skólaþróunarlíkan. Eftir þessu líkani vinna tæplega 100 skólar í Bretlandi og nokkrir skólar utan Bretlands, þar af íjórir ís- lenskir skólar á Norðurlandi. Hefur verkefnið verið kallað Aukin gæði náms (AGN) á íslandi. Megininntak skólaþróunarlíkansins er að starfið í skólastofunni sé það mikilvægasta í skólanum og koma þurfi á góðu sambandi á milli kennara og nem- anda til að árangur náist. - Hvað er það helst sem kemur í veg fyrir að skóli vilji taka þátt í umbótastarfi sem þessu? „Það getur verið fjölmargt. Við gerum miklar kröfur til kennara, til dæmis um mikið samstarf sín á milli. Þeir verða að gera sér grein fyrir að kennsla er krefjandi, hún er stöðug áskorun og að hún þurr- eys góðan kennara. Við teljum nauðsynlegt að kennari sé fagleg- ur, hann þarf að vera atorkusam- ur, víðsýnn og ábyrðgarfullur. Síð- ast en ekki síst má hann ekki finna til óöryggis þó að hegðun hans sé skoðuð nákvæmlega inni í skóla- stofunni. Markmiðið með þeirri skoðun er að fá kennarann til að líta í eigin barm. Við viljum aðstoðarskólastjóra sem eru áhugasamir og sem hvetja kennara til þróunarstarfs. Skóli þarf því að vera staður þar sem tilraunir mega fara fram, en menn verða ekki teknir á beinið þó að mistök eigi sér stað heldur verði litið á þau sem lærdómsríkt ferli. Til dæmis væri hægt að leita álits nemenda um hvað þeim þótti tak- ast miður og hvað var jákvætt. í framhaldi af því gætu nemendur orðið meðvitaðri um hvernig best er að læra. Séu menn ekki tilbúnir að skoða þessa þætti eru þeir ekki tilbúnir til samstarfs.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.