Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkær dóttir okkar og systir, BRANDÍS KRISTBERGSDÓTTIR, Hjallavegi 23, Reykjavík, sem lést á Barnaspítala Hringsins 17. febrúar sl., verður jarðsungin frá Ás- kirkju miðvikudaginn 26. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna. Kristberg Óskarsson, Ingiríður B. Þórhallsdóttir, Harpa Stefánsdóttir, Bergþóra Kristbergsdóttir. t MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR, Fornhaga 13, Reykjavík, sem lést í Landakotsspítala 18. febrúar, verður jarðsungin miðviku- daginn 26. febrúar frá Neskirkju og hefst athöfnin kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim, er vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Tryggvi P. Friðriksson, Elfnbjört Jónsdóttir, Hallfrfður Bjarnadóttir, Einar Þorvarðarson, barnabörn og barnabarnabarn. t Elskuleg móöir okkar, tengdamóðir og amma, ÞORBJÖRG SIGRÍÐUR JÓIMSDÓTTIR frá Kleifarstekk i Breiðdal, Laugateigi 5, Reykjavík, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 26. febrúar kl. 15.00. Nanna Emilsdóttir, Daniel Emilsson, Erna H. Þórarinsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móð- ur, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Norðurbyggð 16, Akureyri. Steinþór Jensen, Guðjón B. Steinþórsson, Svava Ásta Jónsdóttir, Þórey Steinþórsdóttir, Jóhannes Bjarnason, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför bróður okkar, mágs og frænda, HAFSTEINS ÞORSTEINSSONAR, Kirkjuvogi, Höfnum. Guð blessi ykkur öll. Magnús Þorsteinsson, Svavar Þorsteinsson, Margrét Þorsteinsdóttir, Kristinn Þorsteinsson, og systkinabörn. Vordis Inga Gestsdóttir, Sigurlaug Kristjánsdóttir, Magnús Bjarni Guðmundsson, Eygló Björg Óladóttir t Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GÚSTAVS ADOLFS BERGMANN aðalvarðstjóra, Mávabraut 8d, Keflavík. Gunnar Gústavsson, Sigurbjörn S. Gústavsson, Laufey Auður Kristjánsdóttir, Hjalti Gústavsson, Margrét Þóra Einarsdóttir, Ásdi's Gústavsdóttir, Helgi Bragason og barnabörn. LILJA HRAFNHILDUR JÓNSDÓTTIR + Lilja Hrafnhild- ur Jónsdóttir fæddist á Seyðis- firði 16. maí 1922. Hún lést á Land- spítalanum 17. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jón Vigfússon frá Brúnum undir Eyjafjöllum, organ- isti á Seyðisfirði, f. 1890, d. 1976, og Sigurlín Sigurðar- dóttir frá Seyðis- firði, f. 1900, d. 1966. Lilja átti fimm systkini. Þau eru: 1) Valgerður, f. 1920, maki Guðmundur Hjartarson. 2) Lára, f. 1923, d. 1989, maki Valur Hinriksson. 3) Hörður, f. 1925, d. 1983, maki Rós Níels- dóttir. 4) Kristján, f. 1928, maki Guðbjörg Óskarsdóttir. 5) Guð- jón, f. 1929, maki Elísabet Þórðardóttir. Fyrri maður Lilju var Geir Ásmundsson, bóndi og trésmiður frá Víðum í Reykjad- al, f. 28.4. 1906, d. 24.11. 1972. Börn þeirra eru: 1) Haukur Óttarr, f. 8.1. 1942, maki Hulda Ósk Jónsdóttir. Börn þeirra, Guðjón Haukur, maki Bryndís Jóhannesdóttir og Tinna Ósk. Bamaböm, Gunnhildur og Sveinn. 2) Þórhall- ur, f. 6.8. 1945, maki Hjördís Geirs- dóttir. Börn þeirra Þórdís Lóa, sambýl- ismaður Ingimar Örn Ingimarsson, Hera Björk, Geir og Gissur. Bamabarn, Davíð Örn. 3) Erna Sigurlín, f. 19.11. 1953, sambýlismað- ur Hreggviður Jónsson. 4) Hrafn- hildur, f. 5.6. 1963, sambýlismaður Jón Ingi Hinriksson. Börn þeirra, Hinrik Geir, Þór- hallur Ingi og Björg Lilja. Seinni maður Lilju var Ólafur Stefánsson, skipstjóri frá Kvíum í Grunnavíkurhreppi, f. 16.3. 1908, d. 27.11. 1986. Lilja dvaldist í föðurhúsum þar til hún gerðist ráðskona á Hjalla í Reykjadal. Þar kynntist hún fyrri manni sínum og flyst með honum til Húsavíkur og síðan að Víðum í Reykjadal. Þau bjuggu einnig á Selfossi og í Kópavogi. Með seinni manni sínum bjó Lilja í Reykja- vík; Útför Lilju fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Mig langar að minnast Lilju Hrafnhildar Jónsdóttur, elskulegrar tengdamóður minnar, með nokkr- um orðum. Kynni okkar hófust er hún hóf störf í „Hafnarsjoppunni" á Selfossi fyrir nokkrum áratugum, þá nýflutt norðan úr landi ásamt eiginmanni sínum, Geir Ásmunds- syni trésmið, og börnum þeirra. Þetta var á þeim árum, þegar „Randaflugan" og „Hafnarsjoppan" gegndu hlutverki félagsmiðstöðva unglinga á Selfossi. Lilja vann sér fljótt hylli og traust allra sem hún umgekkst, og kynslóðabil varð að engu í hennar návist. Það var svo um ári seinna að ég kom inn á heimili þeirra Geirs sem tilvonandi eiginkona Þórhalls sonar þeirra, og er óhætt að segja að mér hafi verið tekið þar opnum örmum, og met ég mikils að hafa átt vináttu þeirra beggja til hinstu stundar. Geir og Lilja fluttu síðan með fjölskylduna „suður“ fyrst til Hafn- arfjarðar og síðan í Kópavoginn, á Kársnesbraut 63, þar sem þau bjuggu lengst hér „sunnan heiða“. Geir var ættaður úr Þingeyjar- sýslu en Lilja frá Seyðisfirði og báru þau bæði með sér einkenni sinna landshluta hvort á sinn hátt. Það var því eilítið framandi fyrir sveitastelpuna sem var svo rækilega ættuð úr „Flóanum" að finna hvað átthagarnir sem voru svo óralangt í burtu, áttu sterk ítök í þeim báð- um. Tónlist var í hávegum höfð á heimili þeirra og var það ósjaldan að Geir tók fiðluna og spilaði ís- lensk og erlend alþýðulög. Lilja, sem hafði þýða og fallega sópran- rödd, söng þá gjarnan með, enda starfaði hún á þessum árum með Pólýfonkórnum og síðan Árnes- ingakórnum í Reykjavík, þar sem við vorum samtíða í nokkur ár. Það var Lilju mikill missir er Geir féll frá á besta aldri eftir erfitt veikinda- stríð árið 1972. Lilja starfaði alla tíð utan heimil- is við ýmis störf, lengst af sem Jiiiniiiii ■ M Erfidrykkjur * PERLAN Simi 562 0200 Erfidrykkjur HÓTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38 Upplýsingar í símum 568 9000 og 588 3550 t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eigin- konu minnar, dóttur, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGURBJARGAR EIRÍKSDÓTTUR, Stuðlaseli 22, Reykjavik. matráðskona og við þrif hjá hinum ýmsu stofnunum. Það var alveg sama hvar Lilja fór, alls staðar var hún vinsæl og virt meðal starfs- manna og fyrsta manneskja að veita liðsinni ef með þurfti. Árið 1974 giftist Lilja seinni manni sínum Ólafi Stefánssyni skipstjóra og flytur til hans á Loka- stíg 13 með yngstu dóttur. sína Hrafnhildi, sem þá var 11 ára. Ólaf- ur leysti það erfiða hlutverk með glæsibrag að ganga 11 ára barni í föðurstað og voru alla tíð miklir kærleikar með honum og Hrafn- hildi, svo og öllum afkomendum Lilju sem hann reyndist eins og sannur fóstri og afi. Nú hófst nýtt tímabil í lífi Lilju er hún sigldi um heimsins höf með Ólafi sínum skip- stjóra á „Svaninum“ og skoðaði hinar ýmsu hafnarborgir í Evrópu og fékk tækifæri til að heimsækja Ernu dóttur sína, sem þá bjó á eyj- unni Sylt við Þýskaland. Sjó- mennskan átti vel við hana og í einni ferðinni tók hún að sér að vera kokkur um borð við mikinn fögnuð skipveija. Árið 1980 verður Lilja fyrir því áfalli að missa heilsuna og liggja á sjúkrahúsi milli heims og helju í marga mánuði. En hún var ákveðin í því að komast á fætur og með óbilandi þrautseigju og hjálp góðra lækna og hjúkrunarliðs komst hún til nokkurrar heilsu á ný. Er Ólafur lét af störfum árið 1984 fluttust þau á Dvalarheimili aldraðra sjó- manna á Hrafnistu í Reykjavík. Ólafur lést þar árið 1986 eftir stutt veikindi. Á Hrafnistu leið Lilju afar vel, þar komu best í ljós eiginleikar hennar til að aðlagast öðru fólki og breyttum aðstæðum. Hún tók virkan þátt í öllu félagslífi og fönd- urvinnu er í boði var og heilsa henn- ar leyfði. Að lokum vil ég koma á fram- færi þakklæti til alls starfs- og vist- fólks á Hrafnistu sem lögðu henni lið, sérstaklega Bjarna Alexanders- syni, sem reyndist henni sannur vinur síðustu árin. Tengdamóður minni þakka ég samfylgdina . Hvíl hún í friði. Hjördís Geirsdóttir. Elsku amma mín. Það er mjög erfitt að vita að þú sért ekki lengur hjá okkur. Ég er mjög þakklát fyr- ir að hafa átt þig fyrir ömmu og aldrei kvartaðirðu yfir neinu, þú varst alltaf svo lífsglöð og ánægð með allt og hafðir alltaf áhuga á hvað ég ætla að gera í framtíðinni. Nú hringir þú ekki í mig og segir mér alls kyns sögur af hvað þú varst að gera um daginn og frá öllu sem er að gerast í kringum þig, þú hafðir alltaf nóg fyrir stafni. Nú munum við ekki lengur hjálpast að og skemmta okkur við að pakka inn jólagjöfunum saman eins og við erum búnar að gera síðustu árin eða síðan ég gat byijað að hjálpa þér. Þetta er svo sárt og ég sakna þín mjög mikið, þú varst alltaf svo glöð og ánægð, þrátt fyrir allt ann- að. Mig langaði að kveðja þig með því að segja þér að mér þykir mjög vænt um þig en við munum hittast seinna. Þangað til ætla ég að hugsa um allar góðu stundirnar okkar saman. Ég veit að nú ert þú í góð- um höndum og nú líður þér vel. Góði Jesús, læknir lýða, líkna mér, sem flý til þín, þjáning ber ég þunga’ og striða, þreytt er líf og sálin mín. Sjá, mitt tekur þol að þverra, þú mér hjálpa, góði Herra, mín svo dvíni meinin vönd, milda þína rétt mér hönd. (Brandur Ögm.) Nú kveð ég þig, amma mín, í hinsta sinn. Þitt ömmubarn, Tinna Ósk. Svavar Sigurjónsson, Sigríður Þórmundsdóttir, Áslaug Svavarsdóttir, Geir Magnússon, Margrét Svavarsdóttir, Ingólfur Gissurarson, Eirikur Svavarsson og barnabörn. Crfisdrykkjur Veitlngohú/id Gftpi-inn Sími 555-4477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.