Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 17 VIÐSKIPTI Endurskipulagning á verðbréfaútgáfu ríkissjóðs hefst með endurfjármögnunarútboði á morgun, miðvikudag Ríkissjóður innkall- ar 5,8 milljarða kr. Rauðir flokkar spariskírteina Uppsagnarf lokkar til endurf jármögnunar í markf lokka Flokkur Nafnvextir Lokagjalddagi Utistand. fjárhæð, millj. kr. FYRSTI liðurinn í endurskipulagn- ingu á verðbréfaútgáfu ríkissjóðs með fækkun flokka spariskírteina og gerð svonefndra markflokka verður á miðvikudag er fram fer endurfjármögnunarútboð á spari- skírteinum vegna innköllunar níu flokka spariskírteina frá árunum 1984-87. Flokkarnir eru með gagnkvæmum uppsagnarákvæð- um og hefur ríkissjóður nýtt sér rétt sinn til að segja þeim upp nú og koma þau því til innlausnar á lokagjalddaga á næstu mánuðum. Um er að ræða tæplega 5,8 milljarða króna sem verða innkall- aðir nú og boðið upp á endurfjár- mögnun þeirra í skiptikjaraútboð- inu á morgun, miðvikudag. Flokk- amir níu eru mjög misstórir eða allt frá því að vera í kringum 20 milljónir króna og uppi það að vera rúmir 2 milljarðar króna. Flokk- arnir eru einnig með misháa vexti eða frá því að vera 6,50% og upp í það að bera 8% vexti umfram verðtryggingu. 3,8 milljarðar 10. mars Elstu flokkarnir eru frá árinu 1984. Þeir eru tveir frá því ári og eru með hæstu vextina 8%. Annar þessara flokka 1984 II er stærstur spariskírteinaflokanna sem nú eru innkallaðir 2.043 milljónir króna að innlausnarverði. Lokagjalddagi á honum er 10. mars næstkomandi og þá er einnig á lokagjalddaga næststærsti flokkurinn, sem er að innlausnarverði 1.705 milljónir króna. Þessi flokkur er frá árinu 1985, er sérgreindur ILA og ber 7% nafnvexti umfram verðtrygg- ingu. Samanlagt eru það tæpir 3,8 milljarðar króna af 5,8 milljarða króna heildarinnlausn, sem er með lokagjalddaga 10. mars næstkom- andi. Hinir flokkamir koma síðan einn af öðrum á næstu mánuðum. Annar flokkur frá árinu 1984 er á lokagjalddaga 12. maí. Hann heitir 1984 III, ber 8% vexti og er að innlausnarverði 591 milljón króna. Flokkur 1986 II4A er á lokagjald- daga 1. júlí. Hann ber 7,50% vexti og er 125 milljónir króna að inn- lausnarverði. Þeir fimm flokkar sem eru eftir eru allir með lokagjalddaga 10. júlí næstkomandi. Þessir flokkar eru frá árunum 1985 til 1987 og bera 6,50-7% vexti. Þeir era mjög mis- munandi að stærð eða allt frá því að vera 20 milljónir króna og upp í 836 milljónir króna sá stærsti. Ávaxtast ekki eftir lokagjalddaga Þar sem þessum spariskírteina- flokkum hefur verið sagt upp sam- kvæmt ákvæðum í skírteinunum bera þeir ekki vexti og verðtrygg- ingu eftir að lokagjalddaga er náð. í upplýsingum frá Lánasýslu ríkis- ins kemur fram að í endurfjár- mögnunarútboðinu á morgun mið- vikudag er eigendum þessara spariskírteina boðið að tryggja sér spariskírteini í þeim markflokkum sem í ráði er að bjóða upp á í fram- tíðinni á markaðskjöram. Þeir flokkar sem í boði eru verða 5 og 8 ára spariskírteini, auk árs- greiðsluskírteina. Eftir útboðið verður svo þeim sem ekki tóku þátt í útboðinu boðið að skipta á skírteinum sínum á sérstöku skipti- verði. Er eigendum skírteina í þess- um flokkum bent á að gera viðeig- andi ráðstafanir í tíma áður en að lokainnlausn kemur svo þeir missi ekki af vöxtum og verðbótum eftir gjalddaga. Fram kemur að ekki sé nauðsynlegt að bíða fram á loka- innlausnardag því við skiptin muni eldri skírteini bera nafnvexti til gjalddaga og þau nýju bera vexti frá þeim tíma. Annar áfangí í apríl í öðram áfanga í apríl næstkom- andi verður eigendum 22 flokka spariskírteina, sem era of litlir til að verða markaðsflokkar, boðið að skipta yfir í ríkisverðbréf í endurfj- ármögnunarútboði sem fyrirhugað er 23. apríl næstkomandi. Þessir flokkar era samanlagt að verðgildi um 7,8 milljarðar króna og era með lokagjalddaga frá og með 10. sept- ember í haust og fram til hausts ársins 2003. Þeir era allt frá árinu 1977 og bera margir hveijir lága vexti eða allt frá 3,50%. í þriðja áfanga í október næst- komandi verður fitjað upp á þeirri nýjung að boðið verður upp á end- Gulir flokkar ríkisverðbréfa Til endurf jármögnunar í nýja markflokka spariskírteina og ríkisbréfa Flokkur Nafnvextir Lokagjalddagi 1. áfangi: SP1977 II 3,50% 10/9 1997 SP1978 I 3,50% 25/3 1998 SP1978 II 3,50% 10/9 1998 SP1979 I 3,50% 25/2 1999 SP1979 II 3,50% 15/9 1999 SP1980 I 3,50% 15/4 2000 SP1980 II 3,50% 25/10 2000 SP1981 I 3,20% 25/1 2003 SP1981 II 3,20% 25/10 2003 SP1982I 3,53% 1/3 2002 SP1982 II 3,53% 1/10 2002 SP1983I 3,53% 1/3 2003 SP1983 II 4,16% 1/11 2000 SP1984 IA 5,08% 1/2 1998 SP1985 IIB 6,71% 10/9 2000 SP1986 IB 8.16% 10/1 2000 SP1987 II6A 7.20% 10/10 1997 SP1988 I6A 7.20% 1/2 1998 SP1989 I21/2A 5.50% 10/1 2003 SP1989 II8D 6.00% 10/7 1997 SP1993 II5D 6.00% 10/10 1998 SP1993 IIXD 6.00% 10/10 2003 2. áfangl: SP1993 I5A 6,00% 10/4 1998 RBRÍK 1004/98 0,00% 10/4 1998 3. áfangl: SP1989 IIXA 5,00% 15/1 2010 uríjármögnun tveggja verðbréfa- flokka, spariskírteinaflokks og rík- isbréfaflokks, þegar innan við ár er til gjalddaga þeirra. Loks verður í upphafi næsta árs eigendum spari- skírteina sem út vora gefin árið 1989 boðið að skipta bréfum sínum fyrir ný markaðsbréf. Með þessu móti er eigendum flokkanna gefinn kostur á að minnka íjárfestingar- áhættu sína og ríkissjóður minnkar sveiflur í útgreiðslum og dregur úr spennu á markaðnum þegar end: uríjármagna þarf háar Qárhæðir. í upplýsingum frá Lánasýslunni segir ennfremur að í öllum tilvikum verði fyrirkomulag endurfl ármögnunar með svipuðum hætti. Eldri skírteini séu tekin fýrir ný og geti eigendur valið um lánstíma. Þegar upp er staðið hefur spari- skírteinaflokkum ríkissjóðs fækk- að úr 45 í 9. Eftir verða svonefnd- ir markflokkar, þar sem boðið er upp á spariskírteini til mismunandi langs tíma og ríkisbréf til styttri tíma en þau era óverðtryggð. Til- gangurinn með einföldun kerfisins er að gera spariskírteinin markaðs- hæfari og viðskipti með þau auð- veldari, enda er gert ráð fyrir að tekin verði upp öflug viðskiptavakt með flokka þessara ríkisverðbréfa. 1984 II 8,00% 10/3 1997 2.041 1985 IIA 7,00% 10/3 1997 1.705 1984 III 8,00% 12/5 1997 591 1986 II4A 7,50% 1/7 1997 125 19851A 7,00% 10/7 1997 836 1985 I B 6,71% 10/7 1997 30 1986 I3A 7,00% 10/7 1997 293 1987 I2A 6,50% 10/7 1997 143 1987 I4A 6,50% 10/7 1997 20 SAMTALS 5.784 Grænir flokkar ríkisverðbréfa Markflokkar ríkisverðbréfa Flokkur Nafnvextir Lokagjalddagi 1994 I5D 4,50% 10/2 1999 1995 I5D 4,50% 10/2 2000 RBRÍK1010/00 0,00% 10/10 2000 * '§ e C* 5J ’S'S. 1990IIXD 6,00% 1/2 2001 1992 IXD 6,00% 1/4 2002 * Js .S* 1993 IXD 6,00% 10/2 2003 jS g! 1994 IXD 4,50% 10/4 2004 1995 IXD 4,50% 10/4 2005 * £!| 1995I20D 0,00% 1/10 2005 1 §■ .o— XE199415D 8,00% 5/11 1999 Js XE199515D 8,00% 10/2 2000 1995 11OB 0,00% 2/5 2006 * Dregið verður úr næsta Safnkortspotti föstudaginn 28. febrúar og eru vinningar glæsilegir sem fyrrum. V I N N I N G U R Sólarferð fyrir tvo með Samvillllllleriir-Laildsýll Samvinnuferðum-Landsýn að verðmæti 120.000 kr. 2, VINNINGUR Panasonic 5652 örbylgjuofn frá Japis að verðmæti 30.000 kr. Karrimor flísjakki frá Skátabúðinni að verðmæti 7.880 kr. 5H4, V I N N I N G U R Geisladiskur að eigin vali á bensínstöðvum ESSO. Með því að framvísa Safnkorti í hvert skipti sem þú greiðir fyrir vöru eða þjónustu á ESSO-stöðvunum, og á mörgum veitingastöðum þeim tengdum, getur þú margfaldað líkumar á vinningi úr Safnkortspottinum. Þú færð SAFNK0RT á næstu ESSO-stöð SAFNKORT ESSO - enginn kostnaður, aðeins ávinningur! Oliufélagið hf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.