Morgunblaðið - 25.02.1997, Side 53

Morgunblaðið - 25.02.1997, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 53 Þaö þarf ekki nema EINA pillu! I ÞJÓÐFÉLAGSVERK 1 SVAVARS SIGURDSSONAR AUGLÝSINGIN sem hefur verið sett á strætisvagna. Þjóðarátak gegn fíkniefnum Auglýsingar á strætisvagna Fyrirlestur um „hag- fræði mis- mununar“ TRYGGVI Þór Herbertsson flytur 1 fyrirlestur fimmtudaginn 27. janúar | sem hann nefnir: Hagfræði mis- mununar. Eru tengsl milli hagvaxt- ar og jafnréttis? Erindi Tryggva Þórs ijallar um hvernig ólíkir markaðir t.d. einok- unarmarkaðir eða samkeppnis- markaðir leiða til mismunandi stigs mismununar og við hvaða markaðs- form jafnrétti ríki. Eining verður j fjallað um hvort til séu þau skilyrði að launamunur á milli kynjanna sé réttlætanlegur og hvort tengsl séu } milli hagvaxtar og jafnréttis. Tryggvi Þór Herbertsson er for- stöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla íslands og lektor í við- skipta- og hagfræðideild. Hann er menntaður iðnrekstrarfræðingur frá Tækniskóla Íslands og hefur lokið M.Sc gráðu í hagfræði frá Háskóla íslands. Hann er nú að J vinna að doktorsritgerð sinni við Háskólann í Árósum en ritgerðin ’’ fjallar um rætur hagvaxtar með sérstakri áherslu á menntun og nannauð. Rabbið er á vegum Rannsókna- stofu í kvennafræðum við Háskóla íslands, fer fram í stofu 201 í Odda kl. 12-13 og er öllum opið. Tölur á örlagakorti Fyrirtækið „Allt er Guðs gjöf“ hef- 1 ur gefið út örlagatölukort með myndum eftir Helgu Sigurðardóttur * og talnaspeki Hermundar R. Sig- urðssonar og írisar Jónsdóttur. Kortin eru níu talsins, en örlaga- tölurnar eru frá 1 upp í 9. Örlaga- tala hvers og eins er þversumma talnanna, sem fást, þegar tölur af- mælisdags, mánaðar og fæðingar- árs eru lagðar saman. í hveiju korti er svo texti og segir í kynningu, að hann sé tengdur örlagatölunni og bendi á eiginleika og önnur at- riði í fari viðkomandi. Sagnfrædingafélag íslands Fundur um gerð samninga I FJÓRÐI félagsfundur Sagnfræð- ingafélags íslands verður í Þjóð- skjalasafni íslands, Laugavegi 162, | þriðjudaginn 25. febrúar kl. 20.30. Umræðuefni fundarins er: Semja sagnfræðingar af sér? Þijár framsögur verða haldnar um atriði varðandi laun og útgáfu- rétt í gerð samninga við fyrirtæki, sveitarfélög og aðra sem fá sagn- fræðinga til að skrifa fyrir sig bæk- ur. Framsögumenn verða Margrét Guðmunsdóttir, Halldór Bjarnason og Jón Ólafur Isberg. Að framsögum loknum verða veitingar. I AUGLÝSINGAR gegn E-pillunni hafa verið settar á strætisvagna á vegum Þjóðarátaks gegn fíkni- efnum. Að sögn Svavars Sigurðs- sonar fengu samtökin að setja ókeypis auglýsingu á 30 vagna Fyrirlestur um meðvirkni VILHELMÍNA Magnúsdóttir held- ur fyrirlestur um meðvirkni þriðju- dagskvöldið 25. febrúar kl. 20 í Listhúsinu að Engjateigi 17-19 í Laugardal. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og kaffisala er í Listakaffi í hléinu. Vilhelmína talar um það hvemig fólk dregur að sér ólíka reynslu, stundum til að læra af henni og stundum af því að það kann ekki annað. Og um áunnin hegðunar- SVR og 24 vagna Hagvagna. Þá hefur vefdeild Islandia sett upp heimasíðu með upplýsingum um skaðsemi E-pillunnar eða fikniefnisins Ecstasy, eins og það heitir á ensku. mynstur sem skapast í æsku, af- neitun á þeim og leiðir til frelsis, segir í fréttatilkynningu. Aukasýning á í hvítu myrkri SÍÐASTA sýning á leikriti Karls Ágústs Úlfssonar, I hvítu myrkri, er um næstu helgi, 2. mars, og er uppselt á þá sýningu. Aukasýning hefur verið ákveðin á miðvikudags- kvöld, 26. febrúar. í hvítu myrkri var frumsýnt á Litla sviðinu á liðnu hausti og eru sýningar orðnar hátt í fjörutíu tals- ins. Leikendur eru Kristbjörg Kjeld, Ragnheiður Steindórsdóttir, Þröst- ur Leó Gunnarsson, Magnús Ragn- arsson, Sigurður Skúlason og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Málstofa Sam- vinnuháskólans MÁLSTOFA á vegum Samvinnuhá- skólans fer fram miðvikudaginn 26. febrúar kl. 15.30 í hátíðarsal skól- ans. Málstofugestur er Finnur Ing- ólfsson, iðnaðarráðherra og mun hann fjalla um hvort stóriðja sé besti valkosturinn í atvinnumálum íslendinga. Samvinnuháskólinn efnir til nokkurra málstofa á hverju misseri um málefni sem eru ofarlega á baugi og tengjast námsefni skól- ans, rekstrarfræði, á einhvern hátt. Málstofugestir á þessu misseri eru auk Finns: Magnús Stefánsson, Guðmundur Ragnar Guðmundsson, Lára Jóhannsdóttir, Jónína Bene- diktsdóttir, Jónas Kristjánsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Mál- stofurnar eru öllum opnar. ■ UMSÓKNARFRESTUR um styrki í Nýsköpunarsjóð náms- manna er til 10. mars nk. Mark- mið sjóðsins er að veita háskólum, rannsóknarstofnunum, fyrirtækjum og/eða einstaklingum sem teljast búa yfir sérþekkingu á ákveðnu sviði styrki til að ráða til sín náms- menn í háskólanámi til að vinna að verkefnum yfir sumartímann. í verkefninu þarf að felast nýsköpun fyrir atvinnulíf eða á fræðasviði. Um styrki geta sótt einstaklilngar, stofnanir og/eða fyrirtæki og skulu umsóknir vera á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu Stúdentaráðs Háskóla íslands. All- ar nánari upplýsingar fást á skrif- stofu Stúdentaráðs. Heimahlynning með opið hús HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudaginn 25. febrúar, kl. 20-22 í húsi Krabbameinsfélags íslands, Skógarhlíð 8. Gestir kvöldsins verða nokkrar ungar konur sem misst hafa maka sína og segja þær frá reynslu sinni. Kaffi og meðlæti verða á boðstólum. LEIÐRÉTT Nafnabrengl ÞAU mistök urðu við birtingu grein- arinnar „Líkamsárásir og landhelg- issbrot“ sl. laugardag, að höfundur var nefndur Ógmundur, en hans rétta nafn er Onundur. Hann og aðrir hlutaðeigendur eru beðnir vel- virðingar á þessu nafnabrengli. Þura í Garði þakkaði símskeyti Verslunarskólanema SIGRÚN Guðbrandsdóttir fyrrver- andi kennari hringdi vegna vísu eftir Þuru í Garði sem birtist á bls. 6 í Daglegu lífi á föstudaginn. Hún heyrði vísuna af vörum Þuru og sagan í kringum hana er eftirfar- andi: Verslunarskólanemendur höfðu heimsótt hana og tveir þeirra sent henni vísu í símskeyti eftir heimkomu. Þura í Garði þraukar hér þöpl á vatnsins bakka. Ef hún kynntist meira mér, myndi hún eiga krakka. Hún svaraði að bragði með öðru símskeyti á þessa Ieið: Ekki þarftu að efa það; að eg þakka skeytið. Nefndu, drenpr! stund og stað og stattu við fyrirheitið. Ur dagbók lögreglunnar Níutíu ökutæki skemmdust 21. til 24. febrúar. UM HELGINA var tilkynnt um 45 umferðaróhöpp til lögreglunn- ar í Reykjavík. í þessum óhöppum skemmdust u.þ.b. 90 ökutæki meira og minna auk þess sem 12 manns hlutu meiðsli. Lögreglumenn þurftu að sekta eigendur 34 bifreiða fyrir að leggja ólöglega um helgina, 21 ökumaður var kærður fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða- mörkum og 5 ökumenn voru grun- aðir um ölvunarakstur. Þrír þeirra höfðu lent í óhöppum áður en til þeirra náðist. Líkamsmeiðingar og innbrot Sex ökumenn voru kærðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu og 4 ökumenn voru kærðir fyrir að aka gegn rauðu ljósi, auk þeirra sem staðnir voru að verki með löggæslumyndavélum. Þá voru skráningarnúmer tekin af 27 ökutækjum vegna van- rækslu á að færa þau til aðalskoð- unar eða greiðslu ábyrgðartrygg- ingargjalda, 4 ökumenn, sem af- skipti var haft af, reyndust ekki hafa ökuskírteini meðferðis, einn ökumaður var kærður fyrir að nota ekki bílbelti og í einu tilviki þurfti að vísa umframfarþega út úr bifreið, sem hann var í. Tilkynnt var um 7 líkamsmeið- ingar, 11 innbrot, 5 þjófnaði, 13 eignarspjöll og afskipti þurfti að hafa af 34 vegna ölvunar á al- mannafæri. Vista þurfti 30 manns í fangageymslunum vegna ýmissa mála, þ.a. tvo vegna meðferðar fíkniefna. Kvartað var 23 sinnum vegna hávaða og ónæðis innan dyra. í þeim tilvikum var aðallega um að ræða ölvað fólk, sem ekki kunni sér hóf við „skemmtan" sína. Á föstudagsmorgun var brotist inn í bifreið í Hjálmholti og stolið úr henni GPS staðsetningartæki af Garmin gerð. Stolið var greiðslukortum úr tveimur bif- reiðum við Tunguháls. Um hádegisbilið þurftu tveir ökumenn að leita á slysadeild eft- ir harðan árekstur þriggja bifreiða á Hringbraut gegn Landspítalan- um. Skömmu síðar þurfti ökumað- ur að leita á slysadeild vegna áreksturs tveggja bifreiða á sama stað. Drengur höfuðkúpubrotnaði Síðdegis þurfti að færa öku- mann og tvo farþega á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bif- reiða á gatnamótum Reykjanes- brautar og Stekkjarbakka. Talið var að annar farþeginn, 10 ára drengur, hefði höfuðkúpubrotnað. Slökkviliðsmenn þurftu að beita vatnssugu í húsi í vesturbænum eftir að maður í baði gleymdi að skrúfa þar fyrir vatnið. Flæddi vatnið á milli hæða. Farþegi var fluttur á slysadeild eftir harðan árekstur á Vestur- landsvegi við Úlfarsfellsveg og skömmu síðar var bifreið ekið útaf og á hitaveitustokk á Vestur- landsvegi við Lágafell. Ökumað- urinn var fluttur á slysadeild, en meiðsli hans voru ekki talin alvar- leg. Aðfaranótt laugardags var brotist inn í bifreið í Geirsgötu og úr henni stolið veski með pen- ingum. Á laugardag var brotin rúða í skóla í Breiðholti og farið þar inn í kennarastofu, en engu virðist hafa verið stolið. Þá voru sjö rúður brotnar við innganga skóla á Seltjarnarnesi. Kassa með peningum og greiðslunótum var stolið úr fyrirtæki við Dugguvog. Tveir ungir drengir fundu kassann síðar um daginn við Gyðufell og fóru með hann á Iögreglustöðina í Breiðholti. Um kvöldið varð 16 ára stúlka fyrir bifreið í Rofabæ. Hún hand- leggsbrotnaði og var flutt á slysa- deild með sjúkrabifreið. Inn um glugga á eftir þjófi Á laugardagskvöld var um 70 unglingum vísað út úr húsi við Þverás. Á sunnudagsmorgun voru rúður brotnar í hurð skóla í Aust- urborginni. Þá var tilkynnt um að maður hefði skriðið inn um glugga veitingahúss við Rauðar- árstíg. Lögreglumenn fóru inn um gluggann á eftir manninum og handtóku hann á staðnum. Geisla- spilara var stolið úr bifreið við Vagnhöfða. Um morguninn gekk maður inn um ólæstar dyr söluturns við Skúlagötu. Þegar hann kom inn læstust dymar og maðurinn komst ekki út. Um leið fór inn- brotsvarnarkerfi verslunarinnar fór í gang. Eigandinn mætti á staðinn og bjargaði „viðskiptavin- inum“ úr prísundinni. Tveir ökumenn fóm sjálfir á slysadeild eftir harðan árekstur fjögurra bifreiða á Skúlagötu við Klöpp. Brotist var inn í hús á Kjalarnesi og þaðan stolið hljóm- flutningstækjum, sjónvarpi, myndbandstæki o.fl. Síðdegis varð gangandi vegfarandi fyrir bifreið í Hafnarstræti. Hann hlaut minniháttar meiðsli. Reyndi að svíkja út mat Um kvöldið var ölvaður maður handtekinn eftir að hafa reynt að svíkja út mat á veitingastað í miðborginni. Áður hafði honum ásamt félaga sínum tekist að svíkja út drykki á öðrum veitinga- stað í miðborginni. Um 1.500 manns voru í mið- borginni þegar flest var aðfara- nótt laugardags. Handtaka þurfti 7 vegna ölvunarháttsemi. Lög- reglumenn fóru um Garfarvog og Breiðholt um miðnætti. Þeir þurftu að hafa afskipti af þremur börnum undir 16 ára aldri. Þau voru færð á lögreglustöðina í Breiðholti og sótt þangað af for- eldrum sínum. Aðfaranótt sunnu- dags voru um 2.500 manns í mið- borginni. Afskipti þurfti að hafa af 5 manns vegna ölvunarhátt- semi. Fulltúar lögreglunnar á Suð- vesturlandi_hittust á Selfossi í síð- ustu viku. Á þeim fundi var ákveð- ið að næsta sameiginlega við- fangsefni lögregluembættanna í umferðarmálum verði eftirlit með ástandi og búnaði eftirvagna, s.s. vélsleðakerra, hestakerra o.fl., jafnframt því sem hugað verður að búnaði, s.s. speglabúnaði dráttarökutækjanna. Þá verði hugað að akstri vélsleða í þétt- býli svo og ökuréttindum stjórn- enda þeirra, en nýlega var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Austur- lands yfir manni, sem ók hjálm- laus vélsleða á svæði þar sem slík- ur akstur er bannaður. Viðurlög urðu 18 þúsund kr. sekt. Eftirlit með fíkniefnafólki Þá var einnig rædd hugmynd um samstarf lögregluembættanna í virkara eftirliti með fólki sem tengist fíkniefnum, en mikill áhugi hefur verið hjá yfirmönnum um þetta efni. Ákveðið var að leggja til við sýslumennina/lög- reglustjóra tillögu að hugsanlegri framkvæmd slíks eftirlits.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.