Morgunblaðið - 13.03.1997, Side 27

Morgunblaðið - 13.03.1997, Side 27
Raflagnaefní frá ticino KVARTETT Agnars Más Magnússonar. Kvartett Agnars Más á Múlanum DJASSTÓNLEIKAR verða á vegum djassklúbbsins Múlans á Jómfrúnni, Lækjargötu 4, föstu- daginn 14. mars kl. 21. Þá stíg- ur á svið Kvartett Agnars Más Magnússonar. Með Agnari Má leika tenór- saxófónleikarinn Jóel Pálsson, Bjarna Sveinbjörnsson kontra- bassaleikari og Matthías M.D. Hemstock trommuleikari. í kynningu segir m.a., að þeir félagarnir muni leika lagrænan nútímadjass og bebop að hætti Herbie Hancock, Chick Corea, Keith Jarrett og fleiri. Aðgangseyrir er kr. 1.000, nema fyrir ellilífeyrisþega kr. 500. Kabarett í Kópavogi MENNTASKÓLINN að Laugar- vatni sýnir söngleikinn Kabarett tvisvar í Félagsheimili Kópavogs föstudaginn 14. mars kl. 20 og kl. 22.45. Um 50 nemendur úr Menntaskólanum taka þátt í sýn- ingunni á einn eða annan hátt enda er hún mjög umfangsmikil og mik- ið í hana lagt. Leikstjóri er Ingunn Jensdóttir en tónlistarstjórn er í höndum Hreiðars Inga Þorsteins- sonar, Hilmars Arnar Agnarssonar og Hjartar Hjartarsonar. í kynningu segir. „Söngleikurinn gerist í Berlín um það leyti þegar nasistar eru að ná völdum. Við sjáum hvernig valdataka nas- istanna breytir lífi sögupersónanna eftir því sem líður á verkið. í Kit Kat klúbbnum gengur hins vegar allt sinn vanagang, þar sem siða- meistarinn og kabarettstelpurnar troða upp með glæsilegum skemmtiatriðum.“ Lokasýningin er í Vík í Mýrdal laugardainn 15. mars kl. 21. Njörður og Hjörtur lesa í Gerðarsafni NJÖRÐUR P. Njarðvík og Hjörtur Pálsson verða gestir vikunnar á upplestri Ritlistarhóps Kópavogs í Gerðarsafni í dag, fimmtudaginn 13. mars. Lesa þeir úr frumsömdum ljóðum sínum og ljóðaþýðingum. Njörður P. Njarðvík hefur sent frá sér frumsamdar skáldsögur og ljóð, barnabækur, fræðirit og kennslubækur, auk þýðinga. Hann valdi og kynnti ljóð dagsins í ríkisút- varpinu á síðasta ári. Hjörtur Pálsson hefur sent frá sér ljóðabækur og þýðingar, auk þess sem verk hans hafa víða birst. Hann starfaði um árabil við útvarp- ið, og hefur flutt þar ótal þætti bæði fyrr og síðar. Dagskráin verður í kaffistofu Gerðarsafns og stendur milli kl. 17 og 18. Tónleikar í Hvoli og Stóra- dalskirkju SAMEIGINLEGIR tónleikar Sam- kórs Rangæinga og kórs Grafar- vogskirkju verða haldnir í félags- heimilinu Hvoli föstudaginn 14. mars ki. 21. Dagskráin hefst með söng kóranna og þar á eftir verður boðið upp á ýmislegt annað skemmtilegt. Samkór Rangæinga mun síðan sunnudaginn 16. mars syngja á dvalarheimilum aldraðra á Heilu og á Hvolsvelli og um kvöldið kl. 21 heldur kórinn tónleika í Stóradals- kirkju. Aðgangseyrir er kr. 800, en fyrir hjón kostar kr. 1.200. |eð auknum erlendum fjárfestingum fæst meira áhættufé í íslenskt alvinnulíf í stað þess að erlendar skuldir auldst. Tækniþekking flyst til landsins og aðgangur að erlendum mörkuðum opnast. Með þessu styrkisl sam- keppnishæfnin og vöruþróunar- og markaðsstarf verður öflugra. íslendingar hafa verið óragir við að taka lán í útlöndum til að fjár- festa í atvinnulífi sínu. Erlendir aðilar hafa sýnt íslensku atvinnulífi vaxandi áhuga þrátt í'yrir að umhverfið liaFi verið þeim framandi og jafnvel andsnúið. Umfang erlendrar ljárfestingar á íslandi er afar lítið en liefur farið vaxandi. Rýmka þarf heimildir til erlendrar fjárfestingar. Fleiri iðnfyrirtœki þarf að skrá á hlutabréfamarkaði. Stunda þarf öfluga kynningu á fjárfestingarkostum. Fyrirtœki þurfa að efla erlent samstarf. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að vöxtur þessi sé aukinn með því að afnema hindranir og gera Ijár- festingarkosti, sem hér bjóðast, aðgengilega og fýsilega enda ljóst að erlent áhættufé hefur marga kosti umfram erlent lánsfé. SAMTOK IÐNAÐARINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 27 LISTIR Góð hönnun Þægmdi c Öryggí C ~G»ðí LIVING INTERNATIONAL er fyrin allar genðir af dósum, bæði hringlaga og kantaðar og fæst í 22 litum. S.Guðjónsson ehf. Auðbrekka 9-11« 200 Kópavogi Sími: 554 2433

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.