Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Finlandia-hús og Finlandia-verðlaun Skáldið drykk- fellda sem orti flestum betur Finlandia-húsið er óskabam Finna og þar hljómar tónlist Sibeliusar sem náð hefur heimsfrægð. Jóhann Hjálmarsson var á tónleikum í húsinu og hitti einnig rithöfund- inn Hannu Mákelá sem fékk Finlandia-verð- launin 1995 fyrir ævisögulega skáldsögu um óðsnillinginn Eino Leino. Morgunblaðið/Jóhann Hjálmarsson HANNU Makela hefur snúið baki við barnum og drekkur óáfeng- an kokkteil. Fyrir ævisögulega skáldsögu um drykkfellt þjóð- skáld fékk hann æðstu bókmenntaverðlaun Finnlands. ELSINGFORSBORG er ekki síst kunn fyrir öfluga tónlistarstarfsemi og að því leyti er Fíl- harmóníusveit borgarinnar, stofnuð 1882 og fyrsta atvinnusinfóníu- hljómsveitin á Norðurlöndum, í for- ystu. Tónleikar sveitarinnar eru oft- ast haldnir í Finlandia-húsinu sem arkitektinn Alvar Aalto teiknaði og eru nú félagar 98. Aðalstjómandi er Leif Segerstam. Ekki hef ég lagt það í vana minn að gista tónleikasali en færðist þó ekki undan þegar tón- listaráhugamenn töldu við hæfi að ég hlýddi á leik Fílharmóníu- sveitarinnar. Eg hafði ekki komið áður í Fin- landia-húsið og því var hér kjörið tækifæri til að kynnast þessu óska- barni Finna. Þetta kvöld sem var 13. febrúar vom þijú verk á dag- skrá: Kristján konungur II eftir Jean Sibelius, Sellókonsert í a-moll nr. 129 eftir Robert Schu- mann og Sinfónía nr. 1 í g-moll eftir Pjotr Tsjækovskí. Stjórnandi var Viktoria Zhadko, sellóleikari Ralph Kirs- hbaum. Viktoria Zhadko f. 1967 í Kiev er í hópi ungra stjórnenda og viss tilbreyting að sjá ekki einhvem sperrtan karl með tónsprotann. Viktoriu er hælt fyrir ömgga og röggsama stjórn og mikla kunn- áttu. í heild var hér á ferð ljúf tónlist og án hávaða. Það var viss reynsla að hlusta á Si- belius í réttu umhverfi, en sellókonsert Schum- anns hljómaði best í óþjálfuðum eyr- um. Eins og kom fram í samtali við Aslak Söderman sem er markaðs- stjóri Fílharmóníusveitarinnar er margt að gerast í finnsku tónlistar- lífi. Bróðir hans, René, aðalritari Samtaka um þjóðsönginn Várt land með texta Runebergs, sem var frumfluttur í maí 1848 af stúdent- um sem tákn sjálfstæðis þjóðarinn- ar, var einnig á tónleikunum. Þeir bræður eru synir Tom Södermans sendiherra Finna hér á landi og áhugamenn um aukin menningarsamskipti landanna. Hljóðritanir og geisladiskaútgáfa eru í fullum_ gangi í Finn- landi. Ég fékk til dæm- is í hendur nýlega diska með tónlist eftir Einojuhani Rautava- ara, annar þeirra var splunkunýr, Angel of Light, en fyrir það verk fékk tónskáldið verð- laun ársins 1997 kennd við Cannes. Strengja- kvartett Jóns Leifs í flutningi sænska kvart- ettsins Yggdrasils hlaut sömu verðlaun í fyrra svo að norræn tónlist virðist höfða til dómnefndarinnar. Drykkfellt skáld og Herra Hú Áður en ég fór á tón- leikana i Finlandia- húsinu hitti ég Finlan- dia-verðlaunahafann 1995, Hannu Makela. Við hittumst á Hotel Tomi, sögufrægu hót- eli í hjarta Helsingfors. Ég bauð honum veit- ingar á American Bar hótelsins og hann valdi óáfengan kokkteil, sagðist vera hættur að drekka. Bókin sem Mákelá, sem er 53 ára, fékk verðlaunin fyrir er um þjóð- skáldið Eino Leino (1878-1926) og heitir Mestari (Meistarinn, útg. Otava). Leino var alræmdur fyrir vínhneigð sína og varla rann af hon- um. Samt sendi hann frá sér um áttatíu bækur og rit. Mestari er ævisöguleg skáldsaga og gerist und- ir lok ævi skáldsins, síðustu níu dag- ana sem það lifði. Skáldið rifjar upp ævi sína, ferðalög, kynni sín af bók- um og höfundum, en þó einkum samband sitt við konur. Hann er fársjúkur þar sem hann dvelur í litl- um bústað rétt fyrir norðan Helsing- fors og semur annan hluta endur- minninga sinna. Það hefur fært hon- um gleði að fyrsta bindi minning- anna hlaut góðar viðtökur. Finlandia-verðlaunin eru æðstu bókmenntaverðlaun Finnlands 100.000 finnsk mörk að verðgildi. Hafa verðlaunin skipt Hannu Má- kelá máli? spurði ég til að slíta rithöf- undinn frá kokkteilnum sem minnti fremur á eftirrétt e_n drykk. „Þetta er lottó. Ég er heppinn í bókmenntum, óheppinn í Iottói. Ég vann í bókmenntalottói. Nú veit ég ekki hvað ég geri, efast um það, yrki þó áfram ljóð sem ég hef í höfð- inu - bíð aðallega eftir vorinu." Ljóðasafn eftir Mákelá, Árin sýna enga miskunn (útg. Urta) kom út í íslenskri þýðingu Eyvindar Péturs 1993. Einnig hafa barnabækur hans um Herra Hú verið þýddar af Nirði P. Njarðvík og sjálfur var hann við- staddur „heimsfrumsýningu" á leik- gerð bókanna á Akureyri og skemmti sér vel. Ásamt Antti Tuuri og fleiri finnskum rithöfundum er Hannu Mákelá mikill íslandsáhuga- maður. Hann vekur máls á því að jafnan fari vel á með Finnum og Islendingum hvar sem þeir hittist. Þegar ég spyr hann hvort hann geti skýrt þetta er svarið að báðar þjóð- irnar séu „náttúrufólk", útifólk. ís- lendingar og Finnar hafi unnið mik- ið og lífsbaráttan sett svip á báðar þjóðirnar. Bjánarnir í Brussel Þessu til áréttingar fer Mákelá að ræða um íslenska veðráttu og segist halda upp á alla vinda, jafnt meðbyr sem mótvind. „íslensku vindarnir eru sterkir en fínir,“ segir hann. Eitt sinn var hann á ferð í bíl á íslandi í marsmánuði. Það var bjart yfir öllu, en skynilega skall á hríð og skáldið og félagar rétt sluppu því að vegurinn lokaðist snarlega: „Is- land er fallegt en hættulegt. Mér fór að þykja vænt um ísland.“ Mákelá bætir við: „Veðráttan hlýtur að hafa áhrif. Þið eruð stund- um dálítið alvarlegir." „Bjánarnir" í Brussel hafa sett Mákelá úr jafnvægi. Þeir þekkja ekki sögu Finna og skilja áreiðan- lega ekki íslendinga að mati hans. „Gangi íslendingar í Evrópusam- bandið og fari bjánarnir í Brussel að ákveða fyrir þá gera íslendingar uppreisn", fullyrðir Mákelá. „Sósíal- demókratar hafa ekki hugsjónir lengur. Við höfum engan Guð nema hagfræðina og efnahagsmálin eru pólitíkin. Þetta er dapurlegt því að menn vilja nú beijast við hlið Þjóð- veija gegn Rússum. I sambandinu ráða Þjóðveijar og Frakkar." Ekki ástmögur Finna Eftir þessa reiðitölu sem vitnar um að Hannu Mákelá hefur skoðun á samfélagsmálum þótt hann segist ekki hafa tíma til að skrifa greinar er ástæða til að spyija hann nánar um skáldið Eino Leino. Mákelá er nú að ganga frá heimildabók um skáldið og segir að það sé seinlegt verk og jafnvel erfiðara en skáld- sagnagerð. „Meðbyr er það versta sem hent getur skáld,“ segir Mákelá. „Leino var ekki ástmögur Finna og fór til Eistlands þar sem honum var betur tekið og þar kunni hann vel við sig.“ Hvað höfðu Finnar á móti Leino? „Finnar voru á móti lífsvenjum hans. Þeir sögðu að Leino væri allt- af fullur og gæti ekki skrifað. Þegar hann var grafinn fyigdu þó allir honum, en viku áður höfðu allir ver- ið á móti honum.“ Mákelá segir að Eino Leino hafi verið dæmigerður Evrópumaður. Leino bjó lengi í Berlín og Róm. Af finnskum skáldum dýrkaði hann Runeberg og þýddi hann á finnsku. Hann las mikið og þýddi klassískan skáldskap: Goethe, Schiller, Cor- neille, Racine. Meðal þýðinga hans er Divina Commedia eftir Dante. Hann þýddi fyrst Inferno en lauk síðar við allt verkið. Þýðingin er tal- in afrek. Leino varð ástfanginn af skáld- systur sinni, L. Onervu. Hún skrif- aði fyrstu ævisögu hans sem kom út 1932 þegar hún var 65 ára. Ævisaga Mákelá er önnur í röðinni. Eino Leino var hrifinn af Eist- landi og Eistlendingum og vildi vera þar sem lengst. Nú stendur til að ævisaga Mákelá um hann verði þýdd á eistnesku, en ýmis vandkvæði, ekki síst fjárhagsleg, hafa komið upp þegar rætt hefur verið um þýðingu þessarar 572 síðna sögu á önnur mál. Ég heyrði því fleygt í Finnlandi á dögunum að saga Mákelá væri ekki þýðendum auðveld. Málið væri sérstætt, byggðist stundum á tengsl- um finnsku og eistnesku og torvelt myndi reynast að ná því í þýðingu. Þetta minnir á ummæli Kai Lait- inens um Leino:,, Rithöfundur er fangi eigin málsvæðis, sérstaklega á þetta við um ljóðskáldin.“ Laitinen sem farið hefur miklum viðurkenningarorðum um bók Mák- ilá skipar Leino í flokk fínnskra end- urreisnarmanna um aldamótin. Hinir eru Sibelius í tónlistinni, Akseli Gal- len-Kallela í málaralistinni og Eliel Saarinen í arkitektúr. Þeir síðast- nefndu urðu allir heimsfrægir, en Leino fékk að gjalda móðurmálsins sem var þó helsti styrkur hans. Um stöðu sænskunnar í Finnlandi segir Mákelá: „Ég hélt ekki mikið upp á sænsku, en þegar ég hitti fyrstu sænsku stúlkuna skildi ég mikilvægi þess að geta bjargað sér á sænsku.“ Hannu Mákelá vill að lokum koma því til skila að hann telji þann ís- lenska sið að rita minningargreinar um fólk afar góðan og ekki megi leggja hann niður. Hann hljóti að skipta máli fyrir lítið land. „Ég hreifst af þessu á íslandi. Hver manneskja er verðmæt.“ Eino Leino Sögnleg1 flugferð KYIKMYNPIR Bíóhöllin, Kringlu- bíó, Stjörn ubíð ÞRUMUGNÝR „Turbu- lence“ ★ ★ Vi Leikstjóri: Robert Butler. Handrit: Jonathan Brett, Steven E. DeSoza og John Herzseld. Aðalhlutverk: Ray Liotta, Lauren Holly, Ben Cross, Brendan Gleeson og Hector Elizondo. Rysher Entertainment 1997. SKEMMTIEFNI sem gerir út á flughræðslu fólks hefur aukist til muna hin síðari misseri kannski vegna tíðra frétta af hörmulegum flugslysum. Nýjasta metsölubók Michael Crichtons er öll um flughæfni og framleiðend- ur í Hollywood senda frá sér hveija hasarmyndina á fætur annarri með yfirskriftinni Hætt- ur í háloftunum. Síðast fengum við þá ágætu spennumynd „Executive Decision“ með Kurt Russell og rétt þegar maður hélt það vera í lagi að stíga upp í flug- vél á ný er komin myndin Þrumu- gnýr eða „Turbulence“ með Ray Liotta. Flugvélamyndimar hafa ekki verið jafn áberandi síðan „Airport" flokkurinn var og hét. Eru nú stórslysamyndir enda mjög í tísku. Ekki þannig að kringumstæð- urnar sem Þrumugnýr lýsir sé daglegt brauð í háloftunum. Fjöldamorðingi er fluttur með farþegaflugvél og áður en maður veit af hefur hann myrt lögreglu- mennina, áhafnarmeðlimi, jafn- vel alla flugfarþegana (þeir eru sárafáir í þessari ferð) og flug- mennina. Þotan stefnir inn í fár- viðri á sjálfstýringu, enginn er til að stjóma skrokknum nema flugfreyja sem sloppið hefur lif- andi hingað til en kann varla á talstöðina, orrustuþota bíður þess að skjóta farþegaþotuna niður áður en hún hrapar í íbúðahverfi í Los Angeles og allan tímann er fjöldamorðinginn eins og lif- andi eftirmynd Jacks Nicholsons í „The Shining“ og gerir hvað hann getur svo að vélin megi farast. Úr ósköpum þessum býr leik- stjórinn Robert Butler til nokkuð áhorfanlega afþreyingu þar sem reynt er að búa til spennu og hasar við hvert fótmál en með brokkgengum árangri. Hasarinn er nógu mikill en hann er líka til að fela þá staðreynd að hand- ritið er ákaflega rýrt í roðinu og fjarstæðukennt þótt maður hafi kannski séð það verra. Ray Li- otta fær að leika nokkurnveginn lausum hala um vélina snarbijál- aður í orði, æði og athöfnum og Lauren Holly er hin einarða flug- þerna með bein í nefinu - Karen Black fór með svoleiðis kynbombuhlutverk í Airport- myndunum. Flugstjómarmenn á jörðu niðri líta allir hæfilega áhyggjufullir út þar sem þeir standa í hnapp og mæna sífellt eitthvað út í loftið og Ben Cross, sem ekki hefur sést lengi, verður óvæntur hjálparkokkur. Þrumug- nýr er ekkert stórviki í hasar- myndageiranum en ekki beint leiðinleg afþreying. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.