Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 41 AUS 35 ára AUS - Alþjóðleg ungmennaskipti fagna 35 ára starfsafmæli þessa mánuðina. Á þessum 35 árum hefur AUS tekið á móti og sent til útlanda hundr- uð ungmenna á aldr- inum 18-30 ára. AUS er íslandsdeild alþjóðlegra samtaka ICYE - International Christian Youth Exc- hange. Upphaf ICYE má rekja til ársins 1949, þegar heimur- inn var enn í sárum eftir síðari heimsstyij- öldina, er 40 þýsk ungmenni héldu yfir Atlantshafið og voru boðin velkomin inn á heim- ili í Bandaríkjunum. Síðan hefur mikið vatn runnið tl sjávar og er ICYE nú starfandi í yfir 30 löndum í öllum heimsálfum. Samtökin eru rekin án gróðasjónarmiða um allan heim og að stærstum hluta í sjálf- boðavinnu. Markmið samtakanna hefur frá Árlega tekur AUS við um 15 sjálfboðaliðum til ------------------------- Islands, segir Steindór --------9------------------ Ivarsson. upphafi verið það sama; að stuðla að friði og skilningi milli einstakl- inga og þjóða og vinna gegn for- dómum og hleypidómum hvers konar. Alþjóðasamtök ICYE hafa ráðgefandi stöðu hjá UNESCO og fengu friðarverðlaun Sameinuðu þjóðanna árið 1987. Ekki námsmannasamskipti AUS/ICYE er frábrugðið öðrum skiptinemasamtökum að því leyti að ekki er um námsmannaskipti að ræða, heldur sjálfboðaliðaskipti. Um er að ræða ársdvöl (hægt er að sækja um hálft ár), þar sem í flestum tilvikum er búið hjá fjöl- skyldum, en í stað þess að setjast á skólabekk tekur fólk beinan þátt í samfélaginu sem það býr í með vinnuframlagi sínu. Sem dæmi um sjálfboðavinnu má nefna ungmenni sem vinna með götubörnum í Boliv- íu og Kolumbíu, hjá Amnesty International í Brasilíu eða Costa Rica, aðstoða við enskukennslu í Nígeríu og Ghana, vinna með flóttamönnum og innflytjendum í Þýskalandi, með fyrrverandi heró- ínsjúklingum á Ítalíu, á upptöku- heimili fyrir börn á Spáni eða í Frakklandi eða með geðfötluðum í Tævan og við smábamakennslu á Indlandi. Er nauðsynlegt að kunna erlent tungumál? Það skaðar að sjálfsögðu ekki að kunna skil á málinu í því landi sem maður er að fara til, en það er hins vegar alls engin nauðsyn. Sumir skiptinemanna sem hvað besta reynsluna hafa haft kunnu ekki stafkrók í því tungumáli sem talað var í landinu. 011 lönd sem AUS skiptir við bjóða upp á tungu- mála- og kynningarráðstefnu í upphafi skiptiársins í 2-4 vikur. Þar er kennd undirstaðan í málinu og farið í gegnum helstu siði og venjur landsins. Þar er líka lögð áhersla á hópefli svo að skiptinem- amir nái að kynnast vel innbyrðis. Eftir tungumálaráðstefnuna dreif- ist hópurinn og við tekur dvöl hjá fjölskyldunni eða á vinnustaðnum og sjálfboðavinnan. Eftir sex fímm til sex mánaða dvöl í landinu hittist allur hópurinn aftur á svokallaðri miðsársráð- stefnu og metur hvemig til hefur tekist. Þá er tækifærið oft notað og skipt um vinnu- og/eða dvalar- stað til næstu mánaða. í lok ársins er síðan haldin lokaráðstefna þar sem farið er yfir reynslu liðins árs. Hverjir geta orðið sj'álfboðaliðar? Allt ungt fólk á aldrinum 18-30 ára getur sótt um að ger- ast skiptinemar í sjálf- boðavinnu í öðru landi. Það sem sjálfboðaliði í öðru landi ætti að gera ráð fyrir er: * Að um hann sé hugsað sem einstakl- ing með persónulegar þarfir og óskir, vonir og ótta. Að þurfa að aðlagast öðrum lifnaðar- háttum en hann er vanur. Að upp- lifa reynslu sem hann kannski átti ekki von á. Að fara eftir þeim regl- um sem ICYE-landsnefndir setja. Að fara heim að loknu skiptiárinu. Sjálfboðaliði ætti ekki að gera ráð fyrir: * Að hafa ótakmarkað frelsi. Að lifa sams konar lífi og hann gerir heima. Að vinna fyrir laun- um. Að allar fjölskyldur séu eins. Að ferðast meira en fjórar vikur á eigin vegum. Að vera áfram í skiptilandinu ef það er sýnt að hann ætlar ekki að fara að þeim reglum sem settar eru. Sjálfboðaliðar á íslandi AUS tekur árlega við um 15 sjálfboðaliðum til íslands. í gegn- um árin hefur tekist samvinna við ýmis heimili og stofnanir um að ráða til sín sjálfboðaliða. Má þar sérstaklega nefna Sólheima í Grímsnesi sem árlega taka á móti erlendum sjálfboðaliðum frá AUS, Skálatún í Mosfellsbæ og Heilsu- stofnun í Hveragerði. Hugtakið sjálfboðaliði er þó ekki vel þekkt á íslandi og því er ekki að neita að oft komum við að lokuðum dyrum ef við bjóðum fram krafta sjálfboðaliðanna okkar. Svörin eru oftar en ekki að sjálf- boðaliði henti ekki starfseminni eða að á meðan unga fólkið tali ekki íslensku sé erfítt að nýta sér krafta þess. Það er of lítið um að heimili og stofnanir sjái hversu mikill fengur það getur verið að fá til sín ungt fólk af öðrum upp- runa, með aðrar venjur og siði og oft öðruvísi lausnir en við erum vön. Við erum þó bjartsýn á að með síaukinni þátttöku erlendu sjálf- boðaliðanna okkar í þjóðfélaginu takist okkur að opna augu íslend- inga fyrir því hversu mikilvægur þáttur þeirra getur verið í ýmiss konar starfsemi, hér á landi ekkert síður en í löndunum í kringum okkur. Höfundur er formaður Alþjóðlegra ungmennaskipta. FERMINGARMYNDIR Nú fer hver at> veröa sí&astur B A K N A F J ÖI.SKVLDU LJÓSMYNDIR S í U1 i 5 8 8-7644 A r m ú 1 a S8 Steindór ívarsson Slysatíðni á sjó ÞAÐ vakti athygli mína í fróðlegri grein Jóhönnu Ingvarsdóttur hvað tíðni á slysum við töku og slökun veiðar- færa var há í einum þætti útgerðarrekstr- ar. Þegar línuritið er skoðað nánar kemur í ljós að 70% slysa eiga sér stað um borð í togurum, 32% við töku/slökun veiðar- færa og 74% hjá undir- mönnum. Sé þetta tekið sam- an í einhveija heildar- mynd er það staðreynd að togarar taka og slaka veiðarfærinu um skutrennu sem er fyrir miðju aftast, stórir toghlerar eru hífðir upp, fyrir töku, hvor sínum megin við hana, sem vega um og yfir 3 tonn. þeir sem stjórna spilvindum eru skipstjór- ar/stýrimenn. Undirmenn, öðru nafni hásetar, vinna við töku/slök- un á dekki. Til að gera sem gleggsta grein fyrir aðstæðum um borð í svona togara er rétt að benda á að fjarlægðin milli stjórnenda og há- seta getur verið á bilinu 10 til 30 metrar eftir stærð togaranna og brú skipsins mishátt frá dekkinu, allt frá 5 til 10 metra, en öll stjórn- un fer yfirleitt fram í brú. Mín reynsla, sem vélfræðings um borð í togurum, hefur verið sú að slysin gerast yfírleitt vegna sam- skiptaörðugleika milli stjórnenda og háseta. Hefur mér oft fundist lítið verið hugsað til þess að auka ör- yggi í samskiptum milli stjómenda í brú og þeirra sem stjórna á dekki. Það eru til margar hugmyndir til lausnar á vandanum því tæknin er orðin mjög mikil, t.d. er til ýmiss konar þráðlaus búnaður og þannig hægt að vera í stöðugu sambandi við stjórnanda á dekki frá brú, einn- ig er til sú hugmynd að færa stjórn- un spilbúnaðar nær þeim sem vinna á dekkinu við töku/slökun veiðar- færisins. Finnst manni sem útgerð- armenn í samvinnu við skipstjóm- endur hafi lítið reynt að finna lausn á þessu vandamáli sem er mjög alvarlegt. Hátalarabúnaður sem notaður hefur verið eða svokallað kallkerfí hefur gefist misjafnléga vegna þess að stórir öflugir vélarúmsblásarar, sem eru í svokölluðum skorsteins- húsum framan við skutrennuna, yfirgnæfa algjörlega öll tjáskipti um kall- kerfið þannig að skila- boð frá brú heyrast engan veginn eða skilj- ast á nokkurn hátt. Varðandi það sem kunningi minn, Guðjón A. Kristjánsson, sagði í greininni um þreytu vegna vinnuálags er ég honum hjartanlega sammála og mætti gera bragarbót á, sem hann ætti að vera mér fyllilega sammála um. Vaktstaða skipstjórn- ar/stýrimanna í brú er 12 tímar, sem mér hef- ur fundist allt of löng meðan aðrir standa á 6 tíma vöktum. Það vekur líka athygli, að í línuritinu sést að slysatíðni hjá t.d. vélstjórum sem stjórna í vélarúmi er aðeins 12% á móti 74% hjá hásetum sem vinna Slysin gerast yfirleitt, segir Snorri P. Snorra- son, vegna samskipta- örðugleika milli stjórn- enda og háseta. undir stjóm skipstjórnar/stýri- manna. Það eru nú þegar komnar kvaðir á sjómenn við skráningu á skip þar sem farið er fram á að þeir framvísi skírteini Slysavarna- skólans, það forvarnarstarf hófst árið 1986. Eg tek hins vegar algerlega und- ir orð Guðjóns A. Kristjánssonar, að ekki komi til greina að láta sjó- menn fara að standa straum af kostnaði við eitthvert forvamar- starf eða uppbyggingu á sjómanna- heilsugæslustöð. Við búum nú þeg- ar við mjög öflugt heilbrigðiskerfi og væri miklu nær að nýta það betur til þessara hluta. Þeir sem eitthvert viðskiptavit hafa, vita það fyllilega að heibrigðisþjónustu er ekki hægt að reka með hagnaði. Það þarf því miklu frekar að virkja þjónustuna betur þannig að hún nýtist öllum sem til hennar greiða og borga frekar niður rekstrar- kostnað þyrlunar dýru sem átti jú að auðvelda flutning á slösuðum sjómönnum. Þegar það er farið að heyrast, að kostnaður við að fá þyrluna út á sjó sé orðinn svo hár að menn veigri sér við að láta kalla hana til sín, þarf að endurskoða það miklu frekar en að fara að byggja upp nýja heibrigðisstofnun. Einnig tek ég undir ummæli Guðjóns um að sjómannaafsláttur- inn sé orðinn þyrnir í augum lands- manna sem slíta hann alltaf úr réttu samhengi vegna þekkingarleysis. Vil ég nota tækifærið og minna enn og aftur á, að það gengur ekki endalaust að láta sjómenn taka þátt í olíukostnaði og veiðarfæra- slitum útgerðarinnar. Og heyra svo forustumenn tala um það, að sjó- mannaafslátturinn sé skattfríðindi sjómanna. En sjómenn líta á sjó- mannaafsláttinn (skattfríðindin) sem mótframlag ríkisins við því óréttlæti að vera skyldugir að borga olíu og veiðarfærakostnað til út- gerðar, ásamt því að verða af hinni margvíslegu þjónustu sem lands- menn njóta. Sjómannastéttin er eina stéttin í þessu landi sem þann- ig tekur beinan þátt í rekstri fyrir- tækja í landinu. Er það svo von mín, að allir sem tengjast stéttinni á einhvem hátt taki höndum saman um að finna lausn á þessari háu slysatíðni, sem vissulega er mikið áhyggjuefni. Menn þurfa einfaldlega að viður- kenna alvarleika málsins og ræða saman. Höfundur er vélfræðingw. Brúðhjón Allur borðbúnaður - GltPsileij (jjafavara - Briíðarhjóna listar y\o)r//'Á\\L\V Laugavegi 52, s. 562 4244. VERSLUNIN Snorri P. Snorrason Hjá okkur eru Visa- og Eurorað- samningar ávísun á leður- og tausðfasett á hreint ffrábseru staðgreiðslu usqöqn Spren 5]vefW Ármúla 8 - 108 Reykjavík Sími 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.