Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 35 il bænda íidepli Morgunblaðið/Jón Svavarsson ;ynntu afurðir sínar við setningu Búnaðarþings. Hér ber kokkalandsl- iðið fram meðlæti með kaffinu. að brúttótekjur sauðf|ár- bænda hefðu aukist nokkuð á árinu 1996, eða frá 2-15%, mest hjá þeim sem hefðu sauðfj- árrækt sem aðalatvinnu og flyttu út verulegan hluta framleiðslunnar. Tekjuaukinn stafaði m.a. af auknum beingreiðsl- um, auknu skilaverði fyrir útflutning og hærra gæru- verði. Þá varð upp- kaup og útdeiling réttar til beingreiðslna mun minni á árinu 1996 en áætlað var, sem stafaði einkum af því að réttur var að mestu seldur milli manna. Þannig hafi búin stækkað eins og að var stefnt og fjármunirnir sem ætlaðir voru til uppkaupa verða nýttir til annarra verkefna. Aukin loðdýrarækt Einnig kom fram að veruleg fram- leiðsluaukning væri nú í loðdýrarækt, en um 40 ný loðdýrabú hófu störf sl. haust og mörg hinna fjölguðu ásetn- ingsdýrum. Þá sagði Ari að sala mjólkurafurða hefði gengið vel árið 1995 og fyrstu mánuði 1996 og því hefði greiðslu- mark til mjólkuframleiðslu verið aukið um 1 milljón lítra. Afkoma kúabúa hefði verið svipuð 1995 og 1994, en hagnaður fyrir laun eig- enda fyrir laun hefði minnkað um 15% frá árinu 1991, eink- um vegna umsaminna hagræðingar- krafna í búvörusamningi. „Viðræður um nýjan búvörusamn- ing eru að hefjast og markmið þeirra hlýtur að vera að leita leiða til aukn- ingar launatekna mjólkurframleið- enda á komandi árum enda er fram- tíð greinarinnar í óvissu, takist það ekki,“ sagði Ari Teitsson. son, for- Bænda- Islands, >1 á Bún- úngi. Nær engin endurnýjun bygginga reriu strái“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson »n, Guðný Valberg, Guðrún Þor- Geirsson, Birna Lárusdóttir og alla lund. Ábúendur hefðu ræktað sanda eða aura á láglendinu : skömmu eftir 1960 og þessi vel heppnaða ræktun hefði vakið at- hygli á búskapnum á Reyðará og því hvernig tekist hefði að sam- hæfa ágæta heyöflun af aurunum með beit fjár á ræktað land. Ráðherra sagði að Vatn væri orðið þekkt býli fyrir brautryðj- endastarf ábúenda í nýjum at- vinnugreinum í sveitum. Þar hefði verið byggð upp ferðaþjón- usta og nýtt hlunnindi jarðarinn- ar. Síðasta afrek hjónanna á Vatni væri endurgerð gamalla húsa á Hofsósi sem hefði gefið húsunum nýtt líf og stofnun minjasafns um vesturfarir Is- lendinga á Hofsósi. Loks sagði ráðherra að Þor- valdseyri ætti sér merka sögu en skamma en þar var reist ný- býli árið 1886. Þekktust væri Þorvaldseyri og búskapur ábú- enda þar fyrir frumkvæði í korn- rækt og síðar grasfrærækt, en kornrækt hefði verið stunduð þar með góðum árangri í meira en þijá áratugi samfellt, auk nautgripa- og svínaræktar. Ný svæðisbundin byggðaáætlun fyrir miðfirði Austurlands (J3æjar- og sveitarstjórnir^) Tillögur að þjónustuskipulagi fyrir miðfirði Austurlands (Þjónusturáð) Neskaupstaður, Eskifjörður og Reyðarfjörður Yfirstjórn Almannavarna- nefnd sveitarfél. Heilbrigðis- nefnd sveitarfél. Bæjarstjóri Neskaupstað Bæjarstjóri Eskifirði Sveitarstjóri Reyðarfirði Hafnarstjórn sveitarfél. Bygginga- og umhverfisnefnd TÆKNI- OG UMHVERFISSTOFNUN Forstöðumaður Tækni- og umhverfisstofnunar Heilbrigðis- fulltrúi Deildarstjóri Tæknideildar Garðyrkju- stjóri Bygginga- fulltrúi Hafnar- stjóri Húsnæðisnefnd sveitarfélaganna Nefndir og ráð Félagsmálaráð sveitarfélaganna | Stofnanir FÉLAGSMÁLASKRIFSTOFA Félagsmálastjóri Deildarstj. félagslegra húsnæðismála Deildarstj. fölskyldumála og ráðgjafar 1 Æskulýðs- og tómst.- fulltrúa Samruni nefnda og byggðasamlög Jarðgöng hefðu bætt áhrif ISKÝRSLU Byggðastofnunar koma fram áform heimamanna um þjónustu opinberra aðila, viðbrögð ráðuneyta og mat Byggðastofnunar á því hvað gera verði varðandi opinbera þjónustu á svæðinu, og loks er sett fram áætl- un um aðgerðir í atvinnumálum. Vinna við þetta verkefni hófst í júní 1995 og voru bæjarstjórarnir í Neskaupstað og á Eskifirði ásamt sveitarstjóranum á Reyðarfirði tengiliðir sveitarfélaganna við Byggðastofnun um áætlanagerð- ina. Þar sem fjallað er um tillögur að þjónustuskipulagi í skýrslunni kemur fram að bætt skip- an þjónustu fyrir miðfirði Austurlands feli fyrst og fremst í sér breytingar í átt til samruna í nefndar- ______ skipulagi og myndunar byggðasamlaga. Meginmarkmið þeirra breytinga sem hvatt er til sé að gera einingar hagkvæmar í rekstri og að auka þjónustu þar sem þörf er á, en gert er ráð fyrir því að breytingarnar verði að veruleika á þessu ári og í framhaldi af því sé rétt að ganga til sameiningar sveitarfélaganna. Lagt er til að komið verði á fót Tækni- og umhverfisstofnun sem hafi yfirumsjón með öllum verkleg- um framkvæmdum, ----------------- tæknilegri þjónustu og umhverfismálum fyrir svæðið. Þar hafi aðsetur auk forstöðumanns deild- _____ arstjóri tæknideildar, ” byggingafulltrúi, nýtt embætti garðyrkjustjóra fyrir svæðið, heil- brigðisfulltrúi og hafnarstjóri hafnasamlags. Félagsmálaskrif- stofa hafi umsjón með félagsmálum á svæðinu og yfir henni verði fé- lagsmálastjóri sem stýri daglegum rekstri en sinni einnig hluta af fjöl- skyldu- og ráðgjafarmálefnum. Undir hann heyri deildarstjóri fjöl- skyldumála og ráðgjafar og deildar- stjóri félagslegra húsnæðismála og auk þess starfi á skrifstofunni æskulýðs- og tómstundafulltrúi. Þjónusturáð Lagt er til að sveitarfélögin þrjú myndi eitt þjónusturáð sem í séu þrír aðalmenn í sveitar- eða bæjar- stjórnum frá hveiju sveitarfélagi, en að auki sitji sveitar- og bæjar- stjórar sem starfsmenn. Verkefni ráðsins verði að hafa yfirumsjón með þeim tveimur stofnunum sem stofnaðar verða á meðal sveitarfé- laganna ásamt því sem starfsemi Forsætisráðherra hefur kynnt fyrir ríkisstjórn nýja skýrslu Byggðastofnunar um svæðis- 1 bundna byggðaáætlun fyrir miðfírði Austur- lands 1996-1999. í skýrslunni er greint frá byggðaþróun og stöðu atvinnulífs í þessum sveitarfélögum og framtíðin metin. Eitt þjónustu- svæði þriggja sveitarfélaga sameiginlegra nefnda heyri undir þjónusturáðið. Við vinnu að þjónustuskipulagi _______ varð samkomulag um að stefnt verði að stofnun samlags um hafnir innan sveitarfélaganna þriggja _______ og yfir þeim verði ein stjórn í stað þriggja við núverandi aðstæður. I samræmi við eflingu embættis byggingafulltrúa þykir rétt að sameina bygginga- nefndir sveitarfélaganna í eina og auk þess þykir rétt að umhverfis- nefndir sveitarfélaganna sameinist bygginganefndinni vegna þess að verkefni þeirra séu á margan hátt skyld. í samræmi við þá ákvörðun að leita eftir því við Húsnæðisstofnun ríkisins að taka yfir verkefni hús- -------- næðisnefndar þykir eðli- legt að sameining verði á húsnæðisnefndum sveit- arfélaganna og mynduð hefur verið ein sameinuð heilbrigðisnefnd fyrir öll sveitarfélögin. Þá þykir æskilegt að almannavarnanefnd Eskifjarðar og Reyðarfjarðar verði sameinuð almannavarnanefnd í Neskaupstað þar sem mikil virkni er í starfi henn- ar. Aðgerðir í atvinnumálum Atvinnulíf á miðfjörðum byggir einkum á sjávarútvegi og felast möguleikar svæðisins með tilliti til náttúruauðlinda fyrst og fremst í sjávarútvegi og orkunýtingu. Til að efla innviði byggðanna þykir mikil- vægt að lagfæra veg og brýr milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar sem geri flutninga og umferð milli stað- anna öruggari, og að lagfærðar verði brýr og hluti vegar milli Nes- kaupstaðar og Eskifjarðar. Þá verði skólaakstri komið á milli staða í Verkmenntaskólann í Neskaupstað og í Menntaskólann á Egilsstöðum með þátttöku ríkis. Kappkostað verði að félagsleg þjónusta á svæð- inu verði eins góð og unnt er og að aukið verði við almenna afþrey- ingu fyrir íbúa svæðisins. Komið hefur verið á fót þróunar- stofu Atvinnuþróunarfélags Aust- urlands og þykir eðlilegt að at- vinnuverkefnum sé beint til félags- ins til umfjöllunar og úrvinnslu í samráði við sveitarfélög og þá aðila sem hyggjast taka þátt í atvinnu- starfseminni. Helstu leiðir til upp- byggingar á atvinnutækifærum á svæðinu eru taldar þær að stofnað- ur verði hópur um kísilmálmvinnslu eða stefnt að öðrum mannaflafrek- um iðnaði sem tengist nýtingu á þeirri orku sem virkjanleg er á Austurlandi, að frekari vinnsla verði á sjávarafurðum og stuðning- ur við vöruþróun í sjávarútvegi, að frekari uppbygging og stefnumótun verði í ferðaþjónustu og loks að átak verði gert í skógrækt á svæð- inu. Jarðgöng hefðu bætt áhrif Fram kemur í skýrslunni að Byggðastofnun telur engan vafa á því að jarðgöng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar muni hafa bætt áhrif á sviði atvinnulífs, þjónustu og mannlífs á svæðinu og auðvelda uppbyggingu. Umferð muni aukast og ekki verði lengur annmarkar á því að sækja vinnu, skóla, verslun og aðra þjónustu milli staðanna. Hins vegar þurfi að kanna hvort hægt sé að bæta núverandi veg yfir Oddsskarð með vegriðum og hugsanlega yfirbyggingum á erfið- ustu stöðunum ásamt enn bættri vegaþjónustu og hvort vegurinn fullnægi þannig þeim skilyrðum sem þurfi að vera fyrir hendi í sam- göngulegu tilliti þannig að svæðið geti orðið eitt atvinnu- og þjónustu- svæði. Ef ekki verði hægt að full- nægja þessum skilyrðum með fram- kvæmdum á núverandi vegi þurfi að gera jarðgöng til þess að svæðið verði eitt atvinnu- og þjónustu- svæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.