Morgunblaðið - 25.02.1997, Síða 56

Morgunblaðið - 25.02.1997, Síða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi fyrir vélvædd vðrugeymsluhús sem minni lagera. Innkeyrslurekkar sem rúllurekkar. Aðeins vönduð vara úr sænsku gæðastáli. Mjög gott verð. Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki. Leltlð ráða vlð sklpulagningu og bygglngu lagerrýma. Þjonusta ■ pekking raOgjol. Anatuga reynsla. UMBOÐS- OQ HEJLDVERSLUN SMIÐJUVEGI 70. KÓP. • SlMI 564 4711 • FAX 564 4725 HUOÐKUTAR Eigum hljóðkúta og pústkerfi í flestar gerðir bifreiða. Tveggja ára ábyrgð á heilum kerfum. ísetning á staðnum. Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum okkar í síma 588 2550 Bílavörubúðin FJÖÐRIN I fararbroddi SKEIFUNNI 2,108 REYKJAVÍK SÍMI 588 2550 Fablon Bölcasöf ra — leikslcólar Munið eftir sjálflímandi bókaplastinu. Heiidsölubirgðir: DAVÍÐ S. JÓNSSON & CO. HF. Sfmi 552 4333 --------- GÓÐ LÝSING '97 ----------------------- Stjórn Ljóstæknifélags íslands hefiir ákveðið að leita eftir ábendingum um lýsingarkerfi til viðurkenningar LFÍ sem GÓÐ LÝSING '97. Um er að ræða bæði innilýsingu og útilýsingu. Ábendingum til mats skal skilað á til þess gerðu eyðublaði, sem fæst sent ásamt reglum um þátttöku. Allar nánari upplýsingar veitir formaður LFÍ, Gísli Jónsson, símar 525 4638 eða 565 1313, fax 525 4632 eða 565 3313 og netfang gisljon@verk.hi.is. Skilafrestur ábendinga er 1. júní 1997. Stjórn LFÍ. 170 ár í framþróun snyrtivara! Kona, ung eða öldruð, hvers virði er sjálfsvirðingin? „Snyrtistofan'', Hverfisgötu 50. I DAG SKAK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á helgarmóti Taflfélags Reykjavíkur um helgina. Harpa Ingólfsdóttir (1.315) hafði hvítt og átti leik, en Matthfas Korm- áksson (1.735) var með svart. Hvítur hafði tapað manni fyrr í skákinni, en sá sér nú leik á borði: 30. Hxh5! - gxh5? 30. - Bxe6 31. Hh8+ - Ke7 32. Hxc8 — Dxc8 33. Rd5+ — Bxd5 34. exd5 var einnig vonlaust) 31. Dh8+ - Ke7 32. Df6+ - Ke8 33. Dxf7+ - Kd8 34. Hxh5! - De8 35. Hh8 og svartur gaf j)ví mátið blasir við. Úrslit mótsins: 1. Þröstur Þórhallsson 6 v. af 7, 2.-4. Tómas Björnsson, Einar Hjalti Jens- son og Rúnar Sig- urpálsson 5 7« v., 5.-6. Matthías Kormáksson og Jóhann H. Ragnarsson 5 v. Þröstur gerði jafntefli við þá Einar Hjalta og Sig- urð Pál Steindórsson, 14 ára. Þátttakendur voru 32 talsins. Hellir hélt einnig helgar- mót, en þar var tefld at- skák. Úrslit: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 7 v. af 7, 2.-3. Bragi og Björn Þorfinnssynir 5 v., 4.-5. Gunnar Björnsson og Ólaf- ur Kristjánsson 4 'U v. 6.-8. Davíð Kjartansson, Gunnar Nikulásson og Hjörtur Þór Daðason 4 v. o.s.frv. Þátttakendur voru 20. HVITUR leikur og vinnur Með morgunkaffinu ÉG lærði í skóla að jörðin væri hnöttótt og nú bíð ég eftir að gatan min komi hingað. þegar pabbi þinn uppgöt- var að við tæmdum bar- inn hans. MÖRGÆS eða ekki mörgæs, mér er samt kalt. VIJVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Á ég að fá mér stell? ÉG ER ellilífeyrisþegi en er svo heppin eða óheppin að halda rm'num eigin tönnum. Ég hef lagt mig fram um að fara til tann- læknis reglulega. En nú stend ég frammi fyrir því samkvæmt skoðun tann- læknisins að fá brú á tvo jaxla sem mun kosta um 80 þúsund krónur. En tryggingamar taka ekki þátt í þeim kostnaði. Aftur á móti ef ég væri að fá mér falskar tennur, eða stell eins og þeir kalla það, taka tryggingamar þátt í að greiða það, ég held 75%. Þetta finnst mér furðulegt viðhorf þar sem fólk er hvatt til að halda sínum tönnum, bæði með mjólkurdiykkjum og neyslu ávaxta. Ég hef svo sannarlega fylgt þeirri reglu eftir. Þambað mjólk og mysu, nagað gulrætur í tíma og ótíma og tel mig því jafnframt hafa stutt við landbúnaðinn. Ég er mjög ósátt við viðhorf trygginganna. Ég spyr, á ég að láta draga úr mér allar tennumar og fá mér stell á sex ára fresti eins og þeir bjóða upp á núna? Ellen. Tapað/fundið Trefill og húfa töpuðust LJÓSGRÁGRÆNN tref- ill og græn hermanna- húfa töpuðust sl. laugar- dagsnótt, 15. febrúar. Gleymdist líklega í bíl stráksins sem skutlaði mér heim í Hafnarfjörð. Þeirra er sárt saknað og fínnandi beðinn um að hafa samband í síma 555 4802. Kvenmannsgler- augu fundust HRINGLAGA kven- mannsgleraugu með brúnu framan á í svörtu hörðu hulstri fundust 15. febrúar fyrir utan Mávahlíð 1 eða 2. Upplýsingar hjá Kristínu í síma 562 1282. Dýrahald Kisur óska eftir heimili TVÆR læður óska eftir góðu heimili vegna flutninga til útlanda. Önnur er ársgömul en hin er sjö mánaða. Upplýsingar hjá Þóru í síma 587 7042. HÖGNIHREKKVÍSI Víkveiji skrifar... TELJA má víst, að myndvakinn, sem Morgunblaðið kynnti í fyrradag, eigi eftir að njóta mikilla vinsælda. Eins og fram kom hér í blaðinu í fyrradag hefur Morgun- blaðið fengið einkarétt á ísiandi á tækni, sem auðveldar fólki mjög að taka upp efni úr sjónvarpi. Að vísu þurfa myndbandstækin að vera nokkuð nýleg en flestir helztu myndbandstækjaframleiðendur hafa keypt framleiðslurétt á mynd- vakatækninni frá því fyrirtæki, sem Morgunblaðið á viðskipti við. Sjálfsagt á fólk misjafnlega auð- velt eða erfitt með að læra á hin ýmsu tæki, sem nú eru talin sjálf- sagður hlutur í heimilishaldi. Vík- verji hefur hins vegar aldrei kunn- að að taka upp efni úr sjónvarpi og svo er áreiðanlega um fleiri. Hin nýja tækni gerir þetta ein- falt og auðvelt. Morgunblaðið birt- ir daglega efni sjónvarpsstöðvanna og frá og með næsta sunnudegi birtist ákveðin talnaröð með hveij- um dagskrárlið. Þeir sem vilja taka upp efni úr sjónvarpi og eiga þar til gerð myndbandstæki þurfa ekki annað en slá inn á fjarstýringu myndbandstækisins þessa talnaröð til þess að taka viðkomandi dag- skrárlið upp. Líklegt má telja, að þessi nýja tækni auki mjög upptöku efnis úr sjónvarpsstöðvunum. xxx FRÓÐLEGT var að sjá í frásögn hér í blaðinu í fyrradag, hvernig þessi nýja tækni varð til. Þar segir m.a.: „Félagarnir Henry C. Yuen og Daniel Kwoh, sem báð- ir eru doktorar í stærðfræði og eðlisfræði ætluðu að taka upp hornaboltaleik árið 1988 en það mistókst. Þá fengu þeir þá hug- mynd að finna einfalda aðferð til að stilla myndbandstækið svo það tæki upp dagskrárliði af tiltekinni rás á ákveðnum tíma. Þetta átti að vera jafnauðvelt og að hringja úr síma, talnaruna slegin inn með fjarstýringu og þar með væri málið leyst.“ Þessi misheppnaða tilraun til upptöku úr sjónvarpi varð sem sagt til þess að til varð myndarlegt fyrirtæki í Kaliforníu í Bandaríkj- unum fyrir áratug. xxx MYNDVAKATÆKNIN hefur breiðst út. Nú er talið að um 1.100 prentmiðlar um allan heim birti þessar talnarunur í sjónvarpsdagskrám. Það er skilj- anlegt, að tæknin hafi náð mikilli útbreiðslu vegna þess, að talsmenn fyrirtækisins, sem að henni standa segja að 7 af hveijum 10 fullorðn- um geti ekki tekið efni upp úr sjón- varpi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.