Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.04.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áfrýjunarnefnd samkeppnismála Takmörkun á aðgangi samnings er andstæð samkeppnislögum ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnis- mála hefur staðfest ákvörðun sam- keppnisráðs frá því í janúar að samningur Tryggingastofnunar rík- isins og Læknafélags Reykjavíkur um takmörkun á aðgangi lækna að samningi um sérfræðilæknishjálp sé andstæður samkeppnislögum. Tryggingastofnun kærði ákvörðun samkeppnisráðs og felldi áfrýjunar- nefndin úrskurð sinn í síðustu viku. Ákvörðunarorð samkeppnisráðs voru á þá lund að með hliðsjón af markaðsráðandi stöðu Trygginga- stofnunar sem kaupanda á sér- fræðilæknisþjónustu hafi aðgangs- takmarkanir samkvæmt samningi TR og Læknafélags Reykjavíkur skaðleg áhrif á samkeppni. Felist þær aðgangstakmarkanir annars vegar í einkarétti félaga í LR að samningnum og hins vegar í því hlutverki samráðsnefndar fulltrúa TR og LR að meta þörf fyrir þjón- ustu í viðkomandi grein og fá til þess upplýsingar um umfang vænt- anlegs reksturs. Geta fulltrúar lækna í nefndinni hugsanlega lent í þeirri aðstöðu að ákveða hvort veita eigi nýjum lækni, e.t.v. í sömu sérgrein og þeir eða sá, sem er í nefndinni, aðgang að samningnum. Samningur Tryggingastofnunar við LR gerir einnig ráð fyrir að sérfræðingar skuli vera félagar í LR. Megi líta svo á í samkeppnis- rétti að félagsaðild sem skilyrði fyrir réttindum sem samningurinn veitir geti falið í sér ólögmæta mis- munun. Áfrýjunarnefndin staðfestir þessa ákvörðun samkeppnisráðs en fellir úr gildi þá ákvörðun að samn- ingur aðila um gjaldskrá bijóti í bága við samkeppnislög, gjaldskrá- in sé hluti af samningskjörum sem heimilt sé að semja um samkvæmt almannatryggingalögum. Felldu samninga og boða verkfall NÍTJÁN verkalýðsfélög hafa fellt í atkvæðagreiðslu nýgerða kjarasamninga landsambanda Alþýðusambands íslands. Þar af hafa átta boðað verkfail frá og með 24. apríl en enn er eftir að telja hjá þremur félögum. Á Vestfjörðum hafa verkalýðsfélög boðað verkfall frá og með næsta mánudegi 21. apríl. Þá hafa flug- virkjar fellt sína samninga og boðað verkfall frá og með 25. apríl og flugmenn stefna í tveggja sólarhringa verkfall frá kl. 20 föstudaginn 18. apríl til kl. 24 sunnudagskvöld 20. apríl. Samningar felldir í 19 félögum, 8 hafa boðað verkfall Siglufjðrður Húsavík f Akureyri >, SérSamningúr v. leskaupstaður ískrúðsfjðrður Djúpivogur Reykjavik Sandgerði, Grundar- Akranes Samningar Boðað ,, , felldir verkfall Verkamanna- sambandið ° ® Landsamband iðnverkafólks n " Landsamband fsl. . . verslunarmanna Q ® bakki Merkingar matvæla Engar undanþágur fra reglugerð ESB UMHVERFISRAÐUNEYTIÐ hefur ákveðið, í kjölfar athugunar og við- ræðna við Eftirlitsstofnun EFTA, að veita engar undanþágur frá reglu- gerð Evrópusambandsins um merk- ingar matvæla. Ekki verður látið duga að merkingar og upplýsingar séu í hillum verslana eða bæklingum, eins og íslenskir innflytjendur mat- væla frá löndum utan Evrópusam- bandsins höfðu lagt til, enda kæmi skýrt fram í reglugerðinni að merk- ingar yrðu að vera á umbúðum eða áföstum merkimiða. Lokafrestur til að fulinægja kröfum reglugerðarinn- ar rennur út í október. Þetta kom fram í svari Guðmundar Bjamasonar umhverfisráðherra við fyrirspum Guðrúnar Helgadóttur varaþing- manns á Alþingi í gær. Guðmundur sagðist telja að reglu- gerðin myndi ekki hafa áhrif á vöruv- al, enda væri hægt að útvega vörur, sem koma frá löndum utan ESB, í Evrópu og væm þær þá merktar samkvæmt reglugerðinni. Hann taldi hins vegar að það fyrirkomulag gæti 'haft einhver áhrif á verðið. Morgunblaðið/Þorkell LÍN tekur tillit til álits umboðsmanns í máli finnsks ríkisborgara „Reynum að leysa málið far- sællega“ MÁLI finnskrar stúlku, sem búsett hefur verið hér á landi í níu ár og var synjað um námslán frá Lána- sjóði íslenskra námsmanna vegna náms í Englandi, jafnvel þó að hún hefði áður fengið lán til náms við Háskóla íslands, hefur verið vísað til vafamálanefndar LÍN og segir stjórnarformaður sjóðsins að reynt verði að leiðrétta það. Umboðsmað- ur Alþingis hefur, með vísan til jafn- ræðisreglu Helsinki-samningsins, gefið út álit þess efnis að hún eigi rétt á láni frá LÍN vegna námsins í Englandi. „Við munum eðlilega taka tillit til umsagnar umboðsmanns og reyna að leiðrétta þetta mál,“ segir Gunnar Birgisson, stjórnarformað- ur LÍN. Hann segir þetta algert undantekningartilfelli og að ekkert slíkt hafi komið upp hjá sjóðnum áður. „Málinu verður vísað aftur til vafamálanefndar, sem mun af- greiða málið samkvæmt tilmælum umboðsmanns. Við munum reyna að leysa málið farsællega fyrir þessa stúlku," segir Gunnar og bætir við að þegar um einhvern vafa sé að ræða eigi námsmaðurinn að njóta hans. Stjórn LÍN synjaði beiðni finnsku stúlkunnar um lán til náms í Eng- landi á þeim forsendum að hún væri erlendur ríkisborgari og reglur EES-samningsins um veitingu námsaðstoðar tækju ekki til henn- ar. Stjórnin taldi að jafnvel þótt leyfilegt væri að veita erlendum rík- isborgara undanþágu vegna náms sem stundað væri hér á landi, ætti það ekki við um nám í þriðja landi. Um þetta segir Gunnar: „Það koma stundum upp atvik sem úthlutunar- reglumar ná ekki alveg yfir og auðvitað er aldrei hægt að gera reglur þannig að þær taki á öllum undantekningartilfellum." -----♦ ♦ ♦ Sumar í nánd AÐEINS lifir eftir vika af vetri og þær Lára Hildur (t.v.) og Guðný Dóra í Gróðrarstöðinni i Fossvogi í Reykjavík búa sig og aðra með græna fingur undir vorkomuna. Sumarmál eru á laugardag og síðan kemur harpa með sumardeginum fyrsta. 224 milljónum munaði á afkomuspá og uppgjöri Útgerðarfélags Akureyringa Upplýsingar gefnar eftir bestu vitund FORSVARSMENN Verðbréfaþings Islands og Útgerðarfélags Ákur- eyringa hf. (ÚA) ræddu í vikunni um upplýsingagjöf fyrirtækisins vegna afkomu síðastliðins árs. í fréttabréfi ÚA, sem sent var út í byijun október, var því spáð að hagnaður félagsins myndi nema um 100 milljónum króna á árinu en í uppgjöri, sem birt var nú í apríl, kom I ljós að tap varð á félaginu sem nam 124 milljónum króna. Milli spár og endanlegrar niðurstöðu munar því 224 milljónum króna. Hafa vakn- að spumingar um hvort forsvars- mönnum fyrirtækisins hafí ekki ver- ið það ljóst í októbermánuði að tap yrði á rekstri fyrirtækisins á árinu. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, segir að efni- svinnsla og frágangur fréttabréfsins innan fyrirtækisins hafí byggst á bestu vitund á þeim tíma. Stefán Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings Is- lands, segir að þingið hafi ekki ósk- að eftir sérstökum fundi um málið heldur hafi það verið tekið upp á fundi, sem haldinn var með ÚA- mönnum, sem liður í heimsókn Verðbréfaþings til hlutafélaga á Norðurlandi eystra. „Við óskuðum eftir skýringum á þessu misræmi og fengum þær. Við munum hins vegar ekkert tjá okkur um þær skýringar. Það er ekki að sjá að reglur þingsins hafí verið brotnar í þessu tilviki en engu að síður gefa mál sem þessi tilefni til að skoða hvort heppilegra sé að standa að upplýsingagjöf með öðrum hætti til að draga úr óvissu á markaðnum. Verðbréfaþing vinnur stöðugt að því að bæta upplýsingagjöf hlutafé- laganna og á margs konar sam- skipti við félögin um þau efni án þess að greint sé sérstaklega frá hveiju tilviki í fjölmiðlum." Veigamiklar forsendur brugðust Guðbrandur Sigurðsson segir að ekkert sé óeðlilegt við það _að um- ræður um upplýsingagjöf ÚA hafí komið upp á samráðsfundi fulltrúa fyrirtækisins og Verðbréfaþingsins. „Það munar vissulega miklu á af- komuspánni og endanlegu uppgjöri en það á sér allt eðlilegar skýringar þegar betur er að gáð. Afkomuspáin byggðist á endurskoðaðri rekstrará- ætlun ÚA, sem gerð var í júní, og hún var lögð til grundvallar þegar efni fréttabréfsins var unnið í sept- ember en það var sent út í byijun október. í áætluninni var gert ráð fyrir því að rekstur félagsins yrði nálægt núllinu en afkoma dótturfé- laga, endurgreiðsla frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og fleira myndu skapa hagnað, sem næmi um 100 milljónum króna. Nokkrar veiga- miklar forsendur fyrir áætluninni brugðust hins vegar í ágúst og sept- ember. Niðurstaðan af veiðum, sér- staklega úthafsveiðum, var vægast sagt mikil vonbrigði en framleiðni frystitogaranna var 180 milljónurn króna lakari en ráðgert var. Þá varð kostnaður við þjónustudeildir og skrifstofur 30 milljónum króna hærri en áformað var en tekjur af land- vinnslueiningunni og ísfískskipum 25 milljónum lægri en ráðgert var.“ Aðspurður hvort það hefðu verið mistök að senda fréttabréfið út með svo röngum upplýsingum í byijun október fyrst þá þegar var komið í ljós að áætlanir félagsins myndu riðlast, sagði Guðbrandur: „Afkomuspáin var auðvitað að- eins byggð á áætlun. Auðvitað er leitast við að fara eftir því sem rétt- ast er talið á hveijum tíma en stund- um gerist það auðvitað að menn verða óhóflega bjartsýnir eða svart- sýnir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.