Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 47 sonar, föður Baldvins Einarssonar sem gaf út tímaritið Ármann á Al- þingi á öndverðri 19. öld, en eins og alþjóð veit, var hann einn af vormönnum íslands þeirra tíma en lést um aldur fram, aðeins 27 ára gamall. Hraun í Fljótum var eitt kunn- asta býli, ekki aðeins í Skagafjarð- arsýslu, heldur á öllu landinu á 19. öld. Var það mikil hlunnindajörð með æðarvarpi og reka, útræði og útgerð til þorskveiða en einkum og sér í lagi til hákarlaveiða. Voru Hraunsbændur jafnan í forystu meðal héraðsbænda. Stefán átti því til dugmikils fólks að telja og fékk hann úr föðurhús- um gott veganesti til lífsbaráttunn- ar. Brást henn ekki þeim vonum er við hann voru bundnar, enda ávaxtaði hann pund sitt vel. Að loknu kandidatsprófí í læknis- fræði 1943 lá leið hans vestur um haf til sérnáms í háls-, nef- og eyrnalækningum og starfaði hann m.a. um fjögurra ára skeið við hina heimsfrægu Mayo Clinic í Banda- ríkjunum og var því heim kominn, í febrúar 1948, sérlega vel mennt- aður læknir í sérgrein sinni. Hann tók við kennslu læknanema úr hendi föður síns árið 1951 og stjórnaði henni allt til ársins 1987 og gerði það, að áliti þeirra er til þekktu, með miklum myndarbrag. Dósent varð hann í þessum fræðum við Háskóla íslands frá október 1959 og til ársins 1977, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Við Stefán áttum náið samstarf innan Læknadeildar Háskólans, einkum er varðar kennslu lækna- nema, ég sem aðstoðarmaður, stað- gengill og síðan sem eftirmaður. Þar var ég oftast þiggjandi en Stef- án veitandi, enda hann umfram mig reynslunni ríkari í faginu. Aldrei bar skugga á það samstarf, enda var Stefán einkar þægilegur maður í allri viðkynningu, glaður og skemmtinn í viðræðum, laus við hroka og valdsmannssvip, en þó fastur fyrir ef því var að skipta. í mínum augum var hann dæmigerð- ur séntilmaður. Þegar ég nú lít yfír farinn veg eru mér ofarlega í huga sameigin- legar ferðir okkar hjóna með frú Kolbrúnu og Stefáni á ýmsar ráð- stefnur á erlendri grund. Eru þær minningar eins og aðrar einkar ljúf- ar og skemmtilegar og leita á hug- ann nú á þessari skilnaðarstundu. Nú þegar Stefán Ólafsson er all- ur vil ég að lokum færa frú Kol- brúnu, börnum þeirra og öðrum ættingjum mínar og minna innileg- ustu samúðarkveðjur. Við sam- starfslæknar Stefáns kveðjum mætan og góðan félaga með þökk og virðingu í huga. í Guðs friði. Stefán Skaftason. Eg m í Jesú nafni. í Jesú naftii eg dey. Þó heiisa og líf mér hafni, hræðist eg dauðann ei. Dauði, eg óttast eigi afl þitt né valdið gilt. I Kristí krafti eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgr. Pét.) Afi minn, hér skiljast víst leiðir og með trega kveð ég þig. Þú varst mér svo óendanlega mikils virði að orð fá því ekki lýst. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og alla gleðina sem þú gafst mér. Megi guð geyma þig en minninguna um yndislegan afa geymi ég um aldur og ævi. Anna Margrét. „Nú fer þessu að ljúka,“ sagði Stefán Ólafsson við mig eftir að hafa hreinsað eyru mín á liðnu ári, komið heyminni í lag eins og hann hafði gert nánast árlega í aldar- fjórðung. Hann bar samt engin merki uppgjafar og léttur og lipur í spori fylgdi hann mér til dyra á Víðimelnum. Fyrir skömmu hitti ég hann og Kolbrúnu í verslun og sem fyrr í okkar samskiptum leiftraði hann af birtu og blíðu. Hann kvaddi mig innilega og nú kveð ég hann í síðasta sinn. Fólk á miðjum aldri á oft erfítt með að ná sambandi við unglinga, hvað þá ærslafulla menntaskóla- pilta. Þetta var ekki vandamál hjá Stefáni sem þvert á móti gerði sér far um að kynnast okkur skóla- bræðrum sonarins Ólafs, tók á móti okkur fagnandi, var oft sem einn í hópnum og sló á létta strengi. Hann var okkar maður sem var örugglega ekki á margra færi. Hús þeirra Kolbrúnar við Hring- brautina stóð okkur ávallt opið. Það var okkar Lækjartorg og var margt brallað í skrifstofu læknisins. Þetta var virðulegt menningarheimili og þangað sóttum við mikla visku. Oft á tíðum höfðu menn um allt annað að hugsa en heimalærdóminn en til að friða samviskuna voru töskurnar með skólabókunum geymdar næt- urlangt á skrifstofu Stefáns í þeim tilgangi að lært yrði í þær eins og haft var á orði. Aldrei ömuðust hjónin út í þessa vitleysu okkar frekar en önnur uppátæki. Stefán var læknir fólksins í orðs- ins fyllstu merkingu. Alltaf gaf hann sér tíma til að lina þjáningar þó utan hefðbundins vinnutíma væri og heimsóknir til hans voru skemmtistundir í afslöppuðu um- hverfí. Eyrnaverkurinn hvarf og frá honum fór ég alltaf endurnærður á sál og líkama. Ég þakka honum samferðina og sendi Kolbrúnu Ól- afsdóttur og fjölskyldu innilegustu samúðarkveðjur. Steinþór Guðbjartsson. Stefán Ólafsson læknir er látinn. Hans verður saknað af mörgum og er það að vonum, jafnmarga kosti góða og hann hafði til að bera. Hann var Reykvíkingur. Afi hans, Þorsteinn Tómasson, keypti járn- smiðju Teits Finnbogasonar að Lækjarkoti. Hann kvæntist Val- gerði, dóttur Ólafs síðasta ábúanda Lækjarkots, sem lengi var bæjar- fulltrúi. Reisti hann íbúðarhús þar á lóðinni, og stendur það enn á horni Skólabrúar og Lækjargötu. Dóttir hans bjó þar til æviloka. Ólafur sonur Þorsteins fór í skóla og nam læknisfræði. Að því námi loknu fór hann utan og lagði stund á þrönga sérgrein, einn af fyrstu íslendingum sem það gerðu, fyrst í Kaupmannahöfn, en síðan í Berlín og Múnchen. Þegar heim kom byggði hann sér hús á Lækjarkots- lóðinni við Skólabrú og bjó þar alla ævi. Standa bæði hús þeirra feðga enn og sýnast jafngóð og þegar þau voru ný. Þetta var traust fólk, sem ekki hraktist fyrir misvindum tísku, það treysti á sjálft sig, gaf lítið um laus- ung málskrafsmanna, og tjaldaði ekki til einnar nætur. Þetta var jarð- vegur sá sem Stefán var sprottinn úr og umhverfi það sem hann ólst upp í. Hann var prúðmenni, hæglát- ur, hógvær og hófsamur, en kunni vel að gleðjast á góðri stund, þó aldrei ofsakátur og notaði ekki stór- yrði. Eftir að hafa lokið læknisnámi við Háskólann hugðist hann taka fyrir háls-, nef- og eyrnasjúkdóma eins og faðir hans hafði gert. í upphafi aldarinnar sóttu íslend- ingar framhaldsnám til Evrópu, þeir sem áttu þess kost, og leituðu læknar og verkfræðingar helst til Þýskalands. Þegar leið á öldina fóru læknar að leggja leið sína til Banda- ríkja Ameríku. Mér hefír skilist á fróðum mönnum að íslendingar hafí ætíð farið þangað sem fróð- leiksloginn brann glaðast, og mig minnir að Halldór Laxness segi ein- hvers staðar, að þegar Evrópa lá lágt á miðöldum hafi þeir farið á bak við Evrópu, til Býsanz, sem þá var glæsilegust borga. Stefán tók sérnám sitt við Mayo Clinic í Rochester, Minnesota, og þóttu ekki aðrir staðir betri þá til náms, og fáir jafngóðir í veröld- inni. Hann settist að í Reykjavík 1948 og varð fljótt vinsæll læknir og eftirsóttur. Hann tók við kennslu í sérgrein sinni við Háskóla íslands 1951 og annaðist hana þar til 1987 að hann varð sjötugur. Faðir hans, Ólafur Þorsteinsson, hafði sinnt þessari kennslu frá því Háskólinn var stofnaður og þar til hann náði sjötugsaldri, og verið ráðunautur Landspítala í sinni grein frá því sá spítali tók til starfa. Ég tel, að það sé fágætt að tveir feðgar sitji á sama kennarastóli í háskóla hvor eftir annan í fulla þijá aldarfjórðunga, og lýsir báðum, en þó Stefáni meira, því þá var fleiri manna völ. Hann var góður kenn- ari og vel látinn af nemendum sín- um. Kennslan var skýr, byggð á staðgóðri þekkingu, sett fram á látlausu máli og af glöggum skiln- ingi á því á hvað bar að leggja áherslu þann takmarkaða tíma sem kennslunni var ætlaður. Þeir feðgar lögðu sjúklinga sína í Landakotsspítala. Þó þeir væru tengdir Landspítala stunduðu þeir þar aðeins þá sjúklinga sem þar lágu af öðrum orsökum. Á þeim fjörutíu árum sem ég vann í Landa- koti átti ég þess kost að kynnast báðum, og þó Stefáni því meira sem hann var nær mér í aldri. Hann var dáður af sjúklingum sínum, vel lát- inn af starfsfólki og virtur af kolleg- um. Aldrei vissi ég til að kastaðist í kekki með honum og nokkrum manni þar. Hann var hamingjumaður í einkalífí sínu. Kona hans er hóglát hefðarkona, sem bjó honum og börnum þeirra þremur friðsælt menningarheimili. Gestum þeirra var hún góður gestgjafi, veitul og glaðsinna, en kætin var tempruð af meðfæddri hæversku, svo öllum leið vel í návist hennar. Var það sama að segja um þau hjón bæði. Ég hygg þau hafí verið vel sæmd hvort af öðru. Ég trúi, að margir yrðu til þess að gráta Stefán úr helju, ef þess væri kostur nú. Bjarni Jónsson. Við vinir Stefáns Ólafssonar, sumir allt frá skólaárum, höfum f hálfa öld átt ánægjustundir með Stefáni. Við höfum þá mætt í morg- unkaffí áður en gengið hefur verið til daglegra starfa. Hafa þá ýmsir okkar, eins og Stefán, verið búnir að fá sér sundsprett. Við söknum eðlilega vinar í stað. Hann prýddi það sem prýðir góðan dreng. Hann var mannkostamaður í bak og fyrir og sannur vinur vina sinna. Við- ræðugóður var hann og lagði sitt til málanna er við spjölluðum um dægurmálin yfír kaffinu. Ekki voru það endilega þungavigtarumræður, en í senn upplýsandi og skemmti- legar, með hæfilegu húmorívafí. Það var lærdómsríkt að kynnast æðruleysi Stefáns. Þegar veikindi hans spurðust og allt til hinsta fund- ar okkar með honum, um 10 dögum fyrir lát hans, var svo sannarlega varla nokkum bilbug á honum að finna. Hann tók þá eins og ótal aðra morgna virkan þátt í spjalli okkar og kvaddi brosleitur að vanda. Samfylgd okkar með Stefáni verður ekki lengri. Yfir minning- unni um hann verður hinn hressi blær. Svo mun ætíð verða í hugum okkar og hinna fjölmörgu vina hans, og þeirra annarra er höfðu af hon- um meiri eða minni kynni sem lækni hér í borginni áratugum saman, vegna þægilegrar framkomu hans og yfírlætisleysis. Fjölskyldu Stefáns og öðrum ættingjum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Kaffifélagar í hálfa öld, í Austurstræti, Morgun- blaðshúsinu og Suður- landsbraut. tö^uíii flþ omiu! íid íjá um tMINMWM JIÓTÍL ÓOÍC IttSUIlltSKT • (flft Upplýsingar í s: 551 1247 t Elskuleg eiginkona mín, NINNA NIELSEN (KRISTÍN SIGURBJÖRNSDÓTTIR), andaðist 20. febrúar á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. Holger W. Nielsen. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR LÁRA KRISTJÁNSDÓTTIR, Aðalgötu 14, Stykkishólmi, lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi hinn 23. febrúar sl. Erla Guðný Sigurðardóttir, Þórólfur Danfelsson, Gyða Sigurðardóttir, Jóhannes Þórðarson, Jóhanna Kristfn Sigurðardóttir, Sigurberg Árnason, Gerður Ruth Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, JÓN DAL ÞÓRARINSSON, Árskógum 6, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. febrúar. Sigurveig Jóhannesdóttir. t Móðir okkar, SIGRÍÐUR FRIÐFINNSDÓTTIR, Drápuhlfð 42, verður jarðsett frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 26. febrúar kl. 15.00. Asa Jónsdóttir, Ásgeir Jónsson, Þorvaldur Jónsson, Margrét Ásta Jónsdóttir. t Elskulegur faðir okkar, ÞÓRÐUR ELLERT GUÐBRANDSSON, fyrrv. verkstjóri 1 v 1 hjá Olfuverslun Islands, áður Sporðagrunni 2, lést á Droplaugarstöðum 21. febrúar. Jarðarförin veröur auglýst síðar. Börnin. t Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu, langömmu, langalangömmu og systur, ÁRNÝJU SVEINBJÖRGU ÞORGILSDÓTTUR, Leifsgötu 24, Reykjavfk. Ósk Valdimarsdóttir, Sigurveig Valdimarsdóttir, Friðrik Andrésson, Guðbjörg Bjarnadóttir, Benedikt Gunnarsson, barnabörn, barnabarnabörn og systur hinnar látnu. t Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐSVEINS BJÖRGVINS ÞORBJÖRNSSONAR, Sólvangi, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólvangs og Knattspyrnufé- laginu Haukum, Hafnarfirði. Gunnar Guðsveinsson, Heiga Þ. Guðmundsdóttir, Oddrún Guðsveinsdóttir, Gestur Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. i \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.