Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 29
Á heim-
spekinótum
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
ZBIGNIEW Dubik, Gréta Guðnadóttir, fíðlur; Guðmundur Kristmundsson,
víóla og Guðrún Th. Sigurðardóttir, selló.
TONLIST
Bústaðakirkja
KAMMERTÓNLEIKAR
Strengjakvartettar eftir Haydn, Jón
Nordal og Beethoven. Bemadel-
kvartettinn (Zbigniew Dubik, Gréta
Guðnadóttir, fíðlur; Guðmundur
Kristmundsson, víóla & Guðrún Th.
Sigurðardóttir, selló.) Kammermús-
íkklúbburinn, Bústaðakirkju, sunnu-
daginn 23. febrúar kl. 20:30.
KAMMERMÚ SÍKKLÚBBURINN
hélt upp á fertugsafmæli sitt með
mjög vel sóttum tónleikum Bemadel-
kvartettsins á sunnudagskvöldið var.
Tónleikarnir áttu upphaflega að vera
fyrir hálfum mánuði, en frestuðust
vegna veikinda. Að þessu sinni fluttu
þeir fjórmenningar Op. 77 nr. 1 í
G-dúr eftir Joseph Haydn, nýjan
kvartett eftir Jón Nordal, saminn að
ósk Kammermúsíkklúbbsins, og loks
Op. 130 í B-dúr eftir Ludwig van
Beethoven.
Strengjakvartettstóngreinin er
sjálft inntak kammertónlistar, og síð-
ustu fimm kvartettar Beethovens -
Op. 127, 130, 131, 132 og 135 auk
Grosse Fuge (133) gnæfa enn þann
dag í dag yfir öðrum tindum kam-
mertónsögunnar. Þessi meistaraverk
þóttu í upphafi vandskiljanleg og á
mörkum hins spilanlega. Þó að skiln-
ingur manna hafi síðan glæðzt og
almenn tæknigeta hljóðfæraleikara
sömuleiðis, halda kvartettarnir
áfram að vera með því mest krefj-
andi sem kammertónlistarmenn geta
ráðizt til atlögu gegn, því þó að
tækniþröskuldar lækki með vaxandi
getu, eykst að sama skapi krafan
um túlkunardýpt í þessum nafntog-
uðu snilldarverkum. Eins og formað-
ur Kammermúsíkklúbbsins kom inn
á í tónleikaskrá, er það vissulega
áfangi í menningarlegri sjálfstæðis-
baráttu íslendinga, þegar innlendir
tónlistarmenn taka fyrir slík verk,
sem hafa hingað til aðeins heyrzt í
meðförum erlendra tónsnillinga.
Mætti e.t.v. á sinn hátt kalla áfanga
þann sambærilegan við að eignast
heildarþýðingar á Shakespeare og
forngrísku bókmenntajöfrunum á
þjóðtungunni, sem manni skilst að
jafnvel stærri Evrópuþjóðir en okkar
hafi sumar ekki afrekað enn. Þegar
þar við bætist, að hér mátti í fyrsta
sinn heyra nýjan strengjakvartett
eftir Jón Nordal, er ekki hægt að
segja annað, en að Kammermúsík-
klúbburinn hafi markað fertugsaf-
mæli sitt með miklum glæsibrag,
enda er þetta kreíjandi tónlistarform
ekki meðal algengustu viðfangsefna
íslenzkra tónskálda.
Næstsíðasta framlag meistara
Haydns á langri starfsævi til þeirrar
tóngreinar sem kallað er að hann
hafí „feðrað" - raunar með enn
meiri rétti en hvað sinfóníuna varðar
- var Op. 77,1 frá árinu 1799. Þrátt
fyrir fullyrðingar Beethovens um að
hann hafí ekkert getað lært af Ha-
ydn - en eins og kunnugt er fór
hinn ungi Ludwig til Vínar gagngert
til að „nema anda Mozarts úr hönd-
um Haydns" - má samt finna hér
og þar keim af tónhugsun Haydns í
fyrri verkum hans, jafnvel allt fram
í miðskeiðskvartettana Op. 59 (Raz-
umowsky), ekki sízt þegar bryddað
er upp á húmor og í hrynrænum til-
þrifum. Vakti Haydnkvartettinn upp
ýmsan ávæning um það, ekki sízt í
Menúettinum, sem minnti fremur á
kergjótt „Beethovenskt" scherzó en
hofferðugan hirðdans. Bernadel lék
verkið af öryggi, en kannski er það
fyrir upphafshyggjupraxís síðustu
ára að maður hefði sums staðar vilj-
að heyra ögn sléttari, víbratólausari,
tónbeitingu. í gegnfærslu Adagiosins
mátti hins vegar heyra ofurfallega
útfærslu á tilteknum pianissimo-
stað, og kom þar fram sem víðar ein
sterkasta hlið hópsins, gott jafnvægi
milli radda, sem gerði leik þeirra í
heild mjög sannfærandi, jafnvel þótt
prímasinn geystist stöku sinni ögn
framúr samstarfsmönnum á hrað-
skreiðari stöðum, eins og í fyrsta
þætti. í lokaprestóinu var djarft teflt,
tempóið nánast á útopnu, en gekk
að mestu óstraffað upp.
Á lausblaði með tónleikaskrá kom
fram, að eftirfarandi tilvitnanir, er
undirr. hleraði að væru úr Söknuði,
ljóði eftir Jóhann Jónsson frá um
1930, tengdust hveijum þætti hins
nýsamda strengjakvartetts Jóns Nor-
dal á eftirfarandi hátt: I (Andante):
„Gildir ei einu um hið liðna?“, II
(Allegretto): „Spunahljóð tómleik-
ans“ og III (Adagio): „Því líkt sem
komið sé hausthljóð í vindinn."
Yfir fyrsta þætti verksins sveif
heimspekilegur andi, að maður segi
ekki angurvær og dulúðlegur. Hlust-
andinn minntist orða Churchills um
ákveðna ráðgátu, „an Enigma shro-
uded in Mystery," og líkt og heim-
vanur efahyggjumaður héldi utan um
vangaveltur spekingahóps um til-
gang lífsins, hófst og lauk þættinum
með stuttum einræðum sellósins. Hið
fágaða hljómaskyn höfundar birtist
í þéttriðnu og afar áferðarfallegu
hljómaferli, sem gældi við hlustir líkt
og eðalvín við bragðlauka fagurkera.
Allegretto-þátturinn var sennilega
með því næsta sem tónskáldið hefur
komizt inntaki „alvöru“-scherzós á
seinni árum. Taktskipti og/eða ójafn-
ar takttegundir voru tíð og ljáðu
ásamt hvössu bogamartellatói þættin-
um ágenga snerpu með gróteskum
undirtónum, enda þótt ógnvænlegar
generalpásur settu hér og þar spum-
ingamerki við tilraunir yfirborðsafla
til _að brydda upp á iéttúð.
í lokaþættinum tók aftur við heim-
spekileg dulúðarkennd upphafsins og
náði hámarki á örstuttum en afar
hrífandi flaututónastað. Þættinum
lauk með hægferðugu hljómaferli við
síendurtekinn pizzicatotónn 2. fiðlu,
er verkaði líkt og sambland af tif-
andi heimsklukku, dropateljara í
tímahafi og líkaböng um fánýti
mannlegs hégóma í sérlega áhrifa-
miklu, kyrrlátu niðurlagi.
Burtséð frá síðasta kvartett Beet-
hovens, Op. 135 („Es muss sein!“)
er e.t.v. tiltölulega léttast yfir Op.
130 í B-dúr, þó að annað hafi verið
uppi á teningnum i upphaflegu gerð-
inni, þar sem Grosse Fuge myndaði
lokaþáttinn. Fyrir átölur útgefenda
og annarra féllst Beethoven á að
semja nýjan finaleþátt og láta gefa
fúguna út sér, enda hefur hann
eflaust innst inni skynjað, að risalöng
og tyrfín fúgan hefði að öðrum kosti
valtað yfir allt jafnvægi verksins.
Kvartettinn er sexþættur, og væri
of langt mál að tíunda hvem einstak-
an þátt, enda tónsmíðin alþekkt. Sem
fyrr var að ýjað, er síður en svo hlaup-
ið að því að flytja þetta verk vel, þó
að innan um séu kliðmjúkir þættir
eins og Þýzki dansinn (IV), en
Bemadel-kvartettinn stóðst próf-
raunina með bravúr, jafnvel þótt ekki
sé haft í huga, að mannskapurinn
stundar ekki kammersamleik óskipt,
heldur kalla einnig skyldustörf í Sin-
fóníuhljómsveitinni og við kennslu.
Helzt saknaði maður kannski aðeins
meiri hrynþunga þar sem rytmíski
þátturinn er fyrirferðarmestur, og
endram og eins meiri krafts, jafnvel
á kostnað fágunar, en að öðru leyti
var samstilling þeirra félaga víðast
hvar mjög góð. Þó að upphafíð hafi
verið svolítið feimið, og vottaði ögn
af losarabrag í Andante con moto,
var spilamennska þeirra fjórmenninga
af karat sem fer að verða aðkallandi
að fá að heyra á hljómdiski. Og mið-
að við auðheyrð gæði og aðgengileika
Nordalsverksins nýja, þá þætti manni
liggja beinast við að setja það efst á
óskalistann.
Ríkarður Ö. Pálsson
Úr djúpi
hugans
BOKMENNTIR
Skáldsaga
EMERALDA
Höf. Blaka Jónsdóttír. 133 bls. Prent-
un: Grafík hf. Reykjavík, 1996.
HÖFUNDUR bókar þessarar hefur
dvalist lengi erlendis og ber sagan
öll merki þess; efnið er framandlegt,
og skrifuð er hún á ensku. Þetta er
frásögn með ævintýrablæ þar sem
hið dulda og ósýnilega ljær ímyndun-
inni vængi og hugurinn ber mann
hálfa leið yfír víðáttur rúms og tíma.
Persónurnar geta skoðast sem tákn-
myndir þeirra eiginleika sem skipta
sköpum í sögunni. Ef til vill hefur
höfundur valið söguformið til að koma
á framfæri reynslu sinni af þjóðum
og einstaklingum og viðhorfum sínum
andspænis lífínu og tilverunni. Trúin
og trúarheimspekin kemur þar við
sögu. Einnig það sem höfundur kallar
ytri og innri heim og orðar svo (laus-
lega þýtt): »Auðveldara er að nálgast
ytri fegurð fyrir kraft hins innra en
kafa ofan í hugardjúp með hið ytra að
leiðarljósi.«
Textinn er tær og einfaldur; og
auðskilinn jafnvel þótt maður sé ekki
mjög sterkur í ensku.
Þar að auki er Blaka myndlistar-
maður og prýða bókina myndir af
nokkrum málverkum hennar þar sem
litagleðin er áberandi. í raun lýsa
myndir Blöku hvora tveggja, draum-
lyndi og tilfinningahita, og minna um
sumt á andstæðurnar í íslenskri nátt-
úra enda þótt áhrif frá heimslistinni
séu þar einnig áberandi. Hvort svo
beri að skilja að myndirnar skuli
tengjast efni sögunnar - það skal
ósagt látið. Alltént gleðja þær augað
og sóma sér vel við hliðina á textan-
um.
ÖRUGGUR • LIPUR • TRAUSTUR • FRÁBÆR I AKSTRI
BALENO
HANN
HUG ÞINN
VINNUR
OG HJARTA
Og líttu á verðið:
BALENO WAGON 4WD 1.580.000,-kr.
BALENO WAGON 2WD 1.450.000,- kr.
3-dyra BALENO: 1.140.000,-kr.
\4-dyra BALENO: 1.265.000,- kr.
iBALEN O
Prufukeyrðu Suzuki í dag.
Taktu nokkrar beygjur, finndu þœgilegan gír.
Mjúkur og léttur - eins og akstur á ao vera.
SUZOKi
ATtOG
úu-- ,ci
SUZUKI BILAR HF
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 OO.Akureyri: BSA hf. Laufásqötu 9, sími 462 63 00. Skeifunni f 7 108 Reykjavik.
Egilsstaðir: Bíla og búvélasalan hf. Miðási 19, sími 471 20 11. Keflavik: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. ^imi 1
Erlendur Jónsson