Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Búið er að frysta um það bil sautján þúsund tonn af loðnu Hrognatakan hefst lík- lega einhvern næstu daga MIKIÐ hefur verið fryst af loðnu síðustu daga og hafa um 17.000 tonn þegar verið fryst, þrátt fyrir smæð loðnunnar og erfiðleika við flokkun. Á allri vertíðinni í fyrra voru fryst um 37.000 tonn, en frystingin nú gæti í það minnsta farið í um 20.000 tonn. Frystingin gekk mjög vel um helgina og þá fékkst einnig stærri loðna en áður úr göngunni sem nú er komin inn á miðjan Faxa- flóa. 50 til 55 hrygnur reyndust I hveiju kflói og er það með betra móti. Loðnan er nú farin að leka hrognum og er því að verða óhæf til frystingar. Þá styttist að sama skapi í hrognatöku, sem gæti haf- izt á næstu dögum. Loðnubátamir hafa einnig verið að veiðum á Meðallandsbug og rétt við Horna- fjörð, en loðnan þar er smá og Stærri loðna en áður fékkst úr göngu á Faxaflóa hrognafylling lítil enn. Óvíst hvort hún dugar í frystingu fyrir Japani. Framleiðendur á vegum SH höfðu í gær fryst um 11.000 tonn, á vegum ÍS var búið að frysta um 4.500 tonn og aðrir framleiðendur voru komnir með um það bil 1.500 tonn. Rússaloðnu skipað út í verksmiðjutogara Þau fyrirtæki, sem mest frysta eru Vinnslustöðin í Vestmannaeyj- um, ísfélag Vestmannaeyja, Grandi í Reykjavík, Hraðfrystihús Eskifjarðar, Sfldarvinnslan í Nes- kaupstað, Árnes í Þorlákshöfn, H.B. hf. á Akranesi og Fiskimjöl og lýsi í Grindavík. Líf og fjör var við höfnina í Sandgerði í gærmorgun er þar var skipað út fyrstu frosnu loðnunni á Rússlandsmarkað í rússneskan verksmiðjutogara. Skammt frá var verið að landa I frystingu á Japansmarkað úr Dagfara ÞH. Bjami G. Bjarnason, verkstjóri í frystihúsi Njarðar hf. í Sand- gerði, sagði það tilviljun að rúss- neskur verksmiðjutogari kæmi og sækti fyrsta farminn, 800-900 tonn, sem færi til Rússlands að þessu sinni. Venjulega væri loðn- unni skipað út í frystigámum en þessi vertíð væri búin að vera óvenjuleg frá upphafi svo að menn kipptu sér ekki upp við slíka breyt- ingu. „Frystihús Njarðar hf. frystir fyrir Islenskt matfang hf. ásamt fleiri aðilum. Við erum enn að frysta á Japan úr Dagfara ÞH, þó að sennilega sé frystingin á síðustu metrunum," sagði Bjarni. „Ef ný ganga kemur þá getum við enn fryst bæði á Japans- og Rússlandsmarkað. Við erum að- eins búnir að frysta um 400 tonn og verðum ekki sáttir við þessa vertíð nema við komumst í um 600 tonn - og þá er hrognafryst- ingin utan við það, því nú styttist óðum í hana,“ sagði Bjarni að lok- um. ■ Vinnsla/20 Morgunblaðið/Kristinn Ben. FYRSTU frystu loðnunni á Rússlandsmarkað var skipað um borð í rússneskan frystitogara i Sandgerði í gærmorgun. Skammt frá var verið að landa úr Dagfara ÞH í frystingu á Japansmarkað. Gjaldtaka fyrir veiðileyfi landeigenda til umræðu á Alþingi Þingmaður telur gjaldið jaðra við eignaupptöku GUNNLAUGUR M. Sigmunds- son, þingmaður Framsóknar- flokks, segir það jaðra við eigna- upptöku eða fjárkúgun af hálfu ríkisins að landeigendur séu látn- ir greiða fyrir veiðirétt á eigin landi og telur jafnvel að verið gæti að það bryti gegn eignarrétt- arákvæðum stjórnarskrárinnar. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í gær um frumvarp Gunn- laugs til breytinga á lögum um vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum. Gunnlaugur telur að þau rök sem notuð hafa verið fyrir gjald- töku af landeigendum, að með því móti verði einnig þeir að skila veiðiskýrslu, séu lítilsigld. Hann segir að hvort eð er sé lítið að marka veiðiskýrslurnar, þær séu fylltar út eftir minni einu sinni á ári og skotveiðimönnum hætti til að ofmeta veiðina rétt eins og fiskveiðimenn ofmeti aflann. Þær séu því álíka traustar heimildir og ævintýri Munchausens. Gunn- laugur segir veiðiskýrslurnar í raun leið til að hafa ofan af fyrir opinberum embættismönnum sem atvinnulífið þurfi ekki á að halda. Guðmundur Bjarnason um- hverfisráðherra sagði að tillögur Gunnlaugs væru hættulegar þeirri samstöðu sem náðst hefði um greiðslur í Veiðisjóð. Hann benti á að sjóðurinn sinnti rann- sóknum og stýringu á veiðum villtra dýra og þau verkefni kæmu landeigendum að gagni og eðli- legt væri að allir veiðimenn greiddu til hans. Guðmundur taldi þó eðlilegt að kannað væri í nefnd hvort greiðsl- urnar brytu gegn eignarrétti. Landeigendum benti hann á að taka til athugunar gjaldtöku af veiðimönnum fyrir veiðirétt á landi þeirra, eins og tíðkaðist í flestum öðrum löndum. Rússar selja veiði- leyfi RÚSSNESK stjórnvöld hafa ákveðið að veita rússneskum og erlendum aðilum leyfi til að veiða allt að 410 þúsund tonn af físki og öðrum sjávardýrum árlega gegn gjaldi. Að sögn Gunnars Gunnars- sonar, sendiherra íslands í Rússlandi, hafa engar frekari upplýsingar verið látnar af hendi um hvernig að sölu veiði- leyfanna verði staðið, á hvaða hafsvæðum verði veitt eða um hvaða tegundir sé að ræða. í ályktun rússnesku stjómar- innar, sem fjallar um ríkisað- stoð við sjávarútveg 1997 til 1998, segir að nota eigi gjaldið til að kosta rannsóknir í þágu sjávarútvegs, borga fyrir fiski- eftirlit og starfsemi fískeldis- fyrirtækja, einkum endurskipu- lag, stækkun og smíði skipa og hafnarmannvirkja. í tilskipuninni er efnahags- og fjármálaráðuneytum Rúss- lands falið að koma á reglum um það hvemig staðið skuli að framkvæmd þess í samráði við sjávarútvegsnefnd rússneska ríkisins innan mánaðar frá út- gáfudegi hennar, 8. janúar. Heila- og tauga- læknar á SR Viðræður vegna óánægju VIÐRÆÐUR standa yfir milli þriggja sérfræðilækna í heila- og taugalækningum og stjóm- enda Sjúkrahúss Reykjavíkur um kjör og starfsaðstöðu. Læknamir hafa lýst yfir mikilli óánægju með starfskjör sín. Á síðasta ári hætti einn helsti sér- fræðingur landsins í heila- og taugasjúkdómum störfum. Staða hans hefur verið auglýst laus og sótti einn læknir um. Jóhannes Pálmason, fram- kvæmdastjóri SR, sagðist hafa rætt við læknana sl. föstudag og annar fundur væri fyrir- hugaður í þessari viku. „Starfsaðstaða lækna á Is- lenskum sjúkrahúsum og þ.á m. þessara manna er erfíð. Það er áhyggjuefni hvað búið er að sauma að sérgreinasjúkrahús- um, en læknarnir hafa fundið fyrir því eins og aðrir. Það er sífellt erfiðara að fá unga lækna til að koma heim til starfa," sagði Jóhannes. ASV undir- býr aðgerðir ENGIR samningafundir hafa verið haldnir milli verkalýðsfé- laga í Alþýðusambandi Vest- fjarða og vinnuveitenda að und- anfömu. „Við höldum fundi í þessari viku um undirbúning aðgerða og ákvörðun um hve- nær atkvæðagreiðsla fer fram í félögunum verður sennilega tekin nk. laugardag," segir Pét- ur Sigurðsson, forseti ASV. Pétur segir að allar fregnir af gangi viðræðna hjá ríkis- sáttasemjara bendi til þess að vinnuveitendur hafi ekki fært sig spönn til móts við kröfur landssambandanna, sem eru nokkru lægri en launakröfur ASV. „Mér sýnist að vinnuveit- endur séu með þeim boðum sem gengið hafa á milli að storka launafólki í landinu og þessi stóri pakki sem átti að koma frá ríkisstjóminni, er skilyrtur þannig að ekki má opna hann fyrr en undir aldamót. Ég held að menn hljóti að hafna slíkri jólagjöf," segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.