Morgunblaðið - 13.03.1997, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 13.03.1997, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ allt þetta fengi Guðný vinkona mín fýrstu viðurkenningu ef til þess kæmi að verk hennar og framkoma stæðu frammi fyrir mati. Ég trúi því reyndar að svo sé það í raun, mannanna verk séu eilíflega undir smásjá þess sem öllu ræður. Það er orðið hetja sem er mörgum ofar- lega í huga á þessari kveðjustundu. Leiðir okkar Guðnýjar lágu sam- an á unglingsárunum þegar sálimar eru móttækilegar og áhrifagjamar en um leið viðkvæmar. Því hefur verið haldið fram að vinátta sem myndist á þessum árum reynist tryggari en ella. Eitt er víst að vin- skapur okkar hélst alla tíð og sam- bandið rofnaði aldrei. Á þessari stundu er erfítt að trúa því að leið- ir skilji en þannig er það og ekkert að gera annað en þakka af heilum hug fyrir samfylgdina og biðja ást- vinum guðs blessunar. Það em 30 ár síðan myndarlegur hópur lauk námi frá Kvennaskólan- um í Reykjavik. Við vorum á leið út í lífíð. Sumar höfðu fengið vinnu, aðrar ákváðu að fara í Kennaraskól- ann. Guðný var ein af þeim. Hún reyndi mikið að fá mig með en ég hafði aðrar áætlanir þannig að leið- ir skildi að ákveðnu marki. Á skóla- árunum í Kvennó var tekist á við eitt og annað og margar myndir koma upp_ í hugann sem tengjast Guðnýju. Á þessum tíma kom bítla- menningin fram á sjónarsviðið og átti hug okkar. Við vomm einnig mjög hugfangnar af íslensku bítlun- um, Hljómum, og töldum ekki eftir okkur að standa fyrir utan Glaumbæ tímunum saman ef ske kynni að við fengjum að sjá þá ■---------------■ SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur ÖÓuntu tískuverslun um V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 k koma af æfíngum og hlaupa inn í bílana. Á sunnudögum var farið í Skátaheimilið á eftirmiðdagsböll með Hljómum. Við vomm svo gagn- teknar af þessu áhugamáli okkar að við tókum eitt sinn rútuna til Keflavíkur til þess að taka myndir af húsunum þar sem þessir kappar áttu heima. Eg man að það rigndi mikið þann dag. Eitt sinn fór Guðný með mér norð- ur í páskaleyfinu. Það var fyrsta ferð hennar norður en svo sannar- lega ekki sú síðasta. Við ætluðum að hafa það mjög skemmtilegt og vom einhveijar ballferðir á áætlun. Við vomm hins vegar veðurtepptar allan tímann heima á Lómatjöm og fómm á snjóbíl til Akureyrar að loknu leyfínu. Það fer ekki allt eins og ætlað er. Mér er líka minnis- stætt þegar við vomm í 4. bekk og ég lenti inni á sjúkrahúsi í nokkum tíma. Ég sé hana fyrir mér við fóta- gaflinn á rúminu mínu, áhyggjufulla yfír minni líðan. Guðný kynntist ung eftirlifandi eiginmanni sínum, Magnúsi Hjör- leifssyni ljósmyndara. Samband þeirra var einstaklega gott, þau vom sannir félagar og áttu margt sameiginlegt. Þau eignuðust yndis- legt heimili þar sem smekklegheitin vom í hávegum höfð og það var alltaf einstaklega notalegt að koma til þeirra. Það sem er þó mikilvæg- ast er að þau eignuðust þtjú gjörvu- leg böm, Erlu, Ara og Silju, og mikið var hún Guðný stolt af litla ömmudrengnum sínum, Magnúsi Óla, syni Erlu og Óla, sem nú er að verða tveggja ára. Það er sárt fyrir fjölskylduna að sjá á eftir yndislegri eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu. í veikindum sínum sýndi Guðný ótrúlegan dugnað, kjark og ósér- hlífni. Hún vildi ekki gera mikið úr veikindunum til þess að fólk væri ekki að hafa áhyggjur. 0g þegar spurt var þá var þetta alltaf aiveg að koma, hún var að styrkjast og hún var að fara í nýja meðferð sem hún hafði svo mikla trú á. Ég Ieit til hennar heima á Hraunflöt hálfum mánuði áður en hún dó. Hún leit svo ótrúlega vel út þar sem hún lá í rúminu og hafði snyrt sig svolítið áður en ég kom og sett klút yfír höfuðið. „Eg vildi ekki að þér brygði við að sjá mig,“ sagði hún. Alltaf sama hugulsemin. Alltaf verið að VERÐHRUN fimmtudag, föstudag og laugardag R V Ú E L R E Ð STOP Y T I i • íþróttagailar frá 1.990 • Barnaúlpur nr. 10-12-14 2.990 • Vetrarjakkar barna- og fullorðins 1.990 Úlpur, fullorðins 4.990 Skiðabuxur 1.990 íþróttaskór barna 950 Skiðasamfestingar 4.990 Barnakuldagallar 3.990 hugsa um aðra. Það var þó svo að mér varð brugðið við að sjá hana blessaða og á þessum degi varð ég fullviss um að þetta væri orðin spuming um tíma. Sá banvæni sjúk- dómur, krabbameinið, tekur stóran toll. En læknavísindunum fleygir fram og við verðum að vona að brátt muni takast að leysa gátuna að því marki að það takist að bjarga fleir- um. Við Arvid sendum ástvinum Guðnýjar Stefánsdóttur innilegar samúðarkveðjur. Ég flyt einnig kveðjur frá skólasysturunum úr Kvennó, sem minnast Guðnýjar með þakklæti og virðingu. Megi minningin um góða konu lifa. Valgerður Sverrisdóttir. Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær. Ást í hjarta, blik á brá og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær. (G.Ö.) Vinkona mín kvaddi þetta líf á jafn fagran hátt og hún hafði lifað því, umvafin ást og kærleika fjöl- skyldunnar. Það var mikil lífsreynsla fyrir mig að fá að vera með og upp- lifa slíkan kærleika og slíka fegurð í sorginni. Þar sem allir voru sem einn. En þannig hafði hún einmitt sáð í kringum sig og uppskar eftir því. Öllum í íjölskyldunni þótti svo ofurvænt um hana Guðnýju sína. í erfíðum veikindum sínum vann hún hvem sigurinn eftir annan, hún lauk öllum sínum prófum í lífsins skóla með hæstu einkunn. Kynni okkar Guðnýjar hófust fyrir 10 ámm þeg- ar bömin okkar felldu hugi saman. Ég hef oft sagt að eitt sé að eign- ast tengdaböm, en að það sé ekkert sjálfgefíð að eignast vináttu allrar íjölskyldunnar. Betri og samhentari flölskyldu er vart hægt að fínna. Við Guðný urðum strax góðar vin- konur, það var eins og við hefðum alltaf þekkst. Ifyrir utan sameigin- legt áhugamál, bömin okkar og síð- ar yndislegt bamabam, lágu flest okkar áhugamál saman. Þar bar hæst „þróunarheimspekina", les- hringinn okkar í Geiðubergi, sem átti hug okkar allan. Fræðslan þar, trúin og bænin, gerðu henni kleift að takast á við sjúkdóm sinn og flutning yfir á annað tilvemsvið. I fullvissu sinni um mátt kærleikans, æðsta aflsins, hvatti hún ijölskyldu sína á lokadögum, til þess að virkja kærleikann sér og öðmm til góðs. Ég kveð mína elskulegu vinkonu með orðum sem við sögðum svo oft saman: „Lát kærleik, ljós og æðri mátt efla áform lífs á jörðu.“ Guðrún Þórbjarnardóttir. Elsku Guðný. Það er erfitt að trúa því að þú sért ekki lengur hér hjá okkur, þú sem varst sem mín önnur móðir, svo róleg, skilningsrík og yndisleg persóna. Þú varst alltaf svo hlý og góð þegar ég var heimagangur hjá þér á Þrúðvanginum með Silju vin- konu minni. Á hveijum einasta degi kom ég til Silju og alltaf varst þú heima og tókst vel á móti mér svo og öðmm. Ég man svo vel þegar ég meiddi mig á grill-teininum, þeg- ar við Silja vorum að leika okkur við bræður okkar og vini þeirra, hvað þú varst ótrúlega góð við mig þá, eins og reyndar alltaf. Þú varst alltaf tilbúin að lofa mér að gista þegar mamma þurfti að fara í keppnisferðalög, þá gerðum við allt- af eitthvað skemmtilegt saman t.d. fómm á skíði eða með Magga að taka myndir, sem okkur þótti svo spennandi. Mér leið alltaf eins og ég væri bara ein af börnunum þín- um, bömunum sem þú varst svo yndisleg móðir og ég veit að þau og Magnús munu sakna þín sárt og ég vildi óska þess að litli ömmu- drengurinn þinn hefði fengið að njóta samvistar þinnar lengur. Þú varst frábær, takk fyrir hvað þú varst alltaf góð við mig. Elsku Magnús, Erla og fjöl- skylda, Ari, Silja og aðrir ástvinir. Guð gefí ykkur styrk í sorg ykkar og ég veit að minningin um Guðnýju verður ykkar ljós í myrkrinu. Guð blessi ykkur öll. Hafdís Inga. Kveðja frá frænku Hún fölnaði, bliknaði, fagra rósin mín, því frostið var napurt. Hún hneigði til foldar hin blíðu blöðin sín við banastríð dapurt. En Guð hana í dauðanum hneigði sér að hjarta og himindýrð tindraði um krónuna bjarta. Sof, rós mín, í ró, í djúpri ró. (Guðm. Guðmundsson) Hetjulegri baráttu er lokið, lífið og vonin lutu í lægra haldi fyrir krabbameininu, ofureflinu sem fáu eirir. Já, hún var sannkölluð hetja, hún Guðný frænka mín. Uppgjöf var ekki til í hennar huga. Með rósemi og æðruleysi tók hún örlögum sín- um eins og hveiju öðm verkefni sem henni var falið. Hún taldi kjark í alla í kringum sig, fullviss um að veikindin væm sér „kennsla" til að læra og þroskast af og ekki síst að geta orðið öðmm að Iiði. Hvað það snertir er mér kunnugt um að henni varð að ósk sinni. Með sjón- varpsviðtali og tímaritsgrein kom hún því til leiðar að vinnutilhögun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags- ins var tekin til endurskoðunar í von um að bætt fyrirkomulag mætti verða fleiri konum til bjargar í framtíðinni. Það þurfti kraft og hugrekki til að koma fram opinberlega með gagnrýni á heilbrigðiskerfíð á sama tíma og henni var tilkynnt að hún væri haldin lífshættulegum sjúk- dómi. Það þarf líka hugrekki til að hafna hefðbundnum lækningaað- ferðum þegar sýnt er að þær bera engan árangur. Ég tel það vera forréttindi að fá að vera samvistum við manneskju eins og Guðnýju, fallega, góða og hlýja, og fyrir það vil ég þakka. Állt frá bamæsku höfum við haft mikið samneyti, ólumst upp í sama húsi á Norðurbraut 19, lékum okkur í óbyggðu hrauninu, þar sem nú er hús við hús og varla sést auður blett- ur. Ævintýraheimili þar sem aðeins var einstaka kálgarður og hænsna- kofinn hans afa Helga að ógleymd- um dúkkukofanum sem afi Helgi smíðaði handa okkur og við sýsluð- um okkur í búleik sumarlangt. Við fórum í dagsferðir um hraun- bollana með nesti, mjólk í glerflösku og rúgbrauð með kæfu, könnuðum leyndardóma Hellisgerðis og rennd- um okkur á skíðasleða niður Nönnu- stíg. Fastur liður var svo viku- til hálfsmánaðardvöl í Kaldárseli á sumri, þar sem við hlustuðum á guðsorð og lærðum fallega söngva. Þetta voru áhyggjulausir dýrðar- dagar. Þar sem ég er tveimur árum eldri fannst mér ég að vissu leyti bera ábyrgð á frænku minni, notfærði mér aldursmuninn og ráðskaðist óspart með hana. Hún lét sér vel líka, kvartaði ekki, enda aldrei ver- ið til vandræða. Guðný var elst fímm systkina, systkina sem ég hef að hluta til litið á sem mín. Með fjölskyldum er þetta orðinn stór og samheldinn hópur með Erlu mína og Stefán í farar- broddi. Hópur sem meðal annars gerði Guðnýju kleift að dveljast heima á Hraunflötinni síðustu dag- ana hjá sínum allra kærustu, Magn- úsi og bömunum. Að fá að hafa hana heima þessa síðustu daga var okkur öllum mikils virði, ekki síst Silju litlu, sem verður að sjá á bak móður sinni rúmum mánuði fyrir fermingu sína. Lífíð er stundum miskunnarlaust. Elsku Maggi, Erla og fjölskylda, Ari, Silja, foreldrar og systkini, megi minningin um Guðnýju styrkja ykkur um alla framtið. Helga Bjarnadóttir. Kveðja frá Margréti Sif Sem kona hún lifði í trú og tryggð; það tregandi sorg skal gjalda. Við ævinnar lok ber ást og dyggð sinn ávöxtinn þúsundfalda, og ljós þeirra skín í hjartans hryggð svo hátt yfir myrkrið kalda. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Elsku Erla og fjölskylda, Magnús, Ari og Silja, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Minningin um Guðnýju mun ætíð lifa í hjarta mínu. Margrét Sif. daginn 20. mars nk. í Safnaðarheimilinu, Laufásvegi 13 og hefst hann kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt . safnaðarlögum. T Stjórn safnaðarins. MC m ÍÉ ÉÍÍ Éfi Éð «9 sL NÝTT á íslandi Hágæða lyklakerfi EINN LYKILL - endalausir möguleikar Öryggiskerfi sem uppfyllir allar kröfur um öryggi i kerfislæsingum. Skútuvogi 1 OE • Sfmi 588-0600
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.