Morgunblaðið - 13.03.1997, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 9
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Golli
VIÐ Litlu kaffistofuna í gærmorgun við upphaf ferðarinnar norður yfir hálendið.
Vélsleðamenn á ferð yfir hálendið
Vekja athygli á
baráttumálum sínum
Jónog
Þröstur
efstir
ÞEIR Jón G. Viðarsson og
Þröstur Þórhallsson gerðu jafn-
tefli í hreinni úrslitaskák á Al-
þjóðaskákmóti TR í síðustu
umferð í fyrrakvöld.
Lokastaðan á mótinu:
1.-2. Jón G. og Þrðstur 6'/2 v.
3. Rausis, Lettlandi 6 v.
4. -5. Mikhail Ivanov, Rússl. og Dani-
elsen, Danmörku 5 'k
6. Jón Viktor Gunnarsson 4'A og 1
frestað
7. Þorsteinn Þorsteinsson 4 'k
8. -9. Bergsteinn Einarsson og Björg-
vin
Víglundsson 2'/z
10. Burden, Bandaríkjunum 0 og 1
frestað.
Til að ná áfanga að alþjóðleg-
um meistaratitli þurfti 6 v. Jón
Garðar Viðarsson náði því sín-
um fyrsta áfanga af þremur.
Þrír stórmeistarar kepptu á
mótinu, Þröstur og Rausis og
Ivanov. Ekki var hægt að ná
áfanga að stórmeistaratitli.
NOKKRIR félagar í Landssam-
bandi vélsleðaeigenda af
Reykjavíkursvæðinu koma til
Akureyrar seinni partinn í dag,
fimmtudag, eftir ferð á 150
hestafla vélsleðum þvert yfir
hálendið. Tilgangur ferðarinn-
ar er að vekja athygli á ákveðn-
um baráttumálum vélsleðaeig-
enda.
Núverandi stjórn LÍV er á
Akureyri og ætla ferðalangarn-
ir að afhenda stjórninni áskorun
um að beita sér fyrir eftirfar-
andi málum: Afnámi eða lækk-
un 70% innflutningsgjalda af
vélsleðum, afnámi vegagjalds á
eldsneyti vélsleða, breytingu á
umferðarlögum í þá átt að vél-
sleðum verði heimilt að aka og
breytingu á lögreglusamþykkt-
um þeirra þéttbýlisstaða sem
leggja hömlur á notkun vélsleða
innan bæjarmarka.
Ferðin hófst við Rauðavatn í
gærmorgun en frá Litlu kaffi-
stofunni var haldið yfir hálend-
ið og ekið sem leið Jiggur að
skála Ferðafélags Islands við
Laugafell og gist þar. Þangað
kom móttökusveit Akur-
eyringa, sem fylgir hópnum til
byggða í dag. Er ráðgert að
hópurinn komi að Leirunesti
um kl. 17.30. Þar mun stjórn
LÍV taka á móti ferðalöngunum
og fá afhenta áðurnefnda
áskorun.
Ferðalangarnir þurfa tölu-
vert eldsneyti á sleða sína og á
leiðinni notuðu þeir tækifærið
og reiknuðu út hversu mikið
fé til vegamála er tekið af þeim
á þessari ferð utan vega.
VERÐHRUN
VERÐHRUN
NÝTT KORTATÍMABIL
Mikið af
frábærum vörum
á ótrúlegu verði
Laugavegi 97, sími 552 2555
Kringlukast í Barnakoti
SPICE GIRL leggingssett,
áður 1.990 nú 1.590 i
Útvíðar leggings, I uf U“^ J1
áður 1.490 nú 990 Drengjabolir, Barrvakot
áður 1.990 nú I.590 Kring|unm4-6sírm 588 1340
Höfum einnig gott úrval af
olíumálverkum,
vatnslitamyndum og
teikningum.
Meðal annars:
Gunnlaugur Scheving
Hafsteinn Austmann
Haukur Dór
Sigurbjörn Jónsson
Ásgeir Smári
Valgarður Gunnarsson
Tolli
SMIÐJAN
IN N R ð M M U N
Ármúla 36, sími 568 3890
Viltu prófa nýjan orkugjafa í saltbaði?
Þegar þú flýtur þyngdarlaus í saltbaðinu, hvílist hver einasti vöðvi
og gefur þ.a.l. djúpa slökun.
Þetta hefur hjálpað fólki sem þjáðst hefur af
m.a. bakverkjum, gigt o.þ.h.
Að fljóta er eins og að komast í hugleiðslu á skömmum tíma. Þér tekst
að útiloka umheiminn og veita orkunni á þig í öruggu umhverfi.
Opið frá kl. 14-21.
fermimj í Flash
4 hamborgarar. 4 skammtar af frönskum, hrásalatbox,
kokkteilsósubox og 1 litri af kók á aðeins kr. 999
B ÓNUSB ORGA RINN
Ármúla 42, sími 588 3090