Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Áfrýja ákvörðun samkeppnísráðs um Flugfélag Islands Morgunblaðið/Golli FORRÁÐAMENN Flugleiða og Flugfélags Norðurlands hafa ákveð- ið að áfrýja til áfrýjunarnefndar samkeppnismála ákvörðun sam- keppnisráðs frá 4. apríl sl. um skil- yrði fyrir sameiningu Flugleiða inn- anlands og Flugfélags Norðurlands. „Við ætlum á meðan að halda áfram undirbúningi að rekstri Flugfélags íslands," sagði Einar Sigurðsson fulltrúi forstjóra Flugleiða í samtali við Morgunblaðið í gær. Allt frá ákvörðun samkeppnisráðs sem barst málsaðilum formlega laugardaginn 5. apríl síðastliðinn hafa forráðamenn FN og Flugleiða skoðað stöðuna, töldu fyrst einsýnt að óbreyttu að falla yrði frá stofnun 33.879 skotvopn voru til á skrá hérlendis árið 1995 og 18.048 manns höfðu þá skotvopnaleyfi. Ríkisstjómin hefur samþykkt að leggja frumvarp til nýrra vopna- laga fyrir Alþingi. í frumvarpinu er m.a. gert ráð fyrir því að komið verði á samræmdri landsskrá yfir skotvopn og að heimilt verði að reka skotvopnaleigu. Vopn í víðtækri skilgreiningu „Markmiðið með þessu ákvæði er að einstaklingar geti í auknum mæli haft skotvopnaleyfi án þess að eiga sjálfir skotvopn,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. „Sá sem sjaldan fer til veiða kann frekar að kjósa að leigja sér skotvopn eða fá það lánað. Með skotvopnaleigu er lagður grunnur að því að fækka eigendum skot- vopna og þar með þeim stöðum þar sem skotvopn eru varðveitt." FÍ en hafa nú ákveðið að áfrýja. „Samruninn var heimilaður en sett átta skilyrði og það eru einkum skil- yrðin um hverjir mega sitja í stjórn FÍ sem stjórn Flugleiða hefur sett fyrir sig,“ sagði Einar ennfremur. „Eftir athugun við lögmenn hérlend- is og erlendis á því hvernig farið hefur verið með málefni móður- og dótturfélaga telja menn að þessi úr- skurður um stjórnunarþáttinn sé einsdæmi og líklegt að honum megi hnekkja. Það hafa ekki fundist for- dæmi fyrir skilyrðum um stjórnar- setu af því tagi sem samkeppnisráð setti. Því teljum við óhætt að halda áfram undirbúningnum að samein- ingu félaganna." Önnur nýmæli frumvarpsins eru m.a. þau að sérstök ákvæði er að finna í frumvarpinu um hnífa og önnur árásarvopn en skilgreining frumvarpsins á hugtakinu vopn er sögð víðtæk og er henni ætlað að ná til allra tækja og efna sem nota má til að deyða eða skaða heilsu manna eða dýra tímabundið eða varanlega. „Markmiðið með skil- greiningunni er að ná yfir öll tæki sem flokka má undir árásarvopn við tilteknar aðstæður,“ segir í athuga- semdum við frumvarpið. í því er einnig gert ráð fyrir því að skotvopnaleyfi verði veitt til iðk- unar íþróttaskotfimi, og sérstök ákvæði eru um söfnun og sýningar vopna þar sem settar eru strangari takmarkanir við söfnun skotvopna en verið hafa. Þá er gert ráð fyrir því að sú meginregla gildi að ekki skuli veitt leyfi fyrir öðrum skot- vopnum en þeim sem eru lögleg samkvæmt veiðilöggjöfinni. Áfrýjunarnefnd samkeppnis- mála er skipuð þremur mönnum og þremur til vara. Formaður hennar er Stefán Már Stefánsson lagaprófessor og_ aðrir nefndar- menn þau Andri Árnason lögmað- ur og Inga Jóna Þórðardóttir við- skiptafræðingur. Varamenn eru Páll Sigurðsson lagaprófessor, Jónatan Sveinsson lögmaður og Kirstín Flygenring hagfræðingur. Frestur til áfrýjunar rennur út í byrjun maí en Einar Sigurðsson sagði málið sent áfrýjunarnefnd- inni innan viku. Hún hefur sex vikur til að kveða upp dóm sinn og þarf á þeim tíma að afla gagna og hafa málflutning með aðilum. LEKI kom að klórgashylki hjá ísaga í Reykjavík í gær og var slökkviliðið fengið til að fjar- lægja hylkið úr húsi og tæma það. Var hylkið sett í þar til gert vatnsker á athafnasvæði Isaga og gripið til varúðarráð- stafana, umferð stöðvuð um nálægar götur og fólk beðið að yfirgefa hús í grenndinni. Slökkviliðið í Reykjavík fékk tilkynningu um gaslekann klukkan 16.47 en þá höfðu tveir starfsmenn verið að eiga við klórhylki og fundu einkenni frá lekanum í öndunarfærum. Sænskir dagar SÆNSKIR dagar hófust í Kringl- unni í gærdag og af því tilefni klippti Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra á borða við bóka- búð Eymundssonar í Kringlunni 2. Við hlið fjármálaráðherra stendur frú Gunilla Lindh Foster Kettis og lengst til vinstri stend- ur PSr Kettis, sendiherra Sví- þjóðar. Töldu þeir kranann í ólagi og yfirgáfu strax vinnusalinn og kölluðu til slökkvilið. Þegar það kom á staðinn voru tveir menn í eiturefnabúningum sendir til að ná í hylkið og selja það í vatn- sker á lóð ísaga. Var látið leka úr því í vatninu. Engin hætta var talin á ferðum þegar hér var komið en slökkviliðið viðhafði öryggisráðstafanir, lokaði næstu götum og bað fólk að yfirgefa hús Vatnsveitunnar sem er næst svæði ísaga. Vakt var við svæðið fram eftir kvöldi. Fjármálaráðherra um Nesjavallaútboðið Urskurðurinn byggður á faglegu áliti og lögum „ÞÓTT Reykjavíkurborg sé sjálf- stæður aðili verður hún að sætta sig við að fara að landslögum eins og aðrir en séu borgaryfirvöld óánægð og efist um lögsögu fjár- málaráðuneytisins geta þau að sjálfsögðu lagt úrskurðinn fyrir dómstóla," sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra aðspurður um við- brögð sín við bókun borgarráðs í fyrradag um kærumál vegna útboðs á vélum fyrir Nesjavallavirkjun. Friðrik Sophusson fjármálaráð- 1 herra sagði ráðuneytið byggja úr- j skurð sinn á faglegu áliti sérfræð- inganefndar og gildandi lögum sem geri ráð fyrir að úrskurðað sé í kærumáli sem þessu. „Úrskurður- inn er rækilega rökstuddur ítarlegu áliti kærunefndar fjármálaráðu- neytisins en hún skoðaði öll fyrir- liggjandi gögn í málinu og að sjálf- sögðu einnig sjónarmið Reykjavík- | urborgar,“ sagði ráðherra. „Það kann auðvitað að vera erf- í itt fyrir borgina að sætta sig við \ að tvisvar skuli hafa verið gerðar athugasemdir við þetta tiltekna út- boð fyrir Nesjavallavirkjun sem sannarlega var flókið og því vand- meðfarið. Aðalatriðið er þó að þetta verði til þess að borgin vandi sig betur í framtíðinni. Borgin getur farið dómstólaleiðina sé hún óánægð og ég myndi auðvitað ) fagna því að hún gerði það. Það . væri eðlilegra en að standa í ein- hverjum sandkassaleik," sagði fjár- I málaráðherra. Nýtt frumvarp um skotvopnalög Heimilt verði að reka skotvopnaleign Strangari takmarkanir við söfnun skotvopna Morgunblaðið/Ásdís Hættuviðbrögð vegna gasleka Skyndiskoðanir Landhelgisgæslu um borð í rúmlega 1700 skipum síðustu þijú árin Athugasemdir í 74% tilfella FRÁ ársbyijun 1994 hafa starfsmenn Landhelgisgæslunnar framkvæmt skyndiskoðanir um borð í 1.722 skip- um og gerðu þeir athugasemdir við 74,1% þeirra. 189 sinnum vantaði tiltekna menn um borð, oftast véla- verði, en fimm sinnum var enginn skráður skipstjóri um borð. 168 at- hugasemdir voru gerðar vegna at- vinnuréttinda. Björgunarbúnaði var oft áfátt. Átta sinnum sá Landhelgis- gæslan ástæðu til þess að vísa skipum í land vegna niðurstöðu skoðunar. Þetta kom fram á Alþingi í gær í svari Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra við fyrirspum Guð- mundar Hallvarðssonar alþingis- manns. Athugaserndir voru gerðar vegna björgunarhringja 327 sinnum, og tvisvar vantaði björgunarbát. 87 skip voru með útrunnin haffærniskírteini. I 189 skipum var hlustunarvarsla ekki í lagi, slökkt á talstöðvum, þær bilaðar eða engin talstöð um borð. 210 sinnum höfðu björgunaræf- ingar ekki verið haldnar, 24 sinnum hafði nýliðafræðsla ekki farið fram og í 19 skipum hafði búnaðarskoðun ekki farið fram. í 21 skipi voru möskvar veiðar- færa of smáir, í 103 var afli undir máli og 42 sinnum vantaði veiðileyfi um borð. Oftast voru gerðar athugasemdir við búnað skips, eða í 58,25% tilfella þegar hann var skoðaður, réttindum og skráningu var áfátt í 53,23% til- fella. Sjaldnar voru gerðar athuga- semdir við aflaskoðun, eða við 26,65% skoðana og við veiðarfæri voru gerð- ar athugasemdir í 6,41% tilfella. Sektarvald til Landhelgisgæslunnar Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði upplýsingarnar sýna að í allt of mörgum tilvikum væri búnaður skipa eða önnur atriði í Fimm skip skipstjóralaus ólagi. „Þetta vekur þá spurningu hvort ekki sé með einhveijum hætti hægt að koma við skjótari viðbrögð- um og málsmeðferð í þessum efnum en er í dag. Hugsanlega mætti færa Landhelgisgæslunni sektarvald i ein- hveijum tilvikum, í samræmi við heimildir löggæslunnar varðandi umferðarlagabrot." Guðmundur Hallvarðsson sagði upplýsingar Landhelgisgæslunnar bæði hryggja sig og setja að sér hroll. Hann leiddi að því líkur að eftirliti væri ábótavant og mætti meðal annars rekja það til verka- skiptingar dómsmálaráðuneytis og samgönguráðuneytis. „Það er sam- gönguráðuneytið sem sér um að skoðun fari fram og síðan er það dómsmálaráðuneytisins að hafa eft- irlit. Þetta er óeðlilegt, og það hlýtur að vakna sú spurning hvort eðlilegra sé að Siglingastofnun sé undir dóms- málaráðuneytinu sem hefur yfir skipum að ráða sem geta verið á miðum og fylgst með þessum mál- um.“ Guðmundur furðaði sig á því að skip væru á sjó án þess að búnaðar- skoðun hefði farið fram og spurði hvort einhvers konar frumskógar- ástand væri ríkjandi í íslenska fiski- skipaflotanum. Þörf á öryggisátaki Gunnar Tómasson, forseti Slysa- ! varnafélags íslands, segir að félagið hafi átt í viðræðum við samtök sjó- manna og útvegsmanna um að hafið verði átak til að koma öryggismálurn sjómanna í lag. „Slysavarnafélagið hefur alltaf haft verulegar áhyggjur af öryggis- málum sjómanna og þessar tölur sýna að það er full þörf á sérstöku átaki í þeim efnum,“ sagði Gunnar ) þegar upplýsingar dómsmálaráð- j herra voru bornar undir hann. Gunnar sagði að íslendingar 1 hefðu skrifað undir alþjóðlega samn- inga um það hvernig þessum málum eigi að vera háttað hér við land og kappkosta þurfi, öryggis sjómann- anna vegna, að uppfylla þessar sam- þykktir. Hann sagði nauðsynlegt að auka innra eftirlit um borð í skipum og hjá útgerðum og mönnum verði gerð betur grein fyrir því hvaða reglur eru í gildi. „Þá á ég ekki aðeins víð yfirmenn skipa heldur áhöfnina ' alla,“ sagði Gunnar Tómasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.