Morgunblaðið - 13.03.1997, Side 36
.36 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Urðhurðhurðauga
►URÐHURÐHURÐAUGA leikur einhverskonar rokk.
Hana skipa Karl Óttar Geirsson trommuleikari, Guð-
mundur Freyr Vigfússon bassaleikari og Sigurður
Halldór Guðmundsson gítarleikari og söngvari.
Lady Umbrella
►Lady Umbrella skipa Vigfús Snær Vigfússon gítar-
leikari og söngvari, Júlús Arnar Birgisson bassaleik-
ari, Fjalar Hauksson trommuleikari og Þorbjörn Sig-
urðsson gítarleikari. Þeir segjast leika Seattlerokk.
Hljómsveitakeppni
Tónabæjar
Músíktilraunir Tónabæjar
Hljómsveitakeppni Tónabæjar, sem kall-
ast Músíktilraunir, stendur nú yfir.
Arni Matthíasson spáði í hljómsveitirn-
ar sem keppa í kvöld.
MÚSÍKTILRAUNIR hófust í síðustu viku og kepptu þá
sjö hljómsveitir um sæti í úrslitum sem verða annan föstu-
dag. Öllu fleiri sveitir keppa í kvöld og reyndar annað
kvöld líka því vegna aðsóknar hefur tilraunakvöldunum
Qölgað; eru fjögur í stað þriggja.
Músíktilraunirnar 1997 eru þær fimmtándu í röðinni,
Stórbruni
► STÓRBRUNI er úr Reykjavík og leikur rokktónlist.
Liðsmenn eru Jóhannes Jóhannesson gítarleikari og
söngvari, Hannes Berg Þórarinsson bassaleikari, Jón
Gunnar Krisljánsson trommuleikari og Þór Óskar Fitz-
gerald gítarleikari. Meðalaldur þeirra er sautján ár.
Gaur
►GAUR heitir hljómsveit úr Garðabæ og leikur einfald-
lega tónlist. Hana skipa Agnar E.K. Hansen gítarleikari
og söngvari, Ragnar F. Magnússon bassaleikari og Frosti
Runólfsson trommuleikari, allir ríflega sextán.
sem þýðir að vel á fimmta hundrað sveita hefur stigið á svið
í Tónabæ síðan fyrstu tilraunirnar voru haldnar.
Verðlaun Músíktilrauna eru hljóðverstímar. í fyrstu verð-
laun eru 25 tímar í Sýrlandi, fullkomnasta hljóveri lands-
ins, sem Skífan gefur. Önnur verðlaun eru 25 tímar í Gijót-
námunni frá Spori hf. og þriðju verðlaun eru 20 tímar í
Stúdíó Hljóðhamri, sem hljóðverið gefur. Til viðbótar eru
svo 20 hljóðverstímar í Stúdíói Hellinum, sem hljóðverið
gefur, en þeir eru ætlaðir athyglisverðustu hljómsveitinni
að mati dómnefndar. Aukaverðlaun eru svo gítar frá Hljóð-
færabúð Steina sem besti gítarleikarinn hlýtur, besti söngv-
arinn fær hljóðnema frá Tónabúðinni, besti bassaleikarinn
úttekt frá hljóðfærahúsi Reykjavíkur og besti trymbillinn
úttekt frá Samspili. Aðrir styrktaraðilar tilraunanna eru
Hard Rock Café, Flugleiðir, Japís og Domino’s Pizza.
Þess má geta að í sveitinni sem treður upp sem gesta-
sveit í kvöld, Quarashi, eru tveir sem voru í sigursveit síð-
ustu tiltrauna, Stjörnukisa, og einn sem komst í þriðja
sæti með hljómsveitinni Wool sælla minninga.
Triumphant Warrior
►TRIUMPHANT Warrior, sem rekur ættir síðan til
umhverfis Hafnarfjarðar, leikur þungarokk. Hana skipa
Bemhard Ragnarsson tommuleikari, Sindri Guðjónsson
bassaleikari og Símon Hjaltason gítarleikari og söngv-
ari. Meðalaldur þeirra er rúm sextán ár.
Andhéri
► ANDHÉRI heitir Reykjavíkursveit sem liðsmenn henn-
ar leika gleðilegt vonleysispopp. Þeir heita Örvar Þór-
eyjarson Smárason sem leikur á gítar og syngur, Eyþór
Ingi Eyþórsson sem leikur einnig á gítar, Gunnar Tynes
bassaleikari og Númi Þorkell Thomasson trommuleik-
ari. Meðalaldur Andhéra er rúm átján ár.
Anus
►HLJÓMSVEITIN Anus leikur hávaðapönk. Anus-lið-
ar eru Eyþór Jóhannesson gítarleikari, Hallgrímur
Hallgrímsson trommuleikari og Arnar Ingi Hreiðars-
son bassaleikari. Meðalaldur þeirra er 22 ár.
Animosity
►HLJÓMSVEITINA Animosity skipa Jakob Þór Guð-
mundsson sem leikur á gítar og syngur, Guðmundur
Gunnlaugsson faðir hans leikur á bassa, Albert Ás-
valdsson leikur á gítar og Snæbjörn Eyjólfsson leikur
á trommur. Jakob og Albert eru fimmtán ára og Snæ-
björn sautján, en Guðmundur er kominn á fimmtugs-
aldurinn. Animosity leikur þungarokk.
Fungus
►Fungus heitir hljómsveit úr Kópavogi skipuð Frið-
geiri Eiríkssyni söngvara og gítarleikara, Sigurði H.
Helgasyni gítarleikara, Óla Geir Höskuldssyni bassaleik-
ara og Sverri Árnasyni trommuleikara. Þeir eru allir á
nítjánda árinu og leika kæruleysislegt rokk.
Drákon
►DRÁKON úr Keflavík leikur kengúruþungarokk.
Hana skipa Ingi Þór Ingibergsson gítarleikari, Arnar
Már Frímansson bassaleikari, Eyjólfur Kristinsson
söngvari og Jóhann Daði Albertsson trommuleikari,
allir á sextánda árinu.
RYMINCARSALA ALDARINNAR
dagar eftir
Nýtt kortatímabil hafið
Skór kr. 1.490
Gallar kr. 1.990 o.fl. o.fl.
»hummél é
SPORTBÚÐIN
Nóatúni 17, sími 511 3555