Morgunblaðið - 25.02.1997, Side 26

Morgunblaðið - 25.02.1997, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR EITT frægasta vörumerki heims; hundurinn „Nipper" hlustar á rödd húsbónda síns, en þetta merki var tekið upp á útgáfum frá 1900. Nipper sjálfur féll frá 1895, 5 árum áður en myndin var máluð. EMI100 ára BRESKA hljómplötuútgáfan EMI fagnar 100 ára afmæli sínu á þessu ári. Meðal þess sem fyrir- tækið hyggst gera til hátíðar- brigða er að gefa út sérstakan kassa með úrvali tónlistar frá sögu þess og haldnir verða af- mælistónleikar þar sem fram koma margir helstu söngvarar heims. Fyrir 110 árum endurbætti Þjóðverjinn Emile Berliner upp- götvun Edisons, sem hafði smíð- að tæki sem skráði hljóð á vax- rúllur. Berliner þróaði tæki sem tók upp á flatar plötur og afspil- unartæki. Hann kallaði afspilun- artækið Gramophone, en vax- rúllutæki Edisons hét Phono- graph, og stofnaði United States Gramophone Company. Átta árum siðar opnaði hann fyrsta hljóðverið í New York og ári síð- ar, 1897, sendi hann mann til Bretlands til að stofna samsvar- andi fyrirtæki og ryðja nýrri tækni braut. The Gramophone Company, síðar The Gramo- phone and Typewriter Company, hóf upptökur 1898 en á kreppu- tímum sameinaðist það öðru út- gáfufyrirtæki, Columbia, og til varð Electric and Musical Ind- ustries, EMI. Mikið verður um dýrðir á af- mælisárinu og meðal annars hyggst fyrirtækið gefa út í tak- mörkuðu upplagi kassa með tíu diskum sem á verður úrval af upptökum frá 100 ára sögu þess með ýmsum helstu listamönnum sögunnar, en í kassanum verður einnig 100 síðna saga útgáfunnar og aukadiskur þar sem sögð er saga fyrirtækisins. 27. apríl verða síðan sérstakir afmælistónleikar í Glydenbo- urne. Þar koma fram John Mark Ainsley, Roberto Alagna, Olaf Bar, Ian Bostridge, Nocolai Gedda, Angela Gheorghiu, Ali- son Hagley, Barbara Hendrsicks, Felicity Lott, Ann Murray, Amanda Roocroft, Peter Seiffert og Ruth-Ann Swenson. Fíl- harmóníuhljómsveit Lundúna leikur undir stjórn Andrews Da- vis og Franz Welser-Mösts. Kynnin við Bjart í Sumar- húsum endumýjuð New York. Morgunblaðið. ÞEGAR rithöfundurinn Brad Leit- hauser fór að vekja máls á þvi við bandarísk útgáfufyrirtæki að full ástæða væri til að endurútgefa skáldsögu Halldórs Laxness, Sjálf- stætt fólk, fékk hann í fyrstu dræm- ar undirtektir. Honum var sagt að vissulega væri bókin góð, enginn vafí á því að sagan væri á sína vísu meistaraverk. En hinsvegar félli hún ekki vel að kröfum markaðar- ins eins og sakir stæðu. „Þegar ég velti þessu fyrir mér,“ segir Leit- hauser „að bókin væri ekki sölu- vænleg eins og sakir stæðu, þá gat ég ekki séð heldur að hún yrði það þá eftir eitt ár, eða tvö eða tíu.“ Og hann gafst ekki upp. Að end- ingu bar erfíðið árangur. Á dögun- um kom Sjálfstætt fólk út hjá Ran- dom House í laglegri pappírskilju. Mynd eftir Louisu Matthíasdóttur prýðir forsíðuna. Hún er af kindum. En kindur eru einmitt það sem Sjálfstætt fólk er um, segir Leit- hauser. Norræna félagið í New York hélt upp á útkomu bókarinnar síð- asta fimmtudagskvöld með stuttri kynningardagskrá um Halldór og Sjálfstætt fólk þar sem Leithauser var aðalræðumaður. Steinunn Sig- urðardóttir sagði viðstöddum frá Halldóri og mikilvægi hans fyrir íslenska menningu og þjóðlíf á öld- inni. Verk Halldórs Laxness hafa ekki notið verðskuldaðrar athygli vestan hafs undanfarna áratugi að áliti Leithausers. Sjálfstætt fólk kom út í stóru upplagi fyrir rúmum 50 árum en bókin hefur verið ófáan- leg nema á fornbókasölum lengst af. Edda Magnússon, fyrrverandi formaður íslendingafélagsins í New York, segir að það sé eingöngu dugnaði Brads Leithausers að þakka að bókin kemur nú út í ann- að sinn. Hann hefur ekki aðeins róið í forstöðumönnum Random House. Fyrir tæpum tveimur árum birtist eftir hann stór grein um Sjálfstætt fólk í blaðinu New York Review of Books sem vakti tölu- verða athygli og hefur kannski átt sinn þátt í að sýna mönnum fram á gildi verksins og að það ætti þrátt fyrir allt ekki síður erindi við lesend- ur nú en fyrir 50 árum. Leithauser hefur reyndar gert Sjálfstætt fólk að eins konar persónulegum mál- stað sínum, en um árabil hefur hann setið um bókina á fornbóka- sölum og kveðst hafa keypt öll ein- tök sem urðu á vegi hans, svo fram- arlega sem verðið var undir tíu dollurum, til að stinga að þeim sem hann taldi að kynnu að meta þenn- an íslenska sagnaheim. Hann hefur líka notað bókina við kennslu í Columbia háskóla og víðar. Sjálfur hefur Leithauser skrifað fjórar skáldsögur. Sú síðasta „Friends of Freeland" kom út fyrir skömmu og fjallar um mannlíf á óskilgreindu eylandi í Norður-Atlantshafi. Um 90 manns voru samankomin á kynningardagskránni sem haldin var í Norsku sjómannakirkjunni í New York. Louisu Matthíasdóttur var þó saknað en hún hélt upp á áttræðisafmæli sitt sama dag. HAMRAHLÍÐARKÓRINN. Franska tónlistar- tímaritið Sonances Hamrahlíð- arkórinn hlaðinn lofi GEISLAPLATA Hamrahlíðar- kórsins, Islenskir jólasöngvar og Maríukvæði, er hlaðin lofi í janúarhefti franska tónlistar- tímaritsins Sonances. Segir gagnrýnandinn, Bernhard Wil- helm, plötuna þá bestu sinnar tegundar sem hann hafi heyrt í langan tíma — efnisskráin, sýnishorn af íslenskri tónlist í meira en fimm aldir, sé ákaf- lega frumleg og áhugaverð og söngurinn í hæsta gæðaflokki. „Þetta er plata sem enginn unn- andi kórsöngs má láta fram hjá sér fara.“ Hvergi veikur punktur Segir Wilhelm hvergi veikan punkt að finna á plötunni en sjálfur leiði hann til öndvegis Máríu eftir Hróðmar Sigur- björnsson, „yndisfagurt verk fyrir sópran og kór“, öll verkin og útsetningarnar eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem sé „sem fyrr mikilvægasta tónskáld ís- lands“ og Ó hve dýrleg er að sjá, eftir Jón Þórarinsson, „með sín ævintýralegu tónbrigði“. Þá ber gagnrýnandinn lof á Þorgerði Ingólfsdóttur, stjórn- anda kórsins, sem sé frábær kórstjóri. Nýju hljóðfæri fagnað TONLIST S a í n a d a r h e i m 111 Akurcy rarkirkju VÍGSLUTÓNLEIKAR Daníel Þorsteinsson, Dóróthea Dagný Tómasdótt- ir, Guðrún Anna Kristinsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir, Hólmfríður Benediktsdóttir, Stefán Öm Amarson, Kór Akureyrarkirkju, Gunnar Gunnarsson, Ami Ketill og Jón Rafnsson. Laugardagur 22. febrúar. NÝR konsertflygill var formlega vígður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Flygillinn er af gerðinni Steinway D og hinn vandaðasti að allri gerð. Hann var keyptur fyrir fé sem safnað- ist í minningarsjóð um hinn þekkta tónlistar- mann Ingimar Eydal, en það var honum mikið hjartans mál að Akureyringar ættu góðan flygil. Á Akureyri hefur verið til all vandaður flygill af Pertof-gerð, en þar eð hann var kominn nokk- uð til ára sinna var mikill áhugi á að fá nýtt og betra hljóðfæri. Ekkja Ingimars, Ásta Sig- urðardóttir, kom fram með þá hugmynd að stofna sjóð til kaupa á nýjum flygli. Voru haldn- ir minningartónleikar um Ingimar sl. haust og rann ágóði þeirra tónleika i sjóðinn, en að auki hafa ijölmargir lagt sitt af mörkum til að gera þennan draum að veruleika. Þeir Jónas Ingi- mundarson píanóleikari og Leifur Magnússon hljóðfærasmiður fóru til Hamborgar og skoðuðu nokkur hljóðfæri og völdu þetta. Milli jóla og nýárs kom flygillinn síðan til Akureyrar. Þó svo að hér væri um formlega vígslutón- leika hljóðfærisins að ræða var búið að leika á það á nokkrum tónleikum, m.a. var píanókon- sert Snorra Sigfúsar Birgissonar frumfluttur í byijun ársins og einnig hélt Jónas Ingimundar- son tónleika í Glerárkirkju. Tónleikamir í safnaðarheimilinu hófust á því að einn okkar þekktasti píanóundirleikari, Guð- rún A. Kristinsdóttir, lék með Hólmfríði Bene- diktsdóttur sópransöngkonu. Þær fluttu tvö lög eftir Franz Schubert við texta Goethe, Náhe des Geliebte og Rastlose Liebe. Var flutningur þeirra með ágætum þó svo að píanóið væri heldur sterkt. Það kann þó að liggja í því að hljóðfæraleikur berst mun betur í þessum sal en söngur. Dóróthea Dagný Tómasdóttir lék næst Fant- asie-impromtu í cís-moll op. 66 eftir Frederic Chopin. Þetta er mikið og glæsilegt píanóverk og reynir mjög á hæfni píanóleikarans og spil- aði Dóróthea það vel. Næst á efnisskránni var samleikur þeirra Stefáns Arnar Amarsonar á selló og Helgu Bryndísar Magnúsdóttur á píanó. Þau fluttu tvö íslensk þjóðlög, Kvölda tekur og Ljósið kemur langt og mjótt, í útsetningu Hafliða Hallgríms- sonar fyrir selló og píanó. Þetta eru skemmtileg- ar útsetningar á þessum litlu lögum sem þau Stefán Arnar og Helga Bryndís fluttu ágætlega. Síðast fyrir hlé lék Richard Simm píanóleik- ari Til vorsins eftir Edvard Grieg og Jeux d’Eau eftir Maurice Ravel. Leikur Richards var mjög góður og í síðara verkinu lék hann stórglæsi- lega. Hann nýtti sér vel möguleika hljóðfærisins til styrkleikabreytinga, t.d. til að ná fram ein- stökum stefjum. Eftir hlé flutti Helga Bryndís Magnúsdóttir tvö píanóverk eftir Franz Liszt, Sonetto 104 del Petrarca og Dans dverganna. Leikur Helgu Bryndísar var innilegur og glæsilegur. Nú kvað við nokkuð annan tón á þessum tónleikum er tríóið Skipað þeim hóf leik sinn. í tríóinu em: Árni Ketill trommuleikari, Gunnar Gunnarsson píanóleikari og Jón Rafnsson bassa- leikari. Þeir fluttu þijú lög í léttri sveiflu, norska þjóðlagið Og reven 1?, Oskalagið eftir Ingimar Eydal og amerísku barnagæluna Pop Goes for Weasel. Leikur þeirra félaga var mjög góður og náðu þeir fram góðri sveiflu sem gaman var að hlýða á. Síðasti einleikarinn á píanó var Daníel Þor- steinsson. Verkin sem hann lék voru af allt öðrum toga en hin einleiks píanóverkin sem flutt voru fyrr á tónleikunum. Hann flutti tvo brasil- Morgunblaðið/Kristján HELGA Bryndís Magnúsdóttir við flygilinn. íska tangóa, Garóto og Duvidoso, eftir Emesto Nazareth. Leikur Daníels var mjög fínlegur og fágaður og juku tangóarnir á ijölbreytileika tónleikanna. Síðustu flytjendur á þessum tónleikum voru Kór Akureyrarkirkju undir stjórn Björns Stein- ars Sólbergsonar og Helga Bryndís Magnúsdótt- ir píanóleikari. Fyrra lagið var Litfríð og ljós- hærð eftir Emil Thoroddsen við texta Jóns Thor- oddsen en síðara lagið Úr útsæ rísa íslands fjöll eftir Pál ísólfsson við texta Davíðs Stefánsson- ar. Söngur kórsins var áferðarfallegur en nokk- uð lýtti að salurinn hentar ekki vel ti söngs. í lokin voru allir flytjendur kallaðir fram og hylltu tónleikagestir, sem fylltu Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, þá vel og innilega. Þessir tón- leikar sýndu að full þörf er fyrir þetta hljóð- færi og er vonandi að sem allra flestir píanistar komi nú til að leika á það og að tónleikagestir verði jafn áhugasamir að koma og á þessa tón- leika. Jóhann Baldvinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.