Morgunblaðið - 13.03.1997, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.03.1997, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuter Kveðst hafa fundið gullskip NORSKI kafarinn Anton Smith segist hafa fundið flak spænska seglskipsins „La Cap- itana Jesus Maria“ undan strönd Ekvadors og segir þetta einn mesta fjársjóðsfund sög- unnar. Fregnir hafa hermt að verðmæti farmsins nemi sem svarar 250-280 milljörðum ís- lenskra króna en sérfræðingar draga það í efa. „La Capitana Jesus Maria“ var flaggskip spænska flotans í Suður-Ameríku og sökk árið 1653 á leið frá E1 Callao í Perú til Perico í Panama. í skipinu var gull, silfur og fleiri gersem- ar og aðeins um tíunda hluta farmsins var bjargað í land. Morten Chr. Mo, stjórnarfor- maður norska fyrirtækisins La Capitana Invest, sem fjárfesti í leitinni að skipinu, hefur ekk- ert viljað segja um verðmæti farmsins. Hann hefur ekki heldur viljað staðfesta að skipið sem fannst undan strönd Ekvadors sé „La Capitana Jes- us Maria“. Norskir fjölmiðlar hafa sagt að verðmæti farmsins nemi allt að 280 milljörðum króna en sérfræðingar telja þá tölu alltof háa og jafngilda því að 350 tonn af hreinu gulli séu í skip- inu. Sé farmurinn svo verð- mætur sé hann níu sinnum verðmeiri en stærsti fjársjóður- inn sem fundist hefur í heimin- um til þessa. Zulu-menn ÞRÍR menn biðu bana og 14 særðust í göngu Zulu-manna um götur Jóhannesarborgar í Suður-Afríku í gær. 12.000 Zulu-menn tóku þátt í göngunni til að minnast 55 manna sem biðu bana í í vígahug mótmælum fyrir fyrstu þingkosningarnar í landinu eftir afnám aðskilnaðar- stefnunnar árið 1994. Myndin er af hópi vígalegra Zulu- manna sem tók þátt í göngunni. Baskneskir hryðjuverkamenn myrða starfsmann fangelsis Malaga. Morgunblaðið. BASKNESKIR hryðjuverkamenn myrtu í fyrradag starfsmann fangels- is i San Sebastian á Norður-Spáni. Þetta er níunda fómarlamb hryðju- verkamanna, sem tengjast aðskilnað- arhreyfingu Baska, ETA, á þessu ári. Maðurinn, 38 ára gamall sálfræð- ingur, var á leið frá heimili sínu til vinnu þegar tveir menn undu sér að honum og skutu hann til bana. Hin myrti lætur eftir sig konu og eitt barn. Ekki er vitað nákvæmlega hvað maðurinn hafði sér til óhelgi unnið í huga morðingjanna en fullvíst er talið að hann hafi verið á dauða- lista, sem vitað er að baskneskir hryðjuverkamenn taka saman. Annar morðingjanna var handtek- inn skömmu síðar í hverfinu þar sem ódæðið var framið og sagði talsmað- ur lögreglu að byssa hans hefði „enn verið heit“ er laganna verðir höfðu hendur í hári hans. Talið er að hinn tilræðismaðurinn, sem nú er leitað, sé kona. Hryðjuverkamenn Baska hafa mjög látið til sfn taka á þessu ári og eru fórnarlömb þeirra nú orðin níu, fleiri en allt árið í fyrra. Japanir beðnir afsökunar á kjarnorkuslysi Tokaimura. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 35 starfsmenn urðu fyrir lítilsháttar geislavirkni vegna elds og sprengingar í kjam- orkuendurvinnslustöð í Japan á þriðjudag. Þetta er versta kjarnorku- slysið sem orðið hefur í Japan og Ryutaro Hashimoto forsætisráð- herra neyddist til að biðja þjóðina afsökunar á slysinu og tregðu yfir- valda til að veita upplýsingar um málið. Slysið kynti undir gagnrýni á stefnu stjórnvalda í kjamorkumálum og talsmenn kjarnorkuveranna áttu í mestu erfiðleikum með að svara því hvers vegna ekki hefði tekist að slökkva eldinn strax, en það varð til þess að sprenging varð í stöðinni tíu klukkustundum eftir að hann kviknaði. Sprengingin var sögð stefna 62 hreinsunarmönnum í hættu. Geislavirknin sögð lítil Hashimoto neyddist til að taka undir gagnrýni umhverfisverndar- sinna vegna málsins og sagði að yfirvöld hefðu dregið það of lengi að veita fullnægjandi upplýsingar um slysið, sem varð í endurvinnslu- stöð ríkisrekna kjarnorkufyrirtækis- «e ins PNC í bænum Tokaimura, 160 km norðaustur af Tókýó. Talsmaður PNC sagði að geisla- virkni hefði orðið í nágrenni endur- vinnslustöðvarinnar en hún hefði verið mjög lítil og ekki stefnt heilsu bæjarbúa í hættu. Starfsmenn end- urvinnslustöðvarinnar og íbúar í grenndinni voru ekki fluttir á brott. Starfsmönnunum, sem urðu fyrir geislavirkni, var leyft að fara heim og talsmaður PNC sagði að þeir hefðu orðið fyrir minna en 0,2% af þeirri geislavirkni, sem mannslíkam- inn er talinn þola á ári. Verið í Tokaimura er eina kjarn- orkuendurvinnslustöðin í Japan og endurvinnur um 12% af kjarnorkuúr- gangi 50 kjarnorkuvera landsins. Afgangurinn er endurunninn í Frakklandi. Slysið varð á mjög slæmum tíma fyrir kjamorkufyrirtækin í Japan, því skömmu áður höfðu þau neyðst til að falla frá áformum um að reisa nýtt kjarnorkuver vegna andstöðu aímennings. Umhverfísverndar- hreyfingar hyggjast einnig efna til mótmæla á þriðjudag vegna komu skips með kjarnorkuúrgang, sem endurunninn var í Frakklandi. Finnar styrkja landvarnirnar Helsinki. Morgunblaðið. PAAVO Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, kynnti í gær stefnu stjómar sinnar í öryggis- og varnar- málum, en skýrsla í þeim málum verður lögð fram á þinginu í dag. Kveðst stjómin ætla að efla herinn enda sé yfirlýst stefna Finna að vera áfram utan hernaðarbandalaga. Lipponen sagði á fréttamanna- fundi að skýrslan bæri því vitni að Finnar væru ákveðnir í að veija land sitt og tryggja að þeir hefðu burði til þess. Þetta þyrfti að liggja ljóst fyrir því nú væru engar ástæður til að sækjast eftir aðild að Atlantshafs- bandalaginu. Timasetninguna þykir mega rekja til þess að leiðtogafundur Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta og Borís Jeltsíns Rússlandsforseta verður haldinn í höfuðborg Finnlands eftir viku. Komið hafa fram efasemdir um framtíð Finnlands og vangavelt- ur um að Clinton og Jeltsín skipti Evrópu á milli sín eins og Jósef Stal- ín Sovétleiðtogi og Adolf Hitler Þýskalandskanslari fyrir tæpum sextíu ámm. Þá lenti Finnland á áhrifasvæði Sovétríkjanna og Rauði herinn reyndi að hertaka landið í finnska vetrarstríðinu. Finnar ítreka nú að þeir séu ekki að velta fyrir sér aðild að NATO, enda myndu Rússar lita á það sem ögrun. Norskur lax á ESB-markaðnum Refsitollar vegna undirboðs í athugun FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins, ESB, íhugar nú, hvort Noregur verði látinn sæta refsiaðgerðum vegna undirboðs á eldislaxi. Greint var frá þessu f Aftenposten í gær. Sir Leon Brittan, sem fer með samkeppnismál í framkvæmda- stjórninni, hefur lagt bann við því að starfsmenn framkvæmda- sljórnarinnar láti nokkrar upp- lýsingar um málið frá sér fara á meðan verið er að vega það og meta. Mun Brittan meta það svo, að málið sé mjög viðkvæmt og krefjist ýtarlegrar skoðunar áður en ákvörðun er tekin um hvort refsitollar verði lagðir á norskan lax, sem seldur er á markaði Evrópusambandsins. Skozkir eldislaxframleiðendur kærðu Norðmenn fyrir undirboð í fyrra. Samkvæmt reglum ESB um undirboð verður að sannast, að framleiðendur innan ESB hafi hlotið skaða af meintu undirboði til þess að hægt sé að beita refsi- tollum. Vandasamt mun, að mati heimildamanna Aftenposten inn- an framkvæmdastjórnarinnar, að færa sönnur áað lágt verð á norskum laxi á Evrópumarkaðn- um hafi skaðað skozka laxeldis- menn. Þar sem Noregur, eins og ís- land, er með EES-samningnum þátttakandi í innri markaði Evr- ópu, þykir ákvörðun um aðláta vörur þaðan sæta refsitollum vera pólitískt vafasöm. Mörg dæmi eru um að vörurfrá löndum utan EES séu látnarsæta refsitollum, en á slíkt hefur ekki reynt fyrr þar sem EFTA-land innan EES á íhlut. Samkvæmt heimildum Aften- posten verður málið tekið fyrir á fundi þeirrar nefndar fram- kvæmdastjórnarinnar, sem fjall- ar um undirboðskærur, á fundi hennar um miðjan apríl nk. Varað við „öfgafullri tortryggni" í garð ESB London. Reuter. BRESKA dagblaðið The Financial Times birti í fyrradag bréf frá hópi frammámanna í bresku at- vinnulífi þar sem þeir láta í ljós áhyggjur af því að síaukinnar and- úðar á Evrópusambandinu (ESB) hafi gætt í stjómmálaumræðunni fyrir þingkosningarnar sem búist er við að fari fram 1. maí. í bréfinu segjast 23 frammá- menn í atvinnulífinu bera kvíðboga fyrir „útbreiðslu öfgafullrar tor- tryggni í garð Evrópusambands- ins“ og vara við því að það myndi skaða efnahag Bretlands ef landið fjarlægðist ESB frekar. Einn þeirra sem undirrituðu bréfið, Sir Colin Marshall, forseti Samtaka breskra iðnrekenda (CBI) og formaður British Airways, kvað hópinn hafa áhyggjur af því að umræðan um Evrópusambandið væri farin að snúast um hvort Bretland ætti að vera aðili að sam- bandinu áfram. Frammámenn í bresku atvinnulífi láta í ljós áhyggj- ur af umræðunni EVRÓPAt í bréfinu segir að tæp 60% við- skipta Breta séu við lönd í Evrópu- sambandinu og rúmlega 2.000 fyr- irtæki á meginlandi Evrópu hafi fjárfest í Bretlandi. Þessir hags- munir verði í hættu ef andúðin á Evrópusambandinu haldi áfram að aukast og Bretar kjósi „einangrun- arleiðina“. „Bretland yrði fátæk- ara, með minni fjárfestingar og meira atvinnuleysi," segir í bréf- inu. Eyða þarf óvissunni Bréfritaramir segja að breska stjórnin þurfi að eyða allri óvissu um hvort Bretland verði áfram í Evrópusambandinu. Geri hún það ekki verði stöðu Bretlands í ríkja- ráðstefnu ESB „stefnt í alvarlega hættu“. Niall Fitzgerald, formaður ensk- hollenska fyrirtækisins Unilever, er á meðal þeirra sem skrifuðu undir bréfið. Hann varaði við því í liðnum mánuði að fjárfestingar fyrirtækis hans í Bretlandi yrðu endurskoðaðar ef landið gengi ekki í Efnahags- og myntbandalag Evr- ópu, EMU. Áður hafði komið fram hjá japanska bílafyrirtækinu Toy- ota svo kynni að fara að fjárfest- ingar í landinu yrðu endurmetnar ef Bretar yrðu utan EMU.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.