Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 25 ERLENT Dönsk skýrsla um stækkun ESB Aðild A-Evrópuríkja árið 2000 óraunsæ Kaupmannahöfn. Morg-unblaðið. ALLT tal stjórnmálamanna um að Austur-Evrópuríkin geti fengið aðild að Evrópusambandinu árið 2000 er óraunsætt og væri nær að tala um 2003-2005. Þetta eru niðurstöður skýrslu, sem danska utanríkismála- stofnunin, DUPI, vann að beiðni Evrópunefndar danska þingsins. Svipaðar raddir heyrast reyndar einnig frá Austur-Evrópu og þannig sögðu bæði pólskir og ungverskir ráðherrar nýlega á alþjóðlegu efna- hagsmálaráðstefnunni (World Ec- onomic Forum) í Davos að óraun- sætt væri að tala um aðild árið 2000. Danska stjórnin hefur hingað til sett það á oddinn að fyrstu Austur- Evrópulöndin yrðu aðilar að ESB árið 2000. Stjórnin ber ekki aðeins hag Austur-Evrópu fyrir btjósti, heldur er stækkun ESB mikilvæg röksemd á heimavelli til að vinna fylgi kjósenda í þjóðaratkvæða- greiðslum, sem væntanlega eiga eft- ir að verða um niðurstöðu ríkjaráð- stefnu ESB og undanþágur Dana frá Maastricht-sáttmálanum. í skýrslu DUPI, Europæisk stab- ilitet: EU’s udvidelse med de centr- 'dl- og esteuropæiske lande, segir hins vegar að árið 2000 sé fremur táknrænt en raunsætt takmark, ekki aðeins vegna seinagangs ESB, held- ur ekki síður vegna þess að það taki nýju aðildarlöndin tíma að aðlagast breyttum aðstæðum. í skýrslunni er einnig tekið upp samhengi ESB og NATO og þeirri spurningu velt upp hvort og þá hvernig um verði að ræða einhveija verkaskiptingu þeirra hvað varði aðild Austur-Evr- ópulanda að þessum tveimur sam- tökum. Bjartsýni stjórnmálamanna Skýrslan hefur þegar valdið um- ræðu í Danmörku vegna hinnar mis- munandi tímasetningar stjórnmála- manna annars vegar og sérfræðinga hins vegar. Ove Fich, formaður Evr- ópunefndar þingsins, hafnar ekki niðurstöðum skýrslunnar, en segist sem stjórnmálamaður kjósa að halda sig við bjartsýna von um að stækk- unin gangi fljótt fyrir sig, þó annað kunni síðan að koma í ljós. Fegurðin og evróið Brussel. Reuter. MEÐþví að flylja ræðu um ágæti hinnar sameiginlegu Evrópumyntar, evrósins, vann hin nítján ára gamla Sandrine Durant sér um helgina inn titil- inn „Ungfrú Brabant Wallon“. Frá þessu sagði belgíska dag- blaðið Vers L’Avenirí gær. Með sigrinum ávann Sandrine sér réttinn til að taka þátt í keppn- inni „Ungfrú Belgía 1997“. Reuter EMU mun ekki verða að veruleika 1999, segir Kenneth Clarke. Kenneth Clarke, fjármálaráðherra Bretlands Segir að EMU mum semka London. The Daily Telegraph. KENNETH Clarke, fjármálaráð- herra Bretlands, gaf í skyn um helg- ina, að hann tryði því að ekkert yrði af Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu, EMU, í janúar 1999 eins og að er stefnt. Clarke, sem hefur verið einna já- kvæðastur allra forystumanna brezka íhaldsflokksins í garð Evr- ópusamrunans, sagðist í sjónvarps- viðtali á sunnudag vera sammála Wilhelm Noelling, fyrrverandi stjórn- armanns þýzka seðlabankans, Bund- esbank, sem hefur sagt að forða bæri Evrópu frá „martröðinni" sem sameiginleg mynt yrði, ef skilyrðun- um fyrir myndun hennar væri ekki fylgt út í æsar. Noelling, sem um tíma var fjár- málaráðherra sambandslandsins Hamborgar og síðar um skeið for- seti bankastjórnar seðlabankans, hefur hótað að kæra þýzku ríkis- stjórnina, ef hún dirfðist að reyna að sveigja Maastricht-skilyrðin til. Clarke sagði það vera mjög ólíklegt að af myntbandalaginu yrði í janúar 1999. „Það er allt umvafið vafa eins og er og ég tel okkur hollast að fara varlega," sagði ráðherrann. En hann vildi leggja áherzlu á að brezka ríkis- stjórnin væri ekki andsnúin mynt- bandalaginu í sjálfu sér, aðeins ef forsendur þess yrðu veiktar. Hann sagði útilokað að af EMU yrði án þátttöku hvort tveggja Þýzkalands og Frakklands. Hann sagðist ekki trúa því að Þýzkaland myndi reyna að útvatna skilyrðin, en benti á að efnahagsástandið í landinu gæti seinkað því að hin sam- eiginlegu mynt verði tekin upp. SEMENTSBUNDIN FLOTEFNI Uppfylla ströngustu gæöakröfur • Rakaheld án próteina * Níðsterk • Hraðþornandi * Dælanleg eða handílögð » Hentug undir dúka, parket og til ílagna 147 PR0NT0 154 PRESTO 316 REN0V0 Efni frá: ISNASARGÓLF Smlðjuvegur 72,200 Kópavogur Simar: 564 1740,692 4170, F«: 5541769 Vikutilboð áKanarí 18. mars frákr. 39*932 Við eigum nokkrar viðbótaríbúðir þann 18. mars í viku á Ensku ströndinni og á okkar vinsælasta gististað, Green Sea. Nýttu þér þetta einstaka tilboð og stökktu í sólina með beinu flugi Heimsferða.Toppgististaður, Green Sea, með allri þjónustu, íþróttaaðstöðu, góðum garði, verslunum, veitingastöðum og skemmtidagskrá. Verðkr. 39*932 M.v. hjón með 2 börn, 2-14 ára, Green Sea, 1 vika. Verðkr. 49*960 M.v. 2 fúllorðna í stúdió, Green Sea, 18. mars, 1 vika. Toyota Corolta XLi Sedan árg. '94, ek. 22 þús. km„ vín- rauður, sjálfsk., saml., spoiler. Verð 1.170.000. Ath. skipti. Nissan Sunny SLX 4WD árg. '92, ek, 63 þús. km„ dökkgrár, 5 g. Verð 1.070.000. Ath. skipti. MMC Lancer GLXi 4WD árg. '91, ek. 109 þús. km, hvítur, 5 g. Verð 760.000. Bein sala. 3VW Golf GL 1800 árg. '95, ek. 113 þús. km„ dökkblár, sjálfsk., álfelgur. Verð 1.230.000. Ath. skipti. Mazda 323 St. 4WD árg. '94, ek. 67 þús. km„ dökkgrár, 5 g„ álfelgur. Verð 1.120.000. Ath. skipti. MIKIÐ ÚRVAL AF NÝLEGUM BÍLUM - ALLAR GERÐIR - ÚTVEGUM BÍLALÁN I M. Benz 190E 2,3 árg. '93, ek. 56 þús. km„ svartur. sjálfsk., I sóllúga, álfelgur, ABS, leður, rafm. í öllu. Verð 2.300.000. I Ath. skipti. SiiiS—i ' wmsmammsmm Félag Löggiltra Bifreiðasal Funahöfða 1 • Sími: 567-2277 • Rífandi sala • Fríar auglýsingar • Frítt innigjald Sölumenn: Ingimar Sigurösson, lögg. bifr. Axel Bergmann Til sölu allar gerðir af Grand Cherokee Laredo og Ltd., bæði 6 cyl. og 8 cyl. Góðir fyrir íslenska vetrarófærð. Dodge Caravan Grand 4WD árg. '95, ek. 33 þús. km., dökkgrænn, 7 manna, einn með öllu, góður fyrir stórar fjölskyldur. Verð 2.950.000. Ath. skipti. Áhv. bílalán. I Chevrolet Blazer 4,3 árg. '96, ek. 3 þús. km., vínrauður, sjálfsk., álfelgur, samlæs- ingar, ABS. Verð 3.500.000. I Ath. skipti. Toyota Double Cap dísel, árg. '91, ek. 156 þús. km., rauður, hús, 31" dekk. Verð 1.350.000. Ath. skipti. Toyota Corolla St. XLi árg. H '97, ek. 9 þús., hvítur. Verð | 1.480.000. Áhv. bílalán. sali U Toyota Corolla XLi H/B árg. '96, ek. 20 þús. km., dökkblár, 5 g. Verð 1.190.000. Ath. skipti. Hönnun: Gísli B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.