Morgunblaðið - 25.02.1997, Page 31

Morgunblaðið - 25.02.1997, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 31 LISTIR A hljóðu nótunum KAMMERKÓR Kvennakórs Reykjavíkur. TÓNLIST Digrancskirkja KÓRTÓNLEIKAR VOX FEMINAE Stjómendur Sibyl Urbancic og Mar- grét Pálmadóttir. 21. febrúar kl. 20. HELDUR var laklega mætt á þá forvitnilegu tónleika sem framundan voru. Forvitnilegir kannski fyrst og fremst vegna gestastjórnanda kórs- ins, komin alla leið frá Vínarborg, en okkur Frónbúum ekki að öllu ókunn og þá ekki hvað síst vegna föður hennar, sem stóran þátt átti í uppgangi tónlistarviðburða á landi voru fyrr á öldinni, ekki síst sem hljómsveitarstjóri og stjórnandi Tón- listarféiags- og síðar Þjóðleikhús- skórsins. Frá Austurríki tók hann tónlistarhefðina með sér og nú kem- ur dóttir hans, einnig frá Austurríki, sem kórstjóri og stjórnar „kammer- kór“ úr Kvennakór Reykjavíkur á tónleikum í Digraneskirkju. Ekki mun þetta þó í fyrsta skipti sem Si- byl stjórnar Kammerkórnum á tón- leikum, en í þetta sinn leggur hún áherslu á höfunda 20. aldarinnar og aðallega núlifandi. Elstur höfunda kvöldsins er líklega Giacinto Scelsi, f. 1905. Alleluja hans hljómaði mjúkt og fallega úr hliðarsölum kirkjunnar. Þættir úr „Agnarsmárri messu“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson, messu sem hann samdi í tilefni af vígslu sr. Ein- ars bróður síns 22. júní 1969. Fyrst kom falleg Friðarbæn, sungin hreint og fallega mótuð. Dýrðarsöngurinn var næstur og þar reynir Þorkell til hins ýtrasta á söngvarana og kannske örlítið fram yfír það. Tónbil þar, hver á fætur öðru, eru svo erfið í söng að varla er mögulegt að syngja algjörlega hreint. Mín skoðun er að aldrei skyldi maður skrifa þau tónbil fyrir söngraddir sem maður ekki getur nokkuð auðveldlega sungið sjálfur, það sem framyfir er verður mínus fyrir verkið, en tekið skal fram að þetta fannst mér eingöngu eiga við um Dýrðarsönginn. Salutatio Mariæ eftir Jón Nordal kom næst eftir Dýrðarsönginn. Jón segir að þetta lag, upprunalega sam- ið fyrir barnakór, hafi brotið ísinn. Hann byijaði aftur að skrifa kór- verk, nokkuð sem hann hafði ekki gert um áratuga skeið. Jón hefur skapað sér fastmótaðan harmónísk- an stíl, sem ekki hvað síst kemur fram í kórverkum hans, stíl sem hann hefur byggt upp, alltaf er hægt að leita til ef komið er út í villur, einskonar heimili með persónulegum munum, þar sem Jón einn ríkir og á heima. Og vonandi koma enn áratug- ir þar sem söngurinn fær að njóta sín. Ave Maria eftir Anton Heiler er engin framúrstefnutónlist, en átti vel heima í efnisskránni. Ave María eftir G. Scelsi einrödd- uð og sungin frammi í hliðarsal virt- ist eitthvað óörugg. Ef undirritaður hefur heyrt rétt, fór að minnsta kosti einröddunin út um þúfur á óvænt- ustu stöðum. Trúaijátning úr messunni hans Þorkels kom næst. Tónbilin ekki eins miskunnarlaus og í Dýrðarsöngnum og skilaði sér vel. Sibyl veit auðsjá- anlega og auðheyrilega hvar hún stendur sem stjórnandi. Allar hennar hreyfíngar eru réttar, engar óþarfa bendingar, sveigjur eða beygjur og þar með skilar sér allt það sem stjórn- andinn getur vænst að fá út úr hljóð- færinu og á þessum tónleikum kaus Sibyi að láta kórinn syngja sem mest á hljóðu nótunum, sem var mjög viturlegt. Sem sagt, hér var „professional" stjórnandi á ferðinni sem kann sitt fag og líklega stjórn í blóð borin. Salve Regina eftir Hjálmar H. Ragnarsson er falleg íónsmið, en hér var stjórnunin ekki á „professional" nótunum. Margrét Pálmadóttir stjórnaði þessu verki og féll í flestar þær villur sem stjómendur eiga að varast. Of langt mál er að telja þær allar upp, en þetta þarf að lærast, eins og annað og t.d. má stjórnun aldrei fara út í það að gera sjálfan sig að stærra númeri en verkið sem verið er að flytja, útkoman verður samnefnari kunnáttuleysisins. Haustvísur til Máríu eftir Atla Heimi eru einfaldar og fallegar. Síð- asta atriðið úr messu Þorkels, Guðs lamb, var hljóðlátur og fallegur end- ir Agnarsmáu messunnar Þorkels. Tónleikunum lauk með An Alleluia Super-Round , eftir ameríska tón- skáldið William Albright, einskonar kanonsöngur, þar sem kórmeðlimir gengu syngjandi um meðal kirkju- gesta og röðuðu sér síðan syngjandi upp við enda bekkjaraðanna. Falleg- ur endir. Ragnar Björnsson I deiglunni KVTKMYNDIR Rcgnboginn MÚGSEFJUN „The Crucible" ★ ★ ★ Leikstjóri: Nicholas Hytner. Hand- rit: Arthur Miller byggt á leikriti hans, I deiglunni. Kvikmyndataka: Andrew Dunn. Tónlist: George Funton. Aðalhlutverk: Daniel Day- Lewis, Winona Ryder, Joan Allen, Paul Scofield, Bruce Davidson, Rob Campell, Jeffrey Jones. 20th Century Fox. 1996. LEIKRIT Arthur Millers, í deiglunni eða „The Crucible", er iðulega tengt við McCarthyism- ann og kommúnistaveiðarnar í Bandaríkjunum á sjötta áratugn- um og með réttu. í stað norna- veiðanna sem leikritið fjallar um, en það hefur nú verið kvikmynd- að eftir handriti Millers sjálfs og myndin er sýnd í Regnboganum undir heitinu Múgsefjun, má auð- veldlega setja kommúnistaveiðar. Það er athyglisvert að skoða hlið- stæðurnar þarna á milli því þær eru mjög skýrar. Verkið er um rógburð sem leggur undir sig lít- ið trúarlegt samfélag fyrr á öld- um þar sem krafan um játningu frammi fyrir rétti verður allsráð- andi og hvernig má bjargast frá tortímingu með því að segja frá sömu glæpum samborgara sinna. Það er um samfélag þar sem menn sjá beinan hag sinn í því að rógbera aðra, þar sem dómur og aftaka byggist á ljúgvitnum og þar sem ríkisvaidið sjálft verð- ur glæpsamlegt fórnarlamb einkahagsmuna og móðursýki. Samfélagið eitrast og einkennist af ofstækisfullum og hatrömm- um ofsóknum þar sem rök og trúverðugleiki og sannleikur vík- ur fyrir hatri og umburðaleysi og það skiptist í þá sem eru of- sóttir og þá sem ofsækja. Þótt kommúnistaveiðarnar skipti kannski litlu máli í dag á efni leikritsins erindi á öllum tím- um og leikstjórinn Nicholas Hytner sýnir með kvikmynda- gerðinni að það er ekkert síður um bældar ástríður og tilfinn- ingahita sem kemst ekki upp á yfirborðið fyrr en um seinan og sjúklega afbrýðisemi og mann- hatur. Fyrir utan nú að bjóða uppá mjög magnað réttardrama, sem þykir einatt spennandi efni- viður í kvikmyndirnar og Hytner nýtir til fulls sem slíkt. Myndin er svolítið brokkgeng framan af en eftir að hún er komin í gang um miðbikið situr maður sem límdur yfir töfrum Arthurs Mill- ers og kræsilegs leikhópsins und- ir styrkri stjórn Hytners, sem áður færði annað leikrit með ágætum árangri í kvikmynda- búning, Geggjun Georgs kon- ungs. Daniel Day-Lewis, er leikið getur hvaða hlutverk sem er að því er virðist fölskvalaust, túlkar bóndann John Proctor sem mann er fær styrk sinn frá jörðinni og búskapnum og einföldum lífs- reglum sem hann vék eitt sinn frá og fær nú að gjalda fyrir. Day-Lewis moldugur, með hár niður á herðar og skegg í andlit- inu, talar máli réttvísinnar og sannleikans og er maður svo gegnheill siðferðilega og jarð- bundinn að mann langar helst til að vitna með honum þarna á tjaldinu; skrýtið hvað Daníel tekst alltaf að vera heilagur í myndum sínum án þess að gera það auvirðilegt. Joan Allen, sem leikur eiginkonu hans, vinnur heila ævisögu úr litlu öðru en samanbitnum munnsvip og krosslögðum höndum sem gefa til kynna kaldlyndi en að baki býr brennandi eftirsjá eftir hlý- legra samlífi. Winona Ryder er sú með erfiðasta hlutverkið því hún fær enga samúð áhorfand- ans en því meira hatur og hún sleppur vel frá sínu sem gersam- lega samviskulaust og ófor- skammað stúlkukvikindi í leit að hefnd. Aðrir leikarar leggja aukinn þunga í dramatíkina, sérstaklega Paul Scofield sem dómarinn. Fyrir utan að vinna vel með leikurunum skapar Hytner verki Millers ramma sem feilur ágæt- lega að hinum sálfræðilegu átökum. Lýsingin er myrk og umhverfið sólarlaust og búning- ar litlausir og hýbýli drungaleg. Nærmyndirnar lokast um andlit afskræmd i lygi eða upplýst í sannleika þangað til ekkert er eftir nema mannleg reisn. Og þar er heilagur Daníel blessun- arlega réttur maður á réttum stað. Arnaldur lndriðason Ný ferðamannamiðstöð við Ingólfstorg MÁ Bjóða Þér Pláss? í þessu þjóðfræga húsi við Hafnarstræti í Reykjavík verður brátt gerð tilraun til að opna ferðamannamiðstöð þar sem fyrirtækjum og einstaklingum býðst að leigja aðstöðu fyrir verslun og þjón- ustu eða annað tengt erlendum ferðamönnum með aðaláherslu á eftirfarandi: Opnar vinnustofur/verslanir listamanna (Workshop) «•“ Upplýsingaþjónustu «•“ Gjaldeyrisþjónustu «•“ Bóka-, blaða- og kortasölu «•“ Farmiðasölu «•“ Verslun með sérpakkaða mat- og drykkjarvöru «•“ Sölu á hvers konar afþreyingu um land allt «•“ Utvegun gistirýmis; hótel, bændagisting, gistiheimili «•" Sæta- og útsýnisferðir, bíla- og hestaleigu, hvalaskoðunarferðir «•“ Sýningaraðstöðu og þess háttar Við óskum sérstaklega eftir listamönnum og handverksfólki sem hefur áhuga á að vinna að list sinni, öllum sýnilegt. Einnig bílaleigu og fyrirtækjum sem bjóða upp á útsýnis- og sætaferðir. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessari tilraun með okkur eru beðnir að senda símbréf með nafni sínu og síma ásamt upplýsingum um starfsemina í 551 6109 fyrir 28. febrúar nk. Áhugahópur um Eflingu Ferðaþjónustu og Kynningu á Sérkennum Íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.