Morgunblaðið - 25.02.1997, Side 11

Morgunblaðið - 25.02.1997, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 11 hlut Chase Manhattan Bank í fé- laginu, en þessi hlutur er nú í formi láns sem bankinn getur breytt í hlutafé og selt. Samkvæmt samningnum er að því stefnt að hlutabréf íslenska útvarpsfélagsins fari á almennum hlutabréfamarkað. Gert er ráð fyr- ir að hinir nýju hluthafar tilnefni einn stjórnarmann hjá íslenska út- varpsfélaginu sem verði varafor- maður. Hann mun jafnframt sitja í framkvæmdastjórn félagsins ásamt stjómarformanni og fram- kvæmdastjóra sem aðilar eiga að koma sér saman um. Þá er samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins til óopinbert sam- komulag milli hluthafanna frá Stöð 3 og þeirra Jóns Ólafssonar og Sigurjóns Sighvatssonar sem sam- an áttu meira en helming hlutafjár íslenska útvarpsfélagsins, en ekki fæst upplýst hvers eðlis það sam- komulag er. Útsendingum Stöðvar 3 hætt Ný stjórn íslenskrar margmiðl- unar hf. kom saman til síns fyrsta fundar í hádeginu í gær. Þar var Hreggviður Jónsson, framkvæmda- stjóri Þróunarsviðs íslenska út- varpsfélagsins kjörinn formaður, en aðrir í stjórn eru þeir Jón Ólafs- son, Þorkell Sigurlaugsson, Ragnar Aðalsteinsson og Páll Baldvin Bald- vinsson. Á fundinum var jafnframt ákveðið að hætta útsendingum á dagskrá Stöðvar 3 og verður dag- skrá Sýnar send út í ólæstri dag- skrá á sömu rás, a.m.k. til mánaða- móta. Jón Ólafsson segir fyrirhug- að að reka íslenska margmiðlun áfram og margir möguleikar séu fyrir hendi í rekstri félagsins, eins og nafnið gefi til kynna. Ákveðið var í gær að framkvæmdastjóri og stjórnarformaður hitti starfsmenn á fundi í dag til að ræða um fram- tíð starfsmanna. „Við vonumst til þess að geta starfað vel með þessu fólki áfram og höfum mótað ákveðna stefnu í því efni. Það er undir fólkinu sjálfu komið hvort það verður þarna áfram.“ Stöð 3 hafði þegar fengið til landsins nokkuð af nýjum mynd- lyklum þegar samningar tókust. Jón segir aðspurður um þetta atriði að það verði skoðað vel og ekki sé útilokað að nota lyklana í svonefnt „pay per view“ sem nefnt hefur verið þáttasölusjónvarp. Raunveruleg ógn eða ekki? Eins og fyrr segir stóðu hluthaf- ar Stöðvar 3 frammi fyrir að ráð- ast í meiri áhættufjárfestingu en þeir höfðu reiknað með í upphafi sem alls óvíst var hvort myndi nokkurn tímann skila sér. Hins vegar þótti jafnframt útilokað fyrir þessa aðila að hætta við hálfnað verk. Með j>ví að ganga til samn- inga við Islenska útvarpsfélagið fundu þeir leið til að breyta verðlitl- um hlutabréfum sínum í íslenskri margmiðlun í verðmæti og forðuðu sér um leið frá hugsanlegu tapi. Samningurinn um sameininguna afléttir að sama skapi mikill óvissu af rekstri íslenska útvarpsfélagsins hf. Segja má að sú ógn hafi vofað yfir félaginu að lenda í erfiðri sam- keppni við hina fjársterku aðstand- endur Stöðvar 3. Forráðamenn Stöðvar 2 stóðu frammi fyrir þeirri spurningu hvort hér væri um að ræða raunverulega ógnun eða ekki, en mátu stöðuna þannig að betra væri að ganga til samninga. Segja má að þeir standi nú með pálmann í höndunum og þurfí ekki sérstakar áhyggur af innlendri samkeppni á næstu árum um áskriftarsjónvarp, en standi jafnframt betur að vígi en áður við að mæta yfirvofandi samkeppni frá erlendum fyrirtækj- um á þessu sviði. Saga einkarekins sjónvarps á íslandi hefur verið þyrnum stráð. Ljóst er að með þessari niðurstöðu er enn einu sinni komið að kafla- skiptum í sögunni endalausu sem svo hefur verið kölluð. SVIPTINGAR A SJONVARPSMARKAÐI Neytendasamtökin um kaup Stöðvar 2 á Stöð 3 Áskrifendur óbundnir ef forsendur breytast NOKKRIR áskrifendur Stöðvar 3 leituðu til Neytendasamtakanna í gær vegna frétta um kaup íslenska útvarpsfélagsins á Stöð 3. Formað- ur Neytendasamtakanna telur vafasamt að áskrifendur séu bundn- ir af áskrift í heilt ár, ef breytingar verða á þeirri dagskrá sem kynnt hefur verið. í gær var hætt að senda út dagskrá Stöðvar 3 og dagskrá Sýnar send út í staðinn. Jóhannes Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, segir að þeir áskrifendur Stöðvar 3 sem settu sig í samband við samtökin hafi verið að spyijast fyrir um það hvort þeir væru bundnir af áskriftarsamningi sem gerir ráð fyrir árs áskrift og hvort þeir ættu rétt á að fá endurgreidd- an kostnað við uppsetningu ör- bylgjuloftnets sem Stöð 3 lét þeim í té. Segir Jóhannes að einhveijir áskrifendur hafi orðið varir við breytingar á dagskrá um helgina, eða strax eftir eigendaskiptin. Greiða fyrir opna dagskrá Jóhannes segir að málið sé i skoðun hjá lögfræðingi Neytenda- samtakanna. Segist hann telja að fólk geti sagt strax upp áskriftar- samningnum ef forsendur breytist, það er að segja ef gerðar verði breytingar á þeirri dagskrá sem kynnt hafi verið. Jóhannes segir að réttur fólks vegna kostnaðar við uppsetningu loftneta sé til skoðun- ar en segir málið í biðstöðu þar til ljóst verði um afdrif útsendinga Stöðvar 3. Á milli 1.500 og 2.000 áskrifend- ur Stöðvar 3 hafa greitt áskriftar- gjald í heilt ár, þrátt fyrir að dag- skrá stöðvarinnar hafi verið opin. Einar Kristinn Jónsson, fyrrver- andi stjórnarformaður íslenskrar margmiðlunar, segir að í þessum hópi hafi verið mjög margir dyggir stuðningsmenn stöðvarinnar og viðurkennir hann að til hafi staðið að umbuna þeim. Hann segir að frágangur þessarra mála sé i hönd- um nýrra eigenda félagsins. Auk þeirra tæplega 2.000 áskrifenda sem greiddu áskriftargjaldið hefur fjöldi heimila fengið örbylgjuloftnet og gert samning um áskrift þegar dagskránni yrði lokað. Utvarps- réttarnefnd- fær grein- argerð BJORN Bjarnason menntamálaráð- herra vonast til að sameining Stöðv- ar 2 og Stöðvar 3 leiði til þess að sjónvarpsstöðvarnar hætti að fjár- festa hver í annarri og leggi í stað- inn aukið fé í íslenska dagskrár- gerð. Útvarpsréttarnefnd mun fjalla um breytinguna þegar borist hefur greinargerð frá forsvarsmönnum stöðvanna. Menntamálaráðherra segir að sameining einkasjónvarpsstöðvanna komi ekki sérstaklega til kasta ráðu- neytisins. Hann segir að útvarps- réttarnefnd, sem er sjálfstæð nefnd, þurfi að fjalla um þróun mála. Hún hafi úthlutað stöðvunum rásum og leyfishafar þurfi að gera henni grein fyrir breytingunni. Einnig leggur hann áherslu á að eigendur Stöðvar 3 gangi frá málum við fólk sem í góðri trú hafi gerst áskrifendur að stöðinni. Kjartan Gunnarsson, formaður útvarpsréttarnefndar, segir að for- svarsmenn sjónvarpsstöðvanna hafi haft samband við nefndina vegna umræddra mála. Hann segir að þeir séu að vinna greinargerð fyrir nefndina, eins og áður hafí verið gert í sambærilegum málum. Nefnd- in muni taka málið til skoðunar allra næstu daga, þegar greinargerðin hafi borist. Kjartan telur það ekki atriði í málinu að svo komnu máli þó efni Sýnar sé sýnt á Stöð 3 en tekur fram að það hafí ekki verið fjallað sérstaklega um það í nefnd- inni. Viljum metnaðarfulla dagskrárgerð Björn segir að eigendur sjónvarps- stöðvanna þurfi ekki leyfi til að kaupa eða selja hlutabréf. „Öll viljum við að hér sé stunduð metnaðarfull dagskrárgerð. Vona ég að samein- ingin leiði til þess að stöðvarnar hætti að fjárfesta hver í annarri og leggi í staðinn aukið fé i dagskrár- gerð,“ segir ráðherra. Vísar hann til nýlegra upplýsinga um hlut ís- lenskrar dagskrárgerðar í þvi sam- bandi. Sameining stöðv- anna athuguð TALSMAÐUR Samkeppnisstofnunar segir ekki ólíklegt að stofnunin leiti sér upplýsinga um sameiningu Stöðv- ar 2 og Stöðvar 3 með það fyrir augum að kanna hvort hún stangist á við samkeppnislög. Um ástæðu þess ef gripið verður til aðgerða á sjón- varpsmarkaðnum, segir Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, að þarna sé að verða aukin samþjöppun á markaði þar sem fáir hafa verið. Stofnunin verður að kveða upp úrskurð innan tveggja mánaða frá því hún fær greinar- gerð. Samkeppnisstofnun hefur heimild til að banna sam- runa fyrirtækja eða láta hann ganga til baka, ef hún telur það nauðsynlegt til að viðhalda samkeppni. Hún hefur fengið þijú samrunamál til umfjöllunar en aldrei gripið til ítrustu aðgerða. Hins vegar voru sett skilyrði fyrir kaupum Olíufélagsins á stórum hlut í Olíuverslun íslands og fyrir kaupum Flugleiða á Ferðaskrifstofu íslands. í báðum tilvikum var það gert til þess að reyna að tryggja sjálfstæði félaganna sem keypt voru. Þriðja samrunamálið er nú til skoðunar, það er sameining innanlandsdeildar Flugleiða og Flugfélags Norðurlands í Flugfélag íslands hf. Fimmmenningunum, sem fluttu sig milli stöðva í janúar, boðin störf hjá Stöð 2 Sj ónvarpsstj órinn hafnar framkvæmdaslj órastöðu ÞEIM fimm yfirmönnum af Stöð 2 sem fluttu sig yfir á Stöð 3 fyrir hálfum öðrum mánuði verða boðin sambærileg störf hjá íslenska út- varpsfélaginu hf. og þeir áður gegndu hjá því félagi. Magnús E. Kristjánsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 3, hefur hafnað framkvæmdastjóra- stöðu hjá ÍÚ og gert starfslokasamn- ing við fyrri eigendur Stöðvar 3. „Við tókumst á við þetta verkefni af því að okkur langaði að byggja upp góða sjónvarpsstöð. Það eru okk- ur því mikil vonbrigði að fá ekki að spreyta okkur á því,“ segir Magnús. Hjá Stöð 3 var fjöldi fyrrverandi starfsmanna Stöðvar 2. Mesta at- hygli vakti þegar Magnús E. Krist- jánsson og fjórir menn með honum færðu sig á milli stöðvanna 10. jan- úar sl. Magnús hafði verið einn af framkvæmdastjórum íslenska út- varpsfélagsins. Hinir eru Jón Axel Ólafsson, sem verið hafði dagskrár- stjóri Bylgjunnar, Hannes Jóhanns- son tæknistjóri, Magnús Viðar Sig- urðsson framleiðslustjóri og Thor Ólafsson, deildarstjóri söludeildar ÍÚ. Stjórnendur Stöðvar 2 brugðust hart við brotthvarfi þeirra félaga, töldu þá hafa brotið samkeppnislög og hótuðu skaðabótamáli og lög- banni. Á móti hótaði Stöð 3 forsvars- mönnum Stöðvar 2 málssókn vegna meiðyrða í garð mannanna fimm. Stöð 2 kærði suma þeirra til Rann- sóknarlögreglu ríkisins fyrir að taka með sér skjöl úr eigu féiagsins en henni var vísað frá eftir að mennirn- ir höfðu við yfírheyrslur afhent meg- inhluta þeirra gagna sem Stöð 2 saknaði. Við þetta virðist kærumál- um hafa lokið, nema hvað a.m.k. einn úr þessum hópi mun vera með kröfur á hendur Stöð 2 vegna ógreiddra launa og orlofs. Venjulegir ráðningarsamingar Spurningar vakna um það hvaða tryggingar fimmmenningarnar hafi fengið þegar þeir skiptu um starf. Magnús vill ekkert segja um samn- ing sinn. Einar Kristinn Jónsson, sem var stjórnarformaður Stöðvar 3 fram á laugardag, neitar því að þeir hafi fengið einhvers konar baktrygg- ingu. „Þetta voru venjulegir ráðning- arsamningar, nema hvað þeir voru aðeins til tveggja ára,“ segir hann. í þeim voru venjuleg uppsagnar- ákvæði. Einar Kristinn segir að vegna þess að menn hafi átt von á látum hafí verið um það samið að Stöð 3 sæi um að starfslokin á Stöð 2 yrðu þeim félögum að skaðlausu. Það mun hafa verið hluti af samn- ingum eigenda íslenskrar margmiðl- unar og íslenska útvarpsfélagsins að fimmmenningunum yrði gefinn kostur á sambærilegum störfum og þeir gegndu þar áður hjá íslenska útvarpsfélaginu. Jafnframt hafa nýir eigendur stöðvarinnar lýst því yfir að reynt verði að fínna störf fyrir sem flesta af starfsmönnum Stöðvar 3 en þeir eru um 40 talsins. Magnús E. Kristjánsson hefur þegar hafnað boði um framkvæmda- stjórastarf hjá Islenska útvarpsfé- laginu og hefur ákveðið að láta af störfum. Hefur þegar verið gerður við hann starfslokasamningur. Ekki er vitað um hina mennina fjóra, hvað þeim verður boðið upp á. Búist er við að málin skýrist á starfs- mannafundi sem boðið hefur verið til á Stöð 3 árdegis í dag. Magnús E. Kristjánsson segist eiga eftir að ganga frá ákveðnum málum á Stöð 3, í samræmi við starfslokasamning sinn, en framtíðin sé að öðru leyti óráðin. Fjöldi fyrrverandi starfsmanna Stöðvar 2 Á annan tug fyrrverandi starfs- inanna Stöðvar 2 voru í starfs- mannahópi Stöðvar 3. í kjölfar fímmmenninganna sem fluttu sig yfír í byrjun janúar fóru Halldór Kristjánsson, sem verið hafði inn- kaupastjóri á markaðssviði ÍÚ, Ólaf- ur Jón Jónsson, þjónustustjóri ÍÚ, og Hreiðar Júlíusson klippari. Áður höfðu komið til starfa á Stöð 3 Gunn- ella Jónsdóttir, kynningarstjóri fyrir- tækisins, Ingibjörg Gunnarsdóttir, sölustjóri auglýsingadeildar, og Þóra Gunnarsdóttir aðstoðardagskrár- stjóri, en þær eru allar fyrrverandi starfsmenn Stöðvar 2. Ymsir tækni- menn hafa áður unnið hjá Stöð 2, m.a. Þórarinn Ágústsson tæknistjóri sem tengdist Stöð 2 í gegnum starf sitt hjá Eyfirska sjónvarpsfélaginu á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.