Morgunblaðið - 25.02.1997, Síða 17

Morgunblaðið - 25.02.1997, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 17 VIÐSKIPTI Endurskipulagning á verðbréfaútgáfu ríkissjóðs hefst með endurfjármögnunarútboði á morgun, miðvikudag Ríkissjóður innkall- ar 5,8 milljarða kr. Rauðir flokkar spariskírteina Uppsagnarf lokkar til endurf jármögnunar í markf lokka Flokkur Nafnvextir Lokagjalddagi Utistand. fjárhæð, millj. kr. FYRSTI liðurinn í endurskipulagn- ingu á verðbréfaútgáfu ríkissjóðs með fækkun flokka spariskírteina og gerð svonefndra markflokka verður á miðvikudag er fram fer endurfjármögnunarútboð á spari- skírteinum vegna innköllunar níu flokka spariskírteina frá árunum 1984-87. Flokkarnir eru með gagnkvæmum uppsagnarákvæð- um og hefur ríkissjóður nýtt sér rétt sinn til að segja þeim upp nú og koma þau því til innlausnar á lokagjalddaga á næstu mánuðum. Um er að ræða tæplega 5,8 milljarða króna sem verða innkall- aðir nú og boðið upp á endurfjár- mögnun þeirra í skiptikjaraútboð- inu á morgun, miðvikudag. Flokk- amir níu eru mjög misstórir eða allt frá því að vera í kringum 20 milljónir króna og uppi það að vera rúmir 2 milljarðar króna. Flokk- arnir eru einnig með misháa vexti eða frá því að vera 6,50% og upp í það að bera 8% vexti umfram verðtryggingu. 3,8 milljarðar 10. mars Elstu flokkarnir eru frá árinu 1984. Þeir eru tveir frá því ári og eru með hæstu vextina 8%. Annar þessara flokka 1984 II er stærstur spariskírteinaflokanna sem nú eru innkallaðir 2.043 milljónir króna að innlausnarverði. Lokagjalddagi á honum er 10. mars næstkomandi og þá er einnig á lokagjalddaga næststærsti flokkurinn, sem er að innlausnarverði 1.705 milljónir króna. Þessi flokkur er frá árinu 1985, er sérgreindur ILA og ber 7% nafnvexti umfram verðtrygg- ingu. Samanlagt eru það tæpir 3,8 milljarðar króna af 5,8 milljarða króna heildarinnlausn, sem er með lokagjalddaga 10. mars næstkom- andi. Hinir flokkamir koma síðan einn af öðrum á næstu mánuðum. Annar flokkur frá árinu 1984 er á lokagjalddaga 12. maí. Hann heitir 1984 III, ber 8% vexti og er að innlausnarverði 591 milljón króna. Flokkur 1986 II4A er á lokagjald- daga 1. júlí. Hann ber 7,50% vexti og er 125 milljónir króna að inn- lausnarverði. Þeir fimm flokkar sem eru eftir eru allir með lokagjalddaga 10. júlí næstkomandi. Þessir flokkar eru frá árunum 1985 til 1987 og bera 6,50-7% vexti. Þeir era mjög mis- munandi að stærð eða allt frá því að vera 20 milljónir króna og upp í 836 milljónir króna sá stærsti. Ávaxtast ekki eftir lokagjalddaga Þar sem þessum spariskírteina- flokkum hefur verið sagt upp sam- kvæmt ákvæðum í skírteinunum bera þeir ekki vexti og verðtrygg- ingu eftir að lokagjalddaga er náð. í upplýsingum frá Lánasýslu ríkis- ins kemur fram að í endurfjár- mögnunarútboðinu á morgun mið- vikudag er eigendum þessara spariskírteina boðið að tryggja sér spariskírteini í þeim markflokkum sem í ráði er að bjóða upp á í fram- tíðinni á markaðskjöram. Þeir flokkar sem í boði eru verða 5 og 8 ára spariskírteini, auk árs- greiðsluskírteina. Eftir útboðið verður svo þeim sem ekki tóku þátt í útboðinu boðið að skipta á skírteinum sínum á sérstöku skipti- verði. Er eigendum skírteina í þess- um flokkum bent á að gera viðeig- andi ráðstafanir í tíma áður en að lokainnlausn kemur svo þeir missi ekki af vöxtum og verðbótum eftir gjalddaga. Fram kemur að ekki sé nauðsynlegt að bíða fram á loka- innlausnardag því við skiptin muni eldri skírteini bera nafnvexti til gjalddaga og þau nýju bera vexti frá þeim tíma. Annar áfangí í apríl í öðram áfanga í apríl næstkom- andi verður eigendum 22 flokka spariskírteina, sem era of litlir til að verða markaðsflokkar, boðið að skipta yfir í ríkisverðbréf í endurfj- ármögnunarútboði sem fyrirhugað er 23. apríl næstkomandi. Þessir flokkar era samanlagt að verðgildi um 7,8 milljarðar króna og era með lokagjalddaga frá og með 10. sept- ember í haust og fram til hausts ársins 2003. Þeir era allt frá árinu 1977 og bera margir hveijir lága vexti eða allt frá 3,50%. í þriðja áfanga í október næst- komandi verður fitjað upp á þeirri nýjung að boðið verður upp á end- Gulir flokkar ríkisverðbréfa Til endurf jármögnunar í nýja markflokka spariskírteina og ríkisbréfa Flokkur Nafnvextir Lokagjalddagi 1. áfangi: SP1977 II 3,50% 10/9 1997 SP1978 I 3,50% 25/3 1998 SP1978 II 3,50% 10/9 1998 SP1979 I 3,50% 25/2 1999 SP1979 II 3,50% 15/9 1999 SP1980 I 3,50% 15/4 2000 SP1980 II 3,50% 25/10 2000 SP1981 I 3,20% 25/1 2003 SP1981 II 3,20% 25/10 2003 SP1982I 3,53% 1/3 2002 SP1982 II 3,53% 1/10 2002 SP1983I 3,53% 1/3 2003 SP1983 II 4,16% 1/11 2000 SP1984 IA 5,08% 1/2 1998 SP1985 IIB 6,71% 10/9 2000 SP1986 IB 8.16% 10/1 2000 SP1987 II6A 7.20% 10/10 1997 SP1988 I6A 7.20% 1/2 1998 SP1989 I21/2A 5.50% 10/1 2003 SP1989 II8D 6.00% 10/7 1997 SP1993 II5D 6.00% 10/10 1998 SP1993 IIXD 6.00% 10/10 2003 2. áfangl: SP1993 I5A 6,00% 10/4 1998 RBRÍK 1004/98 0,00% 10/4 1998 3. áfangl: SP1989 IIXA 5,00% 15/1 2010 uríjármögnun tveggja verðbréfa- flokka, spariskírteinaflokks og rík- isbréfaflokks, þegar innan við ár er til gjalddaga þeirra. Loks verður í upphafi næsta árs eigendum spari- skírteina sem út vora gefin árið 1989 boðið að skipta bréfum sínum fyrir ný markaðsbréf. Með þessu móti er eigendum flokkanna gefinn kostur á að minnka íjárfestingar- áhættu sína og ríkissjóður minnkar sveiflur í útgreiðslum og dregur úr spennu á markaðnum þegar end: uríjármagna þarf háar Qárhæðir. í upplýsingum frá Lánasýslunni segir ennfremur að í öllum tilvikum verði fyrirkomulag endurfl ármögnunar með svipuðum hætti. Eldri skírteini séu tekin fýrir ný og geti eigendur valið um lánstíma. Þegar upp er staðið hefur spari- skírteinaflokkum ríkissjóðs fækk- að úr 45 í 9. Eftir verða svonefnd- ir markflokkar, þar sem boðið er upp á spariskírteini til mismunandi langs tíma og ríkisbréf til styttri tíma en þau era óverðtryggð. Til- gangurinn með einföldun kerfisins er að gera spariskírteinin markaðs- hæfari og viðskipti með þau auð- veldari, enda er gert ráð fyrir að tekin verði upp öflug viðskiptavakt með flokka þessara ríkisverðbréfa. 1984 II 8,00% 10/3 1997 2.041 1985 IIA 7,00% 10/3 1997 1.705 1984 III 8,00% 12/5 1997 591 1986 II4A 7,50% 1/7 1997 125 19851A 7,00% 10/7 1997 836 1985 I B 6,71% 10/7 1997 30 1986 I3A 7,00% 10/7 1997 293 1987 I2A 6,50% 10/7 1997 143 1987 I4A 6,50% 10/7 1997 20 SAMTALS 5.784 Grænir flokkar ríkisverðbréfa Markflokkar ríkisverðbréfa Flokkur Nafnvextir Lokagjalddagi 1994 I5D 4,50% 10/2 1999 1995 I5D 4,50% 10/2 2000 RBRÍK1010/00 0,00% 10/10 2000 * '§ e C* 5J ’S'S. 1990IIXD 6,00% 1/2 2001 1992 IXD 6,00% 1/4 2002 * Js .S* 1993 IXD 6,00% 10/2 2003 jS g! 1994 IXD 4,50% 10/4 2004 1995 IXD 4,50% 10/4 2005 * £!| 1995I20D 0,00% 1/10 2005 1 §■ .o— XE199415D 8,00% 5/11 1999 Js XE199515D 8,00% 10/2 2000 1995 11OB 0,00% 2/5 2006 * Dregið verður úr næsta Safnkortspotti föstudaginn 28. febrúar og eru vinningar glæsilegir sem fyrrum. V I N N I N G U R Sólarferð fyrir tvo með Samvillllllleriir-Laildsýll Samvinnuferðum-Landsýn að verðmæti 120.000 kr. 2, VINNINGUR Panasonic 5652 örbylgjuofn frá Japis að verðmæti 30.000 kr. Karrimor flísjakki frá Skátabúðinni að verðmæti 7.880 kr. 5H4, V I N N I N G U R Geisladiskur að eigin vali á bensínstöðvum ESSO. Með því að framvísa Safnkorti í hvert skipti sem þú greiðir fyrir vöru eða þjónustu á ESSO-stöðvunum, og á mörgum veitingastöðum þeim tengdum, getur þú margfaldað líkumar á vinningi úr Safnkortspottinum. Þú færð SAFNK0RT á næstu ESSO-stöð SAFNKORT ESSO - enginn kostnaður, aðeins ávinningur! Oliufélagið hf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.