Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 5 FRÉTTIR Ung hjón misstu aleiguna með Dísarfellinu „Sakna mest myndanna“ UNG íslensk hjón, Helga Lárus- dóttir og Arnar Már Ólafsson, sem eru nýflutt til Þýskalands ásamt tveimur ungum dætrum sínum misstu aleiguna þegar Dís- arfellið fórst, en búslóð þeirra var í gámi um borð. Sjálf fóru þau út í byijun febrúar en þar sem þau fá ekki íbúð fyrr en nú um miðjan mars, fluttu þau inn í bráða- birgðahúsnæði. „Þetta var eiginlega allt sem við áttum - nema stelpurnar okk- ar tvær. Það var verst fyrsta dag- inn en nú er þetta ekkert mál. Ég held að maður geti ekki verið að gráta þessa hluti. Ég sakna mest myndanna og annarra per- sónulegra muna en það þýðir auð- vitað ekkert að vera að velta sér upp úr því. Þetta eru mestallt hlutir sem hægt er að bæta,“ seg- ir Helga. Arnar Már starfar sem golf- kennari hjá klúbbi í bænum Haren í norðvesturhluta Þýskalands, rétt við hollensku landamærin. Síðan þau komu út hafa þau dval- ið í orlofsibúð, þar sem allur hús- búnaður fylgir, en þau flytja á næstu dögum í nýtt hús. Þeim hefur verið lofað að tryggingarn- ar skili sér innan hálfs mánaðar. Spurð um fyrstu viðbrögð við fréttunum segir Helga að auðvit- að hafi sér orðið mjög illa við. „Bróðir Arnars, sem hafði raðað í gáminn og sent hann af stað, hringdi í okkur í hádeginu á sunnudaginn og leyfði mér að hlusta með sér í símanum á frétt- irnar í útvarpinu. Fyrst var þetta auðvitað áfall, þangað til ég fór að hugsa hvað væri verðmætt í raun og veru.“ HELGA Lárusdóttir og Arnar Már Ólafsson á góðri stundu síð- astliðið sumar. Sýni vegna skelfiskof- næmis könn- uð erlendis Þórshöfn. Morgunblaðið. KÚFISKVINNSLA hófst hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. síðla hausts í fyrra og hafa nokkr- ir byrjunarörðugleikar komið fram við vinnslu. í samtali við Pál Matthíasson, heilsugæslulækni á Þórshöfn, kom fram að starfsfólk í kúfiskvinnsl- unni hefur fengið öndunarfæraein- kenni við vinnu sína þar en slíkt er ekki með öllu óþekkt við vinnslu skelfísks. Samkvæmt beiðni Páls komu á staðinn nú í vikunni lækn- ir frá Vinnueftirlitinu og hjúkrun- arfræðingur frá Vífilsstöðum og voru tekin sýni úr starfsfólki kú- fiskvinnslunar en vinnsla var þá í gangi. Sýnin verða ekki greind hérlendis heldur send út og óvíst hvern tíma það tekur. Að sögn heilsugæslulæknisins, Páls Matthíassonar, er Hraðfrysti- stöð Þórshafnar öll af vilja gerð til að leysa vandann. „Loftræsting var aukin, fyllsta öryggis er gætt og eins vel staðið að málum og hægt er,“ sagði Páll ennfremur. Koma fagfólksins frá Vinnueftir- litinu er því einn þátturinn í því að greina vandamálið í kúfisk- vinnslunni. Reykjavíkurborg Rafiðnaðar- menn sam- þykktu samning RAFIÐNAÐARMENN hjá Reykjavíkurborg samþykktu í gærmorgun leiðréttan kja- rasamning við borgina. Samningurinn hafði áður ver- ið borinn undir atkvæði á fundi á þriðjudag og þá felld- ur með eins atkvæðis mun. Samkvæmt upplýsingum Rafiðnaðarsambandsins kom fram á fyrri fundinum að ákvæði um nema væru ekki rétt í samningnum. Akveðið var að samninganefnd færi og fengi þau leiðrétt og stóðu samningafundir fram eftir þriðjudagskvöldi. Á fundi kl. 8 á miðviku- dagsmorgun var samningur- inn svo borinn aftur upp eftir leiðréttingar. Atkvæði greiddu 83 eða 79% af þeim sem voru á kjörskrá. 58 sögðu já, eða 69,8%, 23 sögðu nei eða 27,8% en 2 seðlar voru auðir. ! i í I i I i i i ! í ! Reykjavík - Akureyri Páskaliljur (silki) Oflv t Blómaval Sigtúni og Sælgætisgerðin Móna hafa tekið höndum saman og opnað Páskaland fyrir „böm“ |Í á öllum aldri. Sannkallaður ævintýraheimur páskanna með páskaeggjum, lifandi mf, kantnum ogfuglum ífaglega jJÉLfej skreyttum páskaskógi.... Sjón er sögu rtkari Kertahringir rn i i l . ‘JM HfovffoUN ODDI HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.