Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 46
•>r46 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sólveig Guð- mundsdóttir fæddist á Snartar- stöðum í Lundar- reykjadal í Borgar- firði 11. apríl 1906. Hún lést á Land- spítalanum 10. apríl síðastliðinn. For- J eldrar hennar voru hjónin Guðmundur Guðmundsson * (1868-1950), fædd- ur á Vallarstöðum í Kjós. Um ætt hans má lesa í bókunum „Fremri háls ætt“ eftir Jóhann Eiriksson ættfræð- ing, og „Kjósamenn" eftir Har- ald Pétursson safnavörð. Móðir Sólveigar var Þórdís Péturs- dóttir (1880-1941), fædd á Börðum á Akranesi. Foreldrar hennar voru Pétur, fæddur í Efstabæ í Skorradal 7. septem- ber 1836, drukknaði í Skorra- dalsvatni í desember 1885, Guð- mundsson „söngmanns", bóndi fyrst í Efstabæ og síðar í Strandahreppi, Ólafssonar, lög- réttumanns og skipasmiðs í Kalastaðakoti á Hvalfjarðar- strönd (d. 1843). Móðir Þórdís- ar var Guðrún (1840-1905) Jónsdóttir bónda á Búrfelli í Látin er á 91. aldursári frænka mín og nafna Sólveig Guðmunds- dóttir. Veiga eins og hún var alltaf kölluð af vinum og vandamönnum var fædd á Snartarstöðum í Lund- arreykjadal og kenndi hún sig ávallt við þann bæ. Vann hún ýmis sveita- ^störf, fyrst við bú foreldra sinna og síðar meðal annars á Stóra-Kroppi og Kletti í Reykholtsdai. Veiga var tvo vetur í Reykholtsskóla, fyrstu árin sem hann var starfræktur. Seinna var hún einn vetur á Hall- ormsstað. Eftir að hún fluttist til Reykjavíkur vann hún lengst hjá Þjóðskjalasafni íslands. Eftir að Miðfirði, Jónssonar og konu hans Mar- grétar Magnúsdótt- ur bónda á Tann- stöðum i Hrútafirði, Vilhjálmssonar bónda í Balaskarði, Eiríkssonar. Þau Guðmundur og Þórdís byrjuðu búskap á Snartar- stöðum vorið 1905, og voru þau bæði þar til dánardags. Þar fæddust börn þeirra sjö, en Sól- veig var þeirra elst. Þau voru: 1) Sólveig, f. 1906, d. 1997, vann lengst af við land- búnaðarstörf, en síðustu starfs- árin vann hún hjá Erfðafræði- nefnd Háskóla Islands í Reykja- vík. 2) Pétur, f. 1908, bóndi á Skarði í Lundarreykjadal. 3) Guðrún, f. 1914, d. 1983, hús- móðir í Njarðvík. 4) Jón, f. 1915, d. 1972, bóndi á Snartarstöðum eftir lát foreldra sinna. 5) Þórð- ur, f. 1919, d. 1994, verslunar- maður í Sandgerði. 6) Arni, f. 1924, d. 1974, verkamaður, síð- ast í Hveragerði. Útför Sólveigar fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Veiga fluttist til Reykjavíkur bjó hún lengi hjá séra Asmundi Guð- mundssyni biskupi og konu hans Steinunni Magnúsdóttur sem bjuggu á Laufásvegi 75. Dætur þeirra, þær Sigríður, Þóra og Asa, hafði Veiga mjög mikil samskipti við og voru þær henni mjög góðar og vildu allt fyrir hana gera. Færi ég þeim þakkir fyrir þá umhyggju og velvild sem þær sýndu henni alla tíð. Veiga var mjög fróð kona og vel lesin og hafði hún mjög gaman af lestri góðra bókmennta, þó sér í lagi ættfræðibókum og íslenskum skáldsögum. Ég man alltaf eftir þegar ég fór í fyrsta skiptið með Val unnusta minn til hennar, þá fór hún strax að spyija hann hverra manna hann væri og hvaðan hann væri, þá varð eitthvað fátt um svör nema það allra næsta. Næst þegar við komum í heimsókn þá vissi hún alla hans ættartölu lengst aftur í ættir, miklu meira en hann vissi, en svona var hún, vildi vita allt um ættir fólksins sem hún þekkti. Veiga var stjórnsöm kona en mjög blíð og góð þegar á reyndi, hún vildi helst fá að ráða og taka þátt í öllu,' en þó ekki svo að hún neyddi mann til að gera eitthvað sem maður ekki vildi. Það að mennta sig var mjög ofarlega í hennar huga og fann ég það að þegar ég lauk stúdentspróf- inu árið 1995 þá varð hún bæði stolt og ánægð yfir þessum áfanga með mér og hvatti mig eindregið að halda áfram námi. Veiga hafði mikinn áhuga á íþróttum hveiju nafni sem þær heita. Mestan áhuga hafði hún á íslenskum handknattleik þá sérstaklega þegar íslenska landsliðið var að spila, og einnig á íslensku knattspymunni. Þá varð hún ekki par ánægð þegar nafna hennar tilkynnti henni að hún héldi með Fram því hún var sjálf dyggur stuðningmaður Skagamanna og vissi allflest um það lið hveiju sinni, hveijir voru leikmenn liðsins og hveijir skoruðu mörkin. Oft kom það fyrir að við horfðum á leiki saman og héldum þá oftast hvor með sínu liðinu, en urðum nú samt yfirleitt sáttar eftir leikinn hvernig sem úr- slitin urðu. Veiga var kirkjurækin kona og fór yfirleitt í kirkju til að vera við messu alla sunnudaga þegar hún mögulega gat. Svo fór hún einnig í Neskirkju sem var hennar kirkja nú seinni árin, á miðvikudögum og á laugardögum til að vera með í félagsstarfinu þar. Þegar séra Guð- mundur Óskar Ólafsson flutti sig yfir á Grund fór hún oft þangað til að vera við messu hjá honum og hélt hún mikið upp á hann. Hún hafði mikinn áhuga á listum ýmiss konar og átti t.d. ársmiða_ á tónleika Sinfóníuhljómsveitar ís- lands og fór hún þangað að hlusta á ef hún mögulega gat og hafði heilsu til. Einnig hafði hún gaman SÓLVEIG - GUÐMUNDSDÓTTIR SIGURVEIG JÓNS- DÓTTIR A USTFORD + Sigurveig Jóns- dóttir Austford (Sifa) fæddist á Kaldbak í Reykja- hreppi í Suður- Þingeyjarsýslu 15. júní 1928. Hún lést á sjúkrahúsi í Den- ver í Colorado 24. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi á Kaldbak, f. 10. ág- úst 1888, d. 15. des- ember 1976, og Snjólaug Guðrún Egilsdóttir húsmóðir, f. 9. júní 1894, d. 18. maí 1954. Sigurlaug ólst upp í ellefu systkina hópi og eru þijú þeirra á lífi. Sifa tók gagnfræðapróf 1948. Hún lauk námi í Tannsmíðaskólan- um 1952 og var nemi hjá Theó- dóri Brynjólfssyni tannlækni á árunum 1949-1952. Hún starf- aði sem tannsmiður hjá Jóhanni Finnssyni, Hauki Clausen, Magnúsi R. Gíslasyni og Birgi Jóh. Jó- hannssyni tann- læknum í Reykjavík á árunum 1952- 1966. Sifa var virk- ur félagi í Tann- smiðafélagi Islands og var ritari félags- ins um árabil. Sifa fluttist til Bandaríkjanna árið 1966 og starfaði sem tannsmiður hjá tannlæknum þar, fyrst í Kaliorníu og síðan i Denver í Colorado til ársins 1982 er hún hætti störfum. Hinn 20. september 1969 giftist Sifa eftirlifandi eigin- manni sínum Verner Lee Aust- ford, Senior Systems Analyst, Cert. Data - Processor, syni Harolds Austford og Sigrid Erlendsson Austford. Útför Sigurveigar fór fram í Colorado. Við bjartan loga kertaljóssins rifjum við upp minningar um kæra vinkonu, Sifu, sem horfín er af sjón- arsviðinu. Andlát hennar kom mjög ^..á óvart. Við höfðum lengi beðið eftir bréfi og vissum ekki að hún var veik. Oft hefur verið talað um, einkum á síðari árum, að nú þegar saumaklúbburinn væri kominn á fímmtugsaldurinn létum við loksins verða af því að fljúga til Denver og heimsækja Sifu og Lee. En nú fljúgum við til hennar í huganum "4,‘ og rifjum upp liðnar samverustund- ir. Saumaklúbburinn_ okkar var um margt sérstæður. í þessum hópi voru æskuvinkonur af Fjölnisvegin- um og aðrar sem bættust við, nán- ast af eins konar tilviljun. Kannski var það skemmtilegast við þennan saumaklúbb að þama mættust ein- staklingar úr mismunandi atvinnu- greinum og eða heimavinnandi hús- mæður. Meðal okkar var tannsmið- ur, tækniteiknari, verslunarfólk, bankastarfsmaður, gjaldkeri, ljós- móðir og kennari. Á góðum stundum var mikið unnið í höndunum, fylgst með uppvexti bamanna og miðlað áhugamálum, sem voru á breiðum grunni eins og störf okkar voru ólík. Sifa okkar hleypti sannarlega lífi í þennan vinkvennahóp, hlýleg en jafnframt hress, skemmtileg og hláturmild. Hún talaði kjarnyrt og gott norðlenskt mál og það geislaði af henni er hún naut þess að segja okkur frá fjölskyldu sinni, starfi og áhugamálum. Hún var mikil mann- kostamanneskja og einstaklega barngóð. Fyrir um það bil þremur áratugum ákveð Sifa að breyta til og flytjast til Bandaríkjanna, m.a. til að kynna sér nýjungar í sínu fagi. En hún ílengdist. Þar hitti hún Lee sem síðar varð eiginmaður hennar. Þau komu nokkrum sinnum í heimsókn hingað til íslands og urðu þá miklir fagnaðarfundir. Eitt sinn kom tengdamóðir hennar með þeim. Hún er af íslenskum ættum, hafði aldrei komið hingað til lands- ins, en talaði ótrúlega góða ís- lensku. í þeirri heimsókn afhenti Sifa okkur dýrmæta gjöf, lítið vin- áttutré, sem við höfum hjá okkur í saumaklúbbum. Sifa var mikill íslandsvinur. í síðustu kveðju sem við fengum frá henni skrifar hún m.a.: „Ég sakna landsins míns mikið og ykkar allra. Glöð er ég og þakklát fýrir að geta ferðast svo mikið um allt landið og séð þá fallegustu staði sem ég gleymi aldrei og Lee á engin orð til heldur hvað Island er einstakt, hrikalegt en töfrandi, yndislega hlýtt en kalt.“ Nú eru tvær úr hópnum farnar frá okkur, Sifa og Sigríður Stein- grímsdóttir sem lést í nóvember 1992. Við kveðjum kæra vinkonu og biðjum henni, eiginmanni hennar, tengdamóður og fjölskyldunni allri Guðs blessunar. Ása, Ásta, Bryndís, Kristjana, Kristveig, María Anna, Margrét og Sigrún. af málaralist og málverkum og fór hún með mig oftar en einu sinni á Kjarvalsstaði að skoða verkin þar. Eitt sinn fór hún með mér í Há- skólabíó að horfa á jólamynd sem var þá verið að sýna þar (þetta var á þeim árum sem maður var svolít- ið viðkvæmur fyrir áliti og skoðun- um annarra á manni). Þegar mynd- in var u.þ.b. hálfnuð þá sé ég það að Veiga er sofnuð og ég var svo viðkvæm að í staðinn fyrir það að vekja hana færði ég mig um eitt sæti og þóttist ekki þekkja hana. Svona gat maður verið vitlaus. En núna kann ég betur að meta allt það sem hún gerði fyrir mig og fínnst það æðislegt að hún skyldi hafa viljað fara með mér í bíó að horfa á mynd sem hún hafði ekkert gaman af en vissi að mér þætti það. En svona var Veiga, vildi allt fyrir mann gera og fékk kannski stundum of lítið til baka. Eftir að ég flutti sjálf hingað til Reykjavíkur hef ég reynt að heim- sækja hana og hjálpa henni eftir bestu getu. Þá sérstaklega eftir að ég fór að vinna svona stutt frá henni, þá reyndi ég að fara til henn- ar að minnsta kosti tvisvar til þrisv- ar sinnum í mánuði, ekki til að stoppa lengi, heldur bara til að leyfa henni að sjá mig og til að athuga hvort ég gæti eitthvað gert fyrir hana sem var yfirleitt ekki því _það sem hún gerði ekki sjálf gerði Ásta systir hennar fýrir hana. Var hún mjög dugleg og góð við hana alla tíð og á hún þakkir skilið. Hugur Veigu var oft upp í Lund- arreykjadal og fór hún á hveiju hausti upp að Snartarstöðum og í Oddsstaðarétt. Svo fór hún kannski að Varmalæk, Grund og í Bæjar- sveitina og svo endaði hún yfirleitt í Borgarnesi og gisti þá oftar en ekki eina nótt hjá foreldrum mínum þar og heimsótti Pétur bróður sinn á Dvalarheimilið í Borgamesi þar sem hann hefur búið sín seinni ár. Svona ferð fór hún í nú síðast í haust á 91. aldursári og sýnir þetta hvílíkan dugnað og áráttu hún hafði. Þetta leika ekki margir eftir á henn- ar aldri. En nú er ævi hennar lokið og fínnst mér nú svolítið skrýtið að geta ekki farið á Oddagötuna til hennar og heimsótt hana, en þar leigði hún síðustu æviárin hjá Baldri Símonarsyni. En svona er víst lífsins gangur og þú ert sjálfsagt hvíldinni fegin og veit ég að þér líður vel þar sem þú ert núna á meðal foreldra þinna og systkina. Og veit ég að þú og afí passið hvort annað en hann dó því miður fyrir aldur fram áður en ég fæddist þannig að ég kynntist honum aldrei en hann hef- ur eflaust verið góður maður eins og þið hin systkinin. Elsku Veiga mín, ég þakka þér fyrir þau 22 ár sem við áttum saman og vona að þér líði vel. Systkinum þínum og ættingjum sendi ég mínar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu þína, Veiga mín. Þín frænka og nafna, Sólveig Ásta Guðmundsdóttir. Hrossin lestuðu sig niður sneiðing- inn. Þokan varð eftir á fjallinu. Hún hafði villt okkur leið en náðum þó veginum niður í dalinn. Flókadal- urinn og Lundarhálsinn að baki. Við blesti kirkjan og bæjarhúsin að Lundi í Lundarreykjadal. Oddsstaðabónd- inn tók á móti okkur fagnandi og bauð hrossum í haga þar sem stráin náðu í kvið. Fyrst, eftir á að hyggja, spurði ég um Snartarstaði. Ég hafði kynnst konu sem kenndi sig við þennan bæ. Svipur bóndans kom upp um hann. Hún studdi við fram- kvæmdir sveitar sinnar. Hún var í raun enn dóttirin á Snartarstöðum. Hún hafði aldrei farið að heiman. Sólveig Guðmundsdóttir var sú kona að hún lifír í minningunni sem mann- eskja er gaf af sjálfri sér og hags- munir hennar voru velferð sveitar- innar og samferðafólks eftir að suður var komið. Þeir er ná að ganga lífs- leiðina án þess að hugsa sífellt um sjálfa sig og eigin hag eru hólpnir á jörðu og vafalítið á himnum líka. Tii er sú kenning að þeir sem mæla eftir burtgenginn samferðamann geri það sjálfs sín vegna. Það rætist á mér. Ung í starfí en nokkuð reynd í tímans ganghjóli kynntist ég þess- ari merkiskonu. Með próf og vottorð og vígslu auk skrúða kirkjunnar datt ég í þann lukkupott að kynnast Sólveigu Guðmundsdóttur. Einu sinni er ég kom til hennar á Odda- götuna síðastliðið sumar á sólríkum degi hafði hún lagt dýnur á gras- flötina. Hún bauð mér ekki sæti heldur að leggjast og njóta sólar- dagsins í skjóli fyrir norðangolunni undir stofuglugganum. Hún hafði búið sig í réttan fatnað, kom og hallaði sér í bíkini en það er naumast- ur klæðnaður utan nektar. Mér leið svo vel þama að klukkustundimar urðu tvær áður en ég hafði mig í að segja ,jæja“ og kveðja. Janvel þá komst hennar lífshlaup ekki að. Það var svo margt annað um að tala. Hún stefndi hærra en að sífra um liðna daga, sem hjá okkur öllum hefðu getað verið öðruvísi. í starfi á vegum kirkjunnar verða mörg gatnamót. Ef til er eitthvað sem heitir starfsreynsla og þjálfun í starfí er von mín sú að þarna á dýnunum í sólinni á Oddagötunni hafí ég fengið innsýn í það sem kailað er hin æðri gráða. Það að kynnast viðhorfum er lyfta frá hinu daglega og í átt til lífsins. Sólveig átti sitt ákveðna sæti í kirkjunni okkar, Neskirkju, á aftasta bekk. Hún kom nánast hvemig sem viðraði til helgihalds. Hún kom til okkar í félagsstarfínu á laugardög- um og í opið hús hjá kvenfélaginu í miðri viku. Það var yndislegt þegar hún sagði eitt sinn þegar leikfímin féll niður í vetur: „Það er nú í góðu lagi, þá fáum við bara meiri tíma til að spjalla saman.“ Sólveig var fé- lagslynd og tók virkan þátt í sam- ræðum. Vel að sér og fróð um menn og málefni og leiðrétti ef hún heyrði rangt með farið. Aðeins í skamman tíma framan af þessu ári laut hún því að vera bundin húsi sínu því hún komst ekki í útiskóna. Á gjörgæslu spítalans mátti ljóst vera að líkaminn var kominn í þrot, en andinn reynd- ist yfirsterkari. Hún bað fyrir kveðj- ur sem ég kem á framfæri í trún- aði. Mér þakkaði hún kynnin og árn- aði heilla í bráð og lengd. Hrossareksturinn niður sneiðing- inn, brosið í augum bóndans, sveitin hennar og sólin á okkur tvær á dýnunum undir skjólgóðum vegg verður kveðja mín og þakklæti til hennar. Sólveig Guðmundsdóttir leiddi mig fyrstu sporin í dálítið óráðnu starfi. í þessu tilviki er nóg að færa þakk- ir. Óldruð kona hefur sofnað frá jarð- vistinni daginn fýrir níutíu og eins árs árs afmælið sitt. Barði nestið um líkt leyti og við frelsuðumst í upprisu- hátíð frelsarans. Við höfum í raun aðeins trúna i farangrinum við þessi fyrirframvituðu vistaskipti. Ég kveð með þökk fyrir samveruna. Kristín Bngeskov. Það er alltaf erfítt þegar að kveðjustundinni kemur, sér í lagi þegar jafn hjartfólgin kona og hún Sigrún var kveður. Tíðindin um frá- fall hennar vakti mikinn söknuð og minningarnar um ánægjulegar sam- verustundir streymdu inn í hug- arheim okkar. Sigrún hefur alltaf verið til staðar fyrir okkur, allt frá því að við vorum lítil böm. Heimili hennar og Stefáns í Stigahlíðinni stóð alltaf opið og þangað var gott að koma. Þegar þau síðan fluttu a Hringbrautina við hliðina á foreldrahúsum okkar varð samgangurinn enn meiri. Sig- rún ferðaðist mikið með fjölskyldu okkar á árum áður, ásamt fleira fólki og eigum við margar og góðar minningar úr þeim ferðum. Það var alltaf gott að heimsækja Sigrúnu og ræða við hana því hún var mjög ungleg í hugsun og framkomu. Við þökkum þér, elsku hjartans Sigrún okkar, fyrir margar og góðar ánægjustundir á liðnum árum og biðjum guð að fylgja þér. Sigga, Edda, Sigrún, Helga, Biggi og Hjörtur, við vottum ykkur innilegustu samúð okkar. Ragnheiður, Þorsteinn og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.