Morgunblaðið - 13.03.1997, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 13.03.1997, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Bubbi barði börnin Eitt andlit þolanda - í tilefni 8. mars sl. VIÐ íslendingar höf- um löngum verið þekkt- ir fyrir tjáningarþörfina í ræðu sem riti. Við höfum elskað sögu- burðinn svo mikið að við höfum hætt lífi og limum til að koma sög- unni sem lengst frá landi. Eins og í fornöld, erum við náttúrugáfu- lindir, spök og afar víð- lesin. En Gróa frá Leiti, kom hún ekki frá Fær- eyjum? Alltaf getum við tjáð okkur af hyggju- vitinu um öll málefni, bæði þau sem við höf- um vit á og líka þau sem við höfum óvit á, eins og geng- ur. Svo ekki sé minnst á húmorinn. Auðurinn sig um grasið hrærir þar eins og annars staðar. Mér líður stundum eins og í ör- æfalandi þegar ég hef staðið menn og konur að því að ausa úr koppum sínum ævintýrasögum um starfið í Stígamótum. Ég hef ekki enn hitt þá Gilitrutt innandyra sem hatar karlmenn eins og sólskinið. Það er eins og sumir geri sér ekki alveg gjein fyrir að konurnar í Stígamót- um eiga sumar eiginmenn heima, syni og barnabörn í karlkyni. Hatur er ekki sama og ótti. Það er eins og vanti kjarkinn til að kafa svo djúpt í hugskot sín til að finna ástæðurnar fyrir ótta kvenna á körlum. Það þarf kjark til að nota sársaukann í úrvinnslu og horfast í augu við hann. Og það þarf kjark til að skilja sársauka þolenda enda snertir það okkar innsta ótta. Það hvarflar að okkur öllum sú hugsun um það sem getur komið fyrir böm- in mín, okkur sjálf. Bíóímynd of- beldismannsins í dimma skugga- sundinu. Áður var þetta svo fjar- lægt, ekki er heimili ofbeldismanns- ins heimili mitt? Nú kynntist fólk ótta þolenda sem sjálfir eignast börn og geta ekki treyst sínum nánustu, sama hversu gott fólk það er. Umræðan sem „forveri Stíga- móta“ hóf á sínum tíma (86), um kynferðislegt ofbeldi er enn ekki fyrirgefin. Stígamótakonur köst- uðu þessum hryllingi framan í fólk eins og verstu orðsubbur. Heimilin voru ekki lengur örugg fyrir pöbbunum, öfum, stjúpum, grönnum og vinum. Karlmenn urðu að vonum súrir og leið- ir, gátu ekki strokið börnum sínum um kollinn án þess að fá á sig það orð að vera sifjagöndull eða hvað annað verra. Engin leið að finna ofbeldis- mennina, ekki voru þeir með græn eyru né fjólublátt hár. Þetta gat verið hver sem var. Nú urðu allir súrir og leiðir, jafnt konur sem Umræðan sem Stíga- mót vakti um kynferðis- legt ofbeldi varð til þess, segir Sólrún Trausta Auðunsdóttir, að með- vitund fólks vaknaði af værðarblundinum. karlar. Það er svo sárt að vita af ljótleikanum. En þessi umræða varð til góðs, meðvitund fólks vaknaði af værð- arblundinum. En því miður heyrast ennþá raddir fordóma og vanþekk- ingar. Ellefu árum seinna fá konur í Stígamótum að heyra að þær séu karlhatarar, vandamálafíklar sem velta sér upp úr sorglegum sögum. Að það sé eitthvað að þeim, þær hljóti að vera óboðlegar eðlilegum karlmönnum vegna ytri og innri galla. Óeðlilega ljótar (fæðingar- galli). Leiðinlegar, alltaf grátandi með tárblandinn hor niður um kinn- ar. Þjást af fullnægingarnauð og getuleysi. Jafnvel lesbíur upp til Sólrún Trausta Auðunsdóttir JL\J /yj afeláttur af Triumph undirfatnaði á Kringlukasti Landsbyggðin og auðlinda- skatturinn hópa (verða að notast hver við aðra vegna óboðleikans). Svo eru hér meðfylgjandi úr- lausnir fyrir fómarlömbin, beint upp úr sjálfshjálparbókum al- mannarómssálfræðinnar. Þolendur eiga að: Gifta sig og eignast börn, þá batnar allt. Fara til geðlæknis til að fá deyfingargeðmeðal (demp- ar nöldur). Fara í andlitslyftingar og megrun, þá lagast allt. Þær eiga að hitta ofbeldismanninn, sættast við hann og gleyma þessu gamla brölti. Hætta að hata og veita kristi- lega fyrirgefningu, þá batnar allt. Fara á sjálfumsérfullnægjunám- skeið, og lækna þar með kynkuld- ann. Kannski að þær læri eitthvað spennandi sprell í staðinn. Látið það liðna og gerða kyrrt liggja. Hver græðir á því að þylja raunir sínar og sitja svo eftir með þráhyggjuna eina? Ég verð bara að vona og treysta því að fólk leiðist ekki út í nei- kvæða umræðu sem heldur á lofti fordómum sem þessum. Ég held að flestir viti í hjarta sínu betur og finni einungis til velvildar og styðji umræðurnar. Ég hef orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi að hafa hitt þessar konur sem svo oft hafa komið fram fyrir Stíga- mót. Ég hef sannreynt að þær líta eðlilega út, hvorki með Grýlunef, sígrátandi með tárhorblöndu út um allar kinnar né (þótt undarlegt megi virðast) hatursfullar. Ég hef verið spurð að því hvenær ég ætli að hætta að fara í Stíga- mót. Hvort ég sé ekki komin nægi- lega langt (orðin heilbrigð). Að óeðlilegt sé að dvelja þama of lengi, hvort ég festist ekki í raunum mín- um? En ég verð að segja að þarna eru þær allra skemmtilegustu konur sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Sterkar, fallegar konur sem ég get alltaf haft að leiðarljósi. Ég spurði einn af ofbeldismönn- um æsku minnar hvað hefði valdið því að hann misnotaði mig. Hann sagðist væntanlega ekki hafa hugs- að neitt, þetta hefði verið skelfileg heimska. Þá sagði ég, hugsaðir þú ekki neitt í nær tíu ár? Það er nú varla, svaraði hann. Samt er hann að tala um úthugsaðan glæp. Hann lokaði öllum gáttum sem gætu kom- ið upp um óeðli hans. Hann sagði, ef þú segir frá þá lendi ég, góðvin- ur þinn, í fangelsi. Vinátta bamsins fékk allt í einu annað vægi, að vin- átta væri til að fela. Einnig benti hann afar vinsamlega á, að við væmm eins. Að við værum bæði jafnóeðlilega eðlileg, hefðum sömu kenndir. Hann klíndi á mig eigin sekt og ég bar það inn í fullorðinsár- in að vera jafnmikill drullusokkur og hann sjálfur. Með því að tala í Stígamótum oft og mikið fór mér loks að skiljast hve innræting æsk- unnar var röng. Alla mína sáluhjálp fékk ég og fæ í Stígamótum hjá konum sem hafa kjark til að nota eigin sársauka til að hjálpa öðrum til að losna við innrætingu fortíðar- innar. Markmiðið er alltaf að losna, verða fijáls og til þess er einungis ein leið, leiðin til að tala. Þær konur er hafa stigið í Stíga- mót era í leit að því sem fékk ekki að vaxa í friði. Ætli þær viti ekki best hvemig skal standa að úr- vinnslunni, eða skal kannski leitað til Færeyja-Gróu til að sjá hvernig öllu skal háttað? Ég get leitað til almannarómssálfræði Gróu en ég held að ég treysti frekar reynslu Stígamótakvenna til að fínna það sem fékk ekki að vaxa í friði. Höfundur er nemi í Myndlista- og handíðaskóla íslands og lífsnemi í Stígamótum. MIKLAR umræður gjósa með vissu millibili upp um byggða- stefnu, nú síðast í tengslum við fyrirhugaðar stóriðjuframkvæmd- ir á Suðvesturlandi. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir rúmum áratug fjallaði sá sem þetta ritar um byggðastefnu. Þar lýsti ég þeirri skoðun minni að ekki væri æskilegt fyrir landsbyggðina að stjórnvöld og þjóðfé- lagið í heild stumruðu yfir atvinnulífi hennar og miskunnuðu sig yfir það með sérstök- um stoðáætlunum, styrkjakerfum og neyðaráætlunum. Mestu skipti fyrir landsbyggðina, að at- vinnulíf hennar nyti sannmælis og hlut- verk þess í þjóðarbú- inu væri viðurkennt í reynd í hagstjórninni. Það þýddi að gengis- skráning yrði að vera háttað í samræmi við raunverulegan styrk- leika íslensks efna- hagslífs, en ekki óskhyggju aðila atvinnulífsins eða stjórnmála- manna. Með þeim hætti væri hægt að reka undirstöðugreinar eins og sjávarútveg og fiskvinnslu við eðli- legar aðstæður. Og hvað þýðir það, að reka undirstöðugreinarnar við eðlilegar aðstæður? Það þýðir að sjávarút- vegur og fískvinnsla hefðu gert sig gildandi í krafti efnahagslegrar stöðu sinnar. Þessar atvinnugrein- ar hefðu kallað til sín þekkinga- rauðinn, mannaflann, virkjað í sína þágu og þjóðfélagsins þekk- ingu og menntun. Þær hefðu fjár- fest í rannsóknum, þróunarstarfi og nýsköpun. Þær hefðu gert sínar kröfur til menntakerfisins, breytt því og bætt það í samræmi við sína hagsmuni. Atvinnulíf í sókn Sú ósk sem ég setti fram á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir rúmum áratug, hefur nú síð- astliðin sex ár verið að rætast. Gengisskráningarstefna stjórn- valda hefur verið raunsæ, jafn- vægi hefur ríkt og starfsfriður og aðstæður atvinnulífsins í heild hafa batnað til mikilla muna. Þetta hefur gerst þrátt fyrir þá stað- reynd að á þessu tímabili hafi orð- ið mikil skerðing á heimildum til að veiða mikilvægustu bolfískteg- undir okkar. Árangurinn af þessari almennu hagstjórn hefur verið með þeim hætti að sjávarútvegur og fisk- vinnsla hafa, ásamt atvinnulífinu í heild, verið að styrkja sig. Víða um landið hafa sjávarútvegsfyrir- tæki sameinast til þess að styrkja stöðu sína, búa í haginn fyrir hag- kvæmar veiðar og vinnslu og breikka grundvöll rekstrarins. Nýjungar era að ryðja sér til rúms innan fiskvinnslunnar og fyrirsjá- anlegt er að framfarasinnuð fisk- vinnslufyrirtæki eru að búa sig undir að fjárfesta í þróunarstarfi til að standast harðnandi sam- keppni. Hlutdeild í niðurskurði Nú, þegar sjávarútvegurinn er að reisa sig við, hefur umræðan um atvinnugreinina sjaldan verið neikvæðari eða hat- rammari. Tengist þessi neikvæða um- fjöllun einkum því sem kallað er að sjáv- arútvegurinn hafi ókeypis aðgang að auðlind í eigu þjóðar- innar, og höndli með nýtingarréttinn, án þess að þjóðin fái nokkuð í sinn hlut. Útgerðin fékk, „ókeypis" eins og það er kallað, kvóta miðað við aflareynslu, þegar kvótinn var settur á. Síðan hefur kvótinn verið skorinn niður, þorskkvótin t.d. um meira en helming. Þannig fékk útgerðin hlutdeild í niðurskurði. Sama gegnir að sjálfsögðu um Þeir, sem hæst hafa talað um að leggja auð- lindaskatt á útgerðina og þar með landsbyggð- ina, segir Tómas I. Olrich í síðari grein sinni, hafa í tilfinninga- þrunginni réttlætis- kennd gleymt mikilvægu atriði. þann kvóta sem þau útgerðarfyrir- tæki, sem lifað hafa af niðurskurð- inn, hafa keypt af öðrum útgerðar- fyrirtækjum. Auðlindagjald í stað „þjóðnýtingar" Það er mjög athyglisvert að áður en sjávarútvegurinn hefur fengið bættar þær skerðingar, sem framkvæmdar hafa verið undan- farin ár, er farið að tala um að skattleggja hann sérstaklega. Ljóst er að slíkur skattur verður landsbyggðaskattur. Árum saman var atvinnulíf landsbyggðarinnar „þjóðnýtt" með of hátt skráðu gengi íslensku krónunnar. Þannig var tekjum út- flutningsgreina haldið niðri, en svigrúm til innflutning magnaðist að sama skapi. Á meðan tollar voru háir, rann fjármagnið þannig frá útgerð og fiskvinnslu til inn- flutningsverslunar annars vegar og ríkissjóðs hins vegar. Eftir að tollar lækkuðu, ýtti þessi þjóðnýt- ingarstefna sjávarútvegsins undir hömlulausa eyðslu þjóðarinnar og skuldasöfnun erlendis. Postular réttlætisins Þeir, sem hæst hafa nú um að leggja auðlindaskatt á útgerðina og þar með landsbyggðina, hafa í tilfinningaþrunginni réttlætis- kennd sinni gleymt mikilvægu at- riði. Þeir hafa gleymt að krefjast þess að sjávarútveginum og lands- smáskór Vorskórnir eru komnir. í st. 20-30 og nú eru þeir flottir. Erum í bláu húsi við Fákafen. Tómas Ingi Olrich
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.