Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ sj ónvarpsmarkaði íslenska útvarpsfélagið hf. * hefur nú keypt öll hlutabréfin í Islenskri margmiðlun hf. sem rekur Stöð 3. í staðinn hafa hluthafar Stöðvar 3 fengið liðlega 9% hlut í útvarpsfélaginu. Kristinn Briem rek- ur hér aðdragandann að þessum viðskiptum og óvæntum endalokum Stöðvar 3. ÞAU óvæntu tíðindi bárust af fjöl- miðlamarkaðnum á laugardag að samningar hefðu tekist um kaup íslenska útvarpsfélagsins hf. á öll- um hlutabréfum Islenskrar marg- miðlunar hf. sem rekur Stöð 3. í skiptum fyrir bréf sín fá hluthafar íslenskrar margmiðlunar hf. lið- lega9% hlut í íslenska útvarpsfélag- inu og kauprétt á viðbótarhlutafé. Fram til þessa hefur ekki annað verið vitað en Stöð 3 væri að und- irbúa sig af fullum krafti fyrir væntanlega samkeppni við Stöð 2 með öfluga fjárfesta að baki. Þá var ekki annað vitað en útvarpsfé- lagið hygðist hvergi gefa eftir og teldi sig hafa í fullu tré í væntan- legri samkeppni við hinn nýja keppinaut sem hafði lengst af verið á brauðfótum. Skammt er síðan íslensk marg- miðlun hf. yfírtók rekstur Stöðvar 3 í lok október á síðasta ári eftir að nauðasamningar tókust við ís- lenska sjónvarpið hf. Lagt var fram nýtt hlutafé að ljárhæð 160 milljón- ir króna og voru helstu hluthafar Burðarás hf., Festing hf., Árvakur hf., sem er útgáfufélag Morgun- blaðsins, Sambíóin, G. Jóhannsson ehf., Eignarhaldsfélagið Alþýðu- bankinn hf., Þróunarfélag íslands hf., Vátryggingafélag íslands hf., íslensk endurtrygging hf., Skelj- ungur hf., Vífilfell hf. og Japis hf. Hlutafé félagsins var aukið í 300 milljónir í lok desember og áform voru uppi um að auka það um 150-200 milljónir til viðbótar á fyrri hluta þessa árs. Nýjar áætlanir settu strik í reikninginn Þessir aðilar virtust staðráðnir í að setja á laggirnar öfluga einka- rekna sjónvarpsstöð eins og ráðn- ing fimm lykilmanna af Stöð 2 í síðasta mánuði undirstrikaði ræki- lega. Jafnframt hefur undirbúning- ur verið í fullum gangi við uppsetn- ingu á áskriftarkerfi og fyrstu tvö þúsund myndlyklarnir voru þegar komnir til landsins. En tvær grímur tóku að renna á stjórnarmenn fé- lagsins þegar nýjar áætlanir um kostnaðinn við uppbyggingu stöðv- arinnar, sem unnar voru af hinum nýju liðsmönnum félagsins, litu dagsins ljós nýverið. I þessum áætlunum kom fram að fjárþörf félagsins væri meiri en áður var talið eða allt að 800 millj- ónir í lánum og hlutafé á næsta ári. Gert var ráð fyrir því að dag- skráin yrði boðin á kynningarverði fyrstu sex mánuðina á 1.790 krón- ur á mánuði, en hækkaði síðan í 2.790 krónur á mánuði. Innifalið í þessu yrði dagskrá Stöðvar 3, þáttasölusjónvarp (pay per view) og gervihnattarásirnar. Þetta mið- aðist við að ná 20 þúsund áskrif- endum í desember á þessu ári. Var gert ráð fyrir að á seinni hluta næsta árs yrði fyrirtækið byijað að skila hagnaði. Eftir endurskoðun þessara áætl- ana og einhvern niðurskurð lá engu að síður ljóst fyrir að þörf væri fyrir 200-300 milljóna hlutafé í fyrirtækið umfram það sem áður hafði verið reiknað með, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Með þessar upplýs- ingar í farteskinu þótti ljóst að erfitt myndi reyn- ast ná saman þessu fjár- magni meðal hluthafanna á sama tíma og við blasti blóðugt stríð milli sjónvarpsstöðvanna á mark- aðnum. Þótti stærstu hluthöfunum sem mestu réðu um gang mála að betra væri að hætta þessum rekstri nú, fremur en eiga það á hættu að lenda í miklum ógöngum þegar út í samkeppnina var komið. Margt er á huldu um hvar hug- myndin um sameiningu stöðvanna kviknaði upphaflega. Bent er á að Jón Ólafsson, stjórnarformaður ís- lenska útvarpsfélagsins, hafi í lok nóvember sl. haust þurft að bregða sér í skyndingu til Kaupmanna- hafnar. Með honum á Saga Class farrými sat Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips. Þeir tóku tal saman á leiðinni og ákváðu að ræða saman eftir að þeir kæmu til landsins, en ekkert fékkst upplýst um lyktir þess fundar. Fyrstu þreifingar milli aðila voru á þann veg að skilaboð bárust frá Islenska útvarpsfélaginu um að Sigurjón Sighvatsson, einn stærsti hluthafi íslenska útvarpsfélagsins, væri reiðubúinn að selja sinn hlut og Jón Ólafsson væri einnig til við- ræðu um slíkt. Hittust menn á fundum til að ræða þau mál og möguleika á sameiningu félaganna. Þær leiddu í ljós að gríðarlegt bil var á milli hugmynda þessara aðila um verð- mæti Islenska útvarpsfé- lagsins. Voru töldur nefndar allt frá 2,5 millj- örðum upp í 6 milljarða, en þessar þreifingar komust hins vegar skammt á veg. Næst dró til tíðinda í byijun síð- ustu viku, en þá hófust beinar við- ræður milli Jóns Ólafssonar og Þorkels Sigurlaugssonar fram- kvæmdastjóra hjá Eimskip, eins stærsta hluthafans, um kaup ís- lenska útvarpsfélagsins á öllum hlutabréfunum í íslenskri marg- miðlun, fyrir milligöngu Ragnars Tómassonar héraðsdómslögmanns. Ragnar hafði miklar efasemdir um að skynsamlegt væri fyrir stöðv- arnar að halda áfram á sömu braut. Taldi hann lag núna til að sameina stöðvarnar eða að annar hvor aðil- inn keypti hinn út. Hafði hann að eigin j'rumkvæði kannað afstöðu Jóns Ólafssonar, stjórnarformanns íslenska útvarpsfélagsins hf., og Þorkels Sigurlaugssonar til þessara hugmynda sinna. Ragnar hefur raunar áður komið við sögu í samn- ingum af þessu tagi milli fyrir- tækja og er sagður hafa átt hug- myndina að kaupum Hofs sf., móð- urfélags Hagkaups, á 50% hlut í Bónus á sínum tíma. Verulegur skriður komst á við- ræður þeirra Þorkels og Jóns á fimmtudag í síðustu viku sem fóru fram í einni af svítum Hótels Sögu. Unnu þeir að málinu sleitulaust fram á aðfaranótt föstudagsins allt fram undir morgun þar til niðurstað- an náðist loks fram. Þorkell mun því næst hafa gengið í að vinna forsvarsmenn Festingar hf., fjár- festingarfélags í tengslum við Sjóvá-Almennar, á sitt band, því næst Gunnar A. Jóhannsson, for- stjóra Fóðurblöndunnar, áður en hann lagði málið fyrir aðra hluthafa. Það er nefnt til marks um þá leynd sem hvíldi yfir viðræðunum að sama morgun og þeir tvímenn- ingar gengu frá samningum mátti lesa frétt í dagblaðinu Degi-Tíman- um þar sem greint var frá því að Stöð 3 undirbyggi dreifingu á allt að 20 þúsund myndlyklum. Fundir voru síðan haldnir í öllum hlutafélögunum á föstudeginum og endanlega gengið frá samningum á laugardag. Segja má hins vegar að aðrir hluthafar íslenskrar marg- miðlunar hafi þá raunverulega staðið frammi fyrir gerðum hlut og ljóst að víða gætir vonbrigða í þeirra hópi með niðurstöðu málsins. Fulltrúi Chase Manhattan Bank, Bo Nilsen, tók einnig þátt í viðræð- um félaganna, en hann lagði lykkju á leið sína frá Bandaríkjunum til Evrópu á föstudag til að staðfesta að bankinn væri fylgjandi kaupun- um. Mlkill hagnaður fólginn í samvinnu „Það eru nokkrar vikur síðan Ragnar Tómasson hafði samband við mig og spurði hvort það væri mér á móti skapi að hann myndi reyna að sjá hvort menn gætu tal- að saman um þessa möguleika," segir Jón Ólafsson, stjórnarformað- ur íslenska útvarpsfélagsins, í sam- tali við Morgunblaðið. „Ég sagði honum að það væri meinalaust af minni hálfu enda þekkti ég Þorkel [Sigurlaugsson] ágætlega og vissi að hann væri mjög traustur og góður maður. Við Þorkell ákváðum að hittast fyrir rúmri viku og fund- um þá út að við gætum byggt upp trúnað á milli okkar og unnið sam- an. Einnig vorum við fljótir að átta okkur á því að það væri mikill hagnaður fólginn í því að vinna saman í framtíð- inni. Það varð úr að við lukum við samninga sam- eiginlega áður en við kynntum þá fyrir nokkr- um öðrum í báðum hópunum.“ Aðspurður hvort rætt hefði verið um að hann seldi sinn hlut í Is- lenska útvarpsfélaginu sagði Jón að það hefði aldrei verið nein laun- ung af sinni hálfu að hann væri tilbúinn að selja sinn hlut í félaginu fyrir rétt verð. Jón Ólafsson segir ljóst að sam- keppnin hefði orðið kostnaðarsöm fyrir báða aðila, en misjafnlega mikið þó. Auðveldara hefði verið fyrir fyrirtæki með tvo milljarða í veltu að takast á við samkeppnina heldur en fyrirtæki með engar tekj- ur. „Það er ljóst að það er miklu meiri hagnaður fyrir báða aðila að starfa saman, heldur en halda áfram þeirri vitleysu sem var í gangi.“ Hann segir ljóst að kostn- aðarauki hjá íslenska útvarpsfélag- inu vegna tilkomu Stöðvar 3 skipti einhveijum tugum milljóna vegna aukinnar samkeppni um innkaup á erlendu efni. „Ég held að menn verði að líta jákvæðum augum á samninginn. Það er sigur fyrir íslenskt sjónvarp þegar eigendur beggja stöðva hafa áttað sig á því að það er miklu meiri hagnaður fólginn í því fyrir áskrifendur að snúa bökum saman og takast á við framtíðina. Það þýðir meiri innlenda dagskrárgerð og betra sjónvarp, þannig að við verðum betur í stakk búnir til að keppa við það sem koma skal í framtíðinni," segir Jón Ólafsson. Þorkell Sigurlaugsson hefur hins vegar ekkert viljað láta hafa eftir sér um þessa samninga eða aðdrag- anda þeirra. Kaupréttur að bréfum Chase Eins og fram hefur komið kveð- ur sá samningur sem nú liggur fyrir á um kaup íslenskra útvarps- félagsins á öllum hlutabréfum í Islenskri margmiðlun og að hlut- hafar þess félags fái í staðinn liðlega 9% hlut í íslenska útvarpsfélag- inu. Ef félögunum verður rennt saman eykst hlutur þeirra í um 10%, en arð- greiðsla og réttindi hluthafanna miðast hins vegar við 10% frá upp- hafi. Þessar tölur miðast við ákveðnar forsendur um fjárhags- stöðu íslenskrar margmiðlunar, en reynist hún lakari skerðist hlutur þessara aðila sem því nemur. Jafnframt er í samningnum kveðið á um kauprétt síðar að 20% Sátu saman á Saga Class Samkeppni hefði kostað mikið SVIPTIIMGAR Á SJÓNVARPSMARKAÐI Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson HREGGVIÐUR Jónsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs íslenska útvarpsfélagsins, og Jón Ólafsson, stjórnarformaður félagsins, mættu til fyrsta fundar í nýrri stjórn Islenskrar margmiðlunar á hádegi í gær. Sverðin slíðruð á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.