Morgunblaðið - 25.02.1997, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 25.02.1997, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 51 > I j ) 5 I í I % ] 3 I I I 4 (3 4 4 4 4 4 4 4 4 \ 4 J 4 4 HESTAR ÞÆR voru margar vel ríðandi konurnar í Mosfellsbænum á laugardag og hér fer ein þeirra, Kolbrún Haraldsdóttir á Geysi. BIRGITTA Magnúsdóttir og Óðinn frá Köldukinn sigruðu í kvennaflokki hjá Herði eftir spennandi keppni. Vetrarmót hjá Fáki og Herði Stóðhestar í toppsætum HESTAMENN eru farnir að beita fákum sínum í keppni hver við annan en um helgina voru vetrar- mót haldin hjá Fáki og Herði í vetrarveðri eins og það getur orðið hvað fallegast og best. Reiðfærið eins og best verður á kosið, vel troðinn og þjappaður snjór. Harð- armenn sem héldu sitt mót að Varmárbökkum í Mosfellsbæ buðu upp á töltkeppni í yngri flokkum og flokkum karla og kvenna. Hjá Fáki á Víðivöllum var hinsvegar bætt við fljúgandi skeiði sem svo hefur verið kallað. Þar var í fullorð- insflokki skipt í atvinnu- og áhuga- mannaflokk en einnig boðið upp á sérstakan kvennaflokk. Hjá báðum félögum var firmakeppnisformið viðhaft eins og gjarnan er gert á stuttum vetrarmótum. í atvinnumannaflokki sigraði Hulda Gústafsdóttir á stóðhestin- um Hljómi frá Brún sem vakti verulega athygli á síðasta ári þeg- ar hann ungur að árum skipaði sér í fremstu röð alhliða gæðinga á Hvítasunnumóti félagsins. Er hann kominn í ágætt form og lof- ar góðu fyrir vorið. Sigurður Matt- híasson kom næstur á þessum vettvangi með gæðinginn Háfeta frá Þúfu. Nafni hans Marínusson fylgdi þar fast á eftir á Röðli. Skeiðkeppnin tókst með miklum ágætum og má ætla að þetta form, „fljúgandi skeið“, þar sem hver hesturinn kemur á fæti öðrum á fljúgandi ferð þegar flaggið fellur, geti átt framtíð fyrir sér. Þessi aðferð fellur vel í kramið hjá áhorfendum því fátt er skemmti- legra en sjá góða vekringa koma svona hver á eftir öðrum án nokk- urra tafa. Hjá Herði var einnig stóðhestur í aðalhlutverki, Kappi frá Hörgs- hóli sem Sigurður Sigurðarson sat, og yar ekki annað að sjá en kapp- inn væri kominn í góða þjálfun að þessu sinni. Kappi lenti í hálfgerð- um öldudal á síðasta ári eftir gott ár þegar hann fór í fyrstu verðlaun aðeins fimm vetra gamall. Næstur kom Sævar Haraldsson á Goða frá Voðmúlastöðum sem var vel frísk- ur að þessu sinni. Eins og gengur eru alltaf skipt- ar skoðanir um dóma á mótum sem Morgunblaðið/V aldimar HLJÓMUR frá Brún er kominn í feiknastuð og sigraði hann ásamt knapanum Huldu Gústafsdóttur í atvinnumannaflokki hjá Fáki. þessum enda hratt unnið og alltaf hætta á að einhver mistök geti orðið. Athygli vakti þó hjá Herði að Magnea Rós Axelsdóttir sem verið hefur í algerum sérflokki komst ekki einu sinni í verðlauna- sæti. Datt mörgum helst í hug að þarna hefðu orðið einhver mistök hjá dómurum, númerarugl eða eitt- hvað slíkt sem alltaf getur hent því ekki var annað að sjá en hún og hestur hennar Vafi væru vel að fyrsta sætinu komin eins og svo oft áður. Valdimar Kristinsson Fákur - úrslit: Kvennaflokkur: 1. Ásta Briem á Villingi. 2. Svava Kristjánsdóttir á Dára frá Keldudal. 3. Þóra Þrastardóttir á Hrafni. 4. Ásta Björnsdóttir á Guma. 5. Edda Hinriksdóttir á Rúmi, Karlaflokkur - áhugamenn: 1. Þór Gylfi Sigurbjörnsson á Hrólfi frá Bakkakoti. 2. Guðmundur Gíslason á Kviku frá Hvítárbakka. 3. Sigurþór Jóhannesson á Kreiki frá Ártúni. 4. Bragi Ásgeirsson á Funa. 5. Karl Davíðsson á Tinna frá Minna-Núpi. Atvinnumenn: 1. Hulda Gústafsdóttir á Hljómi. 2. Sigurður Matthíasson á Háfeta frá Þúfu. 3. Sigurður Marínusson á Röðli. 4. Auðunn Kristjánsson á Regin. 5. Gunnar Már Gunnarsson á Kol- brá frá Kárastöðum. Ungmenni: 1. Alma Olsen á Von frá Hraunbæ. 2. Svanheiður Lóa Rafnsdóttir á Hjörvari frá Selfossi. 3. Hrafnhildur Guðmundsdóttir á Ögra frá Vindási. 4. Hannes Siguijónsson á Stíg frá Traðarholti. 5. Elísabet Björgvinsdóttir á Amor frá Austvaðsholti. Unglingar: 1. Davíð Matthíasson á Þræði. 2. Árni B. Pálsson á Drottningu frá Arnarstöðum. 3. Þórdís Erla Gunnarsdóttir á Smelli frá Hrafnkelsstöðum. 4. Jóna Margrét Ragnarsdóttir á Kóngi frá Tóftum. 5. Aníta Margrét Aradóttir á Faxa frá Sogni. Börn: 1. Sylvía Sigurbjömsdóttir á Kópi frá Mykjunesi. 2. Guðbjörg Snorradóttir á Flugu frá Dalsmynni. 3. Hlynur Snorrason á Stjömuskó frá Grenstanga. Pollar: 1. Sara Sigurbjörnsdóttir á Hæringi. 2. Fannar Örn Ómarsson á Sölva frá Álfhólum. Skeið með fljúgandi ræsingu: 1. Styrmir Snorrason, 8,89. 2. Sveinn Ragnarsson, 8,99. 3. Hulda Gústafsdóttir, 9,03. 4. Þórarinn Halldórsson, 9,33. 5. Logi Laxdal, 9,41. Hörður - úrslit: Kvennaflokkur: 1. Birgitta Magnúsdóttir á Óðni frá Köldukinn. 2. Nína Múller á Hannibal. 3. Kolbrún Haraldsdóttir á Geysi. 4. Kolbrún Ólafsdóttir á Spuna frá Syðra-Skörðugili. 5. Guðríður Gunnarsdóttir á Kol- finni. Karlaflokkur: 1. Sigurður Sigurðarson á Kappa frá Hörgshóli. 2. Sævar Haraldsson á Goða frá Voðmúlastöðum. 3. Lúther Guðmundsson á Kjamma. 4. Björn Ólafsson á Seifi. 5. Þorvarður Friðbjörnsson á Tvisti. Ungmenni: 1. Guðmar Þór Pétursson á Stormi. 2. Helga S. Valgeirsdóttir á Dönu. 3. Sölvi Sigurðarson á Yiju frá Keldudal. 4. Garðar Hólm á Þekki. 5. Sædís Jónasardóttir á List. Unglingar: 1. Birta Júlíusdóttir á Viktori. 2. Amanda Dolores á Ægi. 3. Signý Svanhildardóttir á Galdri. 4. Ásgerður Þráinsdóttir á Bjólfi. 5. íris Sigurðardóttir á Pá. Börn: 1. Kristján Magnússon á Rúbín. 2. Daði Erlingsson á Snjalli. 3. Sigurður Straumfjörð á Frey. 4. Tinna Björk Steinarsdóttir á Skegg. 5. Jón Kristinn Þorsteinsson á Hróki. FORYSTUSVEITIN í atvinnumannaflokknum fer hér í breiðfylkingu fram völlinn, frá vinstri talið Hulda og Hljómur, Sigurður V. og Háfeti, Sigurður og Röðull, Auðunn og Reginn, Gunnar Már og Kolbrá. nsTuno SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbraut 68 L . Austurver Strni 568 4240
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.