Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP - SJÓNVARP Draumkona í ástardrama BRAGI Þór Hinriksson kvik- myndagerðarmaður hélt til San Francisco, Los Angeles og San José í Bandaríkjunum síðastliðið sumar þar sem hann var upptöku- stjóri að „Dark“, sinni fyrstu kvik- mynd í fullri lengd. Myndin verður tilbúin í mars eða apríl næstkom- andi. Handritið að „Dark“ skrifaði hann i samvinnu við leikstjórann Justin Dossetti en myndin er ást- ardrama og fjallar um mann sem hættir að geta lifað eðlilegu lífi þar sem hann verður ástfanginn af konu sem birtist honum sífellt í draumi. „Við Justin skrifuðum nokkrar útgáfur af handritinu, en vorum aldrei fullkomlega ánægð- ir. Þá kynntumst við Jack Rubio og Kirk Harris sem skrifuðu loka- útgáfu handritsins og síðan var ákveðið að framleiða myndina." Bragi sagði að Justin hafi þekkt þrjá fjársterka aðila sem sam- þykktu að leggja áhættufé í mynd- ina sem þýðir það að ef hagnaður verður af myndinni fá þeir endur- greitt, annars ekki. Heildarkostn- aður verður um 70 milljónir króna. Myndin er því svokölluð „independent" mynd, sem þýðir að hún er fjármögnuð af einkaað- ilum. Au pair í USA Frá tólf ára aldri hefur Braga dreymt um að fást við kvikmyndagerð og eftir stúdentsprófið hóf hann að gera tónlistarmyndbönd, meðal annars fyrir Japis og Smekkleysu. „1994 fór ég til San Francisco sem au-pair. Hjá þeim samtökum sem ég fór með var boðið upp á að fjölskyldan borgaði nám fyrir mann og ég fór í kvikmyndagerð- ardeild State University of San José. I heiltár gætti ég barna, og sá um heimili auk námsins. I gegnum skólann kynntist ég fullt af fólki sem leiddi til þess að ég fór að gera myndbönd í Los Angeles, auk fleiri verkefna. Yfirkennari deildarinnar við háskólann var t.d. að gera stuttmynd og þar sem hún hafði séð mynd eftir mig réð hún mig sem upptökustjóra, en hún varð reyndar líka að ráða nýja barnapíu til að leysa mig af í þessar þrjár vikur sem tökur stóðu.“ Hittu Samuel L. Jackson „Það var gaman að vinna við „Dark“. Við vorum hópur af nyög hressu ungu fólki sem myndaði góðan hóp sem hefur áhuga á þvi að vinna saman í framtíðinni. Með okkur Justin eru mjög góðir leikarar sem eru ekki nyög þekktir ennþá en eru vel menntaður. Þeir hafa þó leikið í nokkrum BRAGI Þór Hinriksson við upp- tökur á „Dark“. stórmyndum. Art Chudabala var í „Strange Days“ og „Indecent ProposaT. Clifton Gonsalez Gonsalez er annar félagi okkar, og hann hefur leikið í „Dead Presidents" og „Menace H Society“. Núna leikur hann aðalhlutverkið á móti Samuel L. Jackson í mynd sem kemur út í apríl og heitir „187“, og er lögregludulmál fyrir morð.“ Bragi segir að mikil orka sé í kringum þessa ungu leikara TVEIR leikarar í myndinni, þeir Art Chudabala og Clifton Con- salez Gonsalez, bregða á leik. og alltaf eitthvað nýtt að gerast hjá þeim. „Við hittum Samuel L. Jackson í gegnum kunningsskapinn við þá, þar sem hann var að vinna í risastóru Warner Bros myndveri. Svo vorum við boðnir í garðveislu til leikstjóra „Forrest Gump“,“ sagði Bragi. Hollywood er dauð Hann segir að menn í kvikmyndageiranum í Ameríku séu orðnir leiðir á þessari dæmigerðu Hollywood formúlu og því séu framleiðslu- og dreifingarfyrirtæki á höttunum eftir nýju hæfíleikafólki. „Ég fór á fyrirlestur sem leikarinn Harvey Keitel hélt á San Francisco kvikmyndahátíðinni þar sem hann sagði hreinlega að Hollywood væri dauð, „independe, sagði hann. Enda sést það á myndunum sem hann er að leika í núna eins og „Smoke“ og „Blue in the Face“ sem er verið að sýna í Regnboganum. Ég held að hann hafi komist á þessa skoðun eftir að hann uppgötvaði „Reservoir Dogs“ sem Quentin Tarantino var að fara að taka, með algjörlega óþekktum leikurum, á svart hvíta 16mm filmu. Sú mynd er mjög gott dæmi um vel heppnaða „independent" mynd. Rétt að byija „Það er svolítill byijendabragur á myndinni okkar, en ég held að hún hafi alveg þokkalega mögu- leika á því að seljast. Hún fær vonandi dreifingu í kvikmynda- húsum í Bandarikjunum og kannski alþjóðlega myndbanda- dreifingu. Við erum reyndar þeg- ar búnir að gera samning við þijú kvikmyndahús í L.A. um að taka hana til sýningar. Einnig erum við búnir að sækja um þátttöku á L.A. Independent kvikmyndahátíðinni sem haldin verður í apríl. Það sem skiptir þó mestu máli er að núna erum við komnir í gang, búnir að gera okkar fyrstu mynd, og ætlum ekki að láta þar við sitja," sagði Bragi þór Hinriksson. DANIEL Day Lewis í hlutverki bóndans strangtrúaða, Johns Proctors, á leið í fangelsi. Day Lewis flutti á eyðieyju við undirbúning Múgsefjunar Sólbakaður með hníf í hendi það, meðal annars, að undirbúa sig svo vel undir þau hiutverk sem hann tekur að sér að óhug slær á menn. Strangtrúaður bóndi Þegar leikaralið myndarinnar kom siglandi á bátum að tökustað mynd- arinnar, lítilli eyðiey útaf strönd norðanverðs Massachusetts fylkis, Hog-ey í Ipswich flóa, var það fyrsta sem blasti við þeim, maður líkastur frumbyggja sem æddi um eyjuna með hníf í hendi. Hendur hans voru siggrónar, hárið sítt og húðin sólbök- uð. Þessi maður var Day Lewis en tveimur mánuðum áður, í júlí 1995, hafði hann farið til eyjarinnar með mönnum sem voru að byggja sviðs- myndina á staðnum og vann með þeim og dvaldi á eyjunni í þeim til- gangi að komast í enn meira tilfinn- ingalegt návígi við John Proctor, hinn strangtrúaða bónda, sem er miðpunktur í hinni dramatísku sögu Arthurs Millers af nornaveiðum í Massachusetts. „Mér fannst mjög mikilvægt að vinna eitthvað í hönd- unum til að kynnast Proctor betur,“ segir Day Lewis, „þannig að ég ákvað að eyða tíma á eyjunni því stór hluti af sögu þessa fólks er í raun um tengsl þess við landið og náttúruna." Þegar kvikmyndavélarnar fóru loks að suða á eynni hafði leikarinn náð að tengjast landinu eða landið var öllu heldur búið að ná yfirráðum yfír honum. Á tímanum sem hann dvaldi á eyjunni hafði hann unnið með smiðum að sviðsmyndinni og í raun byggt sjálfur bæinn sem per- sóna hans í myndinni bjó í. Hann var í raun hættur að tala við nokk- urn mann og fór allra sinna ferða á hestbaki. „Það var mjög spaugilegt að horfa á hann,“ sagði leikkonan Charlayne Woodard, sem leikur ÓSKARSVERÐLAUNALEIKAR- INN Daniel Day Lewis, sem fer með aðalhlutverk í myndinni „The Crucible" , eða Múgsefjun, sem gerð er eftir sögu Arthurs Millers og sýnd er í Regnboganum, er frægur fyrir Innlausnarverð vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 10. mars 1997 er 23. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 2. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 23 verður frá og með 10. mars n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.693,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. september 1996 til 10. mars 1997 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. mars 1997. Reykjavík, 25. febrúar 1997. SEÐLABANKIÍSLANDS WINONA Ryder og Charlayne Woodard í hlutverkum sínum í myndinni en Woodard fannst Day Lewis oft spaugilegur. Tituba, þræl frá Barbados. „Þegar leikstjórinn öskraði, „klippa" , fór Day Lewis afsíðis og fór að tálga til einhveija tréstubba." Mikill óþefur Þessi vinnubrögð leikarans eru reyndar hætt að koma fólki mikið á óvart en han lagði einnig mikla vinnu í undirbúning mynda eins og „My Left Foot“ og „In the Name of the Father". „Mér fannst þetta óhugn- anlegt á tímabili," sagði meðleikari hans Bruce Davison, sem leikur prestinn Parris, og sagði að keyrt hefði um þverbak þegar hann fann mikinn óþef inni í einu húsanna á tökustað. „Þegar ég kom inn sá ég að þar eitthvað sem sauð í potti og lyktaði eins og hundaskítur. Þegar ég grennslaðist fyrir um hvað þarna sauð komst ég að því að það var býflugnavax en fólk úr leikmuna- deildinni hafði smurt kofann að inn- an með þessu fyrir Day Lewis. „The Crucible" er eins og áður sagði gerð eftir sögu ieikritaskáldsins og Pulitzer-verðlaunahafans Arthurs Millers. Hún gerist árið 1692 í Salem, strangtrúuðu samfélagi, í Massachu- setts í Bandaríkjunum þar sem sann- leikurinn er fyrir rétti og nornaveiðar heija á samfélagið. Þegar sannleikn- um er ýtt til hliðar nær fáfræðin yfirtökum og þorpið sem er að liðast í sundur verður fórnarlamb ásakana um tilbeiðslu djöfulsins. Með önnur aðalhlutverk fara Win- ona Ryder, sem leikur Abigal Will- iams sem þráir Proctor og vill ná huga hans og hjarta, og Joan Allen, en hún er tilnefnd til óskarsverð- launa fyrir frammistöðu sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.