Morgunblaðið - 25.02.1997, Síða 49

Morgunblaðið - 25.02.1997, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 49 ÁSGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Ásgerður Guðmundsdóttir fæddist í Vindási í Eyrar- sveit 8. október 1909. Hún lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 28. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grund- arfjarðarkirkju 8. febrúar. Okkur langar að minnast ömmu okkar með nokkrum orðum. Frá því að við munum eftir okkur er amma alltaf einhver staðar inni í okkar minningum. Hún var ein af þessum yndislegu persónum sem gaf lit í allt sem hún kom nálægt, og brosið hennar og hlátur gat brætt hvaða hjarta sem var. Amma tók þátt í öllum okkar uppátækjum með jafnaðargeði, og hafði gaman af, hvort sem við vor- um að bræða kerti inni í skúr, gera snjóhús, sauma öskupoka, fá að baka inni í eldhúsi eða stofna lítið heimili inni í hjalli, þá var jú ýmis- legt sem vantaði þegar þessir hlutir voru gerðir og lánaði amma okkar alltaf það sem vantaði, og hjálpaði til ef um það var beðið. Á sumrin þegar þurfti að laga til í garðinum hennar eða ná í rabar- bara, vorum við aldrei langt undan til að hjálpa og fengum við alltaf að vera með. Ofáar voru ferðirnar sem við hlupum niður í Kaupfélagið til að ná í hitt og þetta fyrir ömmu og voru þessar ferðir stundum nokkrar yfír daginn. Á sumrin var það orðið að góðri venju, að þegar ísinn loksins kom var jafnt og þétt farið, allt sumar- ið, út í sjoppu til að redda ömmu ís í brauðformi, því að það var eitt af því besta sem hún vissi. Stundum í miðjum leik ákváðum við að nú þyrfti amma að fá ís og var hlaup- ið af stað. Var gleði ömmu alltaf jafn mikil þegar við birtumst með ísinn, enda sá hún okkur alltaf út um eldhúsgluggann, þar sem hún sat yfirleitt á kvöldin og fyldist með mannlífinu. Á sunnudögum fékkst oft leyfi til að fá að borða hjá ömmu og afa, og hafa ófáir reynt að líkja eftir sósunni hennar ömmu en eng- um tekist það fullkomlega. Eitt af því skemmtilegasta var þegar við fengum að gista hjá ömmu, afa og Valda, því þá var oft mikið fjör hjá okkur. Aldrei þurftum við að hafa áhyggjur af því að vera kalt á fótun- um á veturna vegna þess að amma sá okkur alltaf fyrir öllum þeim ullarsokkum sem við þurftum á að halda, og þegar við komum til henn- ar og var orðið ansi kalt eftir útiver- una, sá amma um að hlýja okkur með því að blása í olnbogabótina. Á hveijum degi var komið við hjá ömmu og oft mörgum sinnum á dag og var hún alltaf búin að baka eitt- hvert góðgæti hvort sem það voru kökur, bollur á bolludaginn, vöfflur, jólakökur eða annað, og alltaf var nóg til. Ein mesta hátíð í okkar hugum var á aðfangadagskvöld þegar allir voru búnir að taka upp pakkana hver á sínu heimili. Þá var alltaf rölt yfir til ömmu og afa og hittust þá öll börnin þeirra og barnabörn og var alltaf glatt á hjalla. Reyndar ræddum við það nokkrum sinnum að það gæti hvergi verið eins skemmtilegt hjá neinum yfir jólin og okkur, og var ekki laust við að við vorkenndum hinum krökkunum sem höfðu það ekki eins skemmti- legt og við. Amma var yndisleg í alla staði, bæði hjartahlý, glaðvær og hjálpsöm. Elsku amma, þig kveðjum við með miklum söknuði og munum geyma minningu þína í hjarta okkar. Ragnheiður og Valdís. t Eiginmaður minn og faðir okkar, séra GUÐMUNDUR SVEINSSON fyrrverandi skólameistari, Flúðaseli 30, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 26. febrúar kl. 13.30. Guðlaug Einarsdóttir og dætur. t Hjartans þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR JÓNSSONAR, Eystra-Seljalandi, Vestur-Eyjafjallahreppi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 6A á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Marta Kristjánsdóttir, Örn Þór Einarsson, Barbára Jónsdóttir, Auður Jóna Sigurðardóttir, Óli Kristinn Ottósson, Björgvin Valur Sigurðsson, Jóhanna Gyða Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ATVINNUA UGL YSINGAR Vélavörð vantar á Melavík SF 34, 170 tonna bát gerð- an út á línu með beitningavél, aðalvél 690 hp, frá Hornafirði. Upplýsingar gefur Guðjón í símum 478 1544 - 892 0664 og skipstjóri í síma 852 7052. Vífilfell ehf. óskar eftir að ráða ábyrgan starfskraft til ræstinga fyrir hádegi. Áhugasamir hafi samband við Guðbjörgu í síma 525 2575 eigi síðar en fimmtudaginn 27. febrúar. Hf. Eimskipafélag íslands annast þjónustu og ráðgjöf á sviði al- hliða flutninga- og vöruþjónustu Vélstjóri EIMSKIP óskar eftir að ráða vélstjóra með full réttindi, til starfa á skipum sínum. Fyrir réttan starfsmann er í boði fjölbreytt og krefjandi starf með margvíslegum tæki- færum til faglegs og persónulegs þroska. Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagþór Haraldsson, ráðningarstjóri skipverja, í síma 525 7612 frá kl. 10.00 til kl. 12.00 á daginn. Umsóknum skal skilað til Hjördísar Ásberg, starfsmannastjóra EIMSKIPS, Pósthús- stræti 2, 101 Reykjavík, fyrir 1. mars nk. EIMSKIP r RAFEINDAVIRKI Vegna aukinna verkefna óskum við eftir að ráða rafeindarvirkja til starfa í tæknideild okkar sem fyrst. Starfið felst í þjónustu á rafeindatækjum skipa. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í rafeindavirkjun og vinnu við tölvur. Starfið krefst þjónustulundar, góðra samstarfseiginleika og að geta unnið sjálfstætt. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 5. mars í pósthólf 828,121 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Trausti í síma 562 2675. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. o R.SIGMUNDSSONehf. TRYGGVAGÖTU 16101 R. SÍMI: 562 2666, FAX: 562 2140 Rafvirki Óska eftir að ráða rafvirkja og rafvirkjanema. Upplýsingar í síma 896 3312 (Sveinn). Garðabær Fræðslu- og menningarsvið Skóladeild Garðaskóli - dönskukennari - Vegna forfalla vantar dönskukennara við Garðaskóla frá 9. apríl til loka skólaársins. Upplýsingar veita skólastjóri, Gunnlaugur Sigurðsson, eða aðstoðarskólastjóri, Þröstur V. Guðmundsson, í síma 565 8666. Grunnskólafulltrúi. ingar! Gæti verið að varan þín fengi meiri athygli með betri útstillingu? Sérmenntaður útstillingarhönnuður með 1. einkunn getur bætt á sig verkefnum. Sérsvið: Gluggaútstillingar og söluhvetjandi framsetning vöru í verslunum. Upplýsingar í síma 565 4125 Sigurlaug Albertsdóttir Bóksala , , Bóksala stúdenta óskar eftir að ráða bOk/UAAUCUIuA starfskraft i verslun fyrirtækisins. Bóksala stúdenta er eina bókaverslun sinnar teg- undar á landinu. Megin- hlutverk hennar er útveg- un námsbóka, fræóirita og handbóka á háskóla- stigi, ásamt margþættri þjónustu við háskólasam- félagið. Bóksaian sinnir ennfremur þörfum flestra sérfræöibókasa fna landsins. Bóksaian var á sinum tíma brauttyðjandi á Islandi iþjónustu á Internetinu, og nýtirsér nýjustu framfarir tölvu- tækninnar i rekstri sinum. I starfinu felst m.a. afgreiösla og ráðgjöf til viðskiptavina. Krafist eralmennrar menntunar, þekkingar og áhuga á bókum, auk góðrar tungumálakunnáttu. Starfskraftur þarf að vera dugmikill og fróðleiksfús, reiðu- búinn að kynna sér háskólasamfélagið og þarfir þess, viljugur að leggja sig fram við að þjóna kröfuhörðum viðskipta- vinum. Uppiýsingar veitir Gylfi Dalmann Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. fyrir 4. mars n.k. merktar „Bóksala" Hagvangur hf Skeifan 19 108 Reykjavik Sími: 581 3666 Bréfsími: 568 8618 Netfang: hagvang@tir.skyrr.is \ q. Veffang: y httpV/www.apple.is 0 /hagvangur HAGVANGUR RAÐNINGARÞJONUSTA Rétt þekking á róttum tíma -fyrír rétt fyrírtæki EIMSKIP leggur áherslu á að auka hlut kvenna í ábyrgðarstöðum hjá félaginu og þar með stuðla að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.