Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 19 VIÐSKIPTI Fjárfestingar- tryggingar í boði SVONEFNDAR fjárfestingar- tryggingar sem svissneska tryggingafélagið Winterthur er með eru nýjung hér á landi sem nú er boðið upp á. Miðað er við að trygging sé keypt með ein- greiðslu sem er að lágmarki tvær miiyónir króna, en ekki er um reglulegan sparnað að ræða eins og reglan er í mörg- um öðrum lífeyristryggingum sem hér hafa verið á boðstólum. íslenska vátryggingamiðlunin ehf. miðlar fyrir Winterthur, en fyrirtækið fékk starfsleyfi í nóvember síðastliðnum og hef- ur einnig miðlað til bresku fé- laganna Sun Life og Friends Provident. Karl Jónsson er fram- kvæmdastjóri íslenskrar vá- tryggingamiðlunar. Hann sagði að með aðild að Evrópska efna- hagssvæðinu hefði íslendingum opnast aðgangur að erlendum tryggingafélögum innan svæðisins og jafnframt ný leið til lífeyrissparnaðar. Fyrir tíma aðildar hefðu erlend trygginga- félög orðið að hafa starfsstöð eða útibú hér á landi, sem ekki hefði verið fýsilegt vegna mik- ils kostnaðar ojg smæðar markaðarins. I dag gætu er- lendu félögin boðið þjónustu sína fyrir milligöngu vátrygg- ingamiðlara,sem væri ný starfsstétt á íslandi, en gegndi víða erlendis lykilhlutverki milli tryggingataka og tryggingafé- laga. Þeir störfuðu samkvæmt lögum um vátryggingastarf- semi nr. 60/1994 og til starfsem- innar þyrfti leyfi viðskiptaráð- herra. Vátryggingamiðlarar störfuðu sjáifstætt og væru óháðir einstökum tryggingafé- lögum. Starfsábyrgðartrygging Karl sagði að vátrygginga- miðlari þyrfti að uppfylla ákveðin skilyrði til að fá starfs- leyfi hér. Til dæmis bæri honum að hafa 25 miiyóna króna starfsábyrgðartryggingu, sem bætti hugsanlegt tjón, sem hann af gáleysi ylli tryggingataka. Vátryggingaeftirlitið hefði eft- irlit með starfsemi miðlara og ræki neytendamáladeild, sem væri ráðgefandi varðandi hugs- anleg ágreiningsefni. „Við erum óháðir einstökum tryggingafé- lögum og okkur ber að veita neytandanum hlutlausa ráð- gjöf,“ sagði Karl. Hann sagðist sjá fram á mjög aukna samkeppni á trygginga- sviðinu hér á landi. Hérlend tryggingafélög hefðu ekki sinnt svokölluðum söfnunartrygging- um, þar sem færi saman líf- trygging og sparnaður, og á því sviði kæmu erlendu trygginga- féiögin mjög sterk inn á mark- aðinn hér. Auk miðlunar fyrir Sun Life og Friends Provident, sem hefðu verið hér á markaði um nokkurn tíma, myndu þeir einnig miðla fyrir Winterthur í Lúxemborg, sem sérhæfði sig í fjárfestingartryggingum. Það TILBOÐ: Kjúklingabiti 99 kr væri í eigu Winterthur í Sviss, stofnað 1875 og væri fjórða stærsta tryggingafélag í Evr- ópu. Að mati óháðs aðila, Stand- ard & Poor, væri það eitt örugg- asta fjármálafyrirtæki Evrópu. Fastir starfsmenn þess væru yfir 26 þúsund og sjóðir þess losuðu 60 miljjarða Bandaríkja- dala. Karl sagði að þarna byðist fjárfestum tækifæri til þess að kaupa sér tryggingu sem jafn- Morgunblaðið/Ásdís AÐSTANDENDUR íslenskrar vátryggingamiðlunar ehf. Frá vinstri Karl Jónsson, Sigurður Þ. Sigurðsson, Kristinn R. Sigurðsson, Hall- dór B. Baldursson, Trausti Sigurðsson og Jón Kristinn Snæhólm. framt væri fjárfesting. Kaup á iíftryggingu fæli jafnframt í sér sjóðsaðild. Ekki væri um reglubundinn sparnað að ræða en hægt væri hvenær sem væri á tímabilinu að borga til við- bótar inn á trygginguna ef upphæð væri yfir ákveðnu lág- marki. Karl sagði að auk lífeyris- trygginga stefndi fslenska vá- tryggingamiðlunin að því að vera einnig með aðrar tegundir trygginga eins og skaðatrygg- ingar. f næstu viku væri væntanlegur hingað tii lands fulitrúi frá Lloyds í Bretlandi sem myndi vinna náið með þeim. Ætlunin væri að útvíkka starfsemina og starfa almennt á tryggingasviðinu. TÆ K M I VÆ D D MTÍÐ M I L U M □ G SSEITMIMGjU Námstefna um margmiðlun og framtíðina í markaðssetningu og miðlun upplýsinga á íslenska markaðsdeginum í Háskólabíói, föstudaginn 28. febrúar kl. 09:15. Scott Woelfel. CNN Interactive. Stefán Kjartansson. CNN Interactive. Kolbeinn Arinbjarnarson. Baráttan um viðskiptavininn: Tækni leysir tilfinningar af hólmi. Geir Borg, Gagarín, Einar Guðmundsson og Viðar Jóhannsson, Sjóvá-Almennum. Gerð margmiðlunarkennsluefnis. Eyþór Arnalds: OZ er meira en grafík! Ásgeir Friðgeirsson. Veraldarvefurinn: Þjóðbraut viðskipta og þjónustu. Þ A1 I rÓKUGJALD DC3 SKRANING Þátttökugjald fyrir félaga í ÍMARK er 6.900 kr. og 9.900 kr. fyrir aðra. Innifalið er léttur hádegisverður og kaffiveitingar. Þátttökugjaldið má greiða með VISA og EURO. Skilyrði fyrir því að fá aðgöngumiða á félagsverði ÍMARK er að viðkomandi hafi greitt félagsgjöld. Hægt er að greiða félagsgjöld við skráningu eða við innganginn. Skráning fer fram á skrifstofu ÍMARK í síma 568 9988. Einnig má tilkynna þátttöku með því að senda fax í sama númer eða í gegnum tölvupóst: imark@mmedia.is. Tilkynnið þátt- töku sem fyrst þar sem sætafjöldi er takmarkaður og búast má við mikilli aðsókn. Munið verðlaunaafhendinguna fyrir Athyglisverðustu auglýsingar ársins (AAÁ) í Háskólabíói, föstudaginn 28. febrúar kl.15:30. STUÐN I NGSAÐILAR ÍMARK: HVSARK- Margt smátt AUClfSINCAVORUR m SVANSPRENT ehf OPIN KERFIHF Whpl nevvueT PACKAMi 1 PÓSTUR OG SlMI HF ojpwsallt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.