Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 33 MENNTUN Patreksskóli kom einna verst út í samræmdum prófum Skólastarfið endurskoð- að og vörn snúið í sókn skólar/námskeið ýmislegt GRUNNSKÓLINN á Patreksfírði, kom einna verst út á landinu í sam- ræmdum prófum sl. vor en þar hafa menn snúið vörn í sókn m.a. með stofnun Góðvinafélags Patreksskóla. Einnig hefur Guðbrandur Stígur Ágústsson skólastjóri gert sér ferð í Kennaraháskóla íslans og markaðs- sett skólann meðal kennaranema. í síðustu viku var hann mættur annað árið í röð ásamt Valgarði Lyngdal Jónssyni kennara, sem lauk kennaraprófi frá KHÍ síðastliðið vor og ákvað eftir kynningu að taka að sér kennslu fyrir vestan. Guðbrandur tók við starfí skóla- stjóra haustið 1995 en þá voru 11 leiðbeinendur við skólann en einung- is tveir kennarar með réttindi fyrir utan skólastjóra og aðstoðarskóla- stjóra. „Annar réttindakennarinn var í hlutastarfi, þannig að ástandið var ekki gott,“ segir hann og bætir við að ekki megi setja samasemmerki á milli leiðbeinenda og slæms starfs- fólks og kennara og góðs starfsfólks. Sjö nýir kennarar Eitt af því fyrsta sem hann taldi sig þurfa var að sækja metnaðar- fullt, ungt og kraftmikið fólk. „Við réðum sjö nýja kennara, þar af fímm með réttindi og tvo með BA-próf úr háskólanum. Þeir hafa verið hjá okk- ur í vetur og ég reikna með að halda þeim öllum næsta vetur. Nú erum við því með fimm leiðbeinendur en átta réttindakennara." Markmið skólans er að hafa ein- ungis kennaramenntað fólk og kveðst Guðbrandur hafa hvatt nokkra leiðbeinendurna til að sækja sér réttindi. „Draumur hvers skóla- stjóra er að geta valið starfsfólk. Þannig fengu færri vinnu en vildu í vetur. Þegar vinnuveitandi getur valið sér starfsfólk ár eftir ár hlýtur hann að enda með mjög góðu fólki.“ Tóku áskorun Hann kveðst strax finna breyt- ingu, sem megi meðal annars rekja til þess að í skólann hafí valist metn- aðarfullt fólk, sem vissi að um áskor- un var að ræða og var tilbúið til að leggja ýmislegt á sig til að bæta gæði skólastarfsins. „Vinnubrögðin eru orðin faglegri og starfið mark- vissara." Valgarður Lyngdal segir að sér finnist eins og skólastarfið ■ Barnfóstrunámskeið fyrir börn fædd 1983,1984 og 1985. Kennsluefni: Umönnun ungbarna og skyndihjálp. 1. 5., 6., 10. og 11. mars. 2. 12., 13., 17. og 18. mars. 3. 2., 3., 7. og 8. apríl. 4. 9., 10., 14. og 15. apríl. 5. 21., 22., 28. og 29. aprfl. 6. 26., 27., 28. og 29. maí. 7. 2., 3., 4. og 5. júní. 8. 9., 10., 11. og 12. júní. ■ Yoga-námskeið Morgunblaðið/Þorkell GUÐBRANDUR Stígur Ágústsson (t.v.) skólastjóri Patreksskóla og Valgarður Lyngdal Jónsson kennari markaðssettu skólann. hafi verið stoppað á ákveðnum punkti, búið sé að endurskoða starfið eins og það var og ákveðið að byija á mörgu að nýju, jafnvel frá grunni. „Það er að sjálfsögðu mjög spenn- andi fyrir nýútskrifaðan kennara að taka þátt í öflugu uppbyggingar- starfi og að móta skólastarfið í stað þess að ganga beint inn í fyrirfram ákveðið kerfi.“ Þegar Guðbrandur er spurður hvort hann hafi skýringu á því hvers vegna nemendur á Vestfjörðum almennt hafi komið ágætlega út í samræmdum prófum í 4. bekk, aðeins hafí hallað undan fæti í 7. bekk og botnsætum víða verið náð í 10. bekk, kveðst hann ekki hafa skýringu. Sér detti þó í hug að eftir því sem nemendur séu lengur í skóla, þar sem hlutimir séu ekki f lagi meðal ananrs vegna tíðra kenn- ara- eða leiðbeinendaskipta, komi bre- stimir skýrar í ljós. „Það er ekki at- vinnulífíð sem dregur en það er greini- lega eitthvað að.“ Gíróseðill sendur Heimamenn eru jákvæðir í garð skólans og menn vildu breytingar. Var tekið upp á því að stofna góð- vinafélag, sem tengdist ekki einung- is skólanefnd eða foreldrum heldur áhugasömu fólki almennt. Var send- ur út gíróseðlill að upphæð 1.000 kr. til allra íbúa bæjarins 16 ára og eldri. „Margir voru efins um að þetta væri rétt aðferð,“ segir Guðbrandur en ber saman fjáröflun félagasam- taka sem nota féð til að kaupa tæki Um 2.000 manns vinna við matvælafram- leiðslu á Eyjafjarðarsvæðinu Starfsnám í undir- búningi 1VM A VERKMENNTASKÓLINN á Akur- eyri (VMA) í samvinnu við Háskól- ann á Akureyri og Útgerðarfélag Akureyringa er að kanna möguleika á eins árs starfsnámi í matvælagrein- um fyrir ófaglært starfsfólk. Stefnt er að því að námið hefjist í haust, fáist heimild til þess hjá menntamála- ráðuneyti. Að sögn Hauks Jónssonar aðstoð- arskólameistara VMA vinna um 2.000 manns við matvælaframleiðsiu á Eyjafjarðarsvæðinu, m.a. við mjólkuriðnað, sælgætisgerð, kaffí- brennslu, kjötvinnslu, ölgerð o.fl. „Matvælaframleiðsla er stóriðja í þessum landshluta og henni hefur lítið verið sinnt í skólakerfínu. Veltan í greininni hér á svæðinu er 15-16 milljarðar króna.“ Stutt starfsnámsbraut Undirbúningsnefndin hefur leitað til verkalýðsfélaga og atvinnurek- enda um það hvers konar menntun nýtist fyrirtækjunum. „Við erum að byija að móta hugmyndir um heild- stæða braut, þar sem sambland verð- til dæmis fyrir sjúkrahús. Menn voru greinilega sammála þegar á reyndi, því heimtur voru góðar og eru um 250 fyrirtæki, stofnanir og einstakl- ingar nú góðvinir Patreksskóla. Fyrsta átaksverkefni góðvinafé- lagsins er að tölvuvæða skólann. „Bæjarfélagið kemur á móti og kaup- ir tölvur fyrir kennara og skóla- stjóra, því þær eru ekki til,“ segir Guðbrandur. Hann telur jafnframt að það hafi verið skólakerfínu til góðs að sveitarfélögin hafi tekið við rekstri grunnskólans, því góður skóli sé sveitarfélögum aðhald. Ætli menn að halda uppi búsetu verði skólinn að vera í lagi. Acarya Ashiishananda Avadhuta, sérþjálfaður yogakennari, heldur reglu- lega 6 vikna yoga-námskeið. Hópkennsla og einkatímar. Lærðu að hugleiða á árangursríkan hátt með persónulegri leiðsögn. Lærðu yoga-líkamsæfingar, einstaklings- bundna kennslu, sem tekur mið af líkam- legu ástandi hvers og eins. Næstu námskeið byrja þriðjudagskvöldið 4. mars og miðvikudagskvöldið 5. mars kl. 17-19. Uppi. og skráning í sima 551 2970 kl. 9-12 og eftir kl. 21 á kvöldin. Verð kr. 5.000, afsláttur fyrir skóla- fólk. Ananda Marga Yogahreyfing á íslandi, Lindargötu 14, Rvík. tómstundir ■ Keramiknámskeið Keramiknámskeið verður haldið í Gall- erú Kerinu, Laugavegi 32 í lok febrúar. Upplýsingar í síma 551 5997 og á kvöld- in 564 2642. Rannveig Tryggvadóttir. myndmennt ■ Tréskurðarnámskeið. Fáein pláss laus í mars-aprfl. Hannes Flosason, sími 554 0123. tölvur ■ Námskeið - starfsmenntun 64 klst. tölvunám. 84 klst. bókhaldstækni. ■ Stutt námskeið: Windows 95. PC grunnnámskeið. Word grunnur og framhald. Excel grunnur og framhald. Access grunnur. PowerPoint. PageMaker. Bamanám. Unglinganám í Windows. Unglinganám í forritun. Internet námskeið. Hagstætt verð og afar veglegar kennslu- bækur fylgja með námskeiðum. Skráning í síma 561 6699, netfang tolskrvik@treknet.is, veffang www.treknet.is/tr Tölvuskóli Reykiavíkur Borfíartúni 28. simi 561 6699. ur af verklegu og bóklegu námi. Við erum enn að reyna að skilgreina þarfir matvælafyrirtækjanna, en hugmyndin er að nemendur fái til að bytja með að kynnast framleiðslu- ferli í öllum matvælagreinunum. Síð- an geti þeir valið ákveðinn vinnustað og sérhæft sig þar.“ Haukur tekur fram að braut sem þessari eigi eftir að afla viðurkenn- ingar, réttinda og stöðu í framleiðslu- fyrirtækjunum og hjá verkalýðsfé- lögunum. „Ef vel tekst til vonar maður að af verði og við getum talað um „hálffaglært" starfsfólk.“ í bóklega hlutanum sjá menn fyr- ir sér að meginuppistaðan verði ör- verufræði, næringarfræði, efnis- fræði, fræðsla um gæðaferli, þvotta- efni o.fl. Verklega námið verði tekið úti í atvinnulífinu og nemendur læri undir handleiðslu reyndra starfs- manna. „Eins og staðan er í dag viljum við láta hefðbundnar náms- greinar eins og ensku, dönsku og slíkt bíða en vilji fólk framhaldsnám þá verði þessar námsgreinar teknar upp þar,“ sagði Haukur Jónsson. MÓSAMBÍK Fátækt land með framtíð Mósambík er eitt fátækasta land heims og illa leikið eftir langvinnar styrjaldir og alræðisstjórn. En þetta stóra Afríkuríki er engu að síður land möguleikanna. Ýmsar líknar- og hjálparstofnanir hafa verið að leggja landsmönnum lið við að bæta lífskjörin. Á meðal þeirra eru Hjálparstofnun kirkjunnar og Þróunarsamvinnustofnun íslands. Þorkell Þorkelsson, Ijósmyndari Morgunblaðsins, ferðaðist nýverið um Mósambík og fylgdist meðal annars með brunnagerð ogjarðsprengjuhreinsun, auk þess sem hann beindi linsum sínum að litskrúðugu mannlífinu. í anddyri Morgunblaðshússins, Kringlunni 1, hefur verið komið upp yfirlitssýningu á völdum myndum sem teknar voru í ferðinni. Sýningin stendur til föstudagsins 7. mars og er opin á afgreiðslutíma blaðsins kl. 8-18 alla virka daga og laugardaga kl. 8-12. Allar myndirnar á sýningunni eru til sölu. MYNDASAFN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.