Morgunblaðið - 13.03.1997, Page 19

Morgunblaðið - 13.03.1997, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 19 Neytendasamtökin Sala bönnuð í húsum aldr- aðra en þá er hringt í stað- inn og boðin gjöf BORIÐ hefur á að sölumenn hringi til aldraðra og boði komu sína. Þeir bjóðast til að gefa öldruðum bækur og eða kynna til dæmis fyrir þeim kraftmiklar ryksugur. Sesselja Ás- geirsdóttir hjá kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna segir að næsta laugardag á alþjóðlegum neytendaréttardegi ætli starfsmenn Neytendasamtakanna meðal ann- ars að taka fyrir þessi símtöl til aldraðra og veita fræðslu um ýmis- legt sem að sölumennsku í heima- húsum snýr s.s. skilafrest á hlutum sem keyptir eru með þessum hætti. Sölumönnum er skylt að kynna öll- um rétt sinn með skilafrest sam- kvæmt lögum um húsgöngu og fjar- sölu og gildir það um þennan sölu- máta Aldraðir oft varnarlausir gagnvart sölumönnum „Ástæðan fyrir því að við ætlum að gefa þessu málefni sérstakan gaum á laugardaginn er að margir aldraðir hafa haft samband við okk- ur og kvartað yfir því að sölumenn séu að hringja og bjóða gull og græna skóga varðandi greiðslufyr- irkomulag sem getur hækkað vör- una mikið,“ segir Sesselja. Hún bendir á að oft búi aldraðir einir í þjónustuíbúðum eða jafnvel á elli- heimilum og séu varnarlausir gagn- vart sölumönnum sem komi í heim- sókn. „Roskið fólk er stundum óör- uggt og lætur tilleiðast að kaupa einhvern varning sem það í raun hefur engin not fyrir. Það sér að það var vitleysa að kaupa eitthvað sem það þurfti ekki en vill ekki láta börnin sín eða aðra aðstandendur vita og lokar þetta inni í skáp. Þess- ir öldruðu einstaklingar vita kannski ekki að þeir hafa 10 daga skilafrest, þ.e. nokkurskonar um- hugsunarfrest." - Er skylda að veita skilafrest? „Já og auðvitað á fólk að nýta þann tíma og velta fyrir sér hvort það vilji í raun eyða peningum í það sem í boði er. Dæmi eru um að öldruðum sé boðið ritsafn á „kjara- kjörum". í ljós kemur svo að um hluta af ritsafni er að ræða. Það vantar kannski inn í bindi 2, 5 og 9 svo dæmi sé tekið. Þá er gott að vita að hægt er að skila bókunum." - Er verið að bjóða rosknum annað en bækur? „Já, en þó eru bækurnar lang algengastar. Dæmi eru um að öldr- uðum í þjónustuíbúðum séu boðnar dýrar ryksugur líka.“ Sesselja segir að sölumönnum eigi að vera ljóst að sala sé bönnuð í þjónustuíbúðum og á elliheimilum. Það sé því óheiðarlegt að fara inn til fólks undir því yfirskini að gefa þvi bók því ávallt sé verið að sýna því bækur til sölu í leiðinni. - Tekst ekki oft að leysa þessi mál á farsælan hátt? „Já, sem betur fer hefur okkur oft tekist að hjálpa þessum einstakl- ingum sem til okkar hafa leitað og það verður æ algengara að vel sé tekið í athugasemdir okkar af starfsfólki bókaforlaganna.“ - Hvernig ætlið þið að leiðbeina öldruðum í þessu sambandi á laug- ardaginn? „Við munum skýra þeim frá umhugsunarfrestinum sem þeir hafa, kaupi þeir vörur með þessum hætti og hvetja þá eindregið til að nýta þann tíma til að hugsa sinn gang. Við ætlum líka að benda þeim á að kynna sér verðlag og hvemig hægt er að bera sig að þegar sölumenn hringja. Síðast en ekki síst viljum við benda öldruðum á að hafa samband við okkur ef þeim finnst þeir hlunnfarnir í við- skiptum." MASUáUBfi rtí'Nfi-MMifrft mi í ðfmælínu kynnum við n^ju vor- o? sumarlfnunð frá H^esSaini/aurent ðfmæli Si?urbopm da?ana 13. -15. mars n.k. opið lau?arda? kl. 11 -16 Gréta Boða farðar o? veitir per$ónule?a ráð?jöf um liti o? förðun. Tímapantanir ef óskað er. Pjónusta ogfagmennsb ífyrirrúmi Snyrti- og gjafavöruverslun Laugavegi 80 • sími 561 1330 Fagnaöu með Litnum! tesa/ Solignum HV6MEA BostUc ^ ^ OU Liturinn er sérverslun með málningarvörur þar sem þú nýtur persónulegrar þjónustu fagfólks, sem hugsar aöeins um þarfir þínar. Prufudós á 100 kr. léttir leitina að rétta litnum! ...rétti liturinn, rétta verðiS, rétta fólkið Síðumúla 15, sími 553 3070

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.